Smáþjóðaleikar 2021

30.04 2020 09:31 | ummæli

Í síðustu viku tilkynnti Ólympíunefnd Andorra að ekki yrði hægt að halda Smáþjóðaleikana árið 2021 í Andorra, eins og fyrirhugað var.

Ástæður þess eru fyrst og fremst afleiðingar Covid-19, að mestu fjárhagslegar afleiðingar sem hafa áhrif á lagfæringar á mannvirkjum og annarri aðstöðu sem var fyrirhuguð fyrir leikana auk stuðnings ríkisins og fyrirtækja við fyrirhugaða framkvæmd á leikunum. Var tilkynning þeirra sett fram á þann hátt að leikunum væri frestað og yrðu að öllum líkindum næst í Andorra 2025.

Þar sem það er í höndum allra Ólympíunefnda að taka ákvörðun um staðarval leikanna, en ekki einnar þjóðar, þá var kallað til fjarfundar forseta og framkvæmdastjóra allra ólympíunefnda smáþjóða (GSSE) í gær vegna málsins. Það er í höndum aðalfundar samtaka Smáþjóðaleikanna (GSSE) að taka ákvörðun um það hvaða þjóð heldur leikana hverju sinni og því mun formleg niðurstaða um næstu leika ekki fást fyrr en í lok maí þegar áætlað er að halda aðalfund samtakanna í formi fjarfundar. Leikunum 2023 hefur verið úthlutað til Möltu, en ekki er búið að úthluta leikunum 2025.  

Miðað við ástand mála hjá flestum þjóðum Evrópu í baráttunni við kórónaveiruna má ætla að yfirgnæfandi líkur séu á því að ekki verði af leikunum á næsta ári, að minnsta kosti með því sniði sem verið hefur hingað til.

 

Frétt um málið frá ÍSÍ

http://www.isi.is/frettir/frett/2020/04/29/Andorra-haettir-vid-Smathjodaleikana-2021/

Hjalti G. Hjartarson

Síðast breytt þann 30. April 2020 kl: 09:32 af Hjalti G. Hjartarson

Ummæli

Aðrar fréttir

Kosningafundur Íþróttamannanefndar 2025

4 April kl: 11:47

Þann 30. apríl næstkomandi klukkan 18:00 á 3. hæð í ÍSÍ heldur Íþróttamannanefnd

Æfinga- og undirbúningsferð á Calpe

31 March kl: 16:13

Dagana 22. til 29. mars s.l. fór Íslenska landsliðið í götuhjólreiðum í æfinga- og undirbúni

Jarðvinna fyrir Fossvogsbrú að hefjast

19 March kl: 13:25

Hjólreiðasambandinu var að berast tilkynning frá framkvæmdaraðila jarðvinnu fyrir Fossvogsbrúnna. En jarð

Hjólreiðaþing 2025

2 March kl: 23:25

Hjólreiðasamband Íslands boðaði til Hjólreiðaþings laugardaginn 1. mars 2025 s.l. í fundarsal &Ia

Boðað er til Hjólreiðaþings 2025

28 February kl: 10:29

Hjólreiðasamband Íslands boðar til Hjólreiðaþings laugardaginn 1.mars klukkan 14.00

Íslandsmót í e-hjólreiðum 2025

27 February kl: 16:06

Í gær, miðvikudaginn 26. febrúar fór fram annað formlega Íslandsmótið í e-hjólreiðum &

UCI Level 2 þjálfunarnámskeið

24 February kl: 21:32

Eins og áður hefur komið fram í frétt hér frá 13. janúar s.l. þá er ráðgert að

Bikar- og Íslandsmeistaramót á Zwift 2025

10 February kl: 11:17

Fyrstu keppnir ársins eru nú að hefjast, en bikarkeppnir í e-hjólreiðum fara fram dagana 12. 19. og 26. febrú

Ráðning Landsliðsþjálfara

6 February kl: 17:36

Í desember s.l. gekk Hjólreiðasambandið frá samning við Conor Campbell til að gegna starfi landsliðsþjá

Fjölgun þjálfara - UCI þjálfaranámskeiðin

13 January kl: 14:20

Nú hafa samtals 61 einstaklingar lokið fyrsta þrepi þjálfunar námskeiðs Alþjóða hjólreið

Mótaskrá fyrir 2025 - önnur drög

9 January kl: 14:29

Hér eru svo uppfærð drög mótaskrár fyrir sumarið 2025 frá Mótanefnd HRÍ. Með fyrirvara um hu

Íþróttafólk ársins 2024 verðlaunað

7 January kl: 10:22

Seinasta laugardagskvöld var mikið um dýrðir í Hörpunni þar sem í sameiginlegu hófi ÍSÍ

Sjálfboðaliði ársins 2024

4 January kl: 15:57

Hjólreiðasamband Íslands ákvað að veita verðlaun fyrir Sjálfboðaliða ársins 2024. E

Tilkynning um úrslit Gullhjálmsins

2 January kl: 13:14

Hafdís Sigurðardóttir hlýtur Gullhjálminn 2024 Það er mjög gleðilegt að til

Kosning Gullhjálmsins 2024

22 December kl: 18:10

Hjólavarpið og Hjólreiðasamband íslands h