Tilkynning um úrslit Gullhjálmsins

2.01 2025 13:14 | ummæli

Tilkynning um úrslit Gullhjálmsins

Hafdís Sigurðardóttir hlýtur Gullhjálminn 2024

Það er mjög gleðilegt að tilkynna að Hafdís Sigurðardóttir fær Gullhjálminn 2025. Hafdís er einstök fyrirmynd og hefur með dugnaði og óbilandi eldmóði sett sterkan svip á hjólreiðasamfélagið á Íslandi. Í ár bárust yfir 50 tilnefningar til Gullhjálmsins sem veittur er af Hjólavarpinu og Hjólreiðasambandi Íslands.

Hún hefur ekki aðeins náð eftirtektarverðum árangri í eigin ferli sem hjólreiðakona, heldur einnig lagt sig óþreytandi fram við að hvetja aðra til dáða.

Með stofnun hópsins Akureyrardætur hefur Hafdís haft gríðarleg áhrif á hjólreiðamenningu á Akureyri og víðar. Hún hefur innblásið fjölda kvenna til að stíga á hjólið og er lifandi dæmi um að aldrei er of seint að elta draumana sína. „Konur þurfa að læra að setja sig í fyrsta sæti og taka tíma fyrir sjálfar sig,“ sagði Hafdís þegar hún ræddi við Hjólavarpið fyrr á árinu. Hafdís var sömuleiðis valin hjólreiðakona ársins 2024 af Hjólreiðasambandi Íslands. Á meðal afreka hennar er þátttaka á heimsmeistaramótum og framúrskarandi frammistaða í alþjóðlegum keppnum en samhliða því hefur hún stuðlað að aukinni uppbyggingu innan sportsins. 

Gullhjálmurinn er veittur til að heiðra þá sem stuðla að uppbyggingu hjólreiðasamfélagsins. Hafdís er svo sannarlega vel að þessum verðlaunum komin, og óskum við henni hjartanlega til hamingju með þessa viðurkenningu.

Hafdís var gestur í Hjólavarpinu í Október á síðasta ári og fór yfir hjólaferil sinn. Þáttur með Hafdísi Sigurðardóttir

Björgvin Jónsson

Síðast breytt þann 3. January 2025 kl: 10:13 af Björgvin Jónsson

Ummæli

Aðrar fréttir

Netfræðsla í lyfjamálum

9 July kl: 20:33

Lyfjaeftirlits Íslands kynna  nýjung í fræðslumálum varðandi lyfjamál í íþró

Mótaskrá - uppfært 7.júlí

7 July kl: 15:28

Hér er uppfærð mótaskrá fyrir það sem eftir er sumars frá Mótanefnd HRÍ. Með von og fy

Íslandsmót í Ólympískum Fjallahjólreiðum (XCO) 2025

5 July kl: 20:19

Íslandsmót í Ólympískum Fjallahjólreiðum (XCO) fór fram í dag í Kjarnaskógi, Akurey

Íslandsmót í Götuhjólreiðum 2025

29 June kl: 19:51

Íslandsmót í Götuhjólreiðum (RR) fór fram í dag í Hvalfirðinum og Kjós. Keppnin hó

Íslandsmót í Tímatöku 2025

27 June kl: 23:50

Íslandsmót í Tímatöku (TT) fór fram í kvöld í Hvalfirðinum. Mótið var haldi&et

Norðurlandamótið í Malarhjólreiðum

13 June kl: 15:19

Þann 16. ágúst verður Norðurlandamótið í malarhjólreiðum haldið í Halmst

Mótaskrá fyrir 2025 - uppfært 23.júní

10 June kl: 00:00

Hér má líta uppfærð drög mótaskrár fyrir sumarið 2025 frá Mótanefnd HRÍ. Með f

Smáþjóðaleikarnir - Keppni í Götuhjólreiðum

31 May kl: 19:59

Þá er seinasti keppnisdagur Smáþjóðaleikanna í ár á enda kominn. Í dag fór fram keppn

Götuhjólakeppnin á Smáþjóðaleikunum

30 May kl: 15:43

Morgundagurinn er seinasti keppnisdagur Smáþjóðaleikanna í ár. Þá fer keppni í götuhj&o

Dagur tvö á Smáþjóðaleikunum - XCO Keppnirnar

29 May kl: 15:41

Í dag fór fram keppni í Ólympískum fjallahjólreiðum á Smáþjóðaleikunum í

Fyrsti keppnisdagur Smáþjóðaleikanna

27 May kl: 11:33

Fyrsti keppnisdagur Smáþjóðaleikanna er lokið hjá okkar fólki í Andorra. Í dag fór fram

Keppni á Smáþjóðaleikunum hefst á morgun

26 May kl: 11:47

Smáþjóðaleikarnir fara fram í Andorra dagana 26. til 31. maí. Hjólreiðar eru meðal keppnisgreina í

Smáþjóðaleikarnir - keppnisdagar í Hjólreiðakeppnunum

24 May kl: 22:37

Á morgun er sameiginlegur ferðadagur íslenska íþróttafólksins sem enn er ekki búið að koma s&eacu

Hjólað í vinnuna hefst 7. maí

5 May kl: 15:27

Skráning í Hjólað í vinnuna er í fullum gangi en keppnin hefst svo formlega miðvikudaginn 7. maí.

Landslið Íslands á Smáþjóðaleikunum

24 April kl: 17:55

Hjólreiðasamband Íslands hefur ákveðið að senda eftirfarandi keppendur til að taka þátt fyrir Ís