Evrópumeistaramótið í Fjallabruni í Frakklandi afstaðið

21.08 2023 13:55 | ummæli

Evrópumeistaramótið í Fjallabruni í Frakklandi afstaðið

Þá er Evrópumeistaramótinu í fjallabruni lokið en mótið fór fram í Les Menuires í frönsku ölpunum, dagana 18. - 20. ágúst, við mjög krefjandi aðstæður þar sem m.a. hitinn fór upp í 34 gráður yfir miðjan dag.

Heildarfjöldi keppenda var í hærra lagi en alls voru 520 keppendur skráðir til leiks og var því brautin, sem er virkilega hröð og krefjandi, fljót að grafast illa. Það var mikið öngþveiti í æfingaferðum og mjög þétt á milli keppenda sem sáu oft lítið vegna ryks sem þyrlaðist upp og lá yfir brautinni í logninu. 

Brautin sem er um 2,5 km. að lengd, liggur ofan trjálínu í grýttu landslagi í um 2000 metra hæð. Hún tók sinn toll en rétt rúmlega 470 keppendur náðu að klára og var þyrlan óþægilega oft á lofti að sækja slasaða keppendur í brautinni.

Íslensku keppendurnir Anton Sigurðarsson (BFH), Sól Snorradóttir (HFR) og Björn Andri Sigfússon (HFA) leystu verkefnið gríðarlega vel af hendi. Þau hjóluðu þétt en örugglega og skiluðu sér niður og kláruðu keppnina. 

Það var gaman að fylgjast með keppendum þessa daga en það er greinilegt að æfinga- og keppnisferðalagið sem Sól og Björn Andri hafa verið á um Evrópu er að skila sér. Anton varð hins vegar fyrir því óláni að detta við æfingar stuttu fyrir mótið og var hægri hendi og öxl ekki búin að ná sér.

Hópurinn heldur heim á leið í dag og við tekur bikarmót í fjallabruni síðar í vikunni sem haldið verður í Úlfarsfelli þann 26. ágúst n.k. 

Við hvetjum sem flesta til að koma og fylgjast með skemmtilegri keppni.

Björgvin Jónsson

Síðast breytt þann 21. August 2023 kl: 13:55 af Björgvin Jónsson

Ummæli

Aðrar fréttir

Íslandsmót í Götuhjólreiðum 2024

30 June kl: 22:44

Íslandsmót í Götuhjólreiðum (RR) fór fram í dag í Skagafirð. Keppnin hófst í Sau&

Íslandsmót í Tímatöku 2024

29 June kl: 11:30

Íslandsmót í Tímatöku (TT) fór fram í gær á Hólum í Hjaltadal. Mótið

Íslandsmót í Ólympískum Fjallahjólreiðum 2024

22 June kl: 22:44

Íslandsmót í Ólympískum Fjallahjólreiðum (XCO) fór fram í dag í Öskjuhlíði

Íslandsmót í Hjólreiðum - sumarið 2024

21 June kl: 22:08

Á morgun laugardag fer fram fyrsta Íslandsmótið í hjólreiðum á þessu ári.

5c - vefsíða um sálfræðilega færniþjálfun

7 June kl: 12:56

Komin er í loftið vefsíða um sálfræðilega færniþjálfun eftir hugmyndafræði 5C.

Tryggjum öruggt íþrótta- og æskulýðsstarf í sumar

7 June kl: 12:21

Meðfylgjandi er upplýsingabréf til íþrótta- og æskulýðsfélaga og samtaka sem ætlað er

Tour de Feminin 2024

22 May kl: 16:46

Dagana 23. til 26. maí fer fram 35 útgáfan af Tour de Feminin í norður Tékklandi.

Hæfileikabúðir HRÍ 2024

26 April kl: 22:40

Landsliðs- og afreksnefnd Hjólreiðasambands Íslands boðar árlega til hæfileikabúða fyrir fremsta hjó

Hæfileikabúðir HRÍ - fyrsti dagur

25 April kl: 11:08

Í dag komu saman um 30 ungir hjólarar til að taka þátt í hinum árlegu Hæfileikabúðum

Hæfileikabúðir Hjólreiðasambands Íslands 25.–27. apríl 2024

22 April kl: 14:07

Landsliðs- og afreksdeild Hjólreiðasambands Íslands boðar árlega til hæfileikabúða fyrir fremsta hjó

Reykjavíkurborg leitar að þátttakendum í rannsókn sem greina mun umferðaröryggi- og upplifun

15 April kl: 17:51

Rannsóknin er hluti af samstarfsverkefni 28 aðila víðs vegar um Evrópu. Markið verkefnisins er að finna öruggar og

Norðurlandamótið 2024 í Gravel - Eistlandi og Litháen.

8 April kl: 13:36

Norðurlandamótið 2024 í Gravel fer fram í Eistlandi og Litháen þann 8. júní n.k.

Evrópusambandið horfir til hjólreiða sem framtíðar ferðamáta

4 April kl: 12:18

Í gær skrifaði Evrópusambandið undir yfirlýsingu sem nefnd hefur verið "European Declaration on Cycling". Me

Hjólreiðaþing 2024

6 March kl: 13:32

Hjólreiðasamband Íslands boðaði til Hjólreiðaþings laugardaginn 2. mars 2024 s.l. í fundarsal Í

Hjólreiðaþing 2024 - 2. mars

28 February kl: 13:22

Hjólreiðasamband Íslands boðar til Hjólreiðaþings laugardaginn 2.mars klukkan 14.00.