Landskeppnin 2014

18.08 2014 00:00 | ummæli

Hjólamenn halda Landskeppnina í götuhjólreiðum 22. til 24. ágúst. Keppnin samanstendur af 3 dagleiðum.

Til að taka þátt í heildarkeppninni verða keppendur að keppa alla 3 dagana en einnig er hægt að keppa á stökum dagleiðum.

 

Flokkar

Veitt verða verðlaun fyrir unglingaflokk (18 ára og yngri) og opinn flokk (19 ára og eldri), þar sem unglingar geta jafnframt unnið til verðlauna.

 

Dagleiðir

Föstudagur 21. ágúst kl 19:00

Prologue Nesjavallavegur (6,1 km): einstaklingstímataka á götuhjólum sem þýðir að liggistýri, TT hjól eða þríþrautarhjól eru ekki leyfð. Endamark verður í aflíðandi vinstri beygju rétt fyrir brekkuna niður að afleggjaranum að Hafravatni. Bílastæði fyrir keppendur og verðlaunaafhending verður á afleggjaranum merktur "Dalur" rétt vestan og gegnt afleggjaranum að Hafravatni (sjá Lynghólsvegur á þessu korti)

(http://www.strava.com/segments/7898806)

 

 

Laugardagur 22. ágúst kl 10:00

Hópstart Reykjanes (60,3 km):  Bláa lónið-Hafnir-Bláa lóniðAllir keppendur eru ræstir samtímis. Rás- og endamark verður á svipuðum slóðum og endamark Bláalónsþrautarinnar víðsfrægu. Byrjað á því að hjóla suður í átt að Grindavík, svo framhjá Reykjanesvirkjun að Höfnum þar sem snúið verður við á keilu og sama leið hjóluð til baka. Þetta á að heita flata dagleiðin.

(http://www.strava.com/segments/7898802)

 

 

Sunnudagur 23. ágúst kl. 13:00

Hópstart Hvalfjörður (63,9 km). Kaffi Kjós-Hvalstöðin-Kaffi Kjós. Allir keppendur eru ræstir samtímis. Hjólað um Hvalfjörð að gamla veitingaskálanum við Hvalstöðina og sama leið hjóluð til baka. Endamarkið verður tæplega 1,5km ofar í dalnum en rásmarkið. Hallinn þennan aukaspotta er aðeins meira krefjandi uppávið. Þetta á að heita ekki-flata dagleiðin.

(http://www.strava.com/segments/7898797)

 

 

Liðakeppni

Í opnum flokki karla verður boðið upp á liðakeppni.  Hámarksfjöldi í liði er 4 keppendur en þó aldrei færri en 3.  Þrír bestu tímar á hverjum legg telja.  Það lið sem vinnur fær farandbikar keppninnar til varðveislu í eitt ár.  Ef þáttaka reynist næg verður einnig boðið upp á liðakeppni í opnum flokki kvenna. 

 

Skráning

Skráning fer fram á www.hjolamot.is.  Athugið að nauðsynlegt er að skrá sig í hvern legg fyrir sig. Keppnisgjöld eru 3.000 kr. fyrir stakan legg, 4.000 kr. fyrir tvo leggi en 4.500 kr. ef greitt er fyrir alla þrjá leggina.

 

Skráning telst ekki gild nema keppnisgjöld hafi einnig verið greidd.

Ekki verður tekið við skráningum á keppnisstað.

Skráningu lýkur kl. 18:00 fimmtudaginn 21. ágúst.

 

Bankaupplýsingar:

Reikn nr. 0101-26-705815

Kt. 580105-0840

Vinsamlegast sendið greiðslukvittun úr heimabanka á hjolamenn@gmail.com

 

Keppendur eru á eigin ábyrgð í Landskeppninni.

Hjálmaskylda er í öllum keppnum á vegum Hjólamanna.

Keppendur eru minntir á að virða almennar umferðarreglur.

 

Myndir

Dagur 1, Prologue Nesjavallavegur: við rásmarkið og horft niður eftir brautinni.

 


Dagur 1, Prologue Nesjavallavegur: við síðustu beygjuna og horft upp eftir brautinni.

 


Dagur 1, Prologue Nesjavallavegur: við síðustu beygjuna og horft niður eftir brautinni; endamarkið verður þvert útfrá umferðarskiltinu sem er á myndinni.

 


Dagur 2, Reykjanes: rás- og endamark verður við Bláa lónið.

 


Dagur 2, Reykjanes: snúið verður við á keilu við Hafnir.

 


Dagur 3, Hvalfjörður: ræst verður frá Kaffi Kjós; endamarkið verður um 1,5 km ofar í dalnum til að ná örlítið meira krefjandi endaspretti upp brekkuna sem sést á mynd.

 


Dagur 3, Hvalfjörður: snúið verður við á keilu við gamla veitingaskálinn hjá hvalstöðinni.

 


Dagur 3, Hvalfjörður: efst í endasprettsbrekku fyrir ofan Kaffi Kjós koma tvær aflíðandi beygjur, fyrst til hægri og sú síðari til vinstri. Þessi mynd er tekin við síðari beygjuna og horft er niður eftir brautinni.

 


Dagur 3, Hvalfjörður: endamarkið verður við þessa vegstiku; horft uppeftir veginum þar sem malbikið endar nokkur hundruð metrum ofar.

?

Síðast breytt þann 20. August 2014 kl: 16:28 af

Ummæli

Aðrar fréttir

Hjólreiðamaður í bráðabirgðabann frá æfingum og keppni

22 October kl: 16:39

Þorsteinn Bárðarson hjólreiðamaður innan vébanda Hjólreiðasambands Íslands (HRÍ) hefur veri&e

Íslandsmótið í Cyclocross 2025-2026

18 October kl: 21:05

Í dag fór fram Íslandsmótið í Cyclocross (CX) tímabilsins 2025-2026 við Gufunesbæ, Reykjavík.

Lokahóf Víkinni 8. nóvember

6 October kl: 12:51

Laugardaginn 8. nóvember n.k. fer fram lokahóf Hjólreiðasambands Íslands í Víkinni,Traðarlandi 1,

Heimsmeistaramótið í Malarhjólreiðum 2025

3 October kl: 10:58

Fjórða heimsmeistaramótið í malarhjólreiðum fer fram í Suður-Limburg í Hollandi dagana 11.og 12. ok

Hæfileikabúðir HRÍ 2025 Ísafirði

9 September kl: 11:30

Landsliðs- og afreksdeild Hjólreiðasambands Íslands boðar árlega til hæfileikabúða fyrir efnilegasta h

Norðurlandameistaramóti í keppnis-BMX hjólreiðum

5 September kl: 22:41

Adrían Uni Þorgilsson, aðeins 8 ára gamall, keppti fyrir hönd Íslands á Norðurlandameistaramótinu &iacu

Hæfileikabúðir HRÍ Ísafirði

1 September kl: 23:09

Hæfileikabúðir Hjólreiðasambands Íslands fara að þessu sinni fram á Ísafirði dagana, 5. til 7.

Heimsmeistaramót í Enduro fjallahjólreiðum

1 September kl: 13:37

Þeir Jónas Stefánsson, Börkur Smári Kristinsson og Þórir Bjarni Traustason eru nú staddir í Valais

Norðurlandamót í götuhjólreiðum

28 August kl: 12:47

Seinasta Sunnudag tók Jón Arnar Sigurjónsson frá Tindi þátt í Norðurlandamótinu í g&ou

Íslandsmeistarar ársins 2025

26 August kl: 12:04

Íslandsmótið í Criterium fór fram fimmtudaginn seinasta. Með því lauk seinasta Íslandsmóti &th

Íslandsmótið í Criterium 2025

21 August kl: 23:12

Í kvöld fór fram Íslandsmótið í Criterium 2025 á braut Kvartmíluklúbbsins í Hafnarfir

Íslandsmótið í Maraþon fjallahjólreiðum (XCM) 2025

16 August kl: 23:12

Í dag fór fram Íslandsmótið í Maraþon fjallahjólreiðum (XCM) sem fór fram á og í

Íslandsmót í Fjallabruni 2025

21 July kl: 13:24

Íslandsmótið í Fjallabruni fór fram í gær við Strýtuskála í Hlíðarfjalli, Ak

Íslandsmót í Enduro 2025

20 July kl: 22:39

Íslandsmót í Enduro fór fram í gær við Strýtuskála í Hlíðarfjalli, Akureyri

Íslandsmeistaramótið í Malarhjólreiðum

20 July kl: 20:56

Í gær fór fram í fyrsta skipti Íslandsmeistaramót í Malarhjólreiðum í samstarfi v