Þingvallakeppnin: afhending gagna og ræsing

28.05 2015 18:00 | ummæli

Þingvallakeppnin: afhending gagna og ræsing

Afhending keppnisgagna verður í verslun TRI á Suðurlandsbraut 32, föstudaginn 29. maí frá kl. 15 til 18.

Á keppnisdag munum við hafa aðstöðu okkar á bílaplaninu þar sem Hótel Valhöll var. Ræsing hefst kl. 8:30 við vestari enda brúar yfir Öxará.

  • kl. 8:30 er A-flokkur karla ræstur út, þeir fara 4 hringi
  • kl. 8:32 er A-flokkur kvenna ræstur út, þær fara 3 hringi
  • kl. 8:35 er allur B-flokkurinn ræstur út. Karlarnir fara 3 hringi, konurnar 2 hringi og unglingarnir 2 hringi

Það verða undanfarar með blikkljós fyrir A-flokk karla og A-flokk kvenna. En B-flokkurinn hjólar án undanfara. Undanfari er jafnframt dómari viðkomandi flokks. Hann keyrir fáeinum vegstikum á undan fyrstu keppendum í flokki, nema í síðasta hring að hann mun keyra á eftir forystuhóp frá Vatnsvik í endamark.

Keppendur sem ræstir eru út á mismunandi tíma er ekki heimilt að hjóla saman í hóp á meðan á keppni stendur.

Það verður einstefna frá afleggjaranum niður í Vatnsvik að afleggjaranum niður að hótelplaninu okkar.

Við beinum þeim tilmælum til keppenda að renna beint niður að bílastæðinu okkar eftir að hafa farið yfir endamarkið. Kyrrstæð þvaga við endamarkið skapar bara hættu. 

Ekki gleyma að skila keppnisgögnum, tímatökuflögu og rásnúmeri, að lokinni keppni.

Bestu kveðjur frá keppnisstjórn.

 

Örn Sigurðsson

Síðast breytt þann 29. May 2015 kl: 10:07 af Örn Sigurðsson

Ummæli

Aðrar fréttir

Kosningafundur Íþróttamannanefndar 2025

4 April kl: 11:47

Þann 30. apríl næstkomandi klukkan 18:00 á 3. hæð í ÍSÍ heldur Íþróttamannanefnd

Æfinga- og undirbúningsferð á Calpe

31 March kl: 16:13

Dagana 22. til 29. mars s.l. fór Íslenska landsliðið í götuhjólreiðum í æfinga- og undirbúni

Jarðvinna fyrir Fossvogsbrú að hefjast

19 March kl: 13:25

Hjólreiðasambandinu var að berast tilkynning frá framkvæmdaraðila jarðvinnu fyrir Fossvogsbrúnna. En jarð

Hjólreiðaþing 2025

2 March kl: 23:25

Hjólreiðasamband Íslands boðaði til Hjólreiðaþings laugardaginn 1. mars 2025 s.l. í fundarsal &Ia

Boðað er til Hjólreiðaþings 2025

28 February kl: 10:29

Hjólreiðasamband Íslands boðar til Hjólreiðaþings laugardaginn 1.mars klukkan 14.00

Íslandsmót í e-hjólreiðum 2025

27 February kl: 16:06

Í gær, miðvikudaginn 26. febrúar fór fram annað formlega Íslandsmótið í e-hjólreiðum &

UCI Level 2 þjálfunarnámskeið

24 February kl: 21:32

Eins og áður hefur komið fram í frétt hér frá 13. janúar s.l. þá er ráðgert að

Bikar- og Íslandsmeistaramót á Zwift 2025

10 February kl: 11:17

Fyrstu keppnir ársins eru nú að hefjast, en bikarkeppnir í e-hjólreiðum fara fram dagana 12. 19. og 26. febrú

Ráðning Landsliðsþjálfara

6 February kl: 17:36

Í desember s.l. gekk Hjólreiðasambandið frá samning við Conor Campbell til að gegna starfi landsliðsþjá

Fjölgun þjálfara - UCI þjálfaranámskeiðin

13 January kl: 14:20

Nú hafa samtals 61 einstaklingar lokið fyrsta þrepi þjálfunar námskeiðs Alþjóða hjólreið

Mótaskrá fyrir 2025 - önnur drög

9 January kl: 14:29

Hér eru svo uppfærð drög mótaskrár fyrir sumarið 2025 frá Mótanefnd HRÍ. Með fyrirvara um hu

Íþróttafólk ársins 2024 verðlaunað

7 January kl: 10:22

Seinasta laugardagskvöld var mikið um dýrðir í Hörpunni þar sem í sameiginlegu hófi ÍSÍ

Sjálfboðaliði ársins 2024

4 January kl: 15:57

Hjólreiðasamband Íslands ákvað að veita verðlaun fyrir Sjálfboðaliða ársins 2024. E

Tilkynning um úrslit Gullhjálmsins

2 January kl: 13:14

Hafdís Sigurðardóttir hlýtur Gullhjálminn 2024 Það er mjög gleðilegt að til

Kosning Gullhjálmsins 2024

22 December kl: 18:10

Hjólavarpið og Hjólreiðasamband íslands h