Mótaskrá fyrir 2025 - þriðju drög
8 April kl: 15:13Hér má líta uppfærð drög mótaskrár fyrir sumarið 2025 frá Mótanefnd HRÍ. Með f
5.08 2023 21:32
|
Í ár taka samtals átta Íslendingar þátt í Heimsmeistaramótinu í hjólreiðum í Glasgow. Hér má sjá nánari upplýsingar og tímasetningar á hverri keppni fyrir sig.
Í fjallahjólreiðakeppnum heimsmeistaramótsins í ár eru samtals fjórir Íslendingar skráðir til leiks.
Fyrstur til að taka þátt í heimsmeistaramótinu í ár er Ingvar Ómarsson. En á morgun 6. ágúst mun hann taka þátt í Maraþon fjallahjólreiðakeppninni í Glentress skóginum við Peebles. Áætluð byrjun keppninnar er um 8.00.
Sjá nánar upplýsingar um tímasetningar og úrslit hér.
Í Ólympískum fjallahjólreiðum (XCO) eigum við 3 þátttakendur í þremur flokkum.
10. ágúst tekur Tómas Kári Björgvinsson Rist þátt í XCO keppninni í Junior flokki klukkan 13.00.
11. ágúst mun Davíð Jónsson taka þátt í U-23 flokki, en sú keppni hefst um klukkan 10.30.
12. ágúst er það svo hann Kristinn Jónsson sem keppir í elite flokki um klukkan 14.30.
Nánari upplýsingar um tímasetningar í XCO keppnum má finna hér.
Við eigum svo sex þátttakendur í götuhjólakeppnum heimsmeistaramótsins. Dagskrá íslensku keppendanna er þannig.
9. ágúst mun Arna Sigríður Albertsdóttir hjóla 17 km. leið í tímatöku keppninni í Para-Cycling í Dumfries uppúr klukkan 9.00. Sama dag mun Íslandsmeistarinn í tímatöku, Davíð Jónsson taka þátt í U-23 flokki. Hann hjólar 36,2 km. leið í og um kring Stirling um klukkan 13.30.
10. ágúst er komið að tímatökukeppnin í kvennaflokki. Þar eigum við tvo þátttakendur, en Kristín Edda og Hafdís munu þá hjóla 36 km. hring um Stirling. Hefst sú keppnu uppúr klukkan 13.00.
11. ágúst fer fram götuhjólakeppni Para-cycling þar sem Arna Sigríður Albertsdóttir hjólar 15,5 km. hring í Dumfries, en sú keppni fer fram um kl. 8.00. Sama dag er svo röðin komin að Ingvari Ómarssyni í tímatökukeppni karla Elite. Þar mun hann hjóla um 48 km. hring um og í kringum Stirling. Rástími hans er klukkan 14.05 að íslenskum tíma.
Á ellefta og seinasta degi heimsmeistaramótsins þann 13. ágúst n.k. munu svo konurnar keppa í Götuhjólakeppninni. Hefja þær keppni í Loch Lomond og hjóla sem leið liggur til Glasgow, þar sem þær hjóla 6 hring á götum Glasgow borgar sem endar á George Square, rétt fyrir utan liðshótelið okkar í ár. Samtals um 154 km. leið.
Nákvæmari rástímar í tímatöku keppnum munum við birta á Instagram og Facebook síðu HRÍ er nær dregur.
Þau sem keppa fyrir Íslands hönd eru:
Keppendur í Elite-flokki
Kristín Edda Sveinsdóttir - HFR
Hafdís Sigurðardóttir - HFA
Silja Jóhannesdóttir - HFA
Ingvar Ómarsson - Breiðablik
Kristinn Jónsson - HFR
Arna Sigríður Albertsdóttir - HFR
Keppendur í U23-flokki
Davíð Jónsson - HFR
Keppendur í Junior-flokki
Tómas Kári Björgvinsson Rist - BFH
Fylgist endilega með á Facebook og Instagram síðu HRÍ @icelandiccyling
Björgvin Jónsson
Síðast breytt þann 10. August 2023 kl: 18:27 af Björgvin Jónsson
Hér má líta uppfærð drög mótaskrár fyrir sumarið 2025 frá Mótanefnd HRÍ. Með f
Þann 30. apríl næstkomandi klukkan 18:00 á 3. hæð í ÍSÍ heldur Íþróttamannanefnd
Dagana 22. til 29. mars s.l. fór Íslenska landsliðið í götuhjólreiðum í æfinga- og undirbúni
Hjólreiðasambandinu var að berast tilkynning frá framkvæmdaraðila jarðvinnu fyrir Fossvogsbrúnna. En jarð
Hjólreiðasamband Íslands boðaði til Hjólreiðaþings laugardaginn 1. mars 2025 s.l. í fundarsal &Ia
Hjólreiðasamband Íslands boðar til Hjólreiðaþings laugardaginn 1.mars klukkan 14.00
Í gær, miðvikudaginn 26. febrúar fór fram annað formlega Íslandsmótið í e-hjólreiðum &
Eins og áður hefur komið fram í frétt hér frá 13. janúar s.l. þá er ráðgert að
Fyrstu keppnir ársins eru nú að hefjast, en bikarkeppnir í e-hjólreiðum fara fram dagana 12. 19. og 26. febrú
Í desember s.l. gekk Hjólreiðasambandið frá samning við Conor Campbell til að gegna starfi landsliðsþjá
Nú hafa samtals 61 einstaklingar lokið fyrsta þrepi þjálfunar námskeiðs Alþjóða hjólreið
Hér eru svo uppfærð drög mótaskrár fyrir sumarið 2025 frá Mótanefnd HRÍ. Með fyrirvara um hu
Seinasta laugardagskvöld var mikið um dýrðir í Hörpunni þar sem í sameiginlegu hófi ÍSÍ
Hjólreiðasamband Íslands ákvað að veita verðlaun fyrir Sjálfboðaliða ársins 2024. E
Hafdís Sigurðardóttir hlýtur Gullhjálminn 2024 Það er mjög gleðilegt að til