EM í götuhjólreiðum 2023 - U23 keppnin

22.09 2023 16:59 | ummæli

EM í götuhjólreiðum 2023 - U23 keppnin

Í dag á EM í Drenthe fóru fram götuhjólakeppnir í U23 flokkum karla og kvenna. Þar áttum við Íslendingar 3 keppendur.

Í morgun voru þeir Davíð Jónsson og Eyþór Eiríksson (báðir úr HFR) mættir til Hoogenveen þar sem lagt var af stað sem leið lá til Col du Vam, samtals 134,9 km. leið (64,6 km. + 5 hringir í Col du Vam).

Davíð náði 3 hringjum inni í Col du Vam en var tekin úr braut í 4. hring af öryggisástæðum þegar aðeins um 2 hringir voru eftir. Eyþór var hinsvegar tekinn út þegar um 55 km. voru eftir af keppni dagsins.

Keppnisbrautin var nokkuð dæmigerð Hollensk keppnisbraut, krefjandi með mikið af kröppum beygjum og hringtorgum sem þurfti að spretta úr. Hliðarvindur, þröngir sveitavegir, mikill hraði og nokkrir árekstrar áttu sér stað í keppninni.

Má segja það hafi verið mjög vel gert hjá Davíð að ná inn í hringina  í Col du Vam. Í samtali við HRÍ sagðist Davíð hafa átt góðan dag og liðið vel, hann hafi lengstum staðsett sig aftarlegar í hópnum, sem var mjög stór. Aftur á móti var Eyþór ekki fyllilega sáttur með sína frammisöðu þar sem hann hefði viljað komast lengra, og ná inn í hringina í Col du Vam.

Upp úr hádegi var svo komið að Bergdísi Evu Sveinsdóttur (HFR) í kvenna keppninni. Hópurinn í U23 kvenna lagði af stað frá Coevorden til Col Du Vam, samtals 106,4 km. leið (36,1 km. + 5 hringir í Col du Vam). Bergdís Eva var kominn á 3. hring þegar hún var tekin úr brautinni, þá eitthvað um 4 mínutum á eftir fremstu stelpunum. Samtals fór hún því um 70 km. í dag.

Aðalmarkmið Bergdísar var að komast inn á hringina og var hún því nokkuð sátt með eigin frammistöðu. Hún sagði að það hafi verið mikil óreiða í hópnum á leiðinni inn eftir í átt að Col du Vam og að hennar upplifun hafi verið að keppnin hafi heilt yfir verið frábrugðin þeim sem hún hafi upplifað áður. 

Má segja að U23 fólkið okkar í götuhjólreiðum hafi fengið mikla og góða reynsla á Evrópumótinu í götuhjólreiðum í dag sem muni eflaust nýtast þeim vel á komandi árum. Til að mynda á Davíð enn eftir 3 ár í U23 flokknum og Bergdís Eva 2.

Björgvin Jónsson

Síðast breytt þann 22. September 2023 kl: 18:05 af Björgvin Jónsson

Ummæli

Aðrar fréttir

5c - vefsíða um sálfræðilega færniþjálfun

7 June kl: 12:56

Komin er í loftið vefsíða um sálfræðilega færniþjálfun eftir hugmyndafræði 5C.

Tryggjum öruggt íþrótta- og æskulýðsstarf í sumar

7 June kl: 12:21

Meðfylgjandi er upplýsingabréf til íþrótta- og æskulýðsfélaga og samtaka sem ætlað er

Tour de Feminin 2024

22 May kl: 16:46

Dagana 23. til 26. maí fer fram 35 útgáfan af Tour de Feminin í norður Tékklandi.

Hæfileikabúðir HRÍ 2024

26 April kl: 22:40

Landsliðs- og afreksnefnd Hjólreiðasambands Íslands boðar árlega til hæfileikabúða fyrir fremsta hjó

Hæfileikabúðir HRÍ - fyrsti dagur

25 April kl: 11:08

Í dag komu saman um 30 ungir hjólarar til að taka þátt í hinum árlegu Hæfileikabúðum

Hæfileikabúðir Hjólreiðasambands Íslands 25.–27. apríl 2024

22 April kl: 14:07

Landsliðs- og afreksdeild Hjólreiðasambands Íslands boðar árlega til hæfileikabúða fyrir fremsta hjó

Reykjavíkurborg leitar að þátttakendum í rannsókn sem greina mun umferðaröryggi- og upplifun

15 April kl: 17:51

Rannsóknin er hluti af samstarfsverkefni 28 aðila víðs vegar um Evrópu. Markið verkefnisins er að finna öruggar og

Norðurlandamótið 2024 í Gravel - Eistlandi og Litháen.

8 April kl: 13:36

Norðurlandamótið 2024 í Gravel fer fram í Eistlandi og Litháen þann 8. júní n.k.

Evrópusambandið horfir til hjólreiða sem framtíðar ferðamáta

4 April kl: 12:18

Í gær skrifaði Evrópusambandið undir yfirlýsingu sem nefnd hefur verið "European Declaration on Cycling". Me

Hjólreiðaþing 2024

6 March kl: 13:32

Hjólreiðasamband Íslands boðaði til Hjólreiðaþings laugardaginn 2. mars 2024 s.l. í fundarsal Í

Hjólreiðaþing 2024 - 2. mars

28 February kl: 13:22

Hjólreiðasamband Íslands boðar til Hjólreiðaþings laugardaginn 2.mars klukkan 14.00.

Fræðslukvöld HRÍ - fimmtudaginn 7. mars kl. 18.30

27 February kl: 23:04

Hjólreiðasamband Íslands boðar til áhugaverðs fræðslufundar þann 7. mars n.k. í fundarsal Í&th

Nýir Íslandsmeistarar í e-hjólreiðum

25 February kl: 23:45

Laugardaginn 24. febrúar s.l. fór fram fyrsta formlega Íslandsmótið í e-hjólreiðum í Zwift heimum.

Íslandsmeistaramótið í e-hjólreiðum 2024

21 February kl: 12:36

Næstkomandi laugardag fer fram fyrsta formlega Íslandsmeistaramótið í e-hjólreiðum.

Mótaskrá 2024 - uppfært

24 January kl: 17:22

Hér eru svo önnur drög að mótaskrá sumarsins 2024 frá Mótanefnd HRÍ komin. Aftur með fyrirva