Landskeppnin 2014

18.08 2014 00:00 | ummæli

Hjólamenn halda Landskeppnina í götuhjólreiðum 22. til 24. ágúst. Keppnin samanstendur af 3 dagleiðum.

Til að taka þátt í heildarkeppninni verða keppendur að keppa alla 3 dagana en einnig er hægt að keppa á stökum dagleiðum.

 

Flokkar

Veitt verða verðlaun fyrir unglingaflokk (18 ára og yngri) og opinn flokk (19 ára og eldri), þar sem unglingar geta jafnframt unnið til verðlauna.

 

Dagleiðir

Föstudagur 21. ágúst kl 19:00

Prologue Nesjavallavegur (6,1 km): einstaklingstímataka á götuhjólum sem þýðir að liggistýri, TT hjól eða þríþrautarhjól eru ekki leyfð. Endamark verður í aflíðandi vinstri beygju rétt fyrir brekkuna niður að afleggjaranum að Hafravatni. Bílastæði fyrir keppendur og verðlaunaafhending verður á afleggjaranum merktur "Dalur" rétt vestan og gegnt afleggjaranum að Hafravatni (sjá Lynghólsvegur á þessu korti)

(http://www.strava.com/segments/7898806)

 

 

Laugardagur 22. ágúst kl 10:00

Hópstart Reykjanes (60,3 km):  Bláa lónið-Hafnir-Bláa lóniðAllir keppendur eru ræstir samtímis. Rás- og endamark verður á svipuðum slóðum og endamark Bláalónsþrautarinnar víðsfrægu. Byrjað á því að hjóla suður í átt að Grindavík, svo framhjá Reykjanesvirkjun að Höfnum þar sem snúið verður við á keilu og sama leið hjóluð til baka. Þetta á að heita flata dagleiðin.

(http://www.strava.com/segments/7898802)

 

 

Sunnudagur 23. ágúst kl. 13:00

Hópstart Hvalfjörður (63,9 km). Kaffi Kjós-Hvalstöðin-Kaffi Kjós. Allir keppendur eru ræstir samtímis. Hjólað um Hvalfjörð að gamla veitingaskálanum við Hvalstöðina og sama leið hjóluð til baka. Endamarkið verður tæplega 1,5km ofar í dalnum en rásmarkið. Hallinn þennan aukaspotta er aðeins meira krefjandi uppávið. Þetta á að heita ekki-flata dagleiðin.

(http://www.strava.com/segments/7898797)

 

 

Liðakeppni

Í opnum flokki karla verður boðið upp á liðakeppni.  Hámarksfjöldi í liði er 4 keppendur en þó aldrei færri en 3.  Þrír bestu tímar á hverjum legg telja.  Það lið sem vinnur fær farandbikar keppninnar til varðveislu í eitt ár.  Ef þáttaka reynist næg verður einnig boðið upp á liðakeppni í opnum flokki kvenna. 

 

Skráning

Skráning fer fram á www.hjolamot.is.  Athugið að nauðsynlegt er að skrá sig í hvern legg fyrir sig. Keppnisgjöld eru 3.000 kr. fyrir stakan legg, 4.000 kr. fyrir tvo leggi en 4.500 kr. ef greitt er fyrir alla þrjá leggina.

 

Skráning telst ekki gild nema keppnisgjöld hafi einnig verið greidd.

Ekki verður tekið við skráningum á keppnisstað.

Skráningu lýkur kl. 18:00 fimmtudaginn 21. ágúst.

 

Bankaupplýsingar:

Reikn nr. 0101-26-705815

Kt. 580105-0840

Vinsamlegast sendið greiðslukvittun úr heimabanka á hjolamenn@gmail.com

 

Keppendur eru á eigin ábyrgð í Landskeppninni.

Hjálmaskylda er í öllum keppnum á vegum Hjólamanna.

Keppendur eru minntir á að virða almennar umferðarreglur.

 

Myndir

Dagur 1, Prologue Nesjavallavegur: við rásmarkið og horft niður eftir brautinni.

 


Dagur 1, Prologue Nesjavallavegur: við síðustu beygjuna og horft upp eftir brautinni.

 


Dagur 1, Prologue Nesjavallavegur: við síðustu beygjuna og horft niður eftir brautinni; endamarkið verður þvert útfrá umferðarskiltinu sem er á myndinni.

