Fréttir

Íslandsmót í Ólympískum Fjallahjólreiðum 2024

Íslandsmót í Ólympískum Fjallahjólreiðum 2024

22.06 2024 22:44 | ummæli

Íslandsmót í Ólympískum Fjallahjólreiðum (XCO) fór fram í dag í Öskjuhlíðinni. Mótið var haldið af Hjólreiðafélagi Reykjavíkur. Sigurvegarar í Elíte flokkum voru þau Kristín Edda Sveinsdóttir og Kristinn Jónsson bæði úr HFR. Var þetta þriðji Íslandsmeistaratitill Kristín í hjólreiðum en hennar fyrsti í XCO. Kristinn sem er Hjólreiðamaður ársins 2023 var að vinna þessa keppni annað árið í röð eftir að Ingvar hafði unnið 9 árin þar á undan og 10 á seinustu 11 árum. Í öðru sæti í flokki kvenna var Þórdís Björk Georgsdóttir og í þriðja Björg Hákonardóttir. Í karla flokki var Ingvar Ómarsson í öðru sæti og í því þriðja var Davíð Jónsson. Úrslit dagins voru þessi: A-flokkur Konur 1. Kristín Edda Sveinsdóttir - HFR 2. Þórdís Björk Georgsdóttir - Tindur 3. Björg Hákonardóttir - Breiðablik A-flokkur Karlar 1. Kristinn Jónsson - HFR  2. Ingvar Ómarsson - Breiðablik  3. Davíð Jónsson - HFR  Úrslit í yngri flokkum voru þessi : Junior KK 1. Sólon Kári Sölvason - BFH  U17 KVK 1. Hekla Henningsdóttir - HFR 2. Eyrún Birna Bragadóttir - HFR U17 KK 1. Einar Valur Bjarnason -  HFR U15 KVK 1. Áslaug Yngvadóttir - HFR U15 KK 1. Þorvaldur Atli Björgvinsson - HFR 2. Brynjar Kári jónsson - Afturelding 3. Björn Róbert Arnþórsson - Afturelding U13 KVK 1. Alexandra Árný - HFR U13 KK 1. Atli Rafn Gíslason - BFH 2. Nói Kristínarson - BFH

Íslandsmót í Hjólreiðum - sumarið 2024

Íslandsmót í Hjólreiðum - sumarið 2024

21.06 2024 22:08 | ummæli

Á morgun laugardag fer fram fyrsta Íslandsmótið í hjólreiðum á þessu ári.

5c - vefsíða um sálfræðilega færniþjálfun

5c - vefsíða um sálfræðilega færniþjálfun

7.06 2024 12:56 | ummæli

Komin er í loftið vefsíða um sálfræðilega færniþjálfun eftir hugmyndafræði 5C.

Tryggjum öruggt íþrótta- og æskulýðsstarf í sumar

Tryggjum öruggt íþrótta- og æskulýðsstarf í sumar

7.06 2024 12:21 | ummæli

Meðfylgjandi er upplýsingabréf til íþrótta- og æskulýðsfélaga og samtaka sem ætlað er að minna á ábyrgðina sem við berum öll saman þegar kemur að því að koma í veg fyrir ofbeldi.

Tour de Feminin 2024

Tour de Feminin 2024

22.05 2024 16:46 | ummæli

Dagana 23. til 26. maí fer fram 35 útgáfan af Tour de Feminin í norður Tékklandi.

Hæfileikabúðir HRÍ 2024

Hæfileikabúðir HRÍ 2024

26.04 2024 22:40 | ummæli

Landsliðs- og afreksnefnd Hjólreiðasambands Íslands boðar árlega til hæfileikabúða fyrir fremsta hjólreiðafólk landsins. Í ár voru þessar búðir haldnar fyrir okkar efnilegustu iðkendur í aldursflokkunum U15, U17, U19 og U23, þ.e. iðkendur fæddir á árunum milli 2002 og 2010.

Hæfileikabúðir HRÍ - fyrsti dagur

Hæfileikabúðir HRÍ - fyrsti dagur

25.04 2024 11:08 | ummæli

Í dag komu saman um 30 ungir hjólarar til að taka þátt í hinum árlegu Hæfileikabúðum afreksdeildar Hjólreiðasambands Íslands. Búðirnar eru hugsaðar fyrir fremsta hjólreiðafólk landsins í flokkum U15, U17, U19 og U23. Markmið þeirra er að efla samstöðu ungra og hæfileikaríkra iðkenda úr öllum greinum hjólreiða og þar með hvetja þau áfram til virkrar þátttöku í keppnum hér heima sem og að bæta árangur og getu. Einnig að gefa þeim aukna hvatningu, gera þau sterkari og betur undirbúin til að takast á við þau verkefni sem í boði eru á vegum landsliðs Hjólreiðasambands Íslands.

Hæfileikabúðir Hjólreiðasambands Íslands 25.–27. apríl 2024

Hæfileikabúðir Hjólreiðasambands Íslands 25.–27. apríl 2024

22.04 2024 14:07 | ummæli

Landsliðs- og afreksdeild Hjólreiðasambands Íslands boðar árlega til hæfileikabúða fyrir fremsta hjólreiðafólk landsins. Í ár verða búðir haldnar í Reykjadal, Mosfellsdal dagana 25. - 27. apríl.

Reykjavíkurborg leitar að þátttakendum í rannsókn sem greina mun umferðaröryggi- og upplifun

Reykