Morgunblaðshringurinn, úrslit

26.04 2018 00:00 | ummæli

Morgunblaðshringurinn, úrslit

Úrslit úr fyrsta bikarmóti sumarsins 2018 í fjallahjólreiðum.

Fimmtudaginn 26. apríl hélt HFR fyrsta bikarmót sumarsins í fjallahjólreiðum, Morgunblaðshringinn. Alls mættu 42 keppendur til leiks og var sérstaklega ánægjulegt að sjá hversu margir voru mættir úr yngri flokkunum, en 16 keppendur á aldrinum 11-23 ára mættu til leiks. Hjólaður var hringur við Rauðavatn, sem var um 6,8 km langur. Meistaraflokkur karla og U23 ára karlar hjóluðu fjóra hringi, meistaraflokkur kvenna, junior flokkur karla og almenningsflokkur karla hjóluðu þrjá hringi, U17 ára drengir, U17 ára stúlkur og almenningsflokkur kvenna hjóluðu tvo hringi. U15 ára drengir, U15 ára stúlkur og U12 ára drengir hjóluðu einn hring.

Í meistaraflokki kvenna voru þrír keppendur skráðir. Halla Jónsdóttir, HFR, sigraði en hún kom í mark á tímanum 01:26:58.  Hrönn Ólína Jörundsdóttir, Tindi, var önnur á tímanum 01:27:16. Anna Kristín Pétursdóttir, HFR, lauk ekki keppni en hún missti hnakkinn snemma í keppninni og fær hrós fyrir að hafa hjólað heilan hring á hnakklausu hjóli!

Í meistaraflokki karla var keppnin hörð en þar voru hjólaðir 4 hringir. Þrettán voru mættir í brautina og eftir æsispennandi baráttu bar Ingvar Ómarsson, Breiðabliki, sigur úr býtum. Hann kom í mark á tímanum 01:17:55. Hafsteinn Ægir Geirsson, HFR, var annar á tímanum 01:18:13 og Bjarki Bjarnason, HFR, var í þriðja sæti á tímanum 01:22:06.

Í almenningsflokki kvenna sigraði Katrín Lilja Sigurðardóttir og Rúnar Pálmason sigraði í almenningsflokki karla. Guðni Freyr Arnarsson sigraði í U23 flokki karla. Í junior flokki karla sigraði Sæmundur Guðmundsson. Í U17 ára flokki stúlkna var Sara Júlíusdóttir fyrst í mark og Matthías Schou Matthíasson var fyrstur í flokki U17 ára drengja. Freyja Dís Benediktsdóttir var fyrst í flokki U15 ára stúlkna og Fannar Freyr Atlason var sigraði í flokki U15 ára drengja. Snorri Karel Friðjónsson var fyrstur í flokki U12 ára drengja.

Hér að neðan eru efstu þrjú sætin í hverjum flokki, en heildarúrslit og millitíma má sjá á vefsíðunni timataka.net.

Meistaraflokkur kvenna (elite) (3 hringir)
1. Halla Jónsdóttir, HFR (01:26:58)
2. Hrönn Ólína Jörundsdóttir, Tindi (01:27:16)
3. Anna Kristín Pétursdóttir, HFR

Meistaraflokkur karla (elite) (4 hringir)
1. Ingvar Ómarsson, Breiðabliki (01:17:55)
2. Hafsteinn Ægir Geirsson, HFR (01:18:13)
3. Bjarki Bjarnason, HFR (01:22:06)

Almenningsflokkur kvenna (2 hringir)
1. Katrín Lilja Sigurðardóttir, HFR (01:02:40)
2. Daldís Ýr Guðmundsdóttir, HFR (01:03:59)
3. Erla Steinþórsdóttir, HFR (01:44:56)

Almenningsflokkur karla (3 hringir)
1. Rúnar Pálmason, HFR (01:17:31)
2. Bjarki Sigurjónsson, HFR (01:22:36)
3. Hörður Guðmundsson, Ægi (01:28:55)

U23 karlar (4 hringir)
1. Guðni Freyr Arnarsson, HFR (01:35:01)

Junior karlar (3 hringir)
1. Sæmundur Guðmundsson, HFR (01:13:14)
2. Dagur Eggertsson, Tindi (01:18:02)
3. Agnar Örn Sigurðarson, HFR (01:19:52)

U17 stúlkur (2 hringir)
1. Sara Júlíusdóttir, Tindi (01:05:10)
2. Natalía Erla Cassata, HFR (01:06:32)
3. Íris Arna Ingólfsdóttir, HFR (01:12:26)

U17 drengir (2 hringir)
1. Matthías Schou Matthíasson, HFR (00:53:07)
2. Steinar Þór Smári, HFR (01:02:28)

U15 stúlkur (1 hringur)
1. Freyja Dís Benediktsdóttir, HFR (00:50:29)

U15 drengir (1 hringur)
1. Fannar Freyr Atlason, Tindi (00:26:57)
2. Davíð Jónsson, HFR (00:29:44)
3. Breki Blær Rögnvaldsson, HFR (00:33:08)

U12 drengir (1 hringur)
1. Snorri Karel Friðjónsson, HFR (00:31:24)

 

 

 

 

 

 

 

Halldóra Kristinsdóttir

Síðast breytt þann 26. April 2018 kl: 23:37 af Halldóra Kristinsdóttir

Ummæli

Aðrar fréttir

Hæfileikabúðir HRÍ 2025 Ísafirði

9 September kl: 11:30

Landsliðs- og afreksdeild Hjólreiðasambands Íslands boðar árlega til hæfileikabúða fyrir efnilegasta h

Norðurlandameistaramóti í keppnis-BMX hjólreiðum

5 September kl: 22:41

Adrían Uni Þorgilsson, aðeins 8 ára gamall, keppti fyrir hönd Íslands á Norðurlandameistaramótinu &iacu

Hæfileikabúðir HRÍ Ísafirði

1 September kl: 23:09

Hæfileikabúðir Hjólreiðasambands Íslands fara að þessu sinni fram á Ísafirði dagana, 5. til 7.

Heimsmeistaramót í Enduro fjallahjólreiðum

1 September kl: 13:37

Þeir Jónas Stefánsson, Börkur Smári Kristinsson og Þórir Bjarni Traustason eru nú staddir í Valais

Norðurlandamót í götuhjólreiðum

28 August kl: 12:47

Seinasta Sunnudag tók Jón Arnar Sigurjónsson frá Tindi þátt í Norðurlandamótinu í g&ou

Íslandsmeistarar ársins 2025

26 August kl: 12:04

Íslandsmótið í Criterium fór fram fimmtudaginn seinasta. Með því lauk seinasta Íslandsmóti &th

Íslandsmótið í Criterium 2025

21 August kl: 23:12

Í kvöld fór fram Íslandsmótið í Criterium 2025 á braut Kvartmíluklúbbsins í Hafnarfir

Íslandsmótið í Maraþon fjallahjólreiðum (XCM) 2025

16 August kl: 23:12

Í dag fór fram Íslandsmótið í Maraþon fjallahjólreiðum (XCM) sem fór fram á og í

Íslandsmót í Fjallabruni 2025

21 July kl: 13:24

Íslandsmótið í Fjallabruni fór fram í gær við Strýtuskála í Hlíðarfjalli, Ak

Íslandsmót í Enduro 2025

20 July kl: 22:39

Íslandsmót í Enduro fór fram í gær við Strýtuskála í Hlíðarfjalli, Akureyri

Íslandsmeistaramótið í Malarhjólreiðum

20 July kl: 20:56

Í gær fór fram í fyrsta skipti Íslandsmeistaramót í Malarhjólreiðum í samstarfi v

Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar 2025

18 July kl: 14:31

Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar (European Youth Olympic Festival, EYOF) verður haldin í Skopje í N

UCI Level 2 Þjálfaranámskeið

16 July kl: 00:00

Dagana 7. til 18. maí s.l. hélt Hjólreiðasambandið í samstarfi við  Alþjóða hjólreið

Netfræðsla í lyfjamálum

9 July kl: 20:33

Lyfjaeftirlits Íslands kynna  nýjung í fræðslumálum varðandi lyfjamál í íþró

Mótaskrá - uppfært 7.júlí

7 July kl: 15:28

Hér er uppfærð mótaskrá fyrir það sem eftir er sumars frá Mótanefnd HRÍ. Með von og fy