6.bikar í cyclocrossmótaröð Tinds

2.04 2013 17:06 | ummæli

6.bikar í cyclocrossmótaröð Tinds

Þá er komið að síðustu keppninni í cyclocrossmótaröð Tinds! Spennan er búin að vera mikil í vetur, og fólk hefur haft gaman af því að hittast og keppa í snjó, klaka og kulda, eins og sönnum hjólreiðamönnum sæmir.

Staðan í stigakeppninni er ansi spennandi, en hana má sjá hér.

Að þessu sinni verður horfið aftur til Nauthólsvíkur, en nú í nýrri og náttúruvænari braut en áður. Nýja brautin er lausari við gras en sú gamla, og færir keppendur nær sandi, hólum og klettum, en er á sama tíma hraðari og flæðir einnig mjög vel. Við viljum vekja athygli á því að keppnin hefst klukkan 10:00 í þetta skiptið, en ekki kl 11:00 eins og vaninn hefur verið. Þetta er gert til að vera á undan umferð almennings um ströndina, en hún opnar almenningi kl 11:00.

Að keppni lokinni verður opið í heitapottinn á svæðinu, aðgangur er 500 krónur. Einnig ætlum við að stilla upp grillinu og elda uppáhaldsmat hins almenna afrekshjólara, pulsur! Verðlaunaafhending, bæði í aldursflokkum og yfir heildina verður einnig á ströndinni eftir keppnina.

Kort af nýju brautinni má sjá á síðu keppninnar á www.hjolamot.is, keppnisgjald er aðeins 500 krónur, og öllum sem eiga cyclocrosshjól er skylt að láta sjá sig, og hjóla í þessar litlu 45 mínútur ;)

 

Ummæli

Aðrar fréttir

Reykjavíkurborg leitar að þátttakendum í rannsókn sem greina mun umferðaröryggi- og upplifun

15 April kl: 17:51

Rannsóknin er hluti af samstarfsverkefni 28 aðila víðs vegar um Evrópu. Markið verkefnisins er að finna öruggar og

Norðurlandamótið 2024 í Gravel - Eistlandi og Litháen.

8 April kl: 13:36

Norðurlandamótið 2024 í Gravel fer fram í Eistlandi og Litháen þann 8. júní n.k.

Evrópusambandið horfir til hjólreiða sem framtíðar ferðamáta

4 April kl: 12:18

Í gær skrifaði Evrópusambandið undir yfirlýsingu sem nefnd hefur verið "European Declaration on Cycling". Me

Hjólreiðaþing 2024

6 March kl: 13:32

Hjólreiðasamband Íslands boðaði til Hjólreiðaþings laugardaginn 2. mars 2024 s.l. í fundarsal Í

Hjólreiðaþing 2024 - 2. mars

28 February kl: 13:22

Hjólreiðasamband Íslands boðar til Hjólreiðaþings laugardaginn 2.mars klukkan 14.00.

Fræðslukvöld HRÍ - fimmtudaginn 7. mars kl. 18.30

27 February kl: 23:04

Hjólreiðasamband Íslands boðar til áhugaverðs fræðslufundar þann 7. mars n.k. í fundarsal Í&th

Nýjir Íslandsmeistarar í e-hjólreiðum

25 February kl: 23:45

Laugardaginn 24. febrúar s.l. fór fram fyrsta formlega Íslandsmótið í e-hjólreiðum í Zwift heimum.

Íslandsmeistaramótið í e-hjólreiðum 2024

21 February kl: 12:36

Næstkomandi laugardag fer fram fyrsta formlega Íslandsmeistaramótið í e-hjólreiðum.

Mótaskrá 2024 - uppfært

24 January kl: 17:22

Hér eru svo önnur drög að mótaskrá sumarsins 2024 frá Mótanefnd HRÍ komin. Aftur með fyrirva

Þolprófsmælingar Úrvalshóps HRÍ

13 January kl: 20:37

Í dag fóru fram þolprófsmælingar á úrvalshópi Hjólreiðasambands Íslands &ia

Styrktar- og liðleiksmælingar á úrvalshópi Hjólreiðasambands Íslands

12 January kl: 14:42

Í dag fóru fram yfirgripsmiklar styrktar- og liðleiksmælingar í rannsóknarsetri íþrótta- og heilsuv

Kynningar- og upplýsingafundur úrvalshóps Hjólreiðasambands Íslands

3 January kl: 14:42

Kynningar- og upplýsingafundur úrvalshóps Hjólreiðasambands Íslands fór fram í fundarsal Íþ

Afreksbúðir úrvalshóps HRÍ í janúar 2024

25 December kl: 22:30

Í byrjun janúar mun Hjólreiðasambandi Íslands (HRÍ) í samvinnu við rannsóknarstofu Menntavísi

Dagur sjálfboðaliðans 5. desember

30 November kl: 08:35

Í tilefni af degi sjálfboðaliðans þann 5. desember n.k. munu ÍSÍ og UMFÍ bjóða sjálfboð

Gullmerki Hjólreiðasambands Íslands 2023

5 November kl: 15:24

Í gær var Pálmari Kristmundssyni veitt Gullmerki Hjólreiðasambands Íslands. Pálmar er menntaður arki