Heimsmeistaramótið í Glasgow 2023

5.08 2023 21:32 | ummæli

Heimsmeistaramótið í Glasgow 2023

Í ár taka samtals átta Íslend­ing­ar þátt í Heimsmeistaramótinu í hjólreiðum í Glasgow. Hér má sjá nánari upplýsingar og tímasetningar á hverri keppni fyrir sig.

Í fjallahjólreiðakeppnum heimsmeistaramótsins í ár eru samtals fjórir Íslendingar skráðir til leiks.

Fyrstur til að taka þátt í heimsmeistaramótinu í ár er Ingvar Ómarsson. En á morgun 6. ágúst mun hann taka þátt í Maraþon fjallahjólreiðakeppninni í Glentress skóginum við Peebles. Áætluð byrjun keppninnar er um 8.00.
Sjá nánar upplýsingar um tímasetningar og úrslit hér.

Í Ólympískum fjallahjólreiðum (XCO) eigum við 3 þátttakendur í þremur flokkum.

10. ágúst tekur Tómas Kári Björgvinsson Rist þátt í XCO keppninni í Junior flokki klukkan 13.00.
11. ágúst mun Davíð Jónsson taka þátt í U-23 flokki, en sú keppni hefst um klukkan 10.30.
12. ágúst er það svo hann Kristinn Jónsson sem keppir í elite flokki um klukkan 14.30. 

Nánari upplýsingar um tímasetningar í XCO keppnum má finna hér.

Við eigum svo sex þátttakendur í götuhjólakeppnum heimsmeistaramótsins. Dagskrá íslensku keppendanna er þannig.

9. ágúst mun Arna Sigríður Albertsdóttir hjóla 17 km. leið í tímatöku keppninni í Para-Cycling í Dumfries uppúr klukkan 9.00. Sama dag mun Íslandsmeistarinn í tímatöku, Davíð Jónsson taka þátt í U-23 flokki. Hann hjólar 36,2 km. leið í og um kring Stirling um klukkan 13.30. 

10. ágúst er komið að tímatökukeppnin í kvennaflokki. Þar eigum við tvo þátttakendur, en Kristín Edda og Hafdís munu þá hjóla 36 km. hring um Stirling. Hefst sú keppnu uppúr klukkan 13.00.

11. ágúst fer fram götuhjólakeppni Para-cycling þar sem Arna Sigríður Albertsdóttir hjólar 15,5 km. hring í Dumfries, en sú keppni fer fram um kl. 8.00. Sama dag er svo röðin komin að Ingvari Ómarssyni í tímatökukeppni karla Elite. Þar mun hann hjóla um 48 km. hring um og í kringum Stirling. Rástími hans er klukkan 14.05 að íslenskum tíma.

Á ellefta og seinasta degi heimsmeistaramótsins þann 13. ágúst n.k. munu svo konurnar keppa í Götuhjólakeppninni. Hefja þær keppni í Loch Lomond og hjóla sem leið liggur til Glasgow, þar sem þær hjóla 6 hring á götum Glasgow borgar sem endar á George Square, rétt fyrir utan liðshótelið okkar í ár. Samtals um 154 km. leið.

Nákvæmari rástímar í tímatöku keppnum munum við birta á Instagram og Facebook síðu HRÍ er nær dregur.

Þau sem keppa fyr­ir Íslands hönd eru:

Kepp­end­ur í Elite-flokki
Krist­ín Edda Sveins­dótt­ir - HFR
Haf­dís Sig­urðardótt­ir - HFA
Silja Jó­hann­es­dótt­ir - HFA
Ingvar Ómars­son - Breiðablik
Krist­inn Jóns­son - HFR
Arna Sig­ríður Al­berts­dótt­ir - HFR

Kepp­end­ur í U23-flokki
Davíð Jóns­son - HFR

Kepp­end­ur í Juni­or-flokki
Tóm­as Kári Björg­vins­son Rist - BFH

Fylgist endilega með á Facebook og Instagram síðu HRÍ @icelandiccyling

Björgvin Jónsson

Síðast breytt þann 10. August 2023 kl: 18:27 af Björgvin Jónsson

Ummæli

Aðrar fréttir

Lokadagur EM í götuhjólreiðum 2023 - Elite karla

24 September kl: 23:24

Á lokadegi EM í Drenthe í dag fór fram götuhjólakeppnin í Elite flokki karla. Hjólað var frá

EM í götuhjólreiðum 2023 - Elite kvenna keppnin

23 September kl: 17:44

Í dag á EM í Drenthe fór fram götuhjólakeppnin í Elite flokki kvenna. Þær Kristín Edda Svei

EM í götuhjólreiðum 2023 - U23 keppnin

22 September kl: 16:59

Í dag á EM í Drenthe fóru fram götuhjólakeppnir í U23 flokkum karla og kvenna. Þar áttu

EM í Tímatöku 2023

20 September kl: 23:07

Á Evrópumótinu í Götuhjólreiðum í Drenthe í Hollandi í dag fór fram tímatö

Landsliðið í götuhjólreiðum mætt til Drenthe í Hollandi

18 September kl: 22:59

Landslið Íslands í Götuhjólreiðum mætti til Drenthe í Hollandi í gær. Tíminn hefur v

Landslið Íslands í götuhjólreiðum á Evrópumeistaramótinu í Drenthe, Hollandi 2023

31 August kl: 16:36

Landsliðs- og afreksnefnd Hjólreiðasambands Íslands hefur ákveðið að senda eftirfarandi keppendur til Drenthe &iacut

Íslandsmeistarar í Maraþon fjallahjólreiðum 2023

27 August kl: 18:08

Í dag fór fram Íslandsmótið í Maraþon fjallahjólreiðum (XCM) á Hólmsheiðinni.

Íslandsmót í Criterium 2023

21 August kl: 22:39

Í gær fór fram Íslandsmótið í Criterium á braut Kvartmíluklúbbsins í Hafnarfirði

Evrópumeistaramótið í Fjallabruni í Frakklandi afstaðið

21 August kl: 13:55

Þá er Evrópumeistaramótinu í fjallabruni lokið en mótið fór fram í Les Menuires í fr&ou

Evrópumeistaramótið í Fjallabruni í Frakklandi

17 August kl: 17:16

Dagana 18. til 20. ágúst fer fram í Les Menuires í Frakklandi Evrópumeistaramótið í fjallabruni. Vi

HM í hjólreiðum í Skotlandi - 13. ágúst

13 August kl: 18:00

Seinasti dagurinn á heimsmeistaramótinu í hjólreiðum var í dag. Þær Silja Jóhannesdóttir (HF

HM í hjólreiðum í Skotlandi - 12. ágúst

12 August kl: 17:31

Kristinn Jónsson (HFR) tók í dag þátt í Ólympískum fjallahjólreiðum (XCO) í Elite fl

HM í hjólreiðum í Skotlandi - 11. ágúst

11 August kl: 20:45

Í dag fór fram götuhjólakeppnin Para-cycling þar sem Arna Sigríður Albertsdóttir (HFR) hjólaði 1

HM í hjólreiðum í Skotlandi - 10. ágúst

10 August kl: 18:26

Á HM í hjólreiðum í Skotlandi í dag tóku þrír íslendingar þátt. 

HM í hjólreiðum í Skotlandi - 9. ágúst

9 August kl: 19:41

Á Heimsmeistaramótinu í hjólreiðum í Skotlandi í dag tóku tveir Íslendingar þátt &ia