Nýtt flokkakerfi fyrir tímabilið 2022

11.02 2022 00:00 | ummæli

Stjórn HRÍ kynnir hér með tillögur að nýjum 3. kafla í keppnisreglum HRÍ.

3. Kafli er sá kafli sem fjallar um flokkakerfi í öllum greinum hjólreiða.

Keppnisreglur 2022 - 3. kafli - Flokkar

Helstu breytingar eru eftirtaldar:

  • Aldursskiptir Mastersflokkar, 40-49, 50-59 og 60+ eru aflagðir í Götuhjólagreinum sem og ólympískum fjallahjólreiðum (XCO)
  • Innleiðing á getuskiptu flokkakerfi, A-B-C.
    • Keppendur geta fært sig um upp flokk ef þeir hafa náð 80 stigum, annaðhvort á síðastliðnu tímabili, eða á miðju tímabili óski þeir eftir því
    • Keppendur í B og C flokk verða að færa sig upp um flokk ef þeir hafa náð 135 stigum, annaðhvort á síðastliðnu tímabili eða á miðju tímabili.
  • C-flokkur er opinn fyrir keppendum sem ekki eru skráðir í hjólreiðafélag og ætti þar af leiðandi að geta leyst af hólmi það sem almennt hefur verið kallað “almenninsflokkur”. Í fjallahjólagreinum þar sem ekki er skilgreindur C-flokkur verður B-flokkur opinn keppendum utan hjólreiðafélaga.
  • Í tilfellum þar sem U23 keppandi sigrar á íslandsmóti fær viðkomandi þá tvenn verðlaun, bæði Elite og U23.
  • Aðrar breytingar snúa fyrst og fremst að uppsetningu kaflans, en formið hefur verið einfaldað og töflur með upplýsingum settar í staðin fyrir upplýsingar sem grafnar voru í texta.

Tillögur um nýjann þriðja kafla verða lagðar fyrir Hjólreiðaþing sem haldið verður laugardaginn 26. febrúar í sal Ármanna hverafold 1-3 í Grafarvogi klukkan 14:00.

Öll aðildarfélög HRÍ hafa rétt á að senda fulltúa á þingið, fulltrúafjöldi hvers félags er skilgreindur í 5. grein laga HRÍ.

Félög með 1-50 iðkendur: 2 fulltrúar
Félög með 51-100 iðkendur: 3 fulltrúar
Félög með 101-200 iðkendur: 4 fulltrúar
Félög með 201-300 iðkendur: 5 fulltrúar
Félög með 301-500 iðkendur: 6 fulltrúar
Félög með 501 eða fleiri iðkendur: 7 fulltrúar

Aðildarfélög geta lagt fram breytingartillögur um kaflann og flokkakerfið á þinginu. Ef engar breytingatillögur berast og tillaga stjórnar HRÍ verður felld mun flokkakerfið vera óbreytt frá keppnistímabilinu 2021.

Stjórn HRÍ hvetur öll aðildarfélög til að ræða þessa breytingu við félagsmenn sína og nýta kosningarétt sinn í málinu.

Árni F. Sigurðsson

Síðast breytt þann 12. February 2022 kl: 09:39 af Árni F. Sigurðsson

Ummæli

Aðrar fréttir

Hæfileikabúðir HRÍ - fyrsti dagur

25 April kl: 11:08

Í dag komu saman um 30 ungir hjólarar til að taka þátt í hinum árlegu Hæfileikabúðum

Hæfileikabúðir Hjólreiðasambands Íslands 25.–27. apríl 2024

22 April kl: 14:07

Landsliðs- og afreksdeild Hjólreiðasambands Íslands boðar árlega til hæfileikabúða fyrir fremsta hjó

Reykjavíkurborg leitar að þátttakendum í rannsókn sem greina mun umferðaröryggi- og upplifun

15 April kl: 17:51

Rannsóknin er hluti af samstarfsverkefni 28 aðila víðs vegar um Evrópu. Markið verkefnisins er að finna öruggar og

Norðurlandamótið 2024 í Gravel - Eistlandi og Litháen.

8 April kl: 13:36

Norðurlandamótið 2024 í Gravel fer fram í Eistlandi og Litháen þann 8. júní n.k.

Evrópusambandið horfir til hjólreiða sem framtíðar ferðamáta

4 April kl: 12:18

Í gær skrifaði Evrópusambandið undir yfirlýsingu sem nefnd hefur verið "European Declaration on Cycling". Me

Hjólreiðaþing 2024

6 March kl: 13:32

Hjólreiðasamband Íslands boðaði til Hjólreiðaþings laugardaginn 2. mars 2024 s.l. í fundarsal Í

Hjólreiðaþing 2024 - 2. mars

28 February kl: 13:22

Hjólreiðasamband Íslands boðar til Hjólreiðaþings laugardaginn 2.mars klukkan 14.00.

Fræðslukvöld HRÍ - fimmtudaginn 7. mars kl. 18.30

27 February kl: 23:04

Hjólreiðasamband Íslands boðar til áhugaverðs fræðslufundar þann 7. mars n.k. í fundarsal Í&th

Nýjir Íslandsmeistarar í e-hjólreiðum

25 February kl: 23:45

Laugardaginn 24. febrúar s.l. fór fram fyrsta formlega Íslandsmótið í e-hjólreiðum í Zwift heimum.

Íslandsmeistaramótið í e-hjólreiðum 2024

21 February kl: 12:36

Næstkomandi laugardag fer fram fyrsta formlega Íslandsmeistaramótið í e-hjólreiðum.

Mótaskrá 2024 - uppfært

24 January kl: 17:22

Hér eru svo önnur drög að mótaskrá sumarsins 2024 frá Mótanefnd HRÍ komin. Aftur með fyrirva

Þolprófsmælingar Úrvalshóps HRÍ

13 January kl: 20:37

Í dag fóru fram þolprófsmælingar á úrvalshópi Hjólreiðasambands Íslands &ia

Styrktar- og liðleiksmælingar á úrvalshópi Hjólreiðasambands Íslands

12 January kl: 14:42

Í dag fóru fram yfirgripsmiklar styrktar- og liðleiksmælingar í rannsóknarsetri íþrótta- og heilsuv

Kynningar- og upplýsingafundur úrvalshóps Hjólreiðasambands Íslands

3 January kl: 14:42

Kynningar- og upplýsingafundur úrvalshóps Hjólreiðasambands Íslands fór fram í fundarsal Íþ

Afreksbúðir úrvalshóps HRÍ í janúar 2024

25 December kl: 22:30

Í byrjun janúar mun Hjólreiðasambandi Íslands (HRÍ) í samvinnu við rannsóknarstofu Menntavísi