Frábær árangur á Heimsmeistaramótinu í götuhjólreiðum

25.09 2021 18:16 | ummæli

Frábær árangur á Heimsmeistaramótinu í götuhjólreiðum

Íslensku konurnar í KVK Elite flokki hafa nú lokið götuhjólakeppni dagsins en þær stóðu sig allar frábærlega í gríðarlega skemmtilegri en erfiðri keppni. Það munaði bara örfáum mínútum að þær fengu að hjóla síðustu hringina og klára keppnina með bestu hjólreiðakonum heims.

Elín Björg Björnsdóttir var afar vel stemmd í þessa keppni en var lengi vel staðsett í miðjum hópi og var að sjá í fremstu víglínu. Þessi átök kostuðu mikið en kramparnir fóru að gera vart við sér eftir u.þ.b. 65 km. Hún var klippt úr keppni eftir ca. 100, en keppendum er flaggað úr keppni af öryggisástæðum og miðast við fjarlægð frá fremstu keppendum.

Ágústa Edda Björnsdóttir komst heilar 128 km áður en henni var klippt út úr keppni en Bríet Kristý Gunnarsdóttir ca. 135 km. Afrek Bríetar er því besta afrek Íslendings í Elite flokki á heimsmeistaramóti í götuhjólreiðum, ef horft er til fjölda kláraðra kílómetra.

Kristinn Jónsson keppti svo í sömu braut í gær, föstudag, en hann hjólaði rúmlega 100 km áður en honum var flaggað út. Tímamunurinn á honum og fremstu mönnum var einungis 4.30 mín. á þeim tímapunkti. Kristinn var afar klár í slaginn og sýndi hann það margoft er hann vann sér upp stöðu í fremstu línu. Mikill hraði og ein kröpp beygja var þó nóg til að hann missti af hópnum.

Við getum verið stolt af þátttöku Kristinns í U23 flokki keppninnar enda fyrsta skipti sem við höfum verið með keppanda í þessum flokki á heimsmeistaramóti.

Heimsmeistaramótinu í ár er formlega lokið fyrir íslenska landsliðshópinn hér í Belgíu. Þó eiga KK Elite eftir að keppa um heimsmeistaratitilinn á morgun, sunnudag. Við verðum á hliðarlínunni en vonum að geta haft Íslending(a) með í þessum flokki innan örfárra ára.

Björgvin Jónsson

Síðast breytt þann 27. September 2021 kl: 22:11 af Björgvin Jónsson

Ummæli

Aðrar fréttir

Hæfileikabúðir Hjólreiðasambands Íslands 25.–27. apríl 2024

22 April kl: 14:07

Landsliðs- og afreksdeild Hjólreiðasambands Íslands boðar árlega til hæfileikabúða fyrir fremsta hjó

Reykjavíkurborg leitar að þátttakendum í rannsókn sem greina mun umferðaröryggi- og upplifun

15 April kl: 17:51

Rannsóknin er hluti af samstarfsverkefni 28 aðila víðs vegar um Evrópu. Markið verkefnisins er að finna öruggar og

Norðurlandamótið 2024 í Gravel - Eistlandi og Litháen.

8 April kl: 13:36

Norðurlandamótið 2024 í Gravel fer fram í Eistlandi og Litháen þann 8. júní n.k.

Evrópusambandið horfir til hjólreiða sem framtíðar ferðamáta

4 April kl: 12:18

Í gær skrifaði Evrópusambandið undir yfirlýsingu sem nefnd hefur verið "European Declaration on Cycling". Me

Hjólreiðaþing 2024

6 March kl: 13:32

Hjólreiðasamband Íslands boðaði til Hjólreiðaþings laugardaginn 2. mars 2024 s.l. í fundarsal Í

Hjólreiðaþing 2024 - 2. mars

28 February kl: 13:22

Hjólreiðasamband Íslands boðar til Hjólreiðaþings laugardaginn 2.mars klukkan 14.00.

Fræðslukvöld HRÍ - fimmtudaginn 7. mars kl. 18.30

27 February kl: 23:04

Hjólreiðasamband Íslands boðar til áhugaverðs fræðslufundar þann 7. mars n.k. í fundarsal Í&th

Nýjir Íslandsmeistarar í e-hjólreiðum

25 February kl: 23:45

Laugardaginn 24. febrúar s.l. fór fram fyrsta formlega Íslandsmótið í e-hjólreiðum í Zwift heimum.

Íslandsmeistaramótið í e-hjólreiðum 2024

21 February kl: 12:36

Næstkomandi laugardag fer fram fyrsta formlega Íslandsmeistaramótið í e-hjólreiðum.

Mótaskrá 2024 - uppfært

24 January kl: 17:22

Hér eru svo önnur drög að mótaskrá sumarsins 2024 frá Mótanefnd HRÍ komin. Aftur með fyrirva

Þolprófsmælingar Úrvalshóps HRÍ

13 January kl: 20:37

Í dag fóru fram þolprófsmælingar á úrvalshópi Hjólreiðasambands Íslands &ia

Styrktar- og liðleiksmælingar á úrvalshópi Hjólreiðasambands Íslands

12 January kl: 14:42

Í dag fóru fram yfirgripsmiklar styrktar- og liðleiksmælingar í rannsóknarsetri íþrótta- og heilsuv

Kynningar- og upplýsingafundur úrvalshóps Hjólreiðasambands Íslands

3 January kl: 14:42

Kynningar- og upplýsingafundur úrvalshóps Hjólreiðasambands Íslands fór fram í fundarsal Íþ

Afreksbúðir úrvalshóps HRÍ í janúar 2024

25 December kl: 22:30

Í byrjun janúar mun Hjólreiðasambandi Íslands (HRÍ) í samvinnu við rannsóknarstofu Menntavísi

Dagur sjálfboðaliðans 5. desember

30 November kl: 08:35

Í tilefni af degi sjálfboðaliðans þann 5. desember n.k. munu ÍSÍ og UMFÍ bjóða sjálfboð