Ingvar Ómarsson tók þátt í tveimur maraþonfjallahjólamótum (XCM) seinustu helgi

13.10 2021 15:52 | ummæli

Ingvar Ómarsson tók þátt í tveimur maraþonfjallahjólamótum (XCM) seinustu helgi

Ingvar Ómarsson gerði góða ferð til Evrópu um síðustu helgi; 8.–10. október. Hann tók þátt í tveimur maraþonfjallahjólamótum (XCM) sem eru hluti af maraþonmótaröðinni hjá Alþjóðahjólreiðasambandinu (UCI). Fyrri keppnin, Roc d’Azur fór fram á föstudaginn í Fréjus í Frakklandi. Keppnin var 84km löng og heildarhækkun var 2170m. Ingvar var mjög framarlega meirihlutann af leiðinni en gaf aðeins eftir í lokin og endaði í 33. sæti af 142 hjólurum í meistaraflokki sem kláruðu. Tími Ingvars var 4:18:41 en sigurvegari varð Þjóðverjinn Andreas Seewald á tímanum 3:48:28 en hann er efstur á heimslistanum í maraþon fjallahjólreiðum. Ingvar fékk 40 stig á heimslistanum fyrir þetta afrek.

Ingvar keyrði svo 500km leið strax eftir keppni til Girona á Spáni þar sem hann keppti á sunnudaginn í La Tramun keppninni. Hún er 77km löng og með yfir 2000m hækkun og mun erfiðari en sú fyrri. Keppnin gekk öfugt miðað við fyrri keppnina en Ingvar var í vandræðum fyrri hlutann af keppninni en náði svo góðum seinni hluta þar sem hann náði mörgum hjólurum og endaði í 32. sæti af 190 hjólurum sem kláruðu í meistaraflokki en um 40 hjólarar luku ekki keppni. Tími Ingvars var 4:58:25 en sigurvegari varð heimamaðurinn Francesc Guerra Carretero.

Ingvar náði í vor inn á topp 100 á heimslistanum sem er besti árangur sem Íslendingur hefur náð í hjólreiðum en svo færðist hann niður listann eftir því sem fleiri keppnir voru haldnar erlendis sem hann komst ekki í. Árangurinn um helgina lyftir honum aftur inn á topp 100 og það sem meira er að nú er Ingvar kominn á topp 100 á þremur heimslistunum hjá UCI. Hann er númer 45 á heimslistanum fyrir maraþon fjallahjólreiðar, númer 63 á MTB maraþon world series listanum og er svo kominn í sæti 99. í ólympískum fjallahjólreiðum.

Ingvar stefnir á fleiri keppnir í maraþonmótaröðinni í haust en næst keppir hann í Transvésubienne–Transriviera í Frakklandi 24. október og svo Costa Blanca Bike Race á Spáni 4.–7. nóvember.
 

Fréttin eins og hún birtist á síðu Hjólreiðadeildar Breiðabliks.

Björgvin Jónsson

Síðast breytt þann 13. October 2021 kl: 15:57 af Björgvin Jónsson

Ummæli

Aðrar fréttir

Norðurlandamót í götuhjólreiðum

28 August kl: 12:47

Seinasta Sunnudag tók Jón Arnar Sigurjónsson frá Tindi þátt í Norðurlandamótinu í g&ou

Íslandsmeistarar ársins 2025

26 August kl: 12:04

Íslandsmótið í Criterium fór fram fimmtudaginn seinasta. Með því lauk seinasta Íslandsmóti &th

Íslandsmótið í Criterium 2025

21 August kl: 23:12

Í kvöld fór fram Íslandsmótið í Criterium 2025 á braut Kvartmíluklúbbsins í Hafnarfir

Íslandsmótið í Maraþon fjallahjólreiðum (XCM) 2025

16 August kl: 23:12

Í dag fór fram Íslandsmótið í Maraþon fjallahjólreiðum (XCM) sem fór fram á og í

Íslandsmót í Fjallabruni 2025

21 July kl: 13:24

Íslandsmótið í Fjallabruni fór fram í gær við Strýtuskála í Hlíðarfjalli, Ak

Íslandsmót í Enduro 2025

20 July kl: 22:39

Íslandsmót í Enduro fór fram í gær við Strýtuskála í Hlíðarfjalli, Akureyri

Íslandsmeistaramótið í Malarhjólreiðum

20 July kl: 20:56

Í gær fór fram í fyrsta skipti Íslandsmeistaramót í Malarhjólreiðum í samstarfi v

Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar 2025

18 July kl: 14:31

Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar (European Youth Olympic Festival, EYOF) verður haldin í Skopje í N

UCI Level 2 Þjálfaranámskeið

16 July kl: 00:00

Dagana 7. til 18. maí s.l. hélt Hjólreiðasambandið í samstarfi við  Alþjóða hjólreið

Netfræðsla í lyfjamálum

9 July kl: 20:33

Lyfjaeftirlits Íslands kynna  nýjung í fræðslumálum varðandi lyfjamál í íþró

Mótaskrá - uppfært 7.júlí

7 July kl: 15:28

Hér er uppfærð mótaskrá fyrir það sem eftir er sumars frá Mótanefnd HRÍ. Með von og fy

Íslandsmót í Ólympískum Fjallahjólreiðum (XCO) 2025

5 July kl: 20:19

Íslandsmót í Ólympískum Fjallahjólreiðum (XCO) fór fram í dag í Kjarnaskógi, Akurey

Íslandsmót í Götuhjólreiðum 2025

29 June kl: 19:51

Íslandsmót í Götuhjólreiðum (RR) fór fram í dag í Hvalfirðinum og Kjós. Keppnin hó

Íslandsmót í Tímatöku 2025

27 June kl: 23:50

Íslandsmót í Tímatöku (TT) fór fram í kvöld í Hvalfirðinum. Mótið var haldi&et

Norðurlandamótið í Malarhjólreiðum

13 June kl: 15:19

Þann 16. ágúst verður Norðurlandamótið í malarhjólreiðum haldið í Halmst