Norðurlandamótið í XCO í Ósló, Noregi lauk í gær

15.08 2022 13:06 | ummæli

Norðurlandamótið í XCO í Ósló, Noregi lauk í gær

Í gær lauk íslenski landsliðshópurinn keppni í Norðurlandamótinu í ólýmpískum fjallahjólreiðum (XCO) sem haldin var á Skullerud (Ósló) í Noregi. Strákarnir voru undir styrkri leiðsögn Bjarka Bjarnasonar fararstjóra og þjálfara.

Anton Sigurðarson keppti í aldurshópnum U17 (15–16 ára), þeir Tómas Kári Björgvinsson Rist, Davíð Jónsson og Breki Gunnarsson kepptu í Junior flokki en Kristinn Jónsson í Elite flokki.

Á laugardag fór fram Norðurlandamótið í XCO í flokkunum Junior, Elite og Master. Keppnin í U17 flokki gilti ekki til Norðurlandamóts. Úrslit má sjá hér: https://live.eqtiming.com/61759#result

Í gær, sunnudag, var svo keppt í styttri "short track" keppni (XCC) í öllum flokkum en þar gekk íslenska hópnum mun betur en deginum áður. Úrslit má sjá hér: https://live.eqtiming.com/61760#result

Hitinn var mikill, brautin afar tæknileg og samkeppnin mun meiri en menn eru vanir. Keppendur okkar lögðu allt í þetta og stóðu sig allir vel. Þeir koma heim reynslunni ríkari er þeir stefna að næstu keppnum á fjallahjólinu.

Að lokum má nefna að Bjarki náði sér í annað sætið í XCC og fyrsta í XCO í Master og þar með Norðurlandameistara titil í XCO í flokki 35–39 ára.

Björgvin Jónsson

Síðast breytt þann 18. August 2022 kl: 09:50 af Mikael Schou

Ummæli

Aðrar fréttir

María Ögn á fyrsta heimsmeistaramótið í malarhjólreiðum

29 September kl: 12:50

Fyrsta heimsmeistaramótið í malarhjólreiðum, "UCI Gravel World Championships", mun fara fram í Veneto á

Íslenska landsliðið í Enduro tekur í fyrsta skipti þátt í Trophy of Nations

23 September kl: 11:35

Skrifað var í dag undir landsliðssamning við þá keppendur sem keppa munu fyrir hönd Íslands á "T

Heimsmeistaramótið í Maraþon fjallahjólreiðum

17 September kl: 17:27

Heimsmeistaramótið í Maraþon fjallahjólreiðum fór fram í Haderslev í Danmörku í dag. &Iac

CX er á leiðinni

12 September kl: 14:04

Nú þegar sumarið er svo gott sem búið þá gengur í garð hið svokallaða Cyclo-Cross tímabil.

Íslandsmótið í Enduro Hveragerði 2022

11 September kl: 15:32

Í gær fór fram Íslandsmótið í Enduro Í Reykjadal og Grensdal (Grændal) í Hveragerði

Ingvar á HM í Maraþon Fjallahjólreiðum Hederslev 17. september

8 September kl: 14:04

Heimsmeistaramótið í maraþon fjallahjólreiðum fer fram í dönsku borginni Hederslev 17. september n.k.

Íslandsmeistarar í Maraþon fjallahjólreiðum 2022

3 September kl: 00:00

Í dag fór fram Íslandsmótið í Maraþon fjallahjólreiðum (XCM) á Hólmsheiðinni.

Stigagjöf í Bikarmótum sumarsins uppfærð

2 September kl: 20:53

Stigamálin í bikarmótaröðum sumarsins hafa því miður verið í miklum ólestri hjá okkur

Íslandsmeistarar í Criteríum 2022

28 August kl: 22:46

Í dag fór fram Íslandsmótið í Criterium á braut Kvartmíluklúbbsins í Hafnarfirði

Hafdís og Silja J. luku keppni á EM í götuhjólreiðum í dag

21 August kl: 13:34

Þær Silja Jóhannesdóttir og Hafdís Sigurðardóttir luku sinni keppni á Evrópumótinu &iac

Akureyrardætur á götuhjólamóti Evrópumótsins í München

20 August kl: 09:00

Á morgun sunnudag leggja þær Akureyrardætur Silja Jóhannesdóttir og Hafdís Sigurðardóttir af stað

Evópumótið í tímatöku München

17 August kl: 23:19

Í dag tóku íslensku keppendurnir þrír þátt í Evrópumótinu í tímatöku &

Norðurlandamótið í XCO í Ósló, Noregi lauk í gær

15 August kl: 13:06

Í gær lauk íslenski landsliðshópurinn keppni í Norðurlandamótinu í ólýmpískum fj

Ingvar Ómarsson lauk keppni í götuhjólreiðakeppni Evrópumótsins í München í dag

14 August kl: 16:21

Nú rétt í þessu var Ingvar Ómarson að ljúka keppni í götuhjólreiðakeppni Evrópum&o

Silja Jóhannesdóttir bætist við kvennalandsliðið á EM í München

12 August kl: 23:46

Á næstu dögum mun Silja Jóhannesdóttir bætast við kvennalandslið Hjólreiðasambands Íslands og