Samskiptaráðgjafi ÍSÍ

26.08 2020 10:59 | ummæli

Samskiptaráðgjafi ÍSÍ

Samskiptaráðgjafi íþrótta- og æskulýðsstarfs tók til starfa á vormánuðum eftir að mennta- og menningarmálaráðuneytið setti lög um starfið síðastliðið haust. 

Samskiptaráðgjafi er óháður aðili sem getur aðstoðað og leiðbeint einstaklingum sem telja sig hafa verið beittir ofbeldi eða misrétti í íþrótta- eða æskulýðsstarfi. Þjónusta samskiptaráðgjafa er gjaldfrjáls.

Samskiptaráðgjafi hefur það markmið að auka öryggi í íþrótta- og æskulýðsstarfi barna, ungmenna og fullorðinna. Markmiðið er að allir geti tekið virkan þátt á sínum vettvangi og jafnframt leitað sér aðstoðar eða leitað réttar síns vegna atvika og misgerða sem hafa átt sér stað án þess að óttast afleiðingar. 

Þjónusta og ráðgjöf samskiptaráðgjafa stendur öllum þeim til boða sem tilheyra skipulögðu íþrótta- og æskulýðsstarfi á landinu. Til samskiptaráðgjafa er hægt að leita með mál er varða andlegt-, líkamlegt- og kynferðislegt ofbeldi og áreitni, einelti og önnur sambærileg tilvik sem hafa komið upp á vettvangi íþrótta- eða æskulýðsstarfs. Einnig mun samskiptaráðgjafi koma á samræmdum viðbragðsáætlunum á landsvísu í þessum málaflokkum.

Eftir samtal eða fyrstu samskipti við samskiptaráðgjafa er boðið upp á viðtal ef málið varðar áreitni, ofbeldi eða einelti. Þá er frekari upplýsinga aflað og í kjölfarið eru næstu skref ákveðin, ávallt í samráði við þann sem leitar til samskiptaráðgjafa. Einnig er hægt að leita eftir ráðgjöf hjá samskiptaráðgjafa, ekki þarf að fara lengra með mál ef viðkomandi kýs það ekki. 

Heimasíða samskiptaráðgjafa mun þjóna sem upplýsinga- og fræðslusíða starfsins. Hægt er að setja sig í samband við samskiptaráðgjafa í gegnum síðuna, tilkynna atvik og fá ráðgjöf eða aðrar upplýsingar. 

Sambandsaðilar eru hvattir til að setja lógó samskiptaráðgjafa á heimasíður sínar með beina tengingu inn á heimasíðu embættisins.

Kynning á starfi samskiptaráðgjafa ÍSÍ

Elsa Gunnarsdóttir

Ummæli

Aðrar fréttir

Hjólreiðafólk ársins 2024 og lokahóf

18 November kl: 14:54

Lokahóf Hjólreiðasambands Íslands var haldið í Víkinni í gær. Allir bikarmeistarar &aa

Lokahóf HRÍ 2024

1 November kl: 17:16

Sunnudaginn 17. nóvember n.k. fer fram lokahóf Hjólreiðasambands Íslands í Víkinni,Traðarlandi 1,

Cyclo-cross æfingabúðir UCI 2024

16 October kl: 13:38

Í seinustu viku fóru 3 ungir hjólarar í Cyclo-cross æfingabúðir í  höfuðstöðvar Al

Íslandsmótið í Cyclocross 2024 - 2025

13 October kl: 18:02

Í dag fór fram Íslandsmótið í Cyclocross (CX) tímabilsins 2024-2025 á útivistarsvæ&et

Opinn formannafundur - miðvikudaginn 9. október

8 October kl: 10:56

Á morgun fer fram í Fundarsal ÍSÍ, Engjavegi 6 svonefndur formannafundur Hjólreiðasambandsins. Fundurinn

Heimsmeistaramót í Malarhjólreiðum 2024

5 October kl: 13:03

Ísland tekur þátt á heimsmeistaramóti í malarhjólreiðum í ár, með þrjá kep

Norðurlandamótið í Fjallahjólreiðum 2024

4 October kl: 12:42

Norðurlandamótið í fjallahjólreiðum fór fram í Halden, Noregi dagana 21.-22. september s.l. Íslenska li

EM í götuhjólreiðum - Elite Flokkur karla

15 September kl: 20:21

Í dag fór fram keppni í Evrópumótinu í götuhjólreiðum í Elíte flokki karla hér

EM í götuhjólreiðum - Elite Kvenna

14 September kl: 20:24

Í dag fór fram keppni í Evrópumótinu í götuhjólreiðum í Elíte flokki kvenna hé

EM í götuhjólreiðum - U23 keppni dagsins

13 September kl: 20:55

Í dag fór fram keppni í Evrópumótinu í götuhjólreiðum í U23 flokki hér í Limbu

EM í götuhjólreiðum - U23 flokkur

13 September kl: 07:47

Í dag föstudag er komið að götuhjólakeppninni í U23 flokknum, en þar eru við með 4. manna karla lið.

EM í götuhjólreiðum - Keppni í Tímatöku

11 September kl: 17:41

Í dag fóru fram allar tímatökukeppnir Evrópumótsins hér í Limburg Belgíu. En tímat&o

EM í götuhjólreiðum - dagur tvö

10 September kl: 12:49

Í dag fóru keppendur aftur af stað að kíkja á keppnisbrautirnar hér í Belgíu. En á morgu

EM í götuhjólreiðum 2024 - fyrsti dagur

9 September kl: 19:27

Íslenski landsliðshópurinn kom til Belgíu í gær. Eftir akstur til Maastricht þar sem liðið ásamt f

Íslandsmót í Maraþon fjallahjólreiðum 2024

31 August kl: 20:05

Í dag fór fram Íslandsmótið í Maraþon fjallahjólreiðum (XCM) á Hólmsheiðinni. Um va