Heimsbikarmótið í Para-Cycling

24.04 2023 11:59 | ummæli

Heimsbikarmótið í Para-Cycling

Fyrsta heimsbikarmót ársins í Para-Cycling fór fram í Maniago á norður Ítalíu um helgina. Við Íslendingar áttum þar einn þátttakenda en hún Arna Sigríður Albertsdóttir (HFR) hjólreiðakona ársins 2021 mætti til keppni.

Mótið var mjög fjölmennt þar sem um 450 keppendur tóku þátt. Keppnisbrautin var 13,5 kílómetra hringur og í brautinni voru nokkrar brekkur þ.a. ein mjög krefjandi. Einnig var nokkur hluti hringsins á mjög grófum steinalögðum götum.

Ragheiður Eyjólfsdóttir var stödd í Maniago og tók létt spjall við Örnu um keppni helgarinnar.

Hvernig gekk í keppnunum 2 um helgina og náðir þú þeim markmiðum sem þú settir þér fyrir / ertu sátt við frammistöðuna þína?
Ég náði ekki alveg mínum markmiðum fyrir keppnirnar tvær um helgina og er þar af leiðandi ekki alveg nógu sátt með frammistöðuna. Það hefur ýmislegt gengið á í undirbúningnum svo að ég tel mig eiga að geta gert betur og vona að ég nái að sýna það á næstu mótum.

Hverjar eru bestu konurnar í þínum flokki og hvað eru þær búnar að vera lengi í sportinu?
Þjóðverjinn Annika Zeyen hefur í nokkur ár verið sú allra besta í mínum flokki WH3, hún hefur verið í hjólreiðum í nokkur ár en fyrir það en hefur bæði keppt í frjálsum íþróttum og körfubolta. Aðrir keppendur hafa flestir verið í meira en áratug í íþróttinni. Í fyrsta sinn í mörg ár sendu Kínverjar keppendur á mót í handahjólreiðum og Huaxian Li kom mjög sterk inn á þetta mót, hún varð önnur í TT-inu og vann RR-ið.

Hvað er svo framundan og hvernig lítur tímabilið 2023 út hjá þér?
Ég er ennþá úti á Ítalíu og verð næstu vikuna, í byrjun næstu viku færi ég mig síðan yfir til Belgíu á annað heimsbikarmót helgina 5.-7. maí. Í lok maí liggur svo leiðin til Huntsville í Alabama á þriðja heimsbikarmótið. Eftir hjólasumar á Íslandi er stefnan síðan sett á Heimsmeistaramótið í Skotlandi og Evrópumeistaramótið í Hollandi, en þau eru helgi eftir helgi í ágúst.

Björgvin Jónsson

Síðast breytt þann 24. April 2023 kl: 12:07 af Björgvin Jónsson

Ummæli

Aðrar fréttir

Æfinga- og undirbúningsferð á Calpe

31 March kl: 16:13

Dagana 22. til 29. mars s.l. fór Íslenska landsliðið í götuhjólreiðum í æfinga- og undirbúni

Jarðvinna fyrir Fossvogsbrú að hefjast

19 March kl: 13:25

Hjólreiðasambandinu var að berast tilkynning frá framkvæmdaraðila jarðvinnu fyrir Fossvogsbrúnna. En jarð

Hjólreiðaþing 2025

2 March kl: 23:25

Hjólreiðasamband Íslands boðaði til Hjólreiðaþings laugardaginn 1. mars 2025 s.l. í fundarsal &Ia

Boðað er til Hjólreiðaþings 2025

28 February kl: 10:29

Hjólreiðasamband Íslands boðar til Hjólreiðaþings laugardaginn 1.mars klukkan 14.00

Íslandsmót í e-hjólreiðum 2025

27 February kl: 16:06

Í gær, miðvikudaginn 26. febrúar fór fram annað formlega Íslandsmótið í e-hjólreiðum &

UCI Level 2 þjálfunarnámskeið

24 February kl: 21:32

Eins og áður hefur komið fram í frétt hér frá 13. janúar s.l. þá er ráðgert að

Bikar- og Íslandsmeistaramót á Zwift 2025

10 February kl: 11:17

Fyrstu keppnir ársins eru nú að hefjast, en bikarkeppnir í e-hjólreiðum fara fram dagana 12. 19. og 26. febrú

Ráðning Landsliðsþjálfara

6 February kl: 17:36

Í desember s.l. gekk Hjólreiðasambandið frá samning við Conor Campbell til að gegna starfi landsliðsþjá

Fjölgun þjálfara - UCI þjálfaranámskeiðin

13 January kl: 14:20

Nú hafa samtals 61 einstaklingar lokið fyrsta þrepi þjálfunar námskeiðs Alþjóða hjólreið

Mótaskrá fyrir 2025 - önnur drög

9 January kl: 14:29

Hér eru svo uppfærð drög mótaskrár fyrir sumarið 2025 frá Mótanefnd HRÍ. Með fyrirvara um hu

Íþróttafólk ársins 2024 verðlaunað

7 January kl: 10:22

Seinasta laugardagskvöld var mikið um dýrðir í Hörpunni þar sem í sameiginlegu hófi ÍSÍ

Sjálfboðaliði ársins 2024

4 January kl: 15:57

Hjólreiðasamband Íslands ákvað að veita verðlaun fyrir Sjálfboðaliða ársins 2024. E

Tilkynning um úrslit Gullhjálmsins

2 January kl: 13:14

Hafdís Sigurðardóttir hlýtur Gullhjálminn 2024 Það er mjög gleðilegt að til

Kosning Gullhjálmsins 2024

22 December kl: 18:10

Hjólavarpið og Hjólreiðasamband íslands h

Gullhjálmurinn 2024

12 December kl: 17:09

Hjólavarpið og Hjólreiðasamband íslands h