Launasjóður íþróttafólks tilkynntur
4 December kl: 09:00Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands kynntu s.l. mánudag Launasjóð íþróttaf
26.05 2025 11:47
|
Smáþjóðaleikarnir fara fram í Andorra dagana 26. til 31. maí. Hjólreiðar eru meðal keppnisgreina í ár, en þeir eru ekki fastagrein á leikunum. Seinast var keppt í hjólreiðum árið 2017.
Í ár sendum við samtals 13 þátttakendur og 5 þjálfara/fararstjóra. Fyrsta árið sem við sendum þátttakendur í hjólreiðakeppni leikanna var árið 1995.
Allir þeir keppendur sem nú fara eru að mæta á sína fyrstu leika nema Ingvar Ómarsson. Leikarnir í ár verða hans 3. í röð, en hann var einnig meðal þátttakenda seinustu tvö skipti sem við höfum sent þátttakendur á leikana. Ingvar keppti í fjallahjólakeppnunum árin 2017 og 2013.
Auk hans eru aðeins tveir aðrir sem áður hafa tekið þátt í 3. leikum. En þeir Hafsteinn Ægir Geirsson og Árni Már Jónsson tóku þátt í götuhjólreiðakeppnunum árin 2005, 2011, 2013.
Einu verðlaunin sem við höfum náð í á leikunum komu árið 2017 þegar Erla Sigurlaug Sigurðardóttir vann til tvennra verðlauna fyrst og enn sem komið er ein Íslenskra hjólara. Erla Sigurlaug endaði í öðru sæti í götuhjólakeppninni og í 3. sæti í fjallahjólakeppninni það árið.
Þrír af fararstjórunum okkar hafa áður farið á leikana sem keppendur, en það eru þau :
Ása Guðný Ásgeirsdóttir (2017 - RR/TT)
Bjarki Bjarnason (2017 - XC)
Bjarni Már Svavarson (1995 - RR)
Einnig eru með í för þeir Hjalti G. Hjartarson fararstjóri og Conor Campbell, landsliðsþjálfari.
Keppni hefst á morgun og mun því íslenski hópurinn æfa í dag áður en haldið verður á setningarhátíðina sem fer fram á þjóðarleikvangi Andorra í knattspyrnu. Setningarhátíðin hefst kl. 19:30 að íslenskum tíma og verður hægt að fylgjast með henni í beinni útsendingu á Anoc.tv.
Einnig verður þar hægt að fylgjast með keppnum á leikunum í beinni útsendingu.
Úrslit og keppnisdagskrá: gsse-andorra2025.com
Upplýsingar um keppendur og fylgdarlið má finna hér: ISI.is
Björgvin Jónsson
Síðast breytt þann 27. May 2025 kl: 11:35 af Björgvin Jónsson
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands kynntu s.l. mánudag Launasjóð íþróttaf
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands og Lottó hvetja til tilnefninga á „Íþrótt
Hjólreiðasamband Íslands (HRÍ) tekur úrskurð Lyfjaeftirlits Íslands mjög alvarlega. Brot gegn lyfjareglu
Lokahóf Hjólreiðasambands Íslands var haldið í Víkinni í dag. Allir bikarmeistarar &aa
Þorsteinn Bárðarson hjólreiðamaður innan vébanda Hjólreiðasambands Íslands (HRÍ) hefur veri&e
Í dag fór fram Íslandsmótið í Cyclocross (CX) tímabilsins 2025-2026 við Gufunesbæ, Reykjavík.
Laugardaginn 8. nóvember n.k. fer fram lokahóf Hjólreiðasambands Íslands í Víkinni,Traðarlandi 1,
Fjórða heimsmeistaramótið í malarhjólreiðum fer fram í Suður-Limburg í Hollandi dagana 11.og 12. ok
Landsliðs- og afreksdeild Hjólreiðasambands Íslands boðar árlega til hæfileikabúða fyrir efnilegasta h
Adrían Uni Þorgilsson, aðeins 8 ára gamall, keppti fyrir hönd Íslands á Norðurlandameistaramótinu &iacu
Hæfileikabúðir Hjólreiðasambands Íslands fara að þessu sinni fram á Ísafirði dagana, 5. til 7.
Þeir Jónas Stefánsson, Börkur Smári Kristinsson og Þórir Bjarni Traustason eru nú staddir í Valais
Seinasta Sunnudag tók Jón Arnar Sigurjónsson frá Tindi þátt í Norðurlandamótinu í g&ou
Íslandsmótið í Criterium fór fram fimmtudaginn seinasta. Með því lauk seinasta Íslandsmóti &th
Í kvöld fór fram Íslandsmótið í Criterium 2025 á braut Kvartmíluklúbbsins í Hafnarfir