Evrópumeistaramótið í Fjallabruni í Frakklandi afstaðið

21.08 2023 13:55 | ummæli

Evrópumeistaramótið í Fjallabruni í Frakklandi afstaðið

Þá er Evrópumeistaramótinu í fjallabruni lokið en mótið fór fram í Les Menuires í frönsku ölpunum, dagana 18. - 20. ágúst, við mjög krefjandi aðstæður þar sem m.a. hitinn fór upp í 34 gráður yfir miðjan dag.

Heildarfjöldi keppenda var í hærra lagi en alls voru 520 keppendur skráðir til leiks og var því brautin, sem er virkilega hröð og krefjandi, fljót að grafast illa. Það var mikið öngþveiti í æfingaferðum og mjög þétt á milli keppenda sem sáu oft lítið vegna ryks sem þyrlaðist upp og lá yfir brautinni í logninu. 

Brautin sem er um 2,5 km. að lengd, liggur ofan trjálínu í grýttu landslagi í um 2000 metra hæð. Hún tók sinn toll en rétt rúmlega 470 keppendur náðu að klára og var þyrlan óþægilega oft á lofti að sækja slasaða keppendur í brautinni.

Íslensku keppendurnir Anton Sigurðarsson (BFH), Sól Snorradóttir (HFR) og Björn Andri Sigfússon (HFA) leystu verkefnið gríðarlega vel af hendi. Þau hjóluðu þétt en örugglega og skiluðu sér niður og kláruðu keppnina. 

Það var gaman að fylgjast með keppendum þessa daga en það er greinilegt að æfinga- og keppnisferðalagið sem Sól og Björn Andri hafa verið á um Evrópu er að skila sér. Anton varð hins vegar fyrir því óláni að detta við æfingar stuttu fyrir mótið og var hægri hendi og öxl ekki búin að ná sér.

Hópurinn heldur heim á leið í dag og við tekur bikarmót í fjallabruni síðar í vikunni sem haldið verður í Úlfarsfelli þann 26. ágúst n.k. 

Við hvetjum sem flesta til að koma og fylgjast með skemmtilegri keppni.

Björgvin Jónsson

Síðast breytt þann 21. August 2023 kl: 13:55 af Björgvin Jónsson

Ummæli

Aðrar fréttir

Æfinga- og undirbúningsferð á Calpe

31 March kl: 16:13

Dagana 22. til 29. mars s.l. fór Íslenska landsliðið í götuhjólreiðum í æfinga- og undirbúni

Jarðvinna fyrir Fossvogsbrú að hefjast

19 March kl: 13:25

Hjólreiðasambandinu var að berast tilkynning frá framkvæmdaraðila jarðvinnu fyrir Fossvogsbrúnna. En jarð

Hjólreiðaþing 2025

2 March kl: 23:25

Hjólreiðasamband Íslands boðaði til Hjólreiðaþings laugardaginn 1. mars 2025 s.l. í fundarsal &Ia

Boðað er til Hjólreiðaþings 2025

28 February kl: 10:29

Hjólreiðasamband Íslands boðar til Hjólreiðaþings laugardaginn 1.mars klukkan 14.00

Íslandsmót í e-hjólreiðum 2025

27 February kl: 16:06

Í gær, miðvikudaginn 26. febrúar fór fram annað formlega Íslandsmótið í e-hjólreiðum &

UCI Level 2 þjálfunarnámskeið

24 February kl: 21:32

Eins og áður hefur komið fram í frétt hér frá 13. janúar s.l. þá er ráðgert að

Bikar- og Íslandsmeistaramót á Zwift 2025

10 February kl: 11:17

Fyrstu keppnir ársins eru nú að hefjast, en bikarkeppnir í e-hjólreiðum fara fram dagana 12. 19. og 26. febrú

Ráðning Landsliðsþjálfara

6 February kl: 17:36

Í desember s.l. gekk Hjólreiðasambandið frá samning við Conor Campbell til að gegna starfi landsliðsþjá

Fjölgun þjálfara - UCI þjálfaranámskeiðin

13 January kl: 14:20

Nú hafa samtals 61 einstaklingar lokið fyrsta þrepi þjálfunar námskeiðs Alþjóða hjólreið

Mótaskrá fyrir 2025 - önnur drög

9 January kl: 14:29

Hér eru svo uppfærð drög mótaskrár fyrir sumarið 2025 frá Mótanefnd HRÍ. Með fyrirvara um hu

Íþróttafólk ársins 2024 verðlaunað

7 January kl: 10:22

Seinasta laugardagskvöld var mikið um dýrðir í Hörpunni þar sem í sameiginlegu hófi ÍSÍ

Sjálfboðaliði ársins 2024

4 January kl: 15:57

Hjólreiðasamband Íslands ákvað að veita verðlaun fyrir Sjálfboðaliða ársins 2024. E

Tilkynning um úrslit Gullhjálmsins

2 January kl: 13:14

Hafdís Sigurðardóttir hlýtur Gullhjálminn 2024 Það er mjög gleðilegt að til

Kosning Gullhjálmsins 2024

22 December kl: 18:10

Hjólavarpið og Hjólreiðasamband íslands h

Gullhjálmurinn 2024

12 December kl: 17:09

Hjólavarpið og Hjólreiðasamband íslands h