Mótahald næstu 2 vikur

31.07 2020 19:23 | ummæli

Það má með sanni segja að þetta sumar sé svolítið öðruvísi en önnur sumur.
En eins og öllum er kunnugt þá voru á hádegi í dag hertar samkomureglur og hefur það áhrif á mótaskrá HRÍ.

ÍSÍ óskaði eftir nánari útlistun frá sóttvarnarlækni varðandi íþróttastarfsemi fullorðinna og fékk til baka tilmæli um eftirfarandi:

 

1.     Að gert verði hlé á æfingum og keppni í íþróttum með snertingu til 13. ágúst næstkomandi eða þar til núgildandi auglýsing um takmarkanir á samkomum fellur úr gildi. 

2.     Að æfingar og keppni í íþróttum án snertingar haldi áfram eftir því sem hægt er, að virtum reglum um fjöldatakmarkanir og nálægðarmörk skv. auglýsingu heilbrigðisráðherra.

3.     Að sameiginlegur búnaður verði sótthreinsaður milli notkunar/notenda.

Þar sem ekki er hægt að tryggja nálægðarmörk í keppnum með hópræsingu þá verður að fresta þeim mótum sem á að halda á þessu tímabili og eru það 4. stigamót í götuhjólreiðum (samskipamótið) sem fara átti fram þann 8. ágúst og 6. stigamóti í Criterium sem fara átti fram þann 4. ágúst.
vinna er hafin við að finna aðrar dagsetningar.
Mót sem eru með einstaklingsræsingu (TT og DH) verða haldin, en mótshaldarar verða að tryggja að ekki séu fleiri en 100 manns í mótinu og einnig að tryggja fjarlægðarmörk og að ekki verði hópamyndun og að við afhendingu keppnisgagna verði auðvelt aðgengi að spritti.
Ekki verður unnt að hafa hefðbunda verlaunaafhendingu á meðan ástandið er svona.

þetta eru virkilega erfið skref sem verið er að taka en við skulum standa saman og kveða niður þessa veiru.
 

Bjarni Már Svavarsson

Síðast breytt þann 31. July 2020 kl: 19:45 af Bjarni Már Svavarsson

Ummæli

Aðrar fréttir

Hjólreiðafólk ársins 2024 og lokahóf

18 November kl: 14:54

Lokahóf Hjólreiðasambands Íslands var haldið í Víkinni í gær. Allir bikarmeistarar &aa

Lokahóf HRÍ 2024

1 November kl: 17:16

Sunnudaginn 17. nóvember n.k. fer fram lokahóf Hjólreiðasambands Íslands í Víkinni,Traðarlandi 1,

Cyclo-cross æfingabúðir UCI 2024

16 October kl: 13:38

Í seinustu viku fóru 3 ungir hjólarar í Cyclo-cross æfingabúðir í  höfuðstöðvar Al

Íslandsmótið í Cyclocross 2024 - 2025

13 October kl: 18:02

Í dag fór fram Íslandsmótið í Cyclocross (CX) tímabilsins 2024-2025 á útivistarsvæ&et

Opinn formannafundur - miðvikudaginn 9. október

8 October kl: 10:56

Á morgun fer fram í Fundarsal ÍSÍ, Engjavegi 6 svonefndur formannafundur Hjólreiðasambandsins. Fundurinn

Heimsmeistaramót í Malarhjólreiðum 2024

5 October kl: 13:03

Ísland tekur þátt á heimsmeistaramóti í malarhjólreiðum í ár, með þrjá kep

Norðurlandamótið í Fjallahjólreiðum 2024

4 October kl: 12:42

Norðurlandamótið í fjallahjólreiðum fór fram í Halden, Noregi dagana 21.-22. september s.l. Íslenska li

EM í götuhjólreiðum - Elite Flokkur karla

15 September kl: 20:21

Í dag fór fram keppni í Evrópumótinu í götuhjólreiðum í Elíte flokki karla hér

EM í götuhjólreiðum - Elite Kvenna

14 September kl: 20:24

Í dag fór fram keppni í Evrópumótinu í götuhjólreiðum í Elíte flokki kvenna hé

EM í götuhjólreiðum - U23 keppni dagsins

13 September kl: 20:55

Í dag fór fram keppni í Evrópumótinu í götuhjólreiðum í U23 flokki hér í Limbu

EM í götuhjólreiðum - U23 flokkur

13 September kl: 07:47

Í dag föstudag er komið að götuhjólakeppninni í U23 flokknum, en þar eru við með 4. manna karla lið.

EM í götuhjólreiðum - Keppni í Tímatöku

11 September kl: 17:41

Í dag fóru fram allar tímatökukeppnir Evrópumótsins hér í Limburg Belgíu. En tímat&o

EM í götuhjólreiðum - dagur tvö

10 September kl: 12:49

Í dag fóru keppendur aftur af stað að kíkja á keppnisbrautirnar hér í Belgíu. En á morgu

EM í götuhjólreiðum 2024 - fyrsti dagur

9 September kl: 19:27

Íslenski landsliðshópurinn kom til Belgíu í gær. Eftir akstur til Maastricht þar sem liðið ásamt f

Íslandsmót í Maraþon fjallahjólreiðum 2024

31 August kl: 20:05

Í dag fór fram Íslandsmótið í Maraþon fjallahjólreiðum (XCM) á Hólmsheiðinni. Um va