Heimsbikarmótið í Para-Cycling

24.04 2023 11:59 | ummæli

Heimsbikarmótið í Para-Cycling

Fyrsta heimsbikarmót ársins í Para-Cycling fór fram í Maniago á norður Ítalíu um helgina. Við Íslendingar áttum þar einn þátttakenda en hún Arna Sigríður Albertsdóttir (HFR) hjólreiðakona ársins 2021 mætti til keppni.

Mótið var mjög fjölmennt þar sem um 450 keppendur tóku þátt. Keppnisbrautin var 13,5 kílómetra hringur og í brautinni voru nokkrar brekkur þ.a. ein mjög krefjandi. Einnig var nokkur hluti hringsins á mjög grófum steinalögðum götum.

Ragheiður Eyjólfsdóttir var stödd í Maniago og tók létt spjall við Örnu um keppni helgarinnar.

Hvernig gekk í keppnunum 2 um helgina og náðir þú þeim markmiðum sem þú settir þér fyrir / ertu sátt við frammistöðuna þína?
Ég náði ekki alveg mínum markmiðum fyrir keppnirnar tvær um helgina og er þar af leiðandi ekki alveg nógu sátt með frammistöðuna. Það hefur ýmislegt gengið á í undirbúningnum svo að ég tel mig eiga að geta gert betur og vona að ég nái að sýna það á næstu mótum.

Hverjar eru bestu konurnar í þínum flokki og hvað eru þær búnar að vera lengi í sportinu?
Þjóðverjinn Annika Zeyen hefur í nokkur ár verið sú allra besta í mínum flokki WH3, hún hefur verið í hjólreiðum í nokkur ár en fyrir það en hefur bæði keppt í frjálsum íþróttum og körfubolta. Aðrir keppendur hafa flestir verið í meira en áratug í íþróttinni. Í fyrsta sinn í mörg ár sendu Kínverjar keppendur á mót í handahjólreiðum og Huaxian Li kom mjög sterk inn á þetta mót, hún varð önnur í TT-inu og vann RR-ið.

Hvað er svo framundan og hvernig lítur tímabilið 2023 út hjá þér?
Ég er ennþá úti á Ítalíu og verð næstu vikuna, í byrjun næstu viku færi ég mig síðan yfir til Belgíu á annað heimsbikarmót helgina 5.-7. maí. Í lok maí liggur svo leiðin til Huntsville í Alabama á þriðja heimsbikarmótið. Eftir hjólasumar á Íslandi er stefnan síðan sett á Heimsmeistaramótið í Skotlandi og Evrópumeistaramótið í Hollandi, en þau eru helgi eftir helgi í ágúst.

Björgvin Jónsson

Síðast breytt þann 24. April 2023 kl: 12:07 af Björgvin Jónsson

Ummæli

Aðrar fréttir

Norðurlandamót í götuhjólreiðum

28 August kl: 12:47

Seinasta Sunnudag tók Jón Arnar Sigurjónsson frá Tindi þátt í Norðurlandamótinu í g&ou

Íslandsmeistarar ársins 2025

26 August kl: 12:04

Íslandsmótið í Criterium fór fram fimmtudaginn seinasta. Með því lauk seinasta Íslandsmóti &th

Íslandsmótið í Criterium 2025

21 August kl: 23:12

Í kvöld fór fram Íslandsmótið í Criterium 2025 á braut Kvartmíluklúbbsins í Hafnarfir

Íslandsmótið í Maraþon fjallahjólreiðum (XCM) 2025

16 August kl: 23:12

Í dag fór fram Íslandsmótið í Maraþon fjallahjólreiðum (XCM) sem fór fram á og í

Íslandsmót í Fjallabruni 2025

21 July kl: 13:24

Íslandsmótið í Fjallabruni fór fram í gær við Strýtuskála í Hlíðarfjalli, Ak

Íslandsmót í Enduro 2025

20 July kl: 22:39

Íslandsmót í Enduro fór fram í gær við Strýtuskála í Hlíðarfjalli, Akureyri

Íslandsmeistaramótið í Malarhjólreiðum

20 July kl: 20:56

Í gær fór fram í fyrsta skipti Íslandsmeistaramót í Malarhjólreiðum í samstarfi v

Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar 2025

18 July kl: 14:31

Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar (European Youth Olympic Festival, EYOF) verður haldin í Skopje í N

UCI Level 2 Þjálfaranámskeið

16 July kl: 00:00

Dagana 7. til 18. maí s.l. hélt Hjólreiðasambandið í samstarfi við  Alþjóða hjólreið

Netfræðsla í lyfjamálum

9 July kl: 20:33

Lyfjaeftirlits Íslands kynna  nýjung í fræðslumálum varðandi lyfjamál í íþró

Mótaskrá - uppfært 7.júlí

7 July kl: 15:28

Hér er uppfærð mótaskrá fyrir það sem eftir er sumars frá Mótanefnd HRÍ. Með von og fy

Íslandsmót í Ólympískum Fjallahjólreiðum (XCO) 2025

5 July kl: 20:19

Íslandsmót í Ólympískum Fjallahjólreiðum (XCO) fór fram í dag í Kjarnaskógi, Akurey

Íslandsmót í Götuhjólreiðum 2025

29 June kl: 19:51

Íslandsmót í Götuhjólreiðum (RR) fór fram í dag í Hvalfirðinum og Kjós. Keppnin hó

Íslandsmót í Tímatöku 2025

27 June kl: 23:50

Íslandsmót í Tímatöku (TT) fór fram í kvöld í Hvalfirðinum. Mótið var haldi&et

Norðurlandamótið í Malarhjólreiðum

13 June kl: 15:19

Þann 16. ágúst verður Norðurlandamótið í malarhjólreiðum haldið í Halmst