Skaidi Xtreme

31.08 2018 00:00 | ummæli

Skaidi Xtreme

Ingvar Ómarsson keppir í Noregi

Þessa dagana er Ingvar Ómarsson staddur í smábænum Skaidi norðarlega í Noregi. Þar er honum boðið að taka þátt í maraþonfjallahjólakeppni ásamt hópi atvinnumanna frá ýmsum löndum. Ingvar segir að keppnin sé stutt en afar erfið og að farið verði um mjög óheflaða náttúru á svæðinu í um það bil tvo og hálfan tíma. Keppnin fer fram laugardaginn 1. september en Ingvar hefur nýtt síðustu daga til að skoða umhverfið, t.d. bæinn Hammerfest, ásamt öðrum keppendum.

Eftir þessa keppni heldur Ingvar til Sviss þar sem heimsmeistaramótið í ólympískum fjallahjólreiðum verður haldið þann 8. september. Brautin þar er ein af þeim erfiðari, mjög tæknileg og full af trjárótum og grjóti. Það eru nokkur mjög erfið klifur í brautinni sem Ingvar segir að muni dreifa vel úr hópnum en gera keppnina líka afskaplega erfiða fyrir alla. Hann verður eini Íslendingurinn sem tekur þátt, en þetta er í annað skipti sem Ísland tekur þátt.

Þá tekur Ingvar þátt í heimsmeistaramótinu í maraþonfjallahjólreiðum. Það mót fer fram 16. september í ítölsku ölpunum í Auronzo di Cador. Sú leið er 104 km með 4500m hækkun.

HRÍ mun að sjálfsögðu fylgjast með gangi mála hjá Ingvari í þessum mótum og sendir honum góðar kveðjur.

Halldóra Kristinsdóttir

Ummæli

Aðrar fréttir

Hjólreiðafólk Ársins 2025

31 December kl: 11:58

Hjólreiðafólk Ársins 2025 Í lokahófi HRÍ sem haldið var í nóvember s.l. var kosning

Gullhjálmurinn 2025 - tilnefningar

26 December kl: 23:43

Hjólavarpið og Hjólreiðasamband íslands hafa nú opnað fyrir tilnefningar vegna Gullhjálmsins 2025. Öllum

Afrekstefna HRÍ 2024 - 2028

16 December kl: 13:40

Ný afrekstefna fyrir 2024 - 2028 hefur verið birt á síðu HRÍ

Launasjóður íþróttafólks tilkynntur

4 December kl: 09:00

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands kynntu s.l. mánudag Launasjóð íþróttaf

Íþróttaeldhugi ársins 2025

24 November kl: 16:03

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands og Lottó hvetja til tilnefninga á „Íþrótt

Yfirlýsing HRÍ vegna úrskurðar Lyfjaeftirlits Íslands

23 November kl: 22:01

Hjólreiðasamband Íslands (HRÍ) tekur úrskurð Lyfjaeftirlits Íslands mjög alvarlega. Brot gegn lyfjareglu

Hjólreiðafólk ársins 2025 og lokahóf

8 November kl: 22:05

Lokahóf Hjólreiðasambands Íslands var haldið í Víkinni í dag. Allir bikarmeistarar &aa

Hjólreiðamaður í bráðabirgðabann frá æfingum og keppni

22 October kl: 16:39

Þorsteinn Bárðarson hjólreiðamaður innan vébanda Hjólreiðasambands Íslands (HRÍ) hefur veri&e

Íslandsmótið í Cyclocross 2025-2026

18 October kl: 21:05

Í dag fór fram Íslandsmótið í Cyclocross (CX) tímabilsins 2025-2026 við Gufunesbæ, Reykjavík.

Lokahóf Víkinni 8. nóvember

6 October kl: 12:51

Laugardaginn 8. nóvember n.k. fer fram lokahóf Hjólreiðasambands Íslands í Víkinni,Traðarlandi 1,

Heimsmeistaramótið í Malarhjólreiðum 2025

3 October kl: 10:58

Fjórða heimsmeistaramótið í malarhjólreiðum fer fram í Suður-Limburg í Hollandi dagana 11.og 12. ok

Hæfileikabúðir HRÍ 2025 Ísafirði

9 September kl: 11:30

Landsliðs- og afreksdeild Hjólreiðasambands Íslands boðar árlega til hæfileikabúða fyrir efnilegasta h

Norðurlandameistaramóti í keppnis-BMX hjólreiðum

5 September kl: 22:41

Adrían Uni Þorgilsson, aðeins 8 ára gamall, keppti fyrir hönd Íslands á Norðurlandameistaramótinu &iacu

Hæfileikabúðir HRÍ Ísafirði

1 September kl: 23:09

Hæfileikabúðir Hjólreiðasambands Íslands fara að þessu sinni fram á Ísafirði dagana, 5. til 7.

Heimsmeistaramót í Enduro fjallahjólreiðum

1 September kl: 13:37

Þeir Jónas Stefánsson, Börkur Smári Kristinsson og Þórir Bjarni Traustason eru nú staddir í Valais