6.bikar í cyclocrossmótaröð Tinds

2.04 2013 17:06 | ummæli

6.bikar í cyclocrossmótaröð Tinds

Þá er komið að síðustu keppninni í cyclocrossmótaröð Tinds! Spennan er búin að vera mikil í vetur, og fólk hefur haft gaman af því að hittast og keppa í snjó, klaka og kulda, eins og sönnum hjólreiðamönnum sæmir.

Staðan í stigakeppninni er ansi spennandi, en hana má sjá hér.

Að þessu sinni verður horfið aftur til Nauthólsvíkur, en nú í nýrri og náttúruvænari braut en áður. Nýja brautin er lausari við gras en sú gamla, og færir keppendur nær sandi, hólum og klettum, en er á sama tíma hraðari og flæðir einnig mjög vel. Við viljum vekja athygli á því að keppnin hefst klukkan 10:00 í þetta skiptið, en ekki kl 11:00 eins og vaninn hefur verið. Þetta er gert til að vera á undan umferð almennings um ströndina, en hún opnar almenningi kl 11:00.

Að keppni lokinni verður opið í heitapottinn á svæðinu, aðgangur er 500 krónur. Einnig ætlum við að stilla upp grillinu og elda uppáhaldsmat hins almenna afrekshjólara, pulsur! Verðlaunaafhending, bæði í aldursflokkum og yfir heildina verður einnig á ströndinni eftir keppnina.

Kort af nýju brautinni má sjá á síðu keppninnar á www.hjolamot.is, keppnisgjald er aðeins 500 krónur, og öllum sem eiga cyclocrosshjól er skylt að láta sjá sig, og hjóla í þessar litlu 45 mínútur ;)

 

Ummæli

Aðrar fréttir

Æfinga- og undirbúningsferð á Calpe

31 March kl: 16:13

Dagana 22. til 29. mars s.l. fór Íslenska landsliðið í götuhjólreiðum í æfinga- og undirbúni

Jarðvinna fyrir Fossvogsbrú að hefjast

19 March kl: 13:25

Hjólreiðasambandinu var að berast tilkynning frá framkvæmdaraðila jarðvinnu fyrir Fossvogsbrúnna. En jarð

Hjólreiðaþing 2025

2 March kl: 23:25

Hjólreiðasamband Íslands boðaði til Hjólreiðaþings laugardaginn 1. mars 2025 s.l. í fundarsal &Ia

Boðað er til Hjólreiðaþings 2025

28 February kl: 10:29

Hjólreiðasamband Íslands boðar til Hjólreiðaþings laugardaginn 1.mars klukkan 14.00

Íslandsmót í e-hjólreiðum 2025

27 February kl: 16:06

Í gær, miðvikudaginn 26. febrúar fór fram annað formlega Íslandsmótið í e-hjólreiðum &

UCI Level 2 þjálfunarnámskeið

24 February kl: 21:32

Eins og áður hefur komið fram í frétt hér frá 13. janúar s.l. þá er ráðgert að

Bikar- og Íslandsmeistaramót á Zwift 2025

10 February kl: 11:17

Fyrstu keppnir ársins eru nú að hefjast, en bikarkeppnir í e-hjólreiðum fara fram dagana 12. 19. og 26. febrú

Ráðning Landsliðsþjálfara

6 February kl: 17:36

Í desember s.l. gekk Hjólreiðasambandið frá samning við Conor Campbell til að gegna starfi landsliðsþjá

Fjölgun þjálfara - UCI þjálfaranámskeiðin

13 January kl: 14:20

Nú hafa samtals 61 einstaklingar lokið fyrsta þrepi þjálfunar námskeiðs Alþjóða hjólreið

Mótaskrá fyrir 2025 - önnur drög

9 January kl: 14:29

Hér eru svo uppfærð drög mótaskrár fyrir sumarið 2025 frá Mótanefnd HRÍ. Með fyrirvara um hu

Íþróttafólk ársins 2024 verðlaunað

7 January kl: 10:22

Seinasta laugardagskvöld var mikið um dýrðir í Hörpunni þar sem í sameiginlegu hófi ÍSÍ

Sjálfboðaliði ársins 2024

4 January kl: 15:57

Hjólreiðasamband Íslands ákvað að veita verðlaun fyrir Sjálfboðaliða ársins 2024. E

Tilkynning um úrslit Gullhjálmsins

2 January kl: 13:14

Hafdís Sigurðardóttir hlýtur Gullhjálminn 2024 Það er mjög gleðilegt að til

Kosning Gullhjálmsins 2024

22 December kl: 18:10

Hjólavarpið og Hjólreiðasamband íslands h

Gullhjálmurinn 2024

12 December kl: 17:09

Hjólavarpið og Hjólreiðasamband íslands h