Tilkynning um úrslit Gullhjálmsins

2.01 2025 13:14 | ummæli

Tilkynning um úrslit Gullhjálmsins

Hafdís Sigurðardóttir hlýtur Gullhjálminn 2024

Það er mjög gleðilegt að tilkynna að Hafdís Sigurðardóttir fær Gullhjálminn 2025. Hafdís er einstök fyrirmynd og hefur með dugnaði og óbilandi eldmóði sett sterkan svip á hjólreiðasamfélagið á Íslandi. Í ár bárust yfir 50 tilnefningar til Gullhjálmsins sem veittur er af Hjólavarpinu og Hjólreiðasambandi Íslands.

Hún hefur ekki aðeins náð eftirtektarverðum árangri í eigin ferli sem hjólreiðakona, heldur einnig lagt sig óþreytandi fram við að hvetja aðra til dáða.

Með stofnun hópsins Akureyrardætur hefur Hafdís haft gríðarleg áhrif á hjólreiðamenningu á Akureyri og víðar. Hún hefur innblásið fjölda kvenna til að stíga á hjólið og er lifandi dæmi um að aldrei er of seint að elta draumana sína. „Konur þurfa að læra að setja sig í fyrsta sæti og taka tíma fyrir sjálfar sig,“ sagði Hafdís þegar hún ræddi við Hjólavarpið fyrr á árinu. Hafdís var sömuleiðis valin hjólreiðakona ársins 2024 af Hjólreiðasambandi Íslands. Á meðal afreka hennar er þátttaka á heimsmeistaramótum og framúrskarandi frammistaða í alþjóðlegum keppnum en samhliða því hefur hún stuðlað að aukinni uppbyggingu innan sportsins. 

Gullhjálmurinn er veittur til að heiðra þá sem stuðla að uppbyggingu hjólreiðasamfélagsins. Hafdís er svo sannarlega vel að þessum verðlaunum komin, og óskum við henni hjartanlega til hamingju með þessa viðurkenningu.

Hafdís var gestur í Hjólavarpinu í Október á síðasta ári og fór yfir hjólaferil sinn. Þáttur með Hafdísi Sigurðardóttir

Björgvin Jónsson

Síðast breytt þann 3. January 2025 kl: 10:13 af Björgvin Jónsson

Ummæli

Aðrar fréttir

Hæfileikabúðir HRÍ 2025 Ísafirði

9 September kl: 11:30

Landsliðs- og afreksdeild Hjólreiðasambands Íslands boðar árlega til hæfileikabúða fyrir efnilegasta h

Norðurlandameistaramóti í keppnis-BMX hjólreiðum

5 September kl: 22:41

Adrían Uni Þorgilsson, aðeins 8 ára gamall, keppti fyrir hönd Íslands á Norðurlandameistaramótinu &iacu

Hæfileikabúðir HRÍ Ísafirði

1 September kl: 23:09

Hæfileikabúðir Hjólreiðasambands Íslands fara að þessu sinni fram á Ísafirði dagana, 5. til 7.

Heimsmeistaramót í Enduro fjallahjólreiðum

1 September kl: 13:37

Þeir Jónas Stefánsson, Börkur Smári Kristinsson og Þórir Bjarni Traustason eru nú staddir í Valais

Norðurlandamót í götuhjólreiðum

28 August kl: 12:47

Seinasta Sunnudag tók Jón Arnar Sigurjónsson frá Tindi þátt í Norðurlandamótinu í g&ou

Íslandsmeistarar ársins 2025

26 August kl: 12:04

Íslandsmótið í Criterium fór fram fimmtudaginn seinasta. Með því lauk seinasta Íslandsmóti &th

Íslandsmótið í Criterium 2025

21 August kl: 23:12

Í kvöld fór fram Íslandsmótið í Criterium 2025 á braut Kvartmíluklúbbsins í Hafnarfir

Íslandsmótið í Maraþon fjallahjólreiðum (XCM) 2025

16 August kl: 23:12

Í dag fór fram Íslandsmótið í Maraþon fjallahjólreiðum (XCM) sem fór fram á og í

Íslandsmót í Fjallabruni 2025

21 July kl: 13:24

Íslandsmótið í Fjallabruni fór fram í gær við Strýtuskála í Hlíðarfjalli, Ak

Íslandsmót í Enduro 2025

20 July kl: 22:39

Íslandsmót í Enduro fór fram í gær við Strýtuskála í Hlíðarfjalli, Akureyri

Íslandsmeistaramótið í Malarhjólreiðum

20 July kl: 20:56

Í gær fór fram í fyrsta skipti Íslandsmeistaramót í Malarhjólreiðum í samstarfi v

Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar 2025

18 July kl: 14:31

Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar (European Youth Olympic Festival, EYOF) verður haldin í Skopje í N

UCI Level 2 Þjálfaranámskeið

16 July kl: 00:00

Dagana 7. til 18. maí s.l. hélt Hjólreiðasambandið í samstarfi við  Alþjóða hjólreið

Netfræðsla í lyfjamálum

9 July kl: 20:33

Lyfjaeftirlits Íslands kynna  nýjung í fræðslumálum varðandi lyfjamál í íþró

Mótaskrá - uppfært 7.júlí

7 July kl: 15:28

Hér er uppfærð mótaskrá fyrir það sem eftir er sumars frá Mótanefnd HRÍ. Með von og fy