Gullmerki Hjólreiðasambands Íslands 2023

5.11 2023 15:24 | ummæli

Gullmerki Hjólreiðasambands Íslands 2023

Í gær var Pálmari Kristmundssyni veitt Gullmerki Hjólreiðasambands Íslands.

Pálmar er menntaður arkitekt frá Danska arkitektaskólanum í Árósum og háskólanum í Tókýó í Japan og á og rekur arkitektastofuna PK Arkitekta.

Á námsárunum sínum í Árósum æfði hann og keppti meðal annars með dönsku hjólreiðagoðsögnunum Bjarne Riis og Brian Holm. Eftir hann kom heim úr námi byrjaði hann strax að gera lítið úr öðrum Íslenskum keppendum. Í götuhjólakeppnum þar sem hjólað var frá Hellu til Reykjavíkur skildi hann aðra keppendur iðulega eftir neðst í Kömbunum á leið til borgarinnar.

Pálmar hefur verið viðloðinn hjólreiðar alla tíð, þó mis mikið samt hefur hann aldrei verið langt undan. Hann hefur tekið mikinn þátt í barna og unglingastarfi og aðstoðað krakka mikið hjá HFR, bæði með leiðsögn og öðrum hætti. Þegar ákveðið var að taka þátt í Smáþjóðaleikunum 1995 í Lúxemburg var Pálmar beðinn að hafa yfirsjón með þjálfun Íslenska liðsins. Mætti segja að þar hafi hann verið fyrsti landsliðsþjálfari okkar. En hann fór einnig með á smáþjóðaleikana sem liðsstjóri.

Pálmar er búinn að skila ótrúlegu starfi fyrir hjólreiðar á Íslandi síðan löngu fyrir aldamót. Sem dæmi þá er Pálmar höfundur Vesturgötunnar sem hjóluð er á Hlaupahátíð Vestfjarða og var um tíma Íslandsmót í Maraþon fjallahjólreiðum.

Pálmar er sannarlega búinn að skila starfi fyrir hjólreiðar á Íslandi til að verðskulda gullmerki HRÍ.

Björgvin Jónsson

Síðast breytt þann 5. November 2023 kl: 15:26 af Björgvin Jónsson

Ummæli

Aðrar fréttir

Íslandsmót í Götuhjólreiðum 2024

30 June kl: 22:44

Íslandsmót í Götuhjólreiðum (RR) fór fram í dag í Skagafirð. Keppnin hófst í Sau&

Íslandsmót í Tímatöku 2024

29 June kl: 11:30

Íslandsmót í Tímatöku (TT) fór fram í gær á Hólum í Hjaltadal. Mótið

Íslandsmót í Ólympískum Fjallahjólreiðum 2024

22 June kl: 22:44

Íslandsmót í Ólympískum Fjallahjólreiðum (XCO) fór fram í dag í Öskjuhlíði

Íslandsmót í Hjólreiðum - sumarið 2024

21 June kl: 22:08

Á morgun laugardag fer fram fyrsta Íslandsmótið í hjólreiðum á þessu ári.

5c - vefsíða um sálfræðilega færniþjálfun

7 June kl: 12:56

Komin er í loftið vefsíða um sálfræðilega færniþjálfun eftir hugmyndafræði 5C.

Tryggjum öruggt íþrótta- og æskulýðsstarf í sumar

7 June kl: 12:21

Meðfylgjandi er upplýsingabréf til íþrótta- og æskulýðsfélaga og samtaka sem ætlað er

Tour de Feminin 2024

22 May kl: 16:46

Dagana 23. til 26. maí fer fram 35 útgáfan af Tour de Feminin í norður Tékklandi.

Hæfileikabúðir HRÍ 2024

26 April kl: 22:40

Landsliðs- og afreksnefnd Hjólreiðasambands Íslands boðar árlega til hæfileikabúða fyrir fremsta hjó

Hæfileikabúðir HRÍ - fyrsti dagur

25 April kl: 11:08

Í dag komu saman um 30 ungir hjólarar til að taka þátt í hinum árlegu Hæfileikabúðum

Hæfileikabúðir Hjólreiðasambands Íslands 25.–27. apríl 2024

22 April kl: 14:07

Landsliðs- og afreksdeild Hjólreiðasambands Íslands boðar árlega til hæfileikabúða fyrir fremsta hjó

Reykjavíkurborg leitar að þátttakendum í rannsókn sem greina mun umferðaröryggi- og upplifun

15 April kl: 17:51

Rannsóknin er hluti af samstarfsverkefni 28 aðila víðs vegar um Evrópu. Markið verkefnisins er að finna öruggar og

Norðurlandamótið 2024 í Gravel - Eistlandi og Litháen.

8 April kl: 13:36

Norðurlandamótið 2024 í Gravel fer fram í Eistlandi og Litháen þann 8. júní n.k.

Evrópusambandið horfir til hjólreiða sem framtíðar ferðamáta

4 April kl: 12:18

Í gær skrifaði Evrópusambandið undir yfirlýsingu sem nefnd hefur verið "European Declaration on Cycling". Me

Hjólreiðaþing 2024

6 March kl: 13:32

Hjólreiðasamband Íslands boðaði til Hjólreiðaþings laugardaginn 2. mars 2024 s.l. í fundarsal Í

Hjólreiðaþing 2024 - 2. mars

28 February kl: 13:22

Hjólreiðasamband Íslands boðar til Hjólreiðaþings laugardaginn 2.mars klukkan 14.00.