Hjólreiðaþing 2021

16.03 2021 11:16 | ummæli

Hjólreiðaþing 2021 fór fram sunnudaginn 14. mars síðastliðinn í fundarsal ÍSÍ við Engjaveg. Fundurinn fór vel fram og mættir voru 26 þingfulltrúar frá 12 aðildarfélögum, þar af voru 2 þingfulltrúar á fjarfundi en ákveðið var að streyma fundinum fyrir þá sem ekki komust og einnig var streymt fyrir áhorf. 

Farið var yfir skýrslu stjórnar og árskreikning auk þess sem fjárhagsáætlun fyrir árið 2021 var lögð fram. Litlar lagabreytinga tillögur voru lagðar fram og einnig var farið fyrir Afreksstefnu HRÍ, en sú stefna hefur ekki verið til fyrr en nú. 

Hafsteinn Pálsson var gestur á þinginu og koma hann á fyrirhönd ÍSÍ og hélt stutta tölu og færði kveðju frá framkvæmdastjórn ÍSÍ. 

Allar skýrslur, reikningar og önnur gögn sem lögð voru fram voru samþykkt af þingfulltrúum. 

Bjarni var einn í framboð voru til formanns þannig að hann, Bjarni Már Svavarsson, Umf. Grindavík, var sjálfkjörin til áframhaldandi formennsku. Auk hans voru einnig sjálfkjörin í stjórn til 2ja ára Elsa Gunnarsdótti HFR og Guðfinnur Hilmarsson Tindi. Varamenn voru kosnir Gunnlaugur Sigurðsson Bjarti, Helgi Berg Friðþjófsson BFH og Arnór Barkarson HFR. 

Gögn frá fundinum má sjá í hlekkjunum hérna að neðan. 

Stjórn HRÍ þakkar öllum fyrir komuna á þingið og fyrir farsælt starf á liðnu ári. 

Skýrsla stjórnar

Ársreikningur

Rekstraráætlun

Lagabreytingatillögur

Afreksstenfa HRÍ

Fundargerð

 

 

 

Elsa Gunnarsdóttir

Ummæli

Aðrar fréttir

Uppfærðar sóttvarnarreglur - gilda frá 10. maí

13 May kl: 17:46

Nýjar sóttvarnareglur sem gilda frá 10. - 26. maí

Uppfærðar keppnisreglur HRÍ

1 May kl: 00:00

Keppnisreglur HRÍ hafa verið uppfærðar fyrir tímabilið 2021.

Nýjar reglur sem gilda til og með 5 maí

16 April kl: 11:49

Sjá í viðhengi uppfærðar sóttvarnarreglur HRÍ sem gilda til og með 5. maí.  

Reiðhjól í umferð

13 April kl: 13:15

Í ljósi umræðunnar að undanförnu varðandi umferð hjólandi á götum úti langar Hjólre

Uppfærð mótaskrá

7 April kl: 00:00

Uppfærð mótaskrá (4. útgáfa) er hér birt. Síðustu breytingar eru gerðar 7. apríl.

Uppfærðar sóttvarnarreglur - gilda frá 25. mars

31 March kl: 11:12

Hérna er linkur í uppfærðar sóttvarnareglur Hjólreiðasmbands Íslands.

Hjólreiðaþing 2021

16 March kl: 11:16

Hjólreiðaþing 2021 fór fram sunnudaginn 14. mars síðastliðinn í fundarsal ÍSÍ við Engjaveg. F

Hjólreiðaþing gögn og streymi

13 March kl: 13:00

Hér fyrir neðan eru gögn fyrir hjólreiðaþing.  

Nýjar sóttvarnareglur - frá 24. febrúar

2 March kl: 18:14

Í viðhengi má finna nýar reglur sem gilda frá 24. febrúar.

Ársþing HRÍ 14. mars nk.

15 February kl: 09:50

UPPFRÆT! Stjórn HRÍ hefur boðað til ársþings HRÍ þann 14. mars næstkomandi.

Mini Lokahóf HRÍ

8 February kl: 10:33

Hjólreiðasamband Íslands stóð fyrir "mini" lokahófi um helgina þar sem veitt voru verðlaun til stigam

Leiðbeiningar HRÍ - gilda frá 13. janúar

12 January kl: 14:19

Í viðhengi hér að neðan má sjá leiðbeiningar HRÍ sem taka gildi á morgun, 13 janúar.

hJólakveðja

24 December kl: 10:06

Stjórn Hjólreiðasambands Íslands óskar ykkur öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi &aacut

Mótaskrá 2021

13 December kl: 00:00

Þriðja útgáfa af mótaskrá HRÍ fyrir árið 2021 er komin út.

Kosning á hjólreiðafólki ársins og efnilegasta hjólreiðafólki ársins 2020

11 December kl: 08:24

Í gærkvöldi fór fram kosning á hjólreiðafólki ársins í röðum HRÍ. Öll a&