Góð stemming í Þingvallakeppninni

11.05 2013 17:00 | ummæli

Góð stemming í Þingvallakeppninni

Met þátttaka í Þingvallakeppni Hjólamanna.  Rafrænt tímatökukerfi stóðst prófið þegar um 20 manna "peloton" æddi í átt að endamarkinu.

Skötuhjúin María Ögn Guðmundsdóttir og Hafsteinn Ægir Geirsson tóku fyrstu sætin í Þingvallakeppninni í morgun. María sigraði kvennaflokk með miklum yfirburðum, stakk keppinauta sína af þegar 25 km voru í mark og kom ein í mark á glæsilegum tíma, hún hjólaði kílómetrana 51, sem kvennaflokkur fór, á tímanum 1:28:08. Hafsteinn vann á lokaspretti, sjónarmun á undan Ingvari Ómarssyni á tímanum 1:49:22 en Davíð Þór Sigurðsson varð þriðji, sjónarmun á eftir Ingvari. Karlaflokkur hjólaði fjóra hringi í þjóðgarðinum, samtals 68 kílómetra sem þýðir að meðalhraði Hafsteins var 37,3 km/klst. Valgarður Sæmundsson stakk af í karlaflokki á fyrsta hring og hjólaði einsamall í rúmlega einn hring en það reyndist honum ekki auðvelt að halda sínu á móti svo stórum hóp og hér var mættur til leiks.

Met þátttaka var í keppninni en 75 keppendur voru skráðir til leiks sem er tæplega helmings aukning frá fyrra ári. Umbúnaður um keppnina var nokkuð meiri en áður, dómarar fylgdu fyrstu keppendum í meistaraflokkunum og þess má geta að Ríkissjónvarpið mætti á staðinn með myndatökulið. Lögreglan kom og gætti öryggis keppanda og var innakstur bannaður í hluta brautarinnar. Öll tímataka var með rafrænum hætti sem tryggði að hún gekk snuðrulaust fyrir sig.

Önnur úrslit urðu þau að Ólöf Pétursdóttir sigraði í A-flokki kvenna en hún hjólaði 34 kílómetra á tímanum 1:07:38. Garðar Erlingsson sigraði í A-fokki karla, hann hjólaði 51 kílómetra á tímanum 1:36:03.

Nánari úrslit má finna hér á hjolamot.is

Síðast breytt þann 11. May 2013 kl: 18:36 af

Ummæli

Aðrar fréttir

Kosningafundur Íþróttamannanefndar 2025

4 April kl: 11:47

Þann 30. apríl næstkomandi klukkan 18:00 á 3. hæð í ÍSÍ heldur Íþróttamannanefnd

Æfinga- og undirbúningsferð á Calpe

31 March kl: 16:13

Dagana 22. til 29. mars s.l. fór Íslenska landsliðið í götuhjólreiðum í æfinga- og undirbúni

Jarðvinna fyrir Fossvogsbrú að hefjast

19 March kl: 13:25

Hjólreiðasambandinu var að berast tilkynning frá framkvæmdaraðila jarðvinnu fyrir Fossvogsbrúnna. En jarð

Hjólreiðaþing 2025

2 March kl: 23:25

Hjólreiðasamband Íslands boðaði til Hjólreiðaþings laugardaginn 1. mars 2025 s.l. í fundarsal &Ia

Boðað er til Hjólreiðaþings 2025

28 February kl: 10:29

Hjólreiðasamband Íslands boðar til Hjólreiðaþings laugardaginn 1.mars klukkan 14.00

Íslandsmót í e-hjólreiðum 2025

27 February kl: 16:06

Í gær, miðvikudaginn 26. febrúar fór fram annað formlega Íslandsmótið í e-hjólreiðum &

UCI Level 2 þjálfunarnámskeið

24 February kl: 21:32

Eins og áður hefur komið fram í frétt hér frá 13. janúar s.l. þá er ráðgert að

Bikar- og Íslandsmeistaramót á Zwift 2025

10 February kl: 11:17

Fyrstu keppnir ársins eru nú að hefjast, en bikarkeppnir í e-hjólreiðum fara fram dagana 12. 19. og 26. febrú

Ráðning Landsliðsþjálfara

6 February kl: 17:36

Í desember s.l. gekk Hjólreiðasambandið frá samning við Conor Campbell til að gegna starfi landsliðsþjá

Fjölgun þjálfara - UCI þjálfaranámskeiðin

13 January kl: 14:20

Nú hafa samtals 61 einstaklingar lokið fyrsta þrepi þjálfunar námskeiðs Alþjóða hjólreið

Mótaskrá fyrir 2025 - önnur drög

9 January kl: 14:29

Hér eru svo uppfærð drög mótaskrár fyrir sumarið 2025 frá Mótanefnd HRÍ. Með fyrirvara um hu

Íþróttafólk ársins 2024 verðlaunað

7 January kl: 10:22

Seinasta laugardagskvöld var mikið um dýrðir í Hörpunni þar sem í sameiginlegu hófi ÍSÍ

Sjálfboðaliði ársins 2024

4 January kl: 15:57

Hjólreiðasamband Íslands ákvað að veita verðlaun fyrir Sjálfboðaliða ársins 2024. E

Tilkynning um úrslit Gullhjálmsins

2 January kl: 13:14

Hafdís Sigurðardóttir hlýtur Gullhjálminn 2024 Það er mjög gleðilegt að til

Kosning Gullhjálmsins 2024

22 December kl: 18:10

Hjólavarpið og Hjólreiðasamband íslands h