Kosning Gullhjálmsins 2024

22.12 2024 18:10 | ummæli

Kosning Gullhjálmsins 2024

Hjólavarpið og Hjólreiðasamband íslands hafa nú opnað fyrir kosningu vegna Gullhjálmsins 2024 og er öllum frjálst að kjósa. Innsendar tilnefningar voru rúmlega 50 og er litið til fjölda tilnefninga við val á þeim sem fóru í kostningu. Frestur til að kjósa rennur út þriðjudaginn 31. desember.
Hér að neðan má sjá þá aðila sem tilnefndir eru og stuttan texta um hverja tilnefningu. Helsta markmið Gullhjálmsins er að beina sjónum að þeim fjölmörgu sem leggja sitt af mörkum við uppbyggingu hjólreiðasamfélagsins á Íslandi.

 

Birgir Birgisson reiðhjólabóndi er tilnefndur til Gullhjálmsins fyrir óeigingjarnt og ötult starf í þágu reiðhjólasamfélagsins. Hann hefur leitt hjólasöfnun fyrir börn og útvegar þeim sem annars hefðu ekki aðgang að þeim. Hann hefur skipulagt viðgerðarnámskeið, opið verkstæði og bændarúnta, auk þess að berjast fyrir bættum reiðhjólainnviðum og umferðaröryggi. Birgir hefur eins tekið öllum opnum örmum og stuðlað að bættu umhverfi fyrir innflytjendur og flóttafólk sem hefur fundið sinn samastað hjá reiðhjólabændum. Með óþrjótandi elju og drifkrafti hefur Birgir haft djúpstæð áhrif á samfélagið og hjálpað fjölda fólks.

 

Erlendur S. Þorsteinsson er einstök fyrirmynd í baráttunni fyrir bættum aðstæðum hjólreiðafólks og góðum samgöngum. Með óþrjótandi eljusemi hefur hann vakið athygli á því sem betur má fara, sér í lagi það sem snýr að öryggi þeirra sem hjóla. Hann leggur mikla áherslu á að efla hjólamenningu, bæði hjá hjólreiðafólki og bílstjórum. Með óbilandi þrautseigju og baráttu hefur Erlendur stuðlað að betri innviðum, auknu öryggi og umbótum í hjólamálum. Hann er hetjan sem samfélagið kann sannarlega að meta og á fyllilega skilið tilnefninguna til Gullhjálmsins.

 

Hafdís Sigurðardóttir er tilnefnd til Gullhjálmsins, hún er einstök fyrirmynd og hefur haft mikil jákvæð áhrif á þróun íþróttarinnar. Með dugnaði, fórnfýsi og óbilandi eldmóði hefur hún ekki aðeins náð miklum árangri í eigin ferli sem hjólreiðakona heldur einnig verið óþreytandi í að hvetja og koma öðrum af stað í hjólerí. Hafdís er lifandi sönnun þess að aldrei er of seint að elta draumana sína og hefur með því orðið fyrirmynd fyrir bæði hjólreiðafólk og annað íþróttafólk.

Hún hefur verið drifkrafturinn að baki aukinni og bættri hjólreiðamenningu á Akureyri með stofnun Akureyrardætra, þar sem hún hefur kynnt og eflt hjólreiðar meðal kvenna. Með ástríðu sinni hefur hún sett hjólagleði í hjörtu fjölmargra. Hafdís er ljós í hjólreiðasamfélaginu og er vel að þessari tilnefningu komin.
 

Jón Gunnar Kristinsson, eða Nóni eins og hann er oftast kallaður, er tilnefndur til Gullhjálmsins fyrir sitt óeigingjarna framlag til hjólreiðaíþróttarinnar á Íslandi. Hann hefur staðið sig með eindæmum vel í mótahaldi, skipulagt þau af metnaði og leyst úr öllum þeim vandamálum sem koma upp. Með óþrjótandi elju og áhuga hefur Nóni haldið uppi hjólakeppnum, verið mótstjóri í fjölmörgum keppnum og hlaupið í skarðið þegar á þarf að halda.

Peppandi viðmót Nóna og dugnaður hafa haft ómetanleg áhrif á hjólasenuna og ef ekki væri fyrir hann væru líklega miklu færri keppnir haldnar í höfuðborginni. Nóni hefur tryggt að íþróttin blómstri.

 

Magne Kvam og Ásta Briem eru tilnefnd til Gullhjálmsins fyrir einstakt framlag sitt til uppbyggingar fjallahjóla- og útivistarmenningar á Íslandi. Með jákvæðu viðhorfi, peppandi stemningu og mikilli eljusemi hafa þau lagt sitt af mörkum til að þróa fjallahjólainnviði landsins, þar á meðal stígagerð og tækifæri . Verk þeirra hafa haft mikil áhrif bæði á íbúa og ferðafólk, og stuðlað að aukinni útivist og lífsgæðum um allt land. Það er augljóst að þessi verðlaun eru vel verðskulduð.


Hægt er að kjósa hér.

Björgvin Jónsson

Síðast breytt þann 22. December 2024 kl: 23:37 af Björgvin Jónsson

Ummæli

Aðrar fréttir

Íslandsmót í Götuhjólreiðum 2025

29 June kl: 19:51

Íslandsmót í Götuhjólreiðum (RR) fór fram í dag í Hvalfirðinum og Kjós. Keppnin hó

Íslandsmót í Tímatöku 2025

27 June kl: 23:50

Íslandsmót í Tímatöku (TT) fór fram í kvöld í Hvalfirðinum. Mótið var haldi&et

Norðurlandamótið í Malarhjólreiðum

13 June kl: 15:19

Þann 16. ágúst verður Norðurlandamótið í malarhjólreiðum haldið í Halmst

Mótaskrá fyrir 2025 - uppfært 23.júní

10 June kl: 00:00

Hér má líta uppfærð drög mótaskrár fyrir sumarið 2025 frá Mótanefnd HRÍ. Með f

Smáþjóðaleikarnir - Keppni í Götuhjólreiðum

31 May kl: 19:59

Þá er seinasti keppnisdagur Smáþjóðaleikanna í ár á enda kominn. Í dag fór fram keppn

Götuhjólakeppnin á Smáþjóðaleikunum

30 May kl: 15:43

Morgundagurinn er seinasti keppnisdagur Smáþjóðaleikanna í ár. Þá fer keppni í götuhj&o

Dagur tvö á Smáþjóðaleikunum - XCO Keppnirnar

29 May kl: 15:41

Í dag fór fram keppni í Ólympískum fjallahjólreiðum á Smáþjóðaleikunum í

Fyrsti keppnisdagur Smáþjóðaleikanna

27 May kl: 11:33

Fyrsti keppnisdagur Smáþjóðaleikanna er lokið hjá okkar fólki í Andorra. Í dag fór fram

Keppni á Smáþjóðaleikunum hefst á morgun

26 May kl: 11:47

Smáþjóðaleikarnir fara fram í Andorra dagana 26. til 31. maí. Hjólreiðar eru meðal keppnisgreina í

Smáþjóðaleikarnir - keppnisdagar í Hjólreiðakeppnunum

24 May kl: 22:37

Á morgun er sameiginlegur ferðadagur íslenska íþróttafólksins sem enn er ekki búið að koma s&eacu

Hjólað í vinnuna hefst 7. maí

5 May kl: 15:27

Skráning í Hjólað í vinnuna er í fullum gangi en keppnin hefst svo formlega miðvikudaginn 7. maí.

Landslið Íslands á Smáþjóðaleikunum

24 April kl: 17:55

Hjólreiðasamband Íslands hefur ákveðið að senda eftirfarandi keppendur til að taka þátt fyrir Ís

3 dage i Nord19. til 21. apríl

15 April kl: 13:47

Dagana 19. til 21. apríl n.k fer fram í norður Danmörku þrjár götuhjólakeppnir sem saman kallast - 3 dage i N

Kosningafundur Íþróttamannanefndar 2025

4 April kl: 11:47

Þann 30. apríl næstkomandi klukkan 18:00 á 3. hæð í ÍSÍ heldur Íþróttamannanefnd

Æfinga- og undirbúningsferð á Calpe

31 March kl: 16:13

Dagana 22. til 29. mars s.l. fór Íslenska landsliðið í götuhjólreiðum í æfinga- og undirbúni