Norðurlandamótið í XCO í Ósló, Noregi lauk í gær

15.08 2022 13:06 | ummæli

Norðurlandamótið í XCO í Ósló, Noregi lauk í gær

Í gær lauk íslenski landsliðshópurinn keppni í Norðurlandamótinu í ólýmpískum fjallahjólreiðum (XCO) sem haldin var á Skullerud (Ósló) í Noregi. Strákarnir voru undir styrkri leiðsögn Bjarka Bjarnasonar fararstjóra og þjálfara.

Anton Sigurðarson keppti í aldurshópnum U17 (15–16 ára), þeir Tómas Kári Björgvinsson Rist, Davíð Jónsson og Breki Gunnarsson kepptu í Junior flokki en Kristinn Jónsson í Elite flokki.

Á laugardag fór fram Norðurlandamótið í XCO í flokkunum Junior, Elite og Master. Keppnin í U17 flokki gilti ekki til Norðurlandamóts. Úrslit má sjá hér: https://live.eqtiming.com/61759#result

Í gær, sunnudag, var svo keppt í styttri "short track" keppni (XCC) í öllum flokkum en þar gekk íslenska hópnum mun betur en deginum áður. Úrslit má sjá hér: https://live.eqtiming.com/61760#result

Hitinn var mikill, brautin afar tæknileg og samkeppnin mun meiri en menn eru vanir. Keppendur okkar lögðu allt í þetta og stóðu sig allir vel. Þeir koma heim reynslunni ríkari er þeir stefna að næstu keppnum á fjallahjólinu.

Að lokum má nefna að Bjarki náði sér í annað sætið í XCC og fyrsta í XCO í Master og þar með Norðurlandameistara titil í XCO í flokki 35–39 ára.

Björgvin Jónsson

Síðast breytt þann 18. August 2022 kl: 09:50 af Mikael Schou

Ummæli

Aðrar fréttir

Cyclo-cross æfingabúðir UCI 2024

16 October kl: 13:38

Þessa dagana eru 4 ungir hjólarar í Cyclo-cross æfingabúðum í  höfuðstöðvum Alþj&oac

Íslandsmótið í Cyclocross 2024 - 2025

13 October kl: 18:02

Í dag fór fram Íslandsmótið í Cyclocross (CX) tímabilsins 2024-2025 á útivistarsvæ&et

Opinn formannafundur - miðvikudaginn 9. október

8 October kl: 10:56

Á morgun fer fram í Fundarsal ÍSÍ, Engjavegi 6 svonefndur formannafundur Hjólreiðasambandsins. Fundurinn

Heimsmeistaramót í Malarhjólreiðum 2024

5 October kl: 13:03

Ísland tekur þátt á heimsmeistaramóti í malarhjólreiðum í ár, með þrjá kep

Norðurlandamótið í Fjallahjólreiðum 2024

4 October kl: 12:42

Norðurlandamótið í fjallahjólreiðum fór fram í Halden, Noregi dagana 21.-22. september s.l. Íslenska li

EM í götuhjólreiðum - Elite Flokkur karla

15 September kl: 20:21

Í dag fór fram keppni í Evrópumótinu í götuhjólreiðum í Elíte flokki karla hér

EM í götuhjólreiðum - Elite Kvenna

14 September kl: 20:24

Í dag fór fram keppni í Evrópumótinu í götuhjólreiðum í Elíte flokki kvenna hé

EM í götuhjólreiðum - U23 keppni dagsins

13 September kl: 20:55

Í dag fór fram keppni í Evrópumótinu í götuhjólreiðum í U23 flokki hér í Limbu

EM í götuhjólreiðum - U23 flokkur

13 September kl: 07:47

Í dag föstudag er komið að götuhjólakeppninni í U23 flokknum, en þar eru við með 4. manna karla lið.

EM í götuhjólreiðum - Keppni í Tímatöku

11 September kl: 17:41

Í dag fóru fram allar tímatökukeppnir Evrópumótsins hér í Limburg Belgíu. En tímat&o

EM í götuhjólreiðum - dagur tvö

10 September kl: 12:49

Í dag fóru keppendur aftur af stað að kíkja á keppnisbrautirnar hér í Belgíu. En á morgu

EM í götuhjólreiðum 2024 - fyrsti dagur

9 September kl: 19:27

Íslenski landsliðshópurinn kom til Belgíu í gær. Eftir akstur til Maastricht þar sem liðið ásamt f

Íslandsmót í Maraþon fjallahjólreiðum 2024

31 August kl: 20:05

Í dag fór fram Íslandsmótið í Maraþon fjallahjólreiðum (XCM) á Hólmsheiðinni. Um va

Íslandsmót í Fjallabruni Úlfarsfellshlíð 2024

25 August kl: 23:02

Í dag fór fram Íslandsmótið í Fjallabruni í Úlfarsfellshlíð í Reykjavík. M&oacu

Úrtak á EM í götuhjólreiðum 2024

21 August kl: 08:48

Hjólreiðasambands Íslands hefur ákveðið að senda eftirfarandi keppendur til Flæmingjalands í Belgíu&