Hjólreiðafólk ársins 2024 og lokahóf
18 November kl: 14:54Lokahóf Hjólreiðasambands Íslands var haldið í Víkinni í gær. Allir bikarmeistarar &aa
13.10 2024 18:02
|
Í dag fór fram Íslandsmótið í Cyclocross (CX) tímabilsins 2024-2025
á útivistarsvæði Mosfellsbæjar við Stekkjarflöt.
Skipuleggjendur voru Tindur hjólreiðafélag en mótstjóri var Jón Gunnar Kristinsson úr HFR. Þakkir til Mosfellsbæjar að bjóða hjólreiðafólk velkomið í heimsókn og fyrir að bjóða keppendum svo í sund eftir keppni.
Sigurvegarar í Elíte flokkum í ár voru þau Kristín Edda Sveinsdóttir og Ingvar Ómarsson annað árið í röð.
Þetta er þriðji íslandsmeistaratitill Kristínar Eddu í greininni, en sinn fyrsta titil í CX vann hún haustið 2017, þá aðeins 18 ára að aldri. Ingvar er með sigrinum í dag kominn með 8 Íslandsmeistaratitla í CX og aðeins einu sinni verið sigraður þegar keppt er um titil í greininni hér á landi. En það var einmitt á sama móti og Kristín Edda sigraði í sitt fyrsta skiptið, í nóvember 2017. Þar sem Ingvar varð að sætta sig við 2. sætið á eftir Gústaf Darrasyni.
Í öðru sæti í flokki kvenna var Björg Hákonardóttir og í þriðja Júlía Oddsdóttir. Í karla flokki var Davíð Jónsson í öðru sæti og í því þriðja var Maxon Quas.
Úrslit dagins voru þessi:
A-flokkur Karla
1. Ingvar Ómarsson - Breiðablik
2. Davíð Jónsson - HFR
3. Maxon Quas - Tindur
A-flokkur Konur
1. Kristín Edda Sveinsdóttir - HFR
2. Björg Hákonardóttir - Breiðablik
3. Júlía Oddsdóttir - Breiðablik
U23-flokkur KK
1. Davíð Jónsson - HFR
2. Breki Gunnarsson - HFR
3. Björgvin Haukur Bjarnason - HFR
B-flokkur Konur
1. Hjördís Birna Ingvadóttir - HFR
B-flokkur Karlar
1. Kristinn Jón Arnarson - HFR
2. Rögnvaldur Már Helgason - HFA
3. Bragi Hreinn Þorsteinsson - HFR
Junior KVK
1. Una Ragnheiður Torfadóttir - HFR
Junior KK
1. Baldur Þorkelsson - Afturelding
2. Einar Valur Bjarnason - HFR
U17 KK
Hrafnkell Steinarr Ingvason - HFR
U15 KVK
1. Áslaug Yngvadóttir - HFR
U15 KK
1. Kristján Þór Jóhannsson - Afturelding
C-flokkur KK
1. Jóhann Arnór Elíasson - Afturelding
Björgvin Jónsson
Síðast breytt þann 13. October 2024 kl: 18:29 af Björgvin Jónsson
Lokahóf Hjólreiðasambands Íslands var haldið í Víkinni í gær. Allir bikarmeistarar &aa
Sunnudaginn 17. nóvember n.k. fer fram lokahóf Hjólreiðasambands Íslands í Víkinni,Traðarlandi 1,
Í seinustu viku fóru 3 ungir hjólarar í Cyclo-cross æfingabúðir í höfuðstöðvar Al
Í dag fór fram Íslandsmótið í Cyclocross (CX) tímabilsins 2024-2025 á útivistarsvæ&et
Á morgun fer fram í Fundarsal ÍSÍ, Engjavegi 6 svonefndur formannafundur Hjólreiðasambandsins. Fundurinn
Ísland tekur þátt á heimsmeistaramóti í malarhjólreiðum í ár, með þrjá kep
Norðurlandamótið í fjallahjólreiðum fór fram í Halden, Noregi dagana 21.-22. september s.l. Íslenska li
Í dag fór fram keppni í Evrópumótinu í götuhjólreiðum í Elíte flokki karla hér
Í dag fór fram keppni í Evrópumótinu í götuhjólreiðum í Elíte flokki kvenna hé
Í dag fór fram keppni í Evrópumótinu í götuhjólreiðum í U23 flokki hér í Limbu
Í dag föstudag er komið að götuhjólakeppninni í U23 flokknum, en þar eru við með 4. manna karla lið.
Í dag fóru fram allar tímatökukeppnir Evrópumótsins hér í Limburg Belgíu. En tímat&o
Í dag fóru keppendur aftur af stað að kíkja á keppnisbrautirnar hér í Belgíu. En á morgu
Íslenski landsliðshópurinn kom til Belgíu í gær. Eftir akstur til Maastricht þar sem liðið ásamt f
Í dag fór fram Íslandsmótið í Maraþon fjallahjólreiðum (XCM) á Hólmsheiðinni. Um va