Fræðslukvöld HRÍ - fimmtudaginn 7. mars kl. 18.30

27.02 2024 23:04 | ummæli

Fræðslukvöld HRÍ - fimmtudaginn 7. mars kl. 18.30

Hjólreiðasamband Íslands boðar til áhugaverðs fræðslufundar þann 7. mars n.k. í fundarsal Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, Engjavegi 6, 3. hæð.

Birgir Sverrisson hjá Lyfjaeftirliti Íslands mun fara stuttlega yfir helstu forvarnir og starfsemi stofnunarinnar – að gæta þurfi varkárni við notkun fæðubótarefna og lyfja ásamt ábyrgð íþróttafólks í keppnisíþróttum til að afla sér upplýsinga um efni á bannlista Alþjóðalyfjaeftirlitsstofnunarinnar (WADA).

Síðan mun Ásdís Hjálmadóttir Annerud, Íslandsmethafi í spjótkasti og þrefaldur Ólympíufari halda fyrirlestur sinn "Sterkari Hugur" þar sem hún mun kenna okkur að þjálfa hugann til þess að verða andlega sterkara íþróttafólk og geta náð okkar besta árangri þegar það skiptir mestu máli. Farið verður í af hverju allt íþróttafólk þarf að þjálfa andlegu hliðina líka. Ásdís segir sína sögu þegar kemur að hugarþjálfun, kennir sínar 5 grunnaðferðir í hugarþjálfun og talar um hvernig við getum notað þær í kringum okkar keppnir.

Mætum tímanlega - dagskráin hefst stundvíslega kl. 18.30.

Teams tengill á viðburð

Björgvin Jónsson

Síðast breytt þann 29. February 2024 kl: 20:39 af Mikael Schou

Ummæli

Aðrar fréttir

5c - vefsíða um sálfræðilega færniþjálfun

7 June kl: 12:56

Komin er í loftið vefsíða um sálfræðilega færniþjálfun eftir hugmyndafræði 5C.

Tryggjum öruggt íþrótta- og æskulýðsstarf í sumar

7 June kl: 12:21

Meðfylgjandi er upplýsingabréf til íþrótta- og æskulýðsfélaga og samtaka sem ætlað er

Tour de Feminin 2024

22 May kl: 16:46

Dagana 23. til 26. maí fer fram 35 útgáfan af Tour de Feminin í norður Tékklandi.

Hæfileikabúðir HRÍ 2024

26 April kl: 22:40

Landsliðs- og afreksnefnd Hjólreiðasambands Íslands boðar árlega til hæfileikabúða fyrir fremsta hjó

Hæfileikabúðir HRÍ - fyrsti dagur

25 April kl: 11:08

Í dag komu saman um 30 ungir hjólarar til að taka þátt í hinum árlegu Hæfileikabúðum

Hæfileikabúðir Hjólreiðasambands Íslands 25.–27. apríl 2024

22 April kl: 14:07

Landsliðs- og afreksdeild Hjólreiðasambands Íslands boðar árlega til hæfileikabúða fyrir fremsta hjó

Reykjavíkurborg leitar að þátttakendum í rannsókn sem greina mun umferðaröryggi- og upplifun

15 April kl: 17:51

Rannsóknin er hluti af samstarfsverkefni 28 aðila víðs vegar um Evrópu. Markið verkefnisins er að finna öruggar og

Norðurlandamótið 2024 í Gravel - Eistlandi og Litháen.

8 April kl: 13:36

Norðurlandamótið 2024 í Gravel fer fram í Eistlandi og Litháen þann 8. júní n.k.

Evrópusambandið horfir til hjólreiða sem framtíðar ferðamáta

4 April kl: 12:18

Í gær skrifaði Evrópusambandið undir yfirlýsingu sem nefnd hefur verið "European Declaration on Cycling". Me

Hjólreiðaþing 2024

6 March kl: 13:32

Hjólreiðasamband Íslands boðaði til Hjólreiðaþings laugardaginn 2. mars 2024 s.l. í fundarsal Í

Hjólreiðaþing 2024 - 2. mars

28 February kl: 13:22

Hjólreiðasamband Íslands boðar til Hjólreiðaþings laugardaginn 2.mars klukkan 14.00.

Fræðslukvöld HRÍ - fimmtudaginn 7. mars kl. 18.30

27 February kl: 23:04

Hjólreiðasamband Íslands boðar til áhugaverðs fræðslufundar þann 7. mars n.k. í fundarsal Í&th

Nýir Íslandsmeistarar í e-hjólreiðum

25 February kl: 23:45

Laugardaginn 24. febrúar s.l. fór fram fyrsta formlega Íslandsmótið í e-hjólreiðum í Zwift heimum.

Íslandsmeistaramótið í e-hjólreiðum 2024

21 February kl: 12:36

Næstkomandi laugardag fer fram fyrsta formlega Íslandsmeistaramótið í e-hjólreiðum.

Mótaskrá 2024 - uppfært

24 January kl: 17:22

Hér eru svo önnur drög að mótaskrá sumarsins 2024 frá Mótanefnd HRÍ komin. Aftur með fyrirva