Evrópumótið í fjalla- og götuhjólreiðum í Anadia Portúgal
27 June kl: 16:45Evrópumótið í fjalla- og götuhjólreiðum fer fram í Anadia í Portúgal 1.–3. júl&iac
13.10 2021 15:52
|
Ingvar Ómarsson gerði góða ferð til Evrópu um síðustu helgi; 8.–10. október. Hann tók þátt í tveimur maraþonfjallahjólamótum (XCM) sem eru hluti af maraþonmótaröðinni hjá Alþjóðahjólreiðasambandinu (UCI). Fyrri keppnin, Roc d’Azur fór fram á föstudaginn í Fréjus í Frakklandi. Keppnin var 84km löng og heildarhækkun var 2170m. Ingvar var mjög framarlega meirihlutann af leiðinni en gaf aðeins eftir í lokin og endaði í 33. sæti af 142 hjólurum í meistaraflokki sem kláruðu. Tími Ingvars var 4:18:41 en sigurvegari varð Þjóðverjinn Andreas Seewald á tímanum 3:48:28 en hann er efstur á heimslistanum í maraþon fjallahjólreiðum. Ingvar fékk 40 stig á heimslistanum fyrir þetta afrek.
Ingvar keyrði svo 500km leið strax eftir keppni til Girona á Spáni þar sem hann keppti á sunnudaginn í La Tramun keppninni. Hún er 77km löng og með yfir 2000m hækkun og mun erfiðari en sú fyrri. Keppnin gekk öfugt miðað við fyrri keppnina en Ingvar var í vandræðum fyrri hlutann af keppninni en náði svo góðum seinni hluta þar sem hann náði mörgum hjólurum og endaði í 32. sæti af 190 hjólurum sem kláruðu í meistaraflokki en um 40 hjólarar luku ekki keppni. Tími Ingvars var 4:58:25 en sigurvegari varð heimamaðurinn Francesc Guerra Carretero.
Ingvar náði í vor inn á topp 100 á heimslistanum sem er besti árangur sem Íslendingur hefur náð í hjólreiðum en svo færðist hann niður listann eftir því sem fleiri keppnir voru haldnar erlendis sem hann komst ekki í. Árangurinn um helgina lyftir honum aftur inn á topp 100 og það sem meira er að nú er Ingvar kominn á topp 100 á þremur heimslistunum hjá UCI. Hann er númer 45 á heimslistanum fyrir maraþon fjallahjólreiðar, númer 63 á MTB maraþon world series listanum og er svo kominn í sæti 99. í ólympískum fjallahjólreiðum.
Ingvar stefnir á fleiri keppnir í maraþonmótaröðinni í haust en næst keppir hann í Transvésubienne–Transriviera í Frakklandi 24. október og svo Costa Blanca Bike Race á Spáni 4.–7. nóvember.
Fréttin eins og hún birtist á síðu Hjólreiðadeildar Breiðabliks.
Björgvin Jónsson
Síðast breytt þann 13. October 2021 kl: 15:57 af Björgvin Jónsson
Evrópumótið í fjalla- og götuhjólreiðum fer fram í Anadia í Portúgal 1.–3. júl&iac
Í dag fór fram Íslandsmótið í götuhjólreiðum en ræst var við Reykjahlíð og hj&oac
Í kvöld fór fram Íslandsmótið í tímatöku í Eyjafirði. Sigurvegarar voru þau Hafd&iac
Í kvöld lögðu 5 krakkar út til Maribor í Slóveníu til að taka þátt í Evrópum&
Evrópumeistaramótið í maraþon fjallahjólreiðum fór fram í dag í Tékklandi og tók
Næstkomandi sunnudag, 19. júní tekur Ingvar Ómarsson þátt í evrópumótinu í maraþon
Eftir fjölda ábendinga hefur stjórn HFA ákveðið að stytta keppnisvegalengd hjá A-Flokk karla í Ísl
Eftir þriðja bikarmót sumarsins í götuhjólreiðum lítur stigagjöf í flokkunum svona út
Íslandsmót í XCO verður haldið í Öskjuhlíð 21.júlí n.k. Við biðjumst afs&ou
Í gær var undirritaður samstarfssamningur milli Hjólreiðasambands Íslands, Ingvars Ómarssonar og Breiðabliks.
Uppfærðar keppnisreglur hafa verið gefnar út. Skjalið má finna á undirsíðunni "Keppnisreglur HRÍ
Þessa dagana (26. apríl til 3. maí) er hópur efnilegra hjólara og þjálfarar þeirra staddir í &ael
Afrekshópur HRÍ keppti dagana 16.–18. apríl í 3 Dage i Nord í Danmörku.
Samkvæmt ályktun á Hjólreiðaþingi var tillaga stjórnar um 3. kafla keppnisreglna (flokkakerfi) sem kynnt var me&e