Íslandsmeistaramótið í götuhjólreiðum

5.08 2014 23:49 | ummæli

Nánari upplýsingar um Íslandsmeistaramótið í götuhjólreiðum.

Íslandsmeistaramótið í götuhjólreiðum - 3. bikar

Hjólreiðasamband Íslands (HRÍ) heldur Íslandsmeistaramótið í götuhjólreiðum sunnudaginn 10. ágúst kl. 10.

Lýsing leiðar:

Hjólað verður frá Grindavík austur Suðurstrandarveg (427).  Karlaflokkur snýr við á hringtorgi hjá Þorlákshafnarvegi eftir um 66,5 km.  Kvennaflokkur snýr við á keilu eftir um 42,5 km.  Unglingaflokkar snúa við á keilu eftir um  35 km.


Strava segment fyrir karlaflokk:  http://www.strava.com/segments/7731853

 

Flokkar:

Meistaraflokkur karla (um 113 km)

Meistaraflokkur kvenna (um 85 km)

Unglingaflokkur karla 17-18 (um 70 km)

Unglingaflokkur karla 16 ára og yngri (um 70 km)

Unglingaflokkur kvenna 17-18 (um 70 km)

Unglingaflokkur kvenna 16 ára og yngri (um 70 km)


Í meistaraflokki karla og kvenna verður keppt í eftirfarandi aldursflokkum:

19-29 ára

30-39 ára

40-49 ára

50 ára og eldri

Miðað er við fæðingarár viðkomandi keppanda. 

HRÍ áskilur sér rétt til að fella niður flokka eða sameina ef þáttaka reynist ekki næg.

 

Rásröð:

Flokkar verða ræstir út með a.m.k. 2 mínútna millibili í eftirfarandi röð:


Meistaraflokkur karla

Meistaraflokkur kvenna

Unglingaflokkar karla

Unglingaflokkar kvenna


HRÍ áskilur sér rétt til að sameina ræsingu flokka ef þáttaka gefur tilefni til.  Ekki er leyfilegt að nýta sér skjól af öðrum keppendum en þeim sem eru í sama flokki og viðkomandi keppandi.

 

Skráning:

Skráningargjald er kr. 3.500 og fer skráning fram á www.hjolamot.is

Skráningu lýkur fimmtudaginn 7. ágúst kl. 23:59.  Skráning telst ekki gild nema greiðsla hafi einnig borist.  Ekki verður tekið við skráningum né greiðslum á keppnisstað.

Bankaupplýsingar:

kt. 440505-1470

Reikningur nr. 0545-26-051470

Vinsamlega sendið greiðslukvittun úr heimabanka á hjolreidanefnd@gmail.com þar sem nafn keppanda kemur skýrt fram.


Afhending rásnúmera / verðlaunaafhending:

Afhending rásnúmera og tímaflaga fer fram milli kl. 9 og 9:30 á keppnisdag í Íþróttamiðstöðinni í Grindavík, Austurvegi 1-3.   Mikilvægt er að keppendur skili tímaflögum til mótsstjórnar að lokinni keppni.  Verðlaunaafhending fer einnig fram í Íþróttamiðstöðinni.

Kort af staðsetningu Íþróttamiðstöðvarinnar í Grindavík:

http://ja.is/kort/?q=%C3%8D%C3%BEr%C3%B3ttami%C3%B0st%C3%B6%C3%B0in%20Grindav%C3%ADk%2C%20Austurvegi%201-3&x=331210&y=375693&z=8&type=aerial


Fylgdarbílar:

Fylgdarbílar eru leyfðir í brautinni.  Þeir skulu í einu og öllu fara eftir fyrirmælum keppnisstjóra og skulu aldrei fara fram úr undanfara/dómara.  Eftir snúning þegar komið er að Ísólfsskálabrekku eru fylgdarbílar ekki lengur leyfilegir í brautinni og skulu þá keyra beint í mark án frekari afskipta af keppendum.


Staðsetning rásmarks/endamarks: UPPFÆRT 6. ÁGÚST

Rásmark/endamark verður staðsett rétt VESTAN við tjaldsvæði á Austurvegi.  Nánari myndir af staðsetningu endamarks verða birtar fljótlegar.  Kort af tjaldsvæðinu í Grindavík:

http://ja.is/kort/?type=aerialnl&x=331269&y=375890&z=9&q=tjaldsv%C3%A6%C3%B0i%20grindav%C3%ADkur


Annað:

Keppendur eru alfarið á eigin ábyrgð.

Hjálmaskylda er í öllum keppnum innan HRÍ

Keppendur eru minntir á að virða almennar umferðareglur.

Keppendur án flögu eða með flögu vitlaust festa fá ekki tíma.

 

Síðast breytt þann 6. August 2014 kl: 15:42 af

Ummæli

Aðrar fréttir

Norðurlandamót í götuhjólreiðum

28 August kl: 12:47

Seinasta Sunnudag tók Jón Arnar Sigurjónsson frá Tindi þátt í Norðurlandamótinu í g&ou

Íslandsmeistarar ársins 2025

26 August kl: 12:04

Íslandsmótið í Criterium fór fram fimmtudaginn seinasta. Með því lauk seinasta Íslandsmóti &th

Íslandsmótið í Criterium 2025

21 August kl: 23:12

Í kvöld fór fram Íslandsmótið í Criterium 2025 á braut Kvartmíluklúbbsins í Hafnarfir

Íslandsmótið í Maraþon fjallahjólreiðum (XCM) 2025

16 August kl: 23:12

Í dag fór fram Íslandsmótið í Maraþon fjallahjólreiðum (XCM) sem fór fram á og í

Íslandsmót í Fjallabruni 2025

21 July kl: 13:24

Íslandsmótið í Fjallabruni fór fram í gær við Strýtuskála í Hlíðarfjalli, Ak

Íslandsmót í Enduro 2025

20 July kl: 22:39

Íslandsmót í Enduro fór fram í gær við Strýtuskála í Hlíðarfjalli, Akureyri

Íslandsmeistaramótið í Malarhjólreiðum

20 July kl: 20:56

Í gær fór fram í fyrsta skipti Íslandsmeistaramót í Malarhjólreiðum í samstarfi v

Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar 2025

18 July kl: 14:31

Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar (European Youth Olympic Festival, EYOF) verður haldin í Skopje í N

UCI Level 2 Þjálfaranámskeið

16 July kl: 00:00

Dagana 7. til 18. maí s.l. hélt Hjólreiðasambandið í samstarfi við  Alþjóða hjólreið

Netfræðsla í lyfjamálum

9 July kl: 20:33

Lyfjaeftirlits Íslands kynna  nýjung í fræðslumálum varðandi lyfjamál í íþró

Mótaskrá - uppfært 7.júlí

7 July kl: 15:28

Hér er uppfærð mótaskrá fyrir það sem eftir er sumars frá Mótanefnd HRÍ. Með von og fy

Íslandsmót í Ólympískum Fjallahjólreiðum (XCO) 2025

5 July kl: 20:19

Íslandsmót í Ólympískum Fjallahjólreiðum (XCO) fór fram í dag í Kjarnaskógi, Akurey

Íslandsmót í Götuhjólreiðum 2025

29 June kl: 19:51

Íslandsmót í Götuhjólreiðum (RR) fór fram í dag í Hvalfirðinum og Kjós. Keppnin hó

Íslandsmót í Tímatöku 2025

27 June kl: 23:50

Íslandsmót í Tímatöku (TT) fór fram í kvöld í Hvalfirðinum. Mótið var haldi&et

Norðurlandamótið í Malarhjólreiðum

13 June kl: 15:19

Þann 16. ágúst verður Norðurlandamótið í malarhjólreiðum haldið í Halmst