Stigamót og lokahóf

16.11 2020 18:00 | ummæli

UPPFÆRÐ FRÉTT!

Í ljós kom eftir að úrslit úr stigamótum voru birt í gær (16.11) að það misfórst að taka tillit til stiga úr Íslandsmóti í TT, en samkvæmt frétt á síðu hri.is frá 14. ágúst sl (http://hri.is/frettir/motahald-a-naestunni-fra-14-agust) kom fram að þar sem 5. stigamót í TT féll niður var ákveðið að stig úr Íslandsmóti skyldu einnig gilda í stigamótsröð.

Búið er að uppfæra úrslitin í meðfylgjandi skjali en þetta hefur engin áhrif á röðun í sæti nema í B flokki karla. Við biðjumst velvirðingar á þessum mistökum.

Uppfærð úrslit.

Nokkrar tilkynningar frá stjórn HRÍ.

Eins og flestum ætti að vera kunnugt mun ekki vera unnt að halda Íslandsmót í CX á þessu ári (né nokkur önnur mót líklega). Við munum taka stöðuna á nýju ári og svo hvort það verði möguleiki að setja þetta mót á á fyrri hluta næsta árs.

Verið er að vinna í að velja hjólreiðafólk ársins og mun tilkynning um það berast formönnum aðildarafélaga á tölvupósti fljótlega.

Í ljósi aðstæðna hefur stjórn HRÍ ákveðið að lokahóf sambandsins verður ekki haldið að þessu sinni eins og venja er.

Á lokahófi er venjan að tilkynna og veita verðlaun fyrir stigamót sumarsins. Sú afhending verðlauna mun bíða betri tíma og verður tilkynnt um síðar. Hér að neðan eru þó úrslit úr stigamótum sumarsins, 3 efstu í hverjum flokki fyrir hverja mótaröð. Samkvæmt reglum sambandsins getur einstaklingur ekki talist stigameistari nema að ná stigum úr að lágmarki 3 mótum. Stig gilda úr öllum stigamótum nema einu. Ef tveir keppendur eru jafnir að stigum eftir öll mót telst sá sigurvegari sem oftar er í fyrsta sæti, ef enn er jafnt þá sá sem er oftar í öðru sæti o.s.frv.

Varðandi Fjallahjólreiða stigamót 2020. Samkvæmt reglum HRI skal halda að lágmarki 4 keppnir innan hjólreiðagreinar. Þar sem aðeins náðist að halda tvö stigamót og eitt Íslandsmót í Fjallahjólreiðum hefur stjórn ákveðið að veita undanþágu og telja öll þessi 3 mót til stiga.

Afhending verðlauna mun fara fram við gott tækifæri síðar.

 

 

Elsa Gunnarsdóttir

Síðast breytt þann 17. November 2020 kl: 21:53 af Elsa Gunnarsdóttir

Ummæli

Aðrar fréttir

Ársþing HRÍ 13. mars nk.

15 February kl: 09:50

Stjórn HRÍ hefur boðað til ársþings HRÍ þann 13. mars næstkomandi.

Mini Lokahóf HRÍ

8 February kl: 10:33

Hjólreiðasamband Íslands stóð fyrir "mini" lokahófi um helgina þar sem veitt voru verðlaun til stigam

Leiðbeiningar HRÍ - gilda frá 13. janúar

12 January kl: 14:19

Í viðhengi hér að neðan má sjá leiðbeiningar HRÍ sem taka gildi á morgun, 13 janúar.

hJólakveðja

24 December kl: 10:06

Stjórn Hjólreiðasambands Íslands óskar ykkur öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi &aacut

Mótaskrá 2021

13 December kl: 00:00

Fyrsta útgáfa af mótaskrá HRÍ fyrir árið 2021 er komin út.

Kosning á hjólreiðafólki ársins og efnilegasta hjólreiðafólki ársins 2020

11 December kl: 08:24

Í gærkvöldi fór fram kosning á hjólreiðafólki ársins í röðum HRÍ. Öll a&

Uppfærðar sóttvarnarreglur - gilda til 1. desember

17 November kl: 18:45

Uppfærðar sóttvarnarreglur.

Stigamót og lokahóf

16 November kl: 18:00

UPPFÆRÐ FRÉTT! Í ljós kom eftir að úrslit úr stigamótum voru birt í gær (16

Covid-19 leiðbeiningar fyrir HRÍ - gilda frá 20 október

27 October kl: 10:20

Í tenglinum hér að neðan eru uppfærðar sóttvarnar leiðbeiningar frá HRÍ fyrir aðildarfél&

Uppfærðar sóttvarnarreglur - gilda til 19. október

6 October kl: 15:36

Í tenglinum hér að neðan eru uppfærðar sóttvarnarreglur sem gilda fyrir öll aðildarfélg HRÍ.

CX stigamótum aflýst

5 October kl: 17:21

Tilkynning frá HFR:

Uppfærðar sóttvarnarreglur - gilda til 18. október

30 September kl: 09:36

Í tenglinum hér að neðan eru uppfærðar sóttvarnarreglur sem gilda fyrir öll aðildarfélg HRÍ.

XCM mót staðfest á Hólmsheiði

9 September kl: 21:44

Góðar fréttir. Það er komið leyfi fyrir XCM mótinu á Hólmsheiðinni þann 13 september.

Heimsmeistaramót á Ítalíu í götuhjólreiðum og TT

7 September kl: 12:09

HRÍ hefur ákveðið að senda fulltrúa Íslands á heimsmeistaramótið í götuhjólrei&e

XCM - upplýsingar

5 September kl: 10:39

Því miður er staðan þannig fyrir Íslandsmót í XCM að við munum ekki getað notað brautin sem b