Heimsmeistaramótið í Maraþon fjallahjólreiðum

17.09 2022 17:27 | ummæli

Heimsmeistaramótið í Maraþon fjallahjólreiðum

Heimsmeistaramótið í Maraþon fjallahjólreiðum fór fram í Haderslev í Danmörku í dag. Íslandsmeistarinn Ingvar Ómarsson var á meðal þeirra 142 keppanda frá 33 löndum sem hófu keppni og startaði í 62. sæti.

Ingvar endaði keppnina í 82. sæti á tímanum 4:39:56 sem var 23 mínútum á eftir sigurvegara dagsins og heimsmeistara Samuel Gaze frá Nýja Sjálandi.

Í samtali sagði Ingvar að keppnin hafi hafist með miklum látum strax í byrjun þar sem mörgum hafi legið lífið á að komast sem fyrst fremst í keppendahópinn. Það hafi verið í takti við brautina og væntingar Ingvars þar sem mikilvægt hafi verið að komast strax á meðal fremstu manna. Þó kvaðst Ingvar fljótt hafa fundið það að hann hafi ekki haft nægilega góðar lappir í þennan æsing í startinu í dag. 

Úr varð að mjög stór hópur náði að slíta sig frá restinni og sat Ingvar eftir í minni hóp þar fyrir aftan. Í þeim hafi verið nokkuð gott samstarf og leið Ingvari vel þar en hann hafi strax áttað sig á því að þessi minni hópur væri aldrei að fara að ná að brúa bilið á stóra hópinn fyrir framan. Því hafi eina í stöðunni verið að sitja sem lengst í þessum hóp og reyna að týna upp keppendurna sem duttu úr hópnum fyrir framan.

Þegar líða fór á keppnina fór Ingvar aðeins að finna lappirnar, til marks um það þá var hann í 100. sæti eftir fyrsta hringinn. Á öðrum hring kemur hann sér upp um 7 sæti og svo á seinasta hring kemur hann sér svo upp um 11 sæti til viðbótar. Ingvar segist þakkar þetta því að hann hafi haft góða aðstoð í brautinni sem sé eitthvað sem hann sé ekki vanur. Þau Ragnheiður Eyjólfsdóttir og Hafsteinn Ægir Geirsson hafi verið Ingvari til aðstoðar í brautinni og komið til hans næringu og vatni sem hafi hjálpað mikið, sérstaklega þegar á keppnina leið þar sem næring í braut skipti svo miklu máli í svo langri keppni eins og maraþon fjallahjólreiðakeppnir eru.

Björgvin Jónsson

Síðast breytt þann 18. September 2022 kl: 11:44 af Mikael Schou

Ummæli

Aðrar fréttir

Uppfærður listi Alþjóða lyfjaeftirlitsstofnunarinnar (WADA)

24 January kl: 23:11

Þann 1. janúar s.l. tók &i

Keppnisdagatal 2023 - Drög

6 January kl: 15:07

Hjálagt er mótaskrá / keppnisdagatal fy

Hæfileikabúðir Hjólreiðasambands Íslands 2022

13 November kl: 14:33

Nú um helgina var hópur efnilegustu hjólurum landsins mættir á Laugarvatn í hæfileikabúðir Hj&oacut

Lokahóf HRÍ 2022 - Hjólreiðafólk ársins

29 October kl: 20:41

Lokahóf Hjólreiðasambandsins var haldið í Víkinni í dag. Allir bikarmeistarar ársins voru heið

Íslandsmótið í Cyclocross (CX) 2022

8 October kl: 19:29

Nú í dag fór fram Íslandsmótið í Cyclocross í Gufunesi. Mótið var haldið líkt og s

Enduro landslið Íslands á Trophy of Nations

7 October kl: 00:00

Fyrsta landslið Íslands í Enduro fjallahjólreiðum tók þátt í Trophy of Nations keppninni á veg

María Ögn á fyrsta heimsmeistaramótið í malarhjólreiðum

29 September kl: 12:50

Fyrsta heimsmeistaramótið í malarhjólreiðum, "UCI Gravel World Championships", mun fara fram í Veneto á

Íslenska landsliðið í Enduro tekur í fyrsta skipti þátt í Trophy of Nations

23 September kl: 11:35

Skrifað var í dag undir landsliðssamning við þá keppendur sem keppa munu fyrir hönd Íslands á "T

Heimsmeistaramótið í Maraþon fjallahjólreiðum

17 September kl: 17:27

Heimsmeistaramótið í Maraþon fjallahjólreiðum fór fram í Haderslev í Danmörku í dag. &Iac

CX er á leiðinni

12 September kl: 14:04

Nú þegar sumarið er svo gott sem búið þá gengur í garð hið svokallaða Cyclo-Cross tímabil.

Íslandsmótið í Enduro Hveragerði 2022

11 September kl: 15:32

Í gær fór fram Íslandsmótið í Enduro Í Reykjadal og Grensdal (Grændal) í Hveragerði

Ingvar á HM í Maraþon Fjallahjólreiðum Hederslev 17. september

8 September kl: 14:04

Heimsmeistaramótið í maraþon fjallahjólreiðum fer fram í dönsku borginni Hederslev 17. september n.k.

Íslandsmeistarar í Maraþon fjallahjólreiðum 2022

3 September kl: 00:00

Í dag fór fram Íslandsmótið í Maraþon fjallahjólreiðum (XCM) á Hólmsheiðinni.

Stigagjöf í Bikarmótum sumarsins uppfærð

2 September kl: 20:53

Stigamálin í bikarmótaröðum sumarsins hafa því miður verið í miklum ólestri hjá okkur

Íslandsmeistarar í Criteríum 2022

28 August kl: 22:46

Í dag fór fram Íslandsmótið í Criterium á braut Kvartmíluklúbbsins í Hafnarfirði