EM í götuhjólreiðum 2023 - U23 keppnin

22.09 2023 16:59 | ummæli

EM í götuhjólreiðum 2023 - U23 keppnin

Í dag á EM í Drenthe fóru fram götuhjólakeppnir í U23 flokkum karla og kvenna. Þar áttum við Íslendingar 3 keppendur.

Í morgun voru þeir Davíð Jónsson og Eyþór Eiríksson (báðir úr HFR) mættir til Hoogenveen þar sem lagt var af stað sem leið lá til Col du Vam, samtals 134,9 km. leið (64,6 km. + 5 hringir í Col du Vam).

Davíð náði 3 hringjum inni í Col du Vam en var tekin úr braut í 4. hring af öryggisástæðum þegar aðeins um 2 hringir voru eftir. Eyþór var hinsvegar tekinn út þegar um 55 km. voru eftir af keppni dagsins.

Keppnisbrautin var nokkuð dæmigerð Hollensk keppnisbraut, krefjandi með mikið af kröppum beygjum og hringtorgum sem þurfti að spretta úr. Hliðarvindur, þröngir sveitavegir, mikill hraði og nokkrir árekstrar áttu sér stað í keppninni.

Má segja það hafi verið mjög vel gert hjá Davíð að ná inn í hringina  í Col du Vam. Í samtali við HRÍ sagðist Davíð hafa átt góðan dag og liðið vel, hann hafi lengstum staðsett sig aftarlegar í hópnum, sem var mjög stór. Aftur á móti var Eyþór ekki fyllilega sáttur með sína frammisöðu þar sem hann hefði viljað komast lengra, og ná inn í hringina í Col du Vam.

Upp úr hádegi var svo komið að Bergdísi Evu Sveinsdóttur (HFR) í kvenna keppninni. Hópurinn í U23 kvenna lagði af stað frá Coevorden til Col Du Vam, samtals 106,4 km. leið (36,1 km. + 5 hringir í Col du Vam). Bergdís Eva var kominn á 3. hring þegar hún var tekin úr brautinni, þá eitthvað um 4 mínutum á eftir fremstu stelpunum. Samtals fór hún því um 70 km. í dag.

Aðalmarkmið Bergdísar var að komast inn á hringina og var hún því nokkuð sátt með eigin frammistöðu. Hún sagði að það hafi verið mikil óreiða í hópnum á leiðinni inn eftir í átt að Col du Vam og að hennar upplifun hafi verið að keppnin hafi heilt yfir verið frábrugðin þeim sem hún hafi upplifað áður. 

Má segja að U23 fólkið okkar í götuhjólreiðum hafi fengið mikla og góða reynsla á Evrópumótinu í götuhjólreiðum í dag sem muni eflaust nýtast þeim vel á komandi árum. Til að mynda á Davíð enn eftir 3 ár í U23 flokknum og Bergdís Eva 2.

Björgvin Jónsson

Síðast breytt þann 22. September 2023 kl: 18:05 af Björgvin Jónsson

Ummæli

Aðrar fréttir

Hæfileikabúðir HRÍ Ísafirði

1 September kl: 23:09

Hæfileikabúðir Hjólreiðasambands Íslands fara að þessu sinni fram á Ísafirði dagana, 5. til 7.

Heimsmeistaramót í Enduro fjallahjólreiðum

1 September kl: 13:37

Þeir Jónas Stefánsson, Börkur Smári Kristinsson og Þórir Bjarni Traustason eru nú staddir í Valais

Norðurlandamót í götuhjólreiðum

28 August kl: 12:47

Seinasta Sunnudag tók Jón Arnar Sigurjónsson frá Tindi þátt í Norðurlandamótinu í g&ou

Íslandsmeistarar ársins 2025

26 August kl: 12:04

Íslandsmótið í Criterium fór fram fimmtudaginn seinasta. Með því lauk seinasta Íslandsmóti &th

Íslandsmótið í Criterium 2025

21 August kl: 23:12

Í kvöld fór fram Íslandsmótið í Criterium 2025 á braut Kvartmíluklúbbsins í Hafnarfir

Íslandsmótið í Maraþon fjallahjólreiðum (XCM) 2025

16 August kl: 23:12

Í dag fór fram Íslandsmótið í Maraþon fjallahjólreiðum (XCM) sem fór fram á og í

Íslandsmót í Fjallabruni 2025

21 July kl: 13:24

Íslandsmótið í Fjallabruni fór fram í gær við Strýtuskála í Hlíðarfjalli, Ak

Íslandsmót í Enduro 2025

20 July kl: 22:39

Íslandsmót í Enduro fór fram í gær við Strýtuskála í Hlíðarfjalli, Akureyri

Íslandsmeistaramótið í Malarhjólreiðum

20 July kl: 20:56

Í gær fór fram í fyrsta skipti Íslandsmeistaramót í Malarhjólreiðum í samstarfi v

Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar 2025

18 July kl: 14:31

Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar (European Youth Olympic Festival, EYOF) verður haldin í Skopje í N

UCI Level 2 Þjálfaranámskeið

16 July kl: 00:00

Dagana 7. til 18. maí s.l. hélt Hjólreiðasambandið í samstarfi við  Alþjóða hjólreið

Netfræðsla í lyfjamálum

9 July kl: 20:33

Lyfjaeftirlits Íslands kynna  nýjung í fræðslumálum varðandi lyfjamál í íþró

Mótaskrá - uppfært 7.júlí

7 July kl: 15:28

Hér er uppfærð mótaskrá fyrir það sem eftir er sumars frá Mótanefnd HRÍ. Með von og fy

Íslandsmót í Ólympískum Fjallahjólreiðum (XCO) 2025

5 July kl: 20:19

Íslandsmót í Ólympískum Fjallahjólreiðum (XCO) fór fram í dag í Kjarnaskógi, Akurey

Íslandsmót í Götuhjólreiðum 2025

29 June kl: 19:51

Íslandsmót í Götuhjólreiðum (RR) fór fram í dag í Hvalfirðinum og Kjós. Keppnin hó