Æfinga- og undirbúningsferð á Calpe
31 March kl: 16:13Dagana 22. til 29. mars s.l. fór Íslenska landsliðið í götuhjólreiðum í æfinga- og undirbúni
6.04 2013 00:00
|
Hjólamenn standa fyrir nýrri hjólreiðakeppni í sumar.
Undanfarin 3 sumur hafa Hjólamenn staðið fyrir Snæfellsneshringnum þar sem hjólaður hefur verið hringur í kring um Snæfellsnesið frá Vegamótum. Í ár verður þessar keppni breytt verulega, má í raun tala um alveg nýja keppni, og hefur hún hlotið heitið Jökulmílan. Startað verður frá Grundarfirði 15. júní og hjólaður rangsælis hringur í kring um Snæfellsnesið.
Jökulmílan er lengsti einstaklingsmiðaði hjólreiðaviðburðurinn sem er skipulagður árlega á Íslandi. Hringurinn meðfram strandlengju Snæfellsnes, vestur fyrir Jökul og til baka um Vatnaleið er 160,9 km langur, eða nákvæmlega 100 mílur. Jökulmíluna er því með sönnu hægt að kalla "Aldarskeið" eða á ensku "Century Ride" sem er vinsæl tegund hjólreiðaviðburða vestanhafs. Hjólamenn vilja höfða til breiðs hóps hjólreiðmanna eins og gjarnan er með slíka viðburði. Við skorum á þig að reyna "Míluna" á þínum eigin forsendum óháð því hvað aðrir kynnu að hjóla hana hægt eða hratt.
Boðið verður upp á eftirfarandi flokka:
Forræsing kl. 9:00. Fyrir náttúruunnendur á fjalla- eða götuhjólum
Keppnisflokkur kl. 11:00
Þríþrautarflokkur kl. 11:10
Hálf Jökulmíla (startað frá Búðum) kl. 13
Fjarðarsprettur. Hjólaþraut fyrir 8 til 16 ára kl. 14 í Grundarfirði.
Allir áhugamenn um hjólreiðar ættu því að geta fundið eitthvað við sitt hæfi á Snæfellsnesinu 15. júní næstkomandi!
Allar nánari upplýsingar á vefsetri Jökulmílunnar.
Síðast breytt þann 7. April 2013 kl: 12:04 af
Dagana 22. til 29. mars s.l. fór Íslenska landsliðið í götuhjólreiðum í æfinga- og undirbúni
Hjólreiðasambandinu var að berast tilkynning frá framkvæmdaraðila jarðvinnu fyrir Fossvogsbrúnna. En jarð
Hjólreiðasamband Íslands boðaði til Hjólreiðaþings laugardaginn 1. mars 2025 s.l. í fundarsal &Ia
Hjólreiðasamband Íslands boðar til Hjólreiðaþings laugardaginn 1.mars klukkan 14.00
Í gær, miðvikudaginn 26. febrúar fór fram annað formlega Íslandsmótið í e-hjólreiðum &
Eins og áður hefur komið fram í frétt hér frá 13. janúar s.l. þá er ráðgert að
Fyrstu keppnir ársins eru nú að hefjast, en bikarkeppnir í e-hjólreiðum fara fram dagana 12. 19. og 26. febrú
Í desember s.l. gekk Hjólreiðasambandið frá samning við Conor Campbell til að gegna starfi landsliðsþjá
Nú hafa samtals 61 einstaklingar lokið fyrsta þrepi þjálfunar námskeiðs Alþjóða hjólreið
Hér eru svo uppfærð drög mótaskrár fyrir sumarið 2025 frá Mótanefnd HRÍ. Með fyrirvara um hu
Seinasta laugardagskvöld var mikið um dýrðir í Hörpunni þar sem í sameiginlegu hófi ÍSÍ
Hjólreiðasamband Íslands ákvað að veita verðlaun fyrir Sjálfboðaliða ársins 2024. E
Hafdís Sigurðardóttir hlýtur Gullhjálminn 2024 Það er mjög gleðilegt að til