Norðurlandamót í götuhjólreiðum
28 August kl: 12:47Seinasta Sunnudag tók Jón Arnar Sigurjónsson frá Tindi þátt í Norðurlandamótinu í g&ou
25.09 2021 18:16
|
Íslensku konurnar í KVK Elite flokki hafa nú lokið götuhjólakeppni dagsins en þær stóðu sig allar frábærlega í gríðarlega skemmtilegri en erfiðri keppni. Það munaði bara örfáum mínútum að þær fengu að hjóla síðustu hringina og klára keppnina með bestu hjólreiðakonum heims.
Elín Björg Björnsdóttir var afar vel stemmd í þessa keppni en var lengi vel staðsett í miðjum hópi og var að sjá í fremstu víglínu. Þessi átök kostuðu mikið en kramparnir fóru að gera vart við sér eftir u.þ.b. 65 km. Hún var klippt úr keppni eftir ca. 100, en keppendum er flaggað úr keppni af öryggisástæðum og miðast við fjarlægð frá fremstu keppendum.
Ágústa Edda Björnsdóttir komst heilar 128 km áður en henni var klippt út úr keppni en Bríet Kristý Gunnarsdóttir ca. 135 km. Afrek Bríetar er því besta afrek Íslendings í Elite flokki á heimsmeistaramóti í götuhjólreiðum, ef horft er til fjölda kláraðra kílómetra.
Kristinn Jónsson keppti svo í sömu braut í gær, föstudag, en hann hjólaði rúmlega 100 km áður en honum var flaggað út. Tímamunurinn á honum og fremstu mönnum var einungis 4.30 mín. á þeim tímapunkti. Kristinn var afar klár í slaginn og sýndi hann það margoft er hann vann sér upp stöðu í fremstu línu. Mikill hraði og ein kröpp beygja var þó nóg til að hann missti af hópnum.
Við getum verið stolt af þátttöku Kristinns í U23 flokki keppninnar enda fyrsta skipti sem við höfum verið með keppanda í þessum flokki á heimsmeistaramóti.
Heimsmeistaramótinu í ár er formlega lokið fyrir íslenska landsliðshópinn hér í Belgíu. Þó eiga KK Elite eftir að keppa um heimsmeistaratitilinn á morgun, sunnudag. Við verðum á hliðarlínunni en vonum að geta haft Íslending(a) með í þessum flokki innan örfárra ára.
Björgvin Jónsson
Síðast breytt þann 27. September 2021 kl: 22:11 af Björgvin Jónsson
Seinasta Sunnudag tók Jón Arnar Sigurjónsson frá Tindi þátt í Norðurlandamótinu í g&ou
Íslandsmótið í Criterium fór fram fimmtudaginn seinasta. Með því lauk seinasta Íslandsmóti &th
Í kvöld fór fram Íslandsmótið í Criterium 2025 á braut Kvartmíluklúbbsins í Hafnarfir
Í dag fór fram Íslandsmótið í Maraþon fjallahjólreiðum (XCM) sem fór fram á og í
Íslandsmótið í Fjallabruni fór fram í gær við Strýtuskála í Hlíðarfjalli, Ak
Íslandsmót í Enduro fór fram í gær við Strýtuskála í Hlíðarfjalli, Akureyri
Í gær fór fram í fyrsta skipti Íslandsmeistaramót í Malarhjólreiðum í samstarfi v
Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar (European Youth Olympic Festival, EYOF) verður haldin í Skopje í N
Dagana 7. til 18. maí s.l. hélt Hjólreiðasambandið í samstarfi við Alþjóða hjólreið
Lyfjaeftirlits Íslands kynna nýjung í fræðslumálum varðandi lyfjamál í íþró
Hér er uppfærð mótaskrá fyrir það sem eftir er sumars frá Mótanefnd HRÍ. Með von og fy
Íslandsmót í Ólympískum Fjallahjólreiðum (XCO) fór fram í dag í Kjarnaskógi, Akurey
Íslandsmót í Götuhjólreiðum (RR) fór fram í dag í Hvalfirðinum og Kjós. Keppnin hó
Íslandsmót í Tímatöku (TT) fór fram í kvöld í Hvalfirðinum. Mótið var haldi&et
Þann 16. ágúst verður Norðurlandamótið í malarhjólreiðum haldið í Halmst