Frábær árangur á Heimsmeistaramótinu í götuhjólreiðum

25.09 2021 18:16 | ummæli

Frábær árangur á Heimsmeistaramótinu í götuhjólreiðum

Íslensku konurnar í KVK Elite flokki hafa nú lokið götuhjólakeppni dagsins en þær stóðu sig allar frábærlega í gríðarlega skemmtilegri en erfiðri keppni. Það munaði bara örfáum mínútum að þær fengu að hjóla síðustu hringina og klára keppnina með bestu hjólreiðakonum heims.

Elín Björg Björnsdóttir var afar vel stemmd í þessa keppni en var lengi vel staðsett í miðjum hópi og var að sjá í fremstu víglínu. Þessi átök kostuðu mikið en kramparnir fóru að gera vart við sér eftir u.þ.b. 65 km. Hún var klippt úr keppni eftir ca. 100, en keppendum er flaggað úr keppni af öryggisástæðum og miðast við fjarlægð frá fremstu keppendum.

Ágústa Edda Björnsdóttir komst heilar 128 km áður en henni var klippt út úr keppni en Bríet Kristý Gunnarsdóttir ca. 135 km. Afrek Bríetar er því besta afrek Íslendings í Elite flokki á heimsmeistaramóti í götuhjólreiðum, ef horft er til fjölda kláraðra kílómetra.

Kristinn Jónsson keppti svo í sömu braut í gær, föstudag, en hann hjólaði rúmlega 100 km áður en honum var flaggað út. Tímamunurinn á honum og fremstu mönnum var einungis 4.30 mín. á þeim tímapunkti. Kristinn var afar klár í slaginn og sýndi hann það margoft er hann vann sér upp stöðu í fremstu línu. Mikill hraði og ein kröpp beygja var þó nóg til að hann missti af hópnum.

Við getum verið stolt af þátttöku Kristinns í U23 flokki keppninnar enda fyrsta skipti sem við höfum verið með keppanda í þessum flokki á heimsmeistaramóti.

Heimsmeistaramótinu í ár er formlega lokið fyrir íslenska landsliðshópinn hér í Belgíu. Þó eiga KK Elite eftir að keppa um heimsmeistaratitilinn á morgun, sunnudag. Við verðum á hliðarlínunni en vonum að geta haft Íslending(a) með í þessum flokki innan örfárra ára.

Björgvin Jónsson

Síðast breytt þann 27. September 2021 kl: 22:11 af Björgvin Jónsson

Ummæli

Aðrar fréttir

Æfing með ungmennum BFH

20 November kl: 21:30

Æfingardagur með ungliðahóp Brettafélags Hafnarfjarðar.

Lokahóf HRÍ

1 November kl: 00:47

Lokahóf Hjólreiðasambandsins var haldið á Engjavegi laugardagskvöldið 30.október s.l. Allir bikarmeistarar

Íslandsmót í Cyclocross 2021

1 November kl: 00:23

Um helgina fór fram Íslandsmótið í Cyclocross í Gufunesi. Mótið var haldið af Hjólreiðaf&eac

Uppfærðar sóttvarnarreglur gilda frá 20. október

27 October kl: 12:26

Uppfærðar sóttvarnarreglur.

Lokahóf Hjólreiðasambands Íslands 30. október

25 October kl: 21:49

Lokahóf Hjólreiðasambands Íslands verður laugardaginn 30.október n.k. í sal ÍSÍ og hefst um kl

Ingvar Ómarsson tók þátt í tveimur maraþonfjallahjólamótum (XCM) seinustu helgi

13 October kl: 15:52

Ingvar Ómarsson gerði góða ferð til Evrópu um síðustu helgi; 8.–10. október. Hann tók þ

Bikarmót í CX

10 October kl: 22:48

Fyrsta keppni í bikarmóti Cyclocross var haldinn í Gufunesi á sunnudag við frábærar aðstæður.

Frábær árangur á Heimsmeistaramótinu í götuhjólreiðum

25 September kl: 18:16

Íslensku konurnar í KVK Elite flokki hafa nú lokið götuhjólakeppni dagsins en þær stóðu sig allar

Ágústa og Bríet kepptu í dag í tímatöku á HM

20 September kl: 21:25

Ágústa Edda Björnsdóttir og Bríet Kristý Gunnarsdóttir kepptu í dag í tímatökuh

Heimsmeistaramótið í götuhjólreiðum 18. til 26. september

17 September kl: 10:44

Heimsmeistaramótið í götuhjólreiðum fer fram í ár í norður Belgíu (Flandern) dagana 18. til

Evrópumótið í götuhjólreiðum 2021

5 September kl: 14:19

Í gær flaug hópur 12 götuhjólreiðakeppenda og 3 liðstjóra til borgarinnar Trento á norður Ít

Arna Sigríður Albertsdóttir hefur nú lokið keppni í handahjólreiðum á Paralympics í Tokyo

2 September kl: 11:17

Hjólreiðakonan Arna Sigríður Albertsdóttir hefur nú lokið keppni í handahjólreiðum á Paralym

Leiðrétt flokkaskipan í Morgunblaðshringnum XCO

29 August kl: 08:12

Vegna misstaka sem urðu á flokkaskipan í bikarmóti XCO-Morgunblaðshringurinn, hefur nú verið gefin út leið

OTSF, XCC 22.08.2021

24 August kl: 08:30

Ferðabréf frá 2. degi á Ósló Terrengsykkelfestival í Noregi, 22.08.2021 (UCI Cat 3)

Landsliðsæfing EM/HM

22 August kl: 18:15

Landsliðsæfing og upplýsingafundur vegna EM í Trentó (Ítalíu), 8.–12. sept. 2021.