Smáþjóðaleikar 2021

30.04 2020 09:31 | ummæli

Í síðustu viku tilkynnti Ólympíunefnd Andorra að ekki yrði hægt að halda Smáþjóðaleikana árið 2021 í Andorra, eins og fyrirhugað var.

Ástæður þess eru fyrst og fremst afleiðingar Covid-19, að mestu fjárhagslegar afleiðingar sem hafa áhrif á lagfæringar á mannvirkjum og annarri aðstöðu sem var fyrirhuguð fyrir leikana auk stuðnings ríkisins og fyrirtækja við fyrirhugaða framkvæmd á leikunum. Var tilkynning þeirra sett fram á þann hátt að leikunum væri frestað og yrðu að öllum líkindum næst í Andorra 2025.

Þar sem það er í höndum allra Ólympíunefnda að taka ákvörðun um staðarval leikanna, en ekki einnar þjóðar, þá var kallað til fjarfundar forseta og framkvæmdastjóra allra ólympíunefnda smáþjóða (GSSE) í gær vegna málsins. Það er í höndum aðalfundar samtaka Smáþjóðaleikanna (GSSE) að taka ákvörðun um það hvaða þjóð heldur leikana hverju sinni og því mun formleg niðurstaða um næstu leika ekki fást fyrr en í lok maí þegar áætlað er að halda aðalfund samtakanna í formi fjarfundar. Leikunum 2023 hefur verið úthlutað til Möltu, en ekki er búið að úthluta leikunum 2025.  

Miðað við ástand mála hjá flestum þjóðum Evrópu í baráttunni við kórónaveiruna má ætla að yfirgnæfandi líkur séu á því að ekki verði af leikunum á næsta ári, að minnsta kosti með því sniði sem verið hefur hingað til.

 

Frétt um málið frá ÍSÍ

http://www.isi.is/frettir/frett/2020/04/29/Andorra-haettir-vid-Smathjodaleikana-2021/

Hjalti G. Hjartarson

Síðast breytt þann 30. April 2020 kl: 09:32 af Hjalti G. Hjartarson

Ummæli

Aðrar fréttir

Reykjavíkurborg leitar að þátttakendum í rannsókn sem greina mun umferðaröryggi- og upplifun

15 April kl: 17:51

Rannsóknin er hluti af samstarfsverkefni 28 aðila víðs vegar um Evrópu. Markið verkefnisins er að finna öruggar og

Norðurlandamótið 2024 í Gravel - Eistlandi og Litháen.

8 April kl: 13:36

Norðurlandamótið 2024 í Gravel fer fram í Eistlandi og Litháen þann 8. júní n.k.

Evrópusambandið horfir til hjólreiða sem framtíðar ferðamáta

4 April kl: 12:18

Í gær skrifaði Evrópusambandið undir yfirlýsingu sem nefnd hefur verið "European Declaration on Cycling". Me

Hjólreiðaþing 2024

6 March kl: 13:32

Hjólreiðasamband Íslands boðaði til Hjólreiðaþings laugardaginn 2. mars 2024 s.l. í fundarsal Í

Hjólreiðaþing 2024 - 2. mars

28 February kl: 13:22

Hjólreiðasamband Íslands boðar til Hjólreiðaþings laugardaginn 2.mars klukkan 14.00.

Fræðslukvöld HRÍ - fimmtudaginn 7. mars kl. 18.30

27 February kl: 23:04

Hjólreiðasamband Íslands boðar til áhugaverðs fræðslufundar þann 7. mars n.k. í fundarsal Í&th

Nýjir Íslandsmeistarar í e-hjólreiðum

25 February kl: 23:45

Laugardaginn 24. febrúar s.l. fór fram fyrsta formlega Íslandsmótið í e-hjólreiðum í Zwift heimum.

Íslandsmeistaramótið í e-hjólreiðum 2024

21 February kl: 12:36

Næstkomandi laugardag fer fram fyrsta formlega Íslandsmeistaramótið í e-hjólreiðum.

Mótaskrá 2024 - uppfært

24 January kl: 17:22

Hér eru svo önnur drög að mótaskrá sumarsins 2024 frá Mótanefnd HRÍ komin. Aftur með fyrirva

Þolprófsmælingar Úrvalshóps HRÍ

13 January kl: 20:37

Í dag fóru fram þolprófsmælingar á úrvalshópi Hjólreiðasambands Íslands &ia

Styrktar- og liðleiksmælingar á úrvalshópi Hjólreiðasambands Íslands

12 January kl: 14:42

Í dag fóru fram yfirgripsmiklar styrktar- og liðleiksmælingar í rannsóknarsetri íþrótta- og heilsuv

Kynningar- og upplýsingafundur úrvalshóps Hjólreiðasambands Íslands

3 January kl: 14:42

Kynningar- og upplýsingafundur úrvalshóps Hjólreiðasambands Íslands fór fram í fundarsal Íþ

Afreksbúðir úrvalshóps HRÍ í janúar 2024

25 December kl: 22:30

Í byrjun janúar mun Hjólreiðasambandi Íslands (HRÍ) í samvinnu við rannsóknarstofu Menntavísi

Dagur sjálfboðaliðans 5. desember

30 November kl: 08:35

Í tilefni af degi sjálfboðaliðans þann 5. desember n.k. munu ÍSÍ og UMFÍ bjóða sjálfboð

Gullmerki Hjólreiðasambands Íslands 2023

5 November kl: 15:24

Í gær var Pálmari Kristmundssyni veitt Gullmerki Hjólreiðasambands Íslands. Pálmar er menntaður arki