Hjólreiðafólk ársins 2024 og lokahóf
18 November kl: 14:54Lokahóf Hjólreiðasambands Íslands var haldið í Víkinni í gær. Allir bikarmeistarar &aa
24.04 2023 11:59
|
Fyrsta heimsbikarmót ársins í Para-Cycling fór fram í Maniago á norður Ítalíu um helgina. Við Íslendingar áttum þar einn þátttakenda en hún Arna Sigríður Albertsdóttir (HFR) hjólreiðakona ársins 2021 mætti til keppni.
Mótið var mjög fjölmennt þar sem um 450 keppendur tóku þátt. Keppnisbrautin var 13,5 kílómetra hringur og í brautinni voru nokkrar brekkur þ.a. ein mjög krefjandi. Einnig var nokkur hluti hringsins á mjög grófum steinalögðum götum.
Ragheiður Eyjólfsdóttir var stödd í Maniago og tók létt spjall við Örnu um keppni helgarinnar.
Hvernig gekk í keppnunum 2 um helgina og náðir þú þeim markmiðum sem þú settir þér fyrir / ertu sátt við frammistöðuna þína?
Ég náði ekki alveg mínum markmiðum fyrir keppnirnar tvær um helgina og er þar af leiðandi ekki alveg nógu sátt með frammistöðuna. Það hefur ýmislegt gengið á í undirbúningnum svo að ég tel mig eiga að geta gert betur og vona að ég nái að sýna það á næstu mótum.
Hverjar eru bestu konurnar í þínum flokki og hvað eru þær búnar að vera lengi í sportinu?
Þjóðverjinn Annika Zeyen hefur í nokkur ár verið sú allra besta í mínum flokki WH3, hún hefur verið í hjólreiðum í nokkur ár en fyrir það en hefur bæði keppt í frjálsum íþróttum og körfubolta. Aðrir keppendur hafa flestir verið í meira en áratug í íþróttinni. Í fyrsta sinn í mörg ár sendu Kínverjar keppendur á mót í handahjólreiðum og Huaxian Li kom mjög sterk inn á þetta mót, hún varð önnur í TT-inu og vann RR-ið.
Hvað er svo framundan og hvernig lítur tímabilið 2023 út hjá þér?
Ég er ennþá úti á Ítalíu og verð næstu vikuna, í byrjun næstu viku færi ég mig síðan yfir til Belgíu á annað heimsbikarmót helgina 5.-7. maí. Í lok maí liggur svo leiðin til Huntsville í Alabama á þriðja heimsbikarmótið. Eftir hjólasumar á Íslandi er stefnan síðan sett á Heimsmeistaramótið í Skotlandi og Evrópumeistaramótið í Hollandi, en þau eru helgi eftir helgi í ágúst.
Björgvin Jónsson
Síðast breytt þann 24. April 2023 kl: 12:07 af Björgvin Jónsson
Lokahóf Hjólreiðasambands Íslands var haldið í Víkinni í gær. Allir bikarmeistarar &aa
Sunnudaginn 17. nóvember n.k. fer fram lokahóf Hjólreiðasambands Íslands í Víkinni,Traðarlandi 1,
Í seinustu viku fóru 3 ungir hjólarar í Cyclo-cross æfingabúðir í höfuðstöðvar Al
Í dag fór fram Íslandsmótið í Cyclocross (CX) tímabilsins 2024-2025 á útivistarsvæ&et
Á morgun fer fram í Fundarsal ÍSÍ, Engjavegi 6 svonefndur formannafundur Hjólreiðasambandsins. Fundurinn
Ísland tekur þátt á heimsmeistaramóti í malarhjólreiðum í ár, með þrjá kep
Norðurlandamótið í fjallahjólreiðum fór fram í Halden, Noregi dagana 21.-22. september s.l. Íslenska li
Í dag fór fram keppni í Evrópumótinu í götuhjólreiðum í Elíte flokki karla hér
Í dag fór fram keppni í Evrópumótinu í götuhjólreiðum í Elíte flokki kvenna hé
Í dag fór fram keppni í Evrópumótinu í götuhjólreiðum í U23 flokki hér í Limbu
Í dag föstudag er komið að götuhjólakeppninni í U23 flokknum, en þar eru við með 4. manna karla lið.
Í dag fóru fram allar tímatökukeppnir Evrópumótsins hér í Limburg Belgíu. En tímat&o
Í dag fóru keppendur aftur af stað að kíkja á keppnisbrautirnar hér í Belgíu. En á morgu
Íslenski landsliðshópurinn kom til Belgíu í gær. Eftir akstur til Maastricht þar sem liðið ásamt f
Í dag fór fram Íslandsmótið í Maraþon fjallahjólreiðum (XCM) á Hólmsheiðinni. Um va