Tour de Himmelfart

9.05 2018 00:00 | ummæli

Tour de Himmelfart

Sjö íslensk ungmenni úr HFR taka þátt í einu stærsta barna- og unglingamóti Evrópu.

Dagana 10.–12. maí munu sjö íslensk ungmenni úr HFR keppa í Tour de Himmelfart í Odder á Jótlandi. Mótið er eitt særsta barna- og unglingamót í Vestur-Evrópu en árið 2017 voru alls 767 keppendur frá 10 þjóðum. Þetta er í 16. sinn keppnin er haldin.
Keppt er í eftirfarandi aldursflokkum: U11, U13, U14 drengir, U15, U16 drengir, U17 og junior (U19).
Mótið stendur yfir þrjá daga og samanstendur af fimm keppnum. Samanlögð stig skera úr um úrslit mótsins. Keppt er um stigatreyju (junior og U17-16), brekkutreyju (junior og U17-16) og vinningstreyju (førertrøje – gula treyjan í öllum flokkum).
Dagskráin er eftirfarandi:
Fimmtudagur 10. maí 2018:
1. Etape: Linieløb (stutt götukeppni)
2. Etape: Gadeløb (kríteríumkeppni)
Föstudagur 11. maí 2018:
3. Etape: Enkelstart (tímataka, TT)
4. Etape: Kriterium
Laugardagur 12. maí 2018:
5. Etape: Kongeetape, linieløb (löng götukeppni)
Keppendur fyrir Íslands hönd eru:
Lilja Eiríksdóttir (U15)
Inga Birna Benediktsdóttir (U17)
Eyþór Eiríksson (U19)
Bergdís Eva Sveinsdóttir (U17)
Matthías Schou Matthíasson (U16)
Natalía Erla Cassata (U17)
Agnar Örn Sigurðarson (U19) 
Nánar má lesa um keppnina hér: https://www.oddercykelklub.dk/tdh/dansk_info.php
HRÍ óskar öllum þessum flottu fulltrúum Íslands góðs gengis!

Halldóra Kristinsdóttir

Ummæli

Aðrar fréttir

Afrekstefna HRÍ 2024 - 2028

16 December kl: 13:40

Ný afrekstefna fyrir 2024 - 2028 hefur verið birt á síðu HRÍ

Launasjóður íþróttafólks tilkynntur

4 December kl: 09:00

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands kynntu s.l. mánudag Launasjóð íþróttaf

Íþróttaeldhugi ársins 2025

24 November kl: 16:03

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands og Lottó hvetja til tilnefninga á „Íþrótt

Yfirlýsing HRÍ vegna úrskurðar Lyfjaeftirlits Íslands

23 November kl: 22:01

Hjólreiðasamband Íslands (HRÍ) tekur úrskurð Lyfjaeftirlits Íslands mjög alvarlega. Brot gegn lyfjareglu

Hjólreiðafólk ársins 2025 og lokahóf

8 November kl: 22:05

Lokahóf Hjólreiðasambands Íslands var haldið í Víkinni í dag. Allir bikarmeistarar &aa

Hjólreiðamaður í bráðabirgðabann frá æfingum og keppni

22 October kl: 16:39

Þorsteinn Bárðarson hjólreiðamaður innan vébanda Hjólreiðasambands Íslands (HRÍ) hefur veri&e

Íslandsmótið í Cyclocross 2025-2026

18 October kl: 21:05

Í dag fór fram Íslandsmótið í Cyclocross (CX) tímabilsins 2025-2026 við Gufunesbæ, Reykjavík.

Lokahóf Víkinni 8. nóvember

6 October kl: 12:51

Laugardaginn 8. nóvember n.k. fer fram lokahóf Hjólreiðasambands Íslands í Víkinni,Traðarlandi 1,

Heimsmeistaramótið í Malarhjólreiðum 2025

3 October kl: 10:58

Fjórða heimsmeistaramótið í malarhjólreiðum fer fram í Suður-Limburg í Hollandi dagana 11.og 12. ok

Hæfileikabúðir HRÍ 2025 Ísafirði

9 September kl: 11:30

Landsliðs- og afreksdeild Hjólreiðasambands Íslands boðar árlega til hæfileikabúða fyrir efnilegasta h

Norðurlandameistaramóti í keppnis-BMX hjólreiðum

5 September kl: 22:41

Adrían Uni Þorgilsson, aðeins 8 ára gamall, keppti fyrir hönd Íslands á Norðurlandameistaramótinu &iacu

Hæfileikabúðir HRÍ Ísafirði

1 September kl: 23:09

Hæfileikabúðir Hjólreiðasambands Íslands fara að þessu sinni fram á Ísafirði dagana, 5. til 7.

Heimsmeistaramót í Enduro fjallahjólreiðum

1 September kl: 13:37

Þeir Jónas Stefánsson, Börkur Smári Kristinsson og Þórir Bjarni Traustason eru nú staddir í Valais

Norðurlandamót í götuhjólreiðum

28 August kl: 12:47

Seinasta Sunnudag tók Jón Arnar Sigurjónsson frá Tindi þátt í Norðurlandamótinu í g&ou

Íslandsmeistarar ársins 2025

26 August kl: 12:04

Íslandsmótið í Criterium fór fram fimmtudaginn seinasta. Með því lauk seinasta Íslandsmóti &th