Ingvar Ómarsson tók þátt í tveimur maraþonfjallahjólamótum (XCM) seinustu helgi

13.10 2021 15:52 | ummæli

Ingvar Ómarsson tók þátt í tveimur maraþonfjallahjólamótum (XCM) seinustu helgi

Ingvar Ómarsson gerði góða ferð til Evrópu um síðustu helgi; 8.–10. október. Hann tók þátt í tveimur maraþonfjallahjólamótum (XCM) sem eru hluti af maraþonmótaröðinni hjá Alþjóðahjólreiðasambandinu (UCI). Fyrri keppnin, Roc d’Azur fór fram á föstudaginn í Fréjus í Frakklandi. Keppnin var 84km löng og heildarhækkun var 2170m. Ingvar var mjög framarlega meirihlutann af leiðinni en gaf aðeins eftir í lokin og endaði í 33. sæti af 142 hjólurum í meistaraflokki sem kláruðu. Tími Ingvars var 4:18:41 en sigurvegari varð Þjóðverjinn Andreas Seewald á tímanum 3:48:28 en hann er efstur á heimslistanum í maraþon fjallahjólreiðum. Ingvar fékk 40 stig á heimslistanum fyrir þetta afrek.

Ingvar keyrði svo 500km leið strax eftir keppni til Girona á Spáni þar sem hann keppti á sunnudaginn í La Tramun keppninni. Hún er 77km löng og með yfir 2000m hækkun og mun erfiðari en sú fyrri. Keppnin gekk öfugt miðað við fyrri keppnina en Ingvar var í vandræðum fyrri hlutann af keppninni en náði svo góðum seinni hluta þar sem hann náði mörgum hjólurum og endaði í 32. sæti af 190 hjólurum sem kláruðu í meistaraflokki en um 40 hjólarar luku ekki keppni. Tími Ingvars var 4:58:25 en sigurvegari varð heimamaðurinn Francesc Guerra Carretero.

Ingvar náði í vor inn á topp 100 á heimslistanum sem er besti árangur sem Íslendingur hefur náð í hjólreiðum en svo færðist hann niður listann eftir því sem fleiri keppnir voru haldnar erlendis sem hann komst ekki í. Árangurinn um helgina lyftir honum aftur inn á topp 100 og það sem meira er að nú er Ingvar kominn á topp 100 á þremur heimslistunum hjá UCI. Hann er númer 45 á heimslistanum fyrir maraþon fjallahjólreiðar, númer 63 á MTB maraþon world series listanum og er svo kominn í sæti 99. í ólympískum fjallahjólreiðum.

Ingvar stefnir á fleiri keppnir í maraþonmótaröðinni í haust en næst keppir hann í Transvésubienne–Transriviera í Frakklandi 24. október og svo Costa Blanca Bike Race á Spáni 4.–7. nóvember.
 

Fréttin eins og hún birtist á síðu Hjólreiðadeildar Breiðabliks.

Björgvin Jónsson

Síðast breytt þann 13. October 2021 kl: 15:57 af Björgvin Jónsson

Ummæli

Aðrar fréttir

Æfing með ungmennum BFH

20 November kl: 21:30

Æfingardagur með ungliðahóp Brettafélags Hafnarfjarðar.

Lokahóf HRÍ

1 November kl: 00:47

Lokahóf Hjólreiðasambandsins var haldið á Engjavegi laugardagskvöldið 30.október s.l. Allir bikarmeistarar

Íslandsmót í Cyclocross 2021

1 November kl: 00:23

Um helgina fór fram Íslandsmótið í Cyclocross í Gufunesi. Mótið var haldið af Hjólreiðaf&eac

Uppfærðar sóttvarnarreglur gilda frá 20. október

27 October kl: 12:26

Uppfærðar sóttvarnarreglur.

Lokahóf Hjólreiðasambands Íslands 30. október

25 October kl: 21:49

Lokahóf Hjólreiðasambands Íslands verður laugardaginn 30.október n.k. í sal ÍSÍ og hefst um kl

Ingvar Ómarsson tók þátt í tveimur maraþonfjallahjólamótum (XCM) seinustu helgi

13 October kl: 15:52

Ingvar Ómarsson gerði góða ferð til Evrópu um síðustu helgi; 8.–10. október. Hann tók þ

Bikarmót í CX

10 October kl: 22:48

Fyrsta keppni í bikarmóti Cyclocross var haldinn í Gufunesi á sunnudag við frábærar aðstæður.

Frábær árangur á Heimsmeistaramótinu í götuhjólreiðum

25 September kl: 18:16

Íslensku konurnar í KVK Elite flokki hafa nú lokið götuhjólakeppni dagsins en þær stóðu sig allar

Ágústa og Bríet kepptu í dag í tímatöku á HM

20 September kl: 21:25

Ágústa Edda Björnsdóttir og Bríet Kristý Gunnarsdóttir kepptu í dag í tímatökuh

Heimsmeistaramótið í götuhjólreiðum 18. til 26. september

17 September kl: 10:44

Heimsmeistaramótið í götuhjólreiðum fer fram í ár í norður Belgíu (Flandern) dagana 18. til

Evrópumótið í götuhjólreiðum 2021

5 September kl: 14:19

Í gær flaug hópur 12 götuhjólreiðakeppenda og 3 liðstjóra til borgarinnar Trento á norður Ít

Arna Sigríður Albertsdóttir hefur nú lokið keppni í handahjólreiðum á Paralympics í Tokyo

2 September kl: 11:17

Hjólreiðakonan Arna Sigríður Albertsdóttir hefur nú lokið keppni í handahjólreiðum á Paralym

Leiðrétt flokkaskipan í Morgunblaðshringnum XCO

29 August kl: 08:12

Vegna misstaka sem urðu á flokkaskipan í bikarmóti XCO-Morgunblaðshringurinn, hefur nú verið gefin út leið

OTSF, XCC 22.08.2021

24 August kl: 08:30

Ferðabréf frá 2. degi á Ósló Terrengsykkelfestival í Noregi, 22.08.2021 (UCI Cat 3)

Landsliðsæfing EM/HM

22 August kl: 18:15

Landsliðsæfing og upplýsingafundur vegna EM í Trentó (Ítalíu), 8.–12. sept. 2021.