Norðurlandamótið í XCO í Ósló, Noregi lauk í gær

15.08 2022 13:06 | ummæli

Norðurlandamótið í XCO í Ósló, Noregi lauk í gær

Í gær lauk íslenski landsliðshópurinn keppni í Norðurlandamótinu í ólýmpískum fjallahjólreiðum (XCO) sem haldin var á Skullerud (Ósló) í Noregi. Strákarnir voru undir styrkri leiðsögn Bjarka Bjarnasonar fararstjóra og þjálfara.

Anton Sigurðarson keppti í aldurshópnum U17 (15–16 ára), þeir Tómas Kári Björgvinsson Rist, Davíð Jónsson og Breki Gunnarsson kepptu í Junior flokki en Kristinn Jónsson í Elite flokki.

Á laugardag fór fram Norðurlandamótið í XCO í flokkunum Junior, Elite og Master. Keppnin í U17 flokki gilti ekki til Norðurlandamóts. Úrslit má sjá hér: https://live.eqtiming.com/61759#result

Í gær, sunnudag, var svo keppt í styttri "short track" keppni (XCC) í öllum flokkum en þar gekk íslenska hópnum mun betur en deginum áður. Úrslit má sjá hér: https://live.eqtiming.com/61760#result

Hitinn var mikill, brautin afar tæknileg og samkeppnin mun meiri en menn eru vanir. Keppendur okkar lögðu allt í þetta og stóðu sig allir vel. Þeir koma heim reynslunni ríkari er þeir stefna að næstu keppnum á fjallahjólinu.

Að lokum má nefna að Bjarki náði sér í annað sætið í XCC og fyrsta í XCO í Master og þar með Norðurlandameistara titil í XCO í flokki 35–39 ára.

Björgvin Jónsson

Síðast breytt þann 18. August 2022 kl: 09:50 af Mikael Schou

Ummæli

Aðrar fréttir

Hæfileikabúðir HRÍ - fyrsti dagur

25 April kl: 11:08

Í dag komu saman um 30 ungir hjólarar til að taka þátt í hinum árlegu Hæfileikabúðum

Hæfileikabúðir Hjólreiðasambands Íslands 25.–27. apríl 2024

22 April kl: 14:07

Landsliðs- og afreksdeild Hjólreiðasambands Íslands boðar árlega til hæfileikabúða fyrir fremsta hjó

Reykjavíkurborg leitar að þátttakendum í rannsókn sem greina mun umferðaröryggi- og upplifun

15 April kl: 17:51

Rannsóknin er hluti af samstarfsverkefni 28 aðila víðs vegar um Evrópu. Markið verkefnisins er að finna öruggar og

Norðurlandamótið 2024 í Gravel - Eistlandi og Litháen.

8 April kl: 13:36

Norðurlandamótið 2024 í Gravel fer fram í Eistlandi og Litháen þann 8. júní n.k.

Evrópusambandið horfir til hjólreiða sem framtíðar ferðamáta

4 April kl: 12:18

Í gær skrifaði Evrópusambandið undir yfirlýsingu sem nefnd hefur verið "European Declaration on Cycling". Me

Hjólreiðaþing 2024

6 March kl: 13:32

Hjólreiðasamband Íslands boðaði til Hjólreiðaþings laugardaginn 2. mars 2024 s.l. í fundarsal Í

Hjólreiðaþing 2024 - 2. mars

28 February kl: 13:22

Hjólreiðasamband Íslands boðar til Hjólreiðaþings laugardaginn 2.mars klukkan 14.00.

Fræðslukvöld HRÍ - fimmtudaginn 7. mars kl. 18.30

27 February kl: 23:04

Hjólreiðasamband Íslands boðar til áhugaverðs fræðslufundar þann 7. mars n.k. í fundarsal Í&th

Nýjir Íslandsmeistarar í e-hjólreiðum

25 February kl: 23:45

Laugardaginn 24. febrúar s.l. fór fram fyrsta formlega Íslandsmótið í e-hjólreiðum í Zwift heimum.

Íslandsmeistaramótið í e-hjólreiðum 2024

21 February kl: 12:36

Næstkomandi laugardag fer fram fyrsta formlega Íslandsmeistaramótið í e-hjólreiðum.

Mótaskrá 2024 - uppfært

24 January kl: 17:22

Hér eru svo önnur drög að mótaskrá sumarsins 2024 frá Mótanefnd HRÍ komin. Aftur með fyrirva

Þolprófsmælingar Úrvalshóps HRÍ

13 January kl: 20:37

Í dag fóru fram þolprófsmælingar á úrvalshópi Hjólreiðasambands Íslands &ia

Styrktar- og liðleiksmælingar á úrvalshópi Hjólreiðasambands Íslands

12 January kl: 14:42

Í dag fóru fram yfirgripsmiklar styrktar- og liðleiksmælingar í rannsóknarsetri íþrótta- og heilsuv

Kynningar- og upplýsingafundur úrvalshóps Hjólreiðasambands Íslands

3 January kl: 14:42

Kynningar- og upplýsingafundur úrvalshóps Hjólreiðasambands Íslands fór fram í fundarsal Íþ

Afreksbúðir úrvalshóps HRÍ í janúar 2024

25 December kl: 22:30

Í byrjun janúar mun Hjólreiðasambandi Íslands (HRÍ) í samvinnu við rannsóknarstofu Menntavísi