Fréttir

Íslandsmótið í Cyclocross 2024 - 2025

Íslandsmótið í Cyclocross 2024 - 2025

13.10 2024 18:02 | ummæli

Í dag fór fram Íslandsmótið í Cyclocross (CX) tímabilsins 2024-2025 á útivistarsvæði Mosfellsbæjar við Stekkjarflöt. Skipuleggjendur voru Tindur hjólreiðafélag en mótstjóri var Jón Gunnar Kristinsson úr HFR. Þakkir til Mosfellsbæjar að bjóða hjólreiðafólk velkomið í heimsókn og fyrir að bjóða keppendum svo í sund eftir keppni. Sigurvegarar í Elíte flokkum í ár voru þau Kristín Edda Sveinsdóttir og Ingvar Ómarsson annað árið í röð.

Opinn formannafundur - miðvikudaginn 9. október

Opinn formannafundur - miðvikudaginn 9. október

8.10 2024 10:56 | ummæli

Á morgun fer fram í Fundarsal ÍSÍ, Engjavegi 6 svonefndur formannafundur Hjólreiðasambandsins. Fundurinn verður að þessu sinni opinn öllum áhugasömum, hvort sem þeir séu formenn aðildafélaganna, stjórnarmenn félaganna, þjálfarar, íþróttamenn eða almennir áhugamenn um hjólreiðar. Allir velkomnir!!

Heimsmeistaramót í Malarhjólreiðum 2024

Heimsmeistaramót í Malarhjólreiðum 2024

5.10 2024 13:03 | ummæli

Ísland tekur þátt á heimsmeistaramóti í malarhjólreiðum í ár, með þrjá keppendur. Þorsteinn Bárðarson sigraði sinn flokk í UCI móti í Skotlandi síðasta maí og öðlaðist þar með þátttökurétt til keppnis í 45-49 ára aldursflokkinum.  Auk hans eru þau Ingvar Ómarsson og Hafdís Sigurðardóttir sem taka þátt, fyrst Íslenskra keppenda í Elite flokk á þessu móti. 

Norðurlandamótið í Fjallahjólreiðum 2024

Norðurlandamótið í Fjallahjólreiðum 2024

4.10 2024 12:42 | ummæli

Norðurlandamótið í fjallahjólreiðum fór fram í Halden, Noregi dagana 21.-22. september s.l. Íslenska liðið var með tvo magnaða keppendur í U17 flokki, þau Sólon Kára Sölvason og Heklu Henningsdóttur. 

EM í götuhjólreiðum - Elite Flokkur karla

EM í götuhjólreiðum - Elite Flokkur karla

15.09 2024 20:21 | ummæli

Í dag fór fram keppni í Evrópumótinu í götuhjólreiðum í Elíte flokki karla hér í Limburg, Belgíu. Kristinn Jónsson keppti fyrir Íslands hönd á sínu fyrsta stórmóti í elíte flokki. 

EM í götuhjólreiðum - Elite Kvenna

EM í götuhjólreiðum - Elite Kvenna

14.09 2024 20:24 | ummæli

Í dag fór fram keppni í Evrópumótinu í götuhjólreiðum í Elíte flokki kvenna hér í Limburg, Belgíu. Fyrir Íslands hönd tóku þátt þær Silja Jóhannesdóttir, Hafdís Sigurðardóttir og Bríet Kristý Gunnarsdóttir.

EM í götuhjólreiðum - U23 keppni dagsins

EM í götuhjólreiðum - U23 keppni dagsins

13.09 2024 20:55 | ummæli

Í dag fór fram keppni í Evrópumótinu í götuhjólreiðum í U23 flokki hér í Limburg, Belgíu. Fyrir Íslands hönd tóku þátt þeir Daníel Freyr Steinarsson, Björgvin Haukur Bjarnason, Breki Gunnarsson og Davíð Jónsson.

EM í götuhjólreiðum -  U23 flokkur

EM í götuhjólreiðum - U23 flokkur

13.09 2024 07:47 | ummæli

Í dag föstudag er komið að götuhjólakeppninni í U23 flokknum, en þar eru við með 4. manna karla lið. Það skipa þeir Daníel Freyr Steinarsson, Björgvin Haukur Bjarnason, Breki Gunnarsson og Davíð Jónsson. En þeir hafa einmitt verið að keppa saman í liði HFR-Alvogen í sumar bæði heima á Íslandi sem og m.a. í Danmörku og Svíþjóð.

EM í götuhjólreiðum - Keppni í Tímatöku

EM í götuhjólreiðum - Keppni í Tímatöku

11.09 2024 17:41 | ummæli

Í dag fóru fram allar tímatökukeppnir Evrópumótsins hér í Limburg Belgíu. En tímatökukeppni fer þannig fram að keppendur eru ræstir út einn og einn í einu þar sem hver keppandi reynir að skila sér í endamark á sem styðstum tíma.

EM í götuhjólreiðum - dagur tvö

EM í götuhjólreiðum - dagur tvö

10.09 2024 12:49 | ummæli

Í dag fóru keppendur aftur af stað að kíkja á keppnisbrautirnar hér í Belgíu. En á morgun er komið að fyrsta keppnisdeginum á Evrópumótinu í götuhjólreiðum 2024. Þá munu þau Davíð Jónsson, Hafdís Sigurðsdóttir, Silja Jóhannesdóttir og Kristinn Jónsson taka þátt í Tímatökukeppni Evrópumótsins Hjólað verður frá Heusden-Zolder sem leið liggur til Hasselt, eða samtals 31,2 km. vegalengd.