Fréttir

Íslandsmótið í Cyclocross (CX) 2023/2024

Íslandsmótið í Cyclocross (CX) 2023/2024

7.10 2023 20:47 | ummæli

Í dag fór fram Íslandsmótið í Cyclocross í Elliðaárdalnum í Reykjavík. Mótið var haldið af Hjólreiðafélagi Reykjavíkur (HFR) líkt og öll CX mót seinustu ára. Íslandsmeistarar í ár urðu þau Kristín Edda Sveinsdóttir (HFR) og Ingvar Ómarsson (Breiðablik). Er hér Íslandsmeistaratitill númer sjö hjá Ingvari en númer tvö hjá Kristínu í þessari grein. En Kristín sigraði seinast árið 2017 þá aðeins 18 ára að aldri. Í kvenna flokki varð svo yngri systir Kristínar hún Bergdís í öðru sæti og í þriðja varð Katrín Marey Magnúsdóttir - allar úr HFR. Í öðru og þriðja sæti í karlaflokki voru svo bræðurnir Davíð og Kristinn Jónssynir (HFR).

Lokadagur EM í götuhjólreiðum 2023 - Elite karla

Lokadagur EM í götuhjólreiðum 2023 - Elite karla

24.09 2023 23:24 | ummæli

Á lokadegi EM í Drenthe í dag fór fram götuhjólakeppnin í Elite flokki karla. Hjólað var frá Assen sem leið lá enn aftur til Col du VAM. Hjólaðir voru samtals 199,8 km. (115 km. + 6 hringir). Ingvar Ómarsson (Breiðablik) var mættur á ráslínuna staðráðinn í að gera betur en á EM í München í fyrra þar sem hann átti frábæran dag og náði að klára rúmum 3 mínutum á eftir fremstu mönnum.Hinsvegar varð það ljóst að það yrði honum erfitt í dag þar sem hann lenti í því eftir um 30 km. leið að hjólarinn fyrir fram hann fellur í jörðina. Þrátt fyrir heiðarlega tilraun til að ná að stökkva yfir hann fékk Ingvar hjólið hans í sitt og flaug fram fyrir sig, fékk eigið hjól yfir sig og skall nokkuð illa í jörðinni. 

EM í götuhjólreiðum 2023 - Elite kvenna keppnin

EM í götuhjólreiðum 2023 - Elite kvenna keppnin

23.09 2023 17:44 | ummæli

Í dag á EM í Drenthe fór fram götuhjólakeppnin í Elite flokki kvenna. Þær Kristín Edda Sveinsdóttir (HFR) og Hafdís Sigurðardóttir (HFA) voru mættar til Meppel þaðan sem þær lögðu af stað sem leið lá til Col du Vam, samtals 129,6 km. leið (59,3 km. + 5x 13,7 km. hringir í Col du Vam). Eftir u.þ.b. 20 km. misstu þær af stóra hópnum. En sameiginlega og með samvinnu 5 annarra keppenda ásamt því að nýta sér skjól af bílalestinni tókst þeim að ná aftur inn í hópinn. Eftir um 55 km. lenti Hafdís í lítilsháttar árekstri en hún náði aftur að koma sér í hópinn. Þar héldu þær sér alla leiðinna til Col du Vam. Báðar kláruðu þær um 2 hringi áður en þeim var flaggað úr braut. Hjóluðu þær því um samtals 85 til 90 km. í dag. 

EM í götuhjólreiðum 2023 - U23 keppnin

EM í götuhjólreiðum 2023 - U23 keppnin

22.09 2023 16:59 | ummæli

Í dag á EM í Drenthe fóru fram götuhjólakeppnir í U23 flokkum karla og kvenna. Þar áttum við Íslendingar 3 keppendur. Í morgun voru þeir Davíð Jónsson og Eyþór Eiríksson (báðir úr HFR) mættir til Hoogenveen þar sem lagt var af stað sem leið lá til Col du Vam, samtals 134,9 km. leið (64,6 km. + 5 hringir í Col du Vam). Davíð náði 3 hringjum inni í Col du Vam en var tekin úr braut í 4. hring af öryggisástæðum þegar aðeins um 2 hringir voru eftir. Eyþór var hinsvegar tekinn út þegar um 55 km. voru eftir af keppni dagsins. Keppnisbrautin var nokkuð dæmigerð Hollensk keppnisbraut, krefjandi með mikið af kröppum beygjum og hringtorgum sem þurfti að spretta úr. Hliðarvindur, þröngir sveitavegir, mikill hraði og nokkrir árekstrar áttu sér stað í keppninni. Má segja það hafi verið mjög vel gert hjá Davíð að ná inn í hringina  í Col du Vam. Í samtali við HRÍ sagðist Davíð hafa átt góðan dag og liðið vel, hann hafi lengstum staðsett sig aftarlegar í hópnum, sem var mjög stór. Aftur á móti var Eyþór ekki fyllilega sáttur með sína frammisöðu þar sem hann hefði viljað komast lengra, og ná inn í hringina í Col du Vam.

EM í Tímatöku 2023

EM í Tímatöku 2023

20.09 2023 23:07 | ummæli

Á Evrópumótinu í Götuhjólreiðum í Drenthe í Hollandi í dag fór fram tímatöku keppnin. Hjólaður var hringur sem hófst og endaði í borginni Emmen. Allir okkar keppendur utan Eyþór tóku þátt. Úrslitin má sjá á heimasíðu keppninnar. Bergdís Eva Sveinsdóttir og Davíð Jónsson tóku þátt í U23 flokknum. Bergdís endaði í 35. sæti af 35, á meðan Davíð endaði í 31. sæti af 38.

Landsliðið í götuhjólreiðum mætt til Drenthe í Hollandi

Landsliðið í götuhjólreiðum mætt til Drenthe í Hollandi

18.09 2023 22:59 | ummæli

Landslið Íslands í Götuhjólreiðum mætti til Drenthe í Hollandi í gær. Tíminn hefur verið nýttur til að viðra hjólin, en á morgun er hinsvegar opinber æfingadagur í Tímatökubrautinni. Á miðvikudag er svo fyrsti keppnisdagurinn. Þá mun tímatökukeppnin í öllum flokkum fara fram.

Landslið Íslands í götuhjólreiðum á Evrópumeistaramótinu í Drenthe, Hollandi 2023

Landslið Íslands í götuhjólreiðum á Evrópumeistaramótinu í Drenthe, Hollandi 2023

31.08 2023 16:36 | ummæli

Landsliðs- og afreksnefnd Hjólreiðasambands Íslands hefur ákveðið að senda eftirfarandi keppendur til Drenthe í Hollandi til að taka þátt á Evrópumeistaramótið í götuhjólreiðum sem fer þar fram dagana 20. til 24. september n.k.   Keppendur í Elite Kristín Edda Sveinsdóttir - HFR Hafdís Sigurðardóttir - HFA Ingvar Ómarsson - Breiðablik Keppendur í U23-flokki Davíð Jónsson - HFR Eyþór Eiríksson - HFR Bergdís Eva Sveinsdóttir - HFR  

Íslandsmeistarar í Maraþon fjallahjólreiðum 2023

Íslandsmeistarar í Maraþon fjallahjólreiðum 2023

27.08 2023 18:08 | ummæli

Í dag fór fram Íslandsmótið í Maraþon fjallahjólreiðum (XCM) á Hólmsheiðinni. Um var að ræða sömu braut og notuð hefur verið seinustu tvö árin. Mótið var haldið af Tindi. Sigurvegarar í Elíte flokkum voru þau Bríet Kristý Gunnarsdóttir og Kristinn Jónsson. Í öðru sæti í flokki kvenna var Ágústa Edda Björnsdóttir og í þriðja Björg Hákonardóttir. Í karla flokki var Ingvar Ómarsson í öðru sæti og í því þriðja var Eyjólfur Guðgeirsson. Úrslit dagins voru þessi: A-flokkur Karla 1. Kristinn Jónsson - HFR 2. Ingvar Ómarsson - Breiðablik 3. Eyjólfur Guðgeirsson- Tindur A-flokkur Konur 1. Bríet Kristý Gunnarsdóttir - Tindur 2. Ágústa Edda Björnsdóttir - Tindur  3. Björg Hákonardóttir - Breiðablik

Íslandsmót í Criterium 2023

Íslandsmót í Criterium 2023

21.08 2023 22:39 | ummæli

Í gær fór fram Íslandsmótið í Criterium á braut Kvartmíluklúbbsins í Hafnarfirði við Álfhellu. Mótið var haldið af Bjarti í rjómablíðu. Íslandsmeistarar 2023 voru þau Silja Jóhannesdóttir (HFA) og Kristinn Jónsson (HFR).  Úrslit dagsins voru þessi: A-flokkur Konur 1. Silja Jóhannesdóttir - 1988 Félag: HFA 2. Kristín Edda Sveinsdóttir - 1999 Félag: HFR 3. Hafdís Sigurðardóttir - 1989 Félag: HFA  A-flokkur Karlar 1. Kristinn Jónsson - 2000 Félag: HFR  2. Davíð Jónsson - 2004 Félag: HFR  3. Þorsteinn Bárðarsson - 1975 Félag: Tindur U23 KVK 1. Bergdís Eva Sveinsdóttir - 2003 Félag: HFR  U23 KK 1. Davíð Jónsson- 2004 Félag: HFR 

Evrópumeistaramótið í Fjallabruni í Frakklandi afstaðið

Evrópumeistaramótið í Fjallabruni í Frakklandi afstaðið

21.08 2023 13:55 | ummæli

Þá er Evrópumeistaramótinu í fjallabruni lokið en mótið fór fram í Les Menuires í frönsku ölpunum, dagana 18. - 20. ágúst, við mjög krefjandi aðstæður þar sem m.a. hitinn fór upp í 34 gráður yfir miðjan dag. Heildarfjöldi keppenda var í hærra lagi en alls voru 520 keppendur skráðir til leiks og var því brautin, sem er virkilega hröð og krefjandi, fljót að grafast illa. Það var mikið öngþveiti í æfingaferðum og mjög þétt á milli keppenda sem sáu oft lítið vegna ryks sem þyrlaðist upp og lá yfir brautinni í logninu.  Brautin sem er um 2,5 km. að lengd, liggur ofan trjálínu í grýttu landslagi í um 2000 metra hæð. Hún tók sinn toll en rétt rúmlega 470 keppendur náðu að klára og var þyrlan óþægilega oft á lofti að sækja slasaða keppendur í brautinni.