Hjólreiðafólk ársins 2024 og lokahóf
18 November kl: 14:54Lokahóf Hjólreiðasambands Íslands var haldið í Víkinni í gær. Allir bikarmeistarar &aa
22.09 2023 16:59
|
Í dag á EM í Drenthe fóru fram götuhjólakeppnir í U23 flokkum karla og kvenna. Þar áttum við Íslendingar 3 keppendur.
Í morgun voru þeir Davíð Jónsson og Eyþór Eiríksson (báðir úr HFR) mættir til Hoogenveen þar sem lagt var af stað sem leið lá til Col du Vam, samtals 134,9 km. leið (64,6 km. + 5 hringir í Col du Vam).
Davíð náði 3 hringjum inni í Col du Vam en var tekin úr braut í 4. hring af öryggisástæðum þegar aðeins um 2 hringir voru eftir. Eyþór var hinsvegar tekinn út þegar um 55 km. voru eftir af keppni dagsins.
Keppnisbrautin var nokkuð dæmigerð Hollensk keppnisbraut, krefjandi með mikið af kröppum beygjum og hringtorgum sem þurfti að spretta úr. Hliðarvindur, þröngir sveitavegir, mikill hraði og nokkrir árekstrar áttu sér stað í keppninni.
Má segja það hafi verið mjög vel gert hjá Davíð að ná inn í hringina í Col du Vam. Í samtali við HRÍ sagðist Davíð hafa átt góðan dag og liðið vel, hann hafi lengstum staðsett sig aftarlegar í hópnum, sem var mjög stór. Aftur á móti var Eyþór ekki fyllilega sáttur með sína frammisöðu þar sem hann hefði viljað komast lengra, og ná inn í hringina í Col du Vam.
Upp úr hádegi var svo komið að Bergdísi Evu Sveinsdóttur (HFR) í kvenna keppninni. Hópurinn í U23 kvenna lagði af stað frá Coevorden til Col Du Vam, samtals 106,4 km. leið (36,1 km. + 5 hringir í Col du Vam). Bergdís Eva var kominn á 3. hring þegar hún var tekin úr brautinni, þá eitthvað um 4 mínutum á eftir fremstu stelpunum. Samtals fór hún því um 70 km. í dag.
Aðalmarkmið Bergdísar var að komast inn á hringina og var hún því nokkuð sátt með eigin frammistöðu. Hún sagði að það hafi verið mikil óreiða í hópnum á leiðinni inn eftir í átt að Col du Vam og að hennar upplifun hafi verið að keppnin hafi heilt yfir verið frábrugðin þeim sem hún hafi upplifað áður.
Má segja að U23 fólkið okkar í götuhjólreiðum hafi fengið mikla og góða reynsla á Evrópumótinu í götuhjólreiðum í dag sem muni eflaust nýtast þeim vel á komandi árum. Til að mynda á Davíð enn eftir 3 ár í U23 flokknum og Bergdís Eva 2.
Björgvin Jónsson
Síðast breytt þann 22. September 2023 kl: 18:05 af Björgvin Jónsson
Lokahóf Hjólreiðasambands Íslands var haldið í Víkinni í gær. Allir bikarmeistarar &aa
Sunnudaginn 17. nóvember n.k. fer fram lokahóf Hjólreiðasambands Íslands í Víkinni,Traðarlandi 1,
Í seinustu viku fóru 3 ungir hjólarar í Cyclo-cross æfingabúðir í höfuðstöðvar Al
Í dag fór fram Íslandsmótið í Cyclocross (CX) tímabilsins 2024-2025 á útivistarsvæ&et
Á morgun fer fram í Fundarsal ÍSÍ, Engjavegi 6 svonefndur formannafundur Hjólreiðasambandsins. Fundurinn
Ísland tekur þátt á heimsmeistaramóti í malarhjólreiðum í ár, með þrjá kep
Norðurlandamótið í fjallahjólreiðum fór fram í Halden, Noregi dagana 21.-22. september s.l. Íslenska li
Í dag fór fram keppni í Evrópumótinu í götuhjólreiðum í Elíte flokki karla hér
Í dag fór fram keppni í Evrópumótinu í götuhjólreiðum í Elíte flokki kvenna hé
Í dag fór fram keppni í Evrópumótinu í götuhjólreiðum í U23 flokki hér í Limbu
Í dag föstudag er komið að götuhjólakeppninni í U23 flokknum, en þar eru við með 4. manna karla lið.
Í dag fóru fram allar tímatökukeppnir Evrópumótsins hér í Limburg Belgíu. En tímat&o
Í dag fóru keppendur aftur af stað að kíkja á keppnisbrautirnar hér í Belgíu. En á morgu
Íslenski landsliðshópurinn kom til Belgíu í gær. Eftir akstur til Maastricht þar sem liðið ásamt f
Í dag fór fram Íslandsmótið í Maraþon fjallahjólreiðum (XCM) á Hólmsheiðinni. Um va