Kosningafundur Íþróttamannanefndar 2025
4 April kl: 11:47Þann 30. apríl næstkomandi klukkan 18:00 á 3. hæð í ÍSÍ heldur Íþróttamannanefnd
13.05 2018 00:00
|
Úrslit úr öðru bikarmóti sumarsins í fjallahjólreiðum.
Önnur umferð í bikarmótaröðinni í fjallahjólreiðum fór fram laugardaginn 12. maí. Sama dag fór fram almenningsmót í fjallahjólreiðum. Það voru hjólreiðafélagið Tindur og Krónan í samstarfi við Mjölni sem héldu mótið en það fór fram í Öskjuhlíð.
Einungis einn keppandi var skráður í meistaraflokk kvenna, Halla Jónsdóttir, HFR. Hún hjólaði þrjá hringi og kom hún í mark á tímanum 01:13:25.
Í meistaraflokki karla hafði Hafsteinn Ægir Geirsson, HFR, betur gegn Ingvari Ómarssyni, Breiðabliki sem lenti í öðru sæti. Í þriðja sæti var Bjarki Bjarnason, HFR. Karlarnir hjóluðu fimm hringi. Hafsteinn kom í mark á tímanum 01:26:45 og var Ingvar þremur mínútum á eftir honum. Eru þeir Hafsteinn og Ingvar jafnir að stigum nú þegar tvær umferðir eru búnar af mótaröðinni.
Einn keppandi var í junior-flokki karla, en það var Dagur Eggertsson, Tindi, sem hjólaði tvo hringi á tímanum 00:47:18. Einnig var einn keppandi í U-17, Steinar Þór Smári sem hjólaði einn hring á tímanum 00:32:01.
Í flokki drengja U15 var hjólaður einn hringur. Þar sigraði Fannar Freyr Atlason, Tindi. Í öðru sæti var Davíð Jónsson, HFR. Í þriðja sæti var Breki Blær Rögnvaldsson, HFR og í fjórða sæti var Snorri Karel Friðjónsson.
Í almenningsmótinu hjóluðu bæði karlar og konur tvo hringi. Efstu þrjú sætin voru þessi:
Konur:
1. Elsa Gunnarsdóttir, HFR
2. Sædís Ólafsdóttir, HFR
3. Hrafnhildur Sigurðardóttir, utan félags
Karlar:
1. Oddur Steinn Einarsson, utan félags
2. Gunnar Örn Svavarsson, HFR
3. Eyjólfur Ari Bjarnason, utan félags
Loks var haldið spark- og barnahjolamót. Voru 32 þátttakendur skráðir til leiks, en sparkhjólamótið var ætlað þátttakendum á aldrinum 2–5 ára og barnahjólamótið fyrir 6–12 ára. Stóðu allir sig þar með prýði og fóru heim með verðlaunapening.
Öll úrslit má sjá á timataka.net.
Halldóra Kristinsdóttir
Síðast breytt þann 13. May 2018 kl: 14:34 af Halldóra Kristinsdóttir
Þann 30. apríl næstkomandi klukkan 18:00 á 3. hæð í ÍSÍ heldur Íþróttamannanefnd
Dagana 22. til 29. mars s.l. fór Íslenska landsliðið í götuhjólreiðum í æfinga- og undirbúni
Hjólreiðasambandinu var að berast tilkynning frá framkvæmdaraðila jarðvinnu fyrir Fossvogsbrúnna. En jarð
Hjólreiðasamband Íslands boðaði til Hjólreiðaþings laugardaginn 1. mars 2025 s.l. í fundarsal &Ia
Hjólreiðasamband Íslands boðar til Hjólreiðaþings laugardaginn 1.mars klukkan 14.00
Í gær, miðvikudaginn 26. febrúar fór fram annað formlega Íslandsmótið í e-hjólreiðum &
Eins og áður hefur komið fram í frétt hér frá 13. janúar s.l. þá er ráðgert að
Fyrstu keppnir ársins eru nú að hefjast, en bikarkeppnir í e-hjólreiðum fara fram dagana 12. 19. og 26. febrú
Í desember s.l. gekk Hjólreiðasambandið frá samning við Conor Campbell til að gegna starfi landsliðsþjá
Nú hafa samtals 61 einstaklingar lokið fyrsta þrepi þjálfunar námskeiðs Alþjóða hjólreið
Hér eru svo uppfærð drög mótaskrár fyrir sumarið 2025 frá Mótanefnd HRÍ. Með fyrirvara um hu
Seinasta laugardagskvöld var mikið um dýrðir í Hörpunni þar sem í sameiginlegu hófi ÍSÍ
Hjólreiðasamband Íslands ákvað að veita verðlaun fyrir Sjálfboðaliða ársins 2024. E
Hafdís Sigurðardóttir hlýtur Gullhjálminn 2024 Það er mjög gleðilegt að til