Frábær árangur á Heimsmeistaramótinu í götuhjólreiðum

25.09 2021 18:16 | ummæli

Frábær árangur á Heimsmeistaramótinu í götuhjólreiðum

Íslensku konurnar í KVK Elite flokki hafa nú lokið götuhjólakeppni dagsins en þær stóðu sig allar frábærlega í gríðarlega skemmtilegri en erfiðri keppni. Það munaði bara örfáum mínútum að þær fengu að hjóla síðustu hringina og klára keppnina með bestu hjólreiðakonum heims.

Elín Björg Björnsdóttir var afar vel stemmd í þessa keppni en var lengi vel staðsett í miðjum hópi og var að sjá í fremstu víglínu. Þessi átök kostuðu mikið en kramparnir fóru að gera vart við sér eftir u.þ.b. 65 km. Hún var klippt úr keppni eftir ca. 100, en keppendum er flaggað úr keppni af öryggisástæðum og miðast við fjarlægð frá fremstu keppendum.

Ágústa Edda Björnsdóttir komst heilar 128 km áður en henni var klippt út úr keppni en Bríet Kristý Gunnarsdóttir ca. 135 km. Afrek Bríetar er því besta afrek Íslendings í Elite flokki á heimsmeistaramóti í götuhjólreiðum, ef horft er til fjölda kláraðra kílómetra.

Kristinn Jónsson keppti svo í sömu braut í gær, föstudag, en hann hjólaði rúmlega 100 km áður en honum var flaggað út. Tímamunurinn á honum og fremstu mönnum var einungis 4.30 mín. á þeim tímapunkti. Kristinn var afar klár í slaginn og sýndi hann það margoft er hann vann sér upp stöðu í fremstu línu. Mikill hraði og ein kröpp beygja var þó nóg til að hann missti af hópnum.

Við getum verið stolt af þátttöku Kristinns í U23 flokki keppninnar enda fyrsta skipti sem við höfum verið með keppanda í þessum flokki á heimsmeistaramóti.

Heimsmeistaramótinu í ár er formlega lokið fyrir íslenska landsliðshópinn hér í Belgíu. Þó eiga KK Elite eftir að keppa um heimsmeistaratitilinn á morgun, sunnudag. Við verðum á hliðarlínunni en vonum að geta haft Íslending(a) með í þessum flokki innan örfárra ára.

Björgvin Jónsson

Síðast breytt þann 27. September 2021 kl: 22:11 af Björgvin Jónsson

Ummæli

Aðrar fréttir

Æfinga- og undirbúningsferð á Calpe

31 March kl: 16:13

Dagana 22. til 29. mars s.l. fór Íslenska landsliðið í götuhjólreiðum í æfinga- og undirbúni

Jarðvinna fyrir Fossvogsbrú að hefjast

19 March kl: 13:25

Hjólreiðasambandinu var að berast tilkynning frá framkvæmdaraðila jarðvinnu fyrir Fossvogsbrúnna. En jarð

Hjólreiðaþing 2025

2 March kl: 23:25

Hjólreiðasamband Íslands boðaði til Hjólreiðaþings laugardaginn 1. mars 2025 s.l. í fundarsal &Ia

Boðað er til Hjólreiðaþings 2025

28 February kl: 10:29

Hjólreiðasamband Íslands boðar til Hjólreiðaþings laugardaginn 1.mars klukkan 14.00

Íslandsmót í e-hjólreiðum 2025

27 February kl: 16:06

Í gær, miðvikudaginn 26. febrúar fór fram annað formlega Íslandsmótið í e-hjólreiðum &

UCI Level 2 þjálfunarnámskeið

24 February kl: 21:32

Eins og áður hefur komið fram í frétt hér frá 13. janúar s.l. þá er ráðgert að

Bikar- og Íslandsmeistaramót á Zwift 2025

10 February kl: 11:17

Fyrstu keppnir ársins eru nú að hefjast, en bikarkeppnir í e-hjólreiðum fara fram dagana 12. 19. og 26. febrú

Ráðning Landsliðsþjálfara

6 February kl: 17:36

Í desember s.l. gekk Hjólreiðasambandið frá samning við Conor Campbell til að gegna starfi landsliðsþjá

Fjölgun þjálfara - UCI þjálfaranámskeiðin

13 January kl: 14:20

Nú hafa samtals 61 einstaklingar lokið fyrsta þrepi þjálfunar námskeiðs Alþjóða hjólreið

Mótaskrá fyrir 2025 - önnur drög

9 January kl: 14:29

Hér eru svo uppfærð drög mótaskrár fyrir sumarið 2025 frá Mótanefnd HRÍ. Með fyrirvara um hu

Íþróttafólk ársins 2024 verðlaunað

7 January kl: 10:22

Seinasta laugardagskvöld var mikið um dýrðir í Hörpunni þar sem í sameiginlegu hófi ÍSÍ

Sjálfboðaliði ársins 2024

4 January kl: 15:57

Hjólreiðasamband Íslands ákvað að veita verðlaun fyrir Sjálfboðaliða ársins 2024. E

Tilkynning um úrslit Gullhjálmsins

2 January kl: 13:14

Hafdís Sigurðardóttir hlýtur Gullhjálminn 2024 Það er mjög gleðilegt að til

Kosning Gullhjálmsins 2024

22 December kl: 18:10

Hjólavarpið og Hjólreiðasamband íslands h

Gullhjálmurinn 2024

12 December kl: 17:09

Hjólavarpið og Hjólreiðasamband íslands h