Launasjóður íþróttafólks tilkynntur
4 December kl: 09:00Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands kynntu s.l. mánudag Launasjóð íþróttaf
31.05 2025 19:59
|
Þá er seinasti keppnisdagur Smáþjóðaleikanna í ár á enda kominn. Í dag fór fram keppni í götuhjólreiðum.
Kvenna keppnin fór rólega af stað en fljótlega náðu tveir keppendur frá Lúxemborg að slíta sig frá hópnum. Saman tókst þeim að byggja ofan á forskot sitt á hópinn og sigra örugglega. Úrslit okkar kvenna voru þannig að Hafdís endaði í 9. sæti, Bríet 19 sæti, Júlía í 20., Silja 22., Sara 23.,og Sóley í sæti númer 26.
Brautin var mjög tæknileg þar sem 400 metra klifur var í lokin sem bauð upp á hættulegan niðurkafla. En þar féll Silja í lokahringnum en náði samt að klára.
Úrslit keppninnar má sjá hér.
Karlakeppnin byrjaði með nokkrum látum. Þar var Kristinn sem stóð vaktina meðal fremstu manna og lokaði á öll 'break' sem reynd voru í byrjun. Ekkert slíkt náði að myndast fyrr en eftir fúmlega 25 km. en á svipuðum tíma var smá árekstur í hópnum þar sem að Davíð féll í götuna.
Á þessum tímapunkti var aðeins Ingvar eftir í fremsta hópi af okkar mönnum sem samanstóð af um 25 keppendum.
Engin af okkar mönnum náði að koma sér aftur í fremsta hóp. Þegar langt var komið á keppnina fóru 2 keppendur frá stóra hópnum og náðu að halda sér fremstir út keppnina. Eins og við hefði mátt búast réðst karla keppnin á stóra klifrinu á seinasta hring. Líkt og í kvennakeppninni voru það keppendur frá Lúxemborg sem tóku 2 efstu sætin í götuhjólakeppninni hér á Smáþjóðaleikunum í Andorra.
Úrslit okkar manna voru þau að Ingvar var í 15. sæti og þeir Kristinn, Eyjólfur og Daníel komu saman í mark í sætum 31,32 og 33. Davíð og Breki kláruð ekki keppni í dag.
Úrslitin fá finna hér.
Björgvin Jónsson
Síðast breytt þann 21. November 2025 kl: 11:03 af Björgvin Jónsson
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands kynntu s.l. mánudag Launasjóð íþróttaf
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands og Lottó hvetja til tilnefninga á „Íþrótt
Hjólreiðasamband Íslands (HRÍ) tekur úrskurð Lyfjaeftirlits Íslands mjög alvarlega. Brot gegn lyfjareglu
Lokahóf Hjólreiðasambands Íslands var haldið í Víkinni í dag. Allir bikarmeistarar &aa
Þorsteinn Bárðarson hjólreiðamaður innan vébanda Hjólreiðasambands Íslands (HRÍ) hefur veri&e
Í dag fór fram Íslandsmótið í Cyclocross (CX) tímabilsins 2025-2026 við Gufunesbæ, Reykjavík.
Laugardaginn 8. nóvember n.k. fer fram lokahóf Hjólreiðasambands Íslands í Víkinni,Traðarlandi 1,
Fjórða heimsmeistaramótið í malarhjólreiðum fer fram í Suður-Limburg í Hollandi dagana 11.og 12. ok
Landsliðs- og afreksdeild Hjólreiðasambands Íslands boðar árlega til hæfileikabúða fyrir efnilegasta h
Adrían Uni Þorgilsson, aðeins 8 ára gamall, keppti fyrir hönd Íslands á Norðurlandameistaramótinu &iacu
Hæfileikabúðir Hjólreiðasambands Íslands fara að þessu sinni fram á Ísafirði dagana, 5. til 7.
Þeir Jónas Stefánsson, Börkur Smári Kristinsson og Þórir Bjarni Traustason eru nú staddir í Valais
Seinasta Sunnudag tók Jón Arnar Sigurjónsson frá Tindi þátt í Norðurlandamótinu í g&ou
Íslandsmótið í Criterium fór fram fimmtudaginn seinasta. Með því lauk seinasta Íslandsmóti &th
Í kvöld fór fram Íslandsmótið í Criterium 2025 á braut Kvartmíluklúbbsins í Hafnarfir