Jökulmílan - lengsta einstaklingsmiðaða hjólreiðakeppnin á Íslandi

6.04 2013 00:00 | ummæli

Jökulmílan - lengsta einstaklingsmiðaða hjólreiðakeppnin á Íslandi

Hjólamenn standa fyrir nýrri hjólreiðakeppni í sumar.

Undanfarin 3 sumur hafa Hjólamenn staðið fyrir Snæfellsneshringnum þar sem hjólaður hefur verið hringur í kring um Snæfellsnesið frá Vegamótum.  Í ár verður þessar keppni breytt verulega, má í raun tala um alveg nýja keppni,  og hefur hún hlotið heitið Jökulmílan.  Startað verður frá Grundarfirði 15. júní og hjólaður rangsælis hringur í kring um Snæfellsnesið.

 

Jökulmílan er lengsti einstaklingsmiðaði hjólreiðaviðburðurinn sem er skipulagður árlega á Íslandi.  Hringurinn meðfram strandlengju Snæfellsnes, vestur fyrir Jökul og til baka um Vatnaleið er 160,9 km langur, eða nákvæmlega 100 mílur.  Jökulmíluna er því með sönnu hægt að kalla "Aldarskeið" eða á ensku "Century Ride" sem er vinsæl tegund hjólreiðaviðburða vestanhafs.  Hjólamenn vilja höfða til breiðs hóps hjólreiðmanna eins og gjarnan er með slíka viðburði.  Við skorum á þig að reyna "Míluna" á þínum eigin forsendum óháð því hvað aðrir kynnu að hjóla hana hægt eða hratt. 

 

Boðið verður upp á eftirfarandi flokka:

Forræsing kl. 9:00.  Fyrir náttúruunnendur á fjalla- eða götuhjólum

Keppnisflokkur kl. 11:00

Þríþrautarflokkur kl. 11:10

Hálf Jökulmíla (startað frá Búðum) kl. 13

Fjarðarsprettur.  Hjólaþraut fyrir 8 til 16 ára kl. 14 í Grundarfirði.

 

Allir áhugamenn um hjólreiðar ættu því að geta fundið eitthvað við sitt hæfi á Snæfellsnesinu 15. júní næstkomandi!

Allar nánari upplýsingar á vefsetri Jökulmílunnar.

Síðast breytt þann 7. April 2013 kl: 12:04 af

Ummæli

Aðrar fréttir

Íþróttaeldhugi ársins 2025

24 November kl: 16:03

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands og Lottó hvetja til tilnefninga á „Íþrótt

Yfirlýsing HRÍ vegna úrskurðar Lyfjaeftirlits Íslands

23 November kl: 22:01

Hjólreiðasamband Íslands (HRÍ) tekur úrskurð Lyfjaeftirlits Íslands mjög alvarlega. Brot gegn lyfjareglu

Hjólreiðafólk ársins 2025 og lokahóf

8 November kl: 22:05

Lokahóf Hjólreiðasambands Íslands var haldið í Víkinni í dag. Allir bikarmeistarar &aa

Hjólreiðamaður í bráðabirgðabann frá æfingum og keppni

22 October kl: 16:39

Þorsteinn Bárðarson hjólreiðamaður innan vébanda Hjólreiðasambands Íslands (HRÍ) hefur veri&e

Íslandsmótið í Cyclocross 2025-2026

18 October kl: 21:05

Í dag fór fram Íslandsmótið í Cyclocross (CX) tímabilsins 2025-2026 við Gufunesbæ, Reykjavík.

Lokahóf Víkinni 8. nóvember

6 October kl: 12:51

Laugardaginn 8. nóvember n.k. fer fram lokahóf Hjólreiðasambands Íslands í Víkinni,Traðarlandi 1,

Heimsmeistaramótið í Malarhjólreiðum 2025

3 October kl: 10:58

Fjórða heimsmeistaramótið í malarhjólreiðum fer fram í Suður-Limburg í Hollandi dagana 11.og 12. ok

Hæfileikabúðir HRÍ 2025 Ísafirði

9 September kl: 11:30

Landsliðs- og afreksdeild Hjólreiðasambands Íslands boðar árlega til hæfileikabúða fyrir efnilegasta h

Norðurlandameistaramóti í keppnis-BMX hjólreiðum

5 September kl: 22:41

Adrían Uni Þorgilsson, aðeins 8 ára gamall, keppti fyrir hönd Íslands á Norðurlandameistaramótinu &iacu

Hæfileikabúðir HRÍ Ísafirði

1 September kl: 23:09

Hæfileikabúðir Hjólreiðasambands Íslands fara að þessu sinni fram á Ísafirði dagana, 5. til 7.

Heimsmeistaramót í Enduro fjallahjólreiðum

1 September kl: 13:37

Þeir Jónas Stefánsson, Börkur Smári Kristinsson og Þórir Bjarni Traustason eru nú staddir í Valais

Norðurlandamót í götuhjólreiðum

28 August kl: 12:47

Seinasta Sunnudag tók Jón Arnar Sigurjónsson frá Tindi þátt í Norðurlandamótinu í g&ou

Íslandsmeistarar ársins 2025

26 August kl: 12:04

Íslandsmótið í Criterium fór fram fimmtudaginn seinasta. Með því lauk seinasta Íslandsmóti &th

Íslandsmótið í Criterium 2025

21 August kl: 23:12

Í kvöld fór fram Íslandsmótið í Criterium 2025 á braut Kvartmíluklúbbsins í Hafnarfir

Íslandsmótið í Maraþon fjallahjólreiðum (XCM) 2025

16 August kl: 23:12

Í dag fór fram Íslandsmótið í Maraþon fjallahjólreiðum (XCM) sem fór fram á og í