 


Dagur 2, Reykjanes: rás- og endamark verður við Bláa lónið.

 


Dagur 2, Reykjanes: snúið verður við á keilu við Hafnir.

 


Dagur 3, Hvalfjörður: ræst verður frá Kaffi Kjós; endamarkið verður um 1,5 km ofar í dalnum til að ná örlítið meira krefjandi endaspretti upp brekkuna sem sést á mynd.

 


Dagur 3, Hvalfjörður: snúið verður við á keilu við gamla veitingaskálinn hjá hvalstöðinni.

 


Dagur 3, Hvalfjörður: efst í endasprettsbrekku fyrir ofan Kaffi Kjós koma tvær aflíðandi beygjur, fyrst til hægri og sú síðari til vinstri. Þessi mynd er tekin við síðari beygjuna og horft er niður eftir brautinni.

 


Dagur 3, Hvalfjörður: endamarkið verður við þessa vegstiku; horft uppeftir veginum þar sem malbikið endar nokkur hundruð metrum ofar.

?

Síðast breytt þann 20. August 2014 kl: 16:28 af

Ummæli

Aðrar fréttir

Kosningafundur Íþróttamannanefndar 2025

4 April kl: 11:47

Þann 30. apríl næstkomandi klukkan 18:00 á 3. hæð í ÍSÍ heldur Íþróttamannanefnd

Æfinga- og undirbúningsferð á Calpe

31 March kl: 16:13

Dagana 22. til 29. mars s.l. fór Íslenska landsliðið í götuhjólreiðum í æfinga- og undirbúni

Jarðvinna fyrir Fossvogsbrú að hefjast

19 March kl: 13:25

Hjólreiðasambandinu var að berast tilkynning frá framkvæmdaraðila jarðvinnu fyrir Fossvogsbrúnna. En jarð

Hjólreiðaþing 2025

2 March kl: 23:25

Hjólreiðasamband Íslands boðaði til Hjólreiðaþings laugardaginn 1. mars 2025 s.l. í fundarsal &Ia

Boðað er til Hjólreiðaþings 2025

28 February kl: 10:29

Hjólreiðasamband Íslands boðar til Hjólreiðaþings laugardaginn 1.mars klukkan 14.00

Íslandsmót í e-hjólreiðum 2025

27 February kl: 16:06

Í gær, miðvikudaginn 26. febrúar fór fram annað formlega Íslandsmótið í e-hjólreiðum &

UCI Level 2 þjálfunarnámskeið

24 February kl: 21:32

Eins og áður hefur komið fram í frétt hér frá 13. janúar s.l. þá er ráðgert að

Bikar- og Íslandsmeistaramót á Zwift 2025

10 February kl: 11:17

Fyrstu keppnir ársins eru nú að hefjast, en bikarkeppnir í e-hjólreiðum fara fram dagana 12. 19. og 26. febrú

Ráðning Landsliðsþjálfara

6 February kl: 17:36

Í desember s.l. gekk Hjólreiðasambandið frá samning við Conor Campbell til að gegna starfi landsliðsþjá

Fjölgun þjálfara - UCI þjálfaranámskeiðin

13 January kl: 14:20

Nú hafa samtals 61 einstaklingar lokið fyrsta þrepi þjálfunar námskeiðs Alþjóða hjólreið

Mótaskrá fyrir 2025 - önnur drög

9 January kl: 14:29

Hér eru svo uppfærð drög mótaskrár fyrir sumarið 2025 frá Mótanefnd HRÍ. Með fyrirvara um hu

Íþróttafólk ársins 2024 verðlaunað

7 January kl: 10:22

Seinasta laugardagskvöld var mikið um dýrðir í Hörpunni þar sem í sameiginlegu hófi ÍSÍ

Sjálfboðaliði ársins 2024

4 January kl: 15:57

Hjólreiðasamband Íslands ákvað að veita verðlaun fyrir Sjálfboðaliða ársins 2024. E

Tilkynning um úrslit Gullhjálmsins

2 January kl: 13:14

Hafdís Sigurðardóttir hlýtur Gullhjálminn 2024 Það er mjög gleðilegt að til

Kosning Gullhjálmsins 2024

22 December kl: 18:10

Hjólavarpið og Hjólreiðasamband íslands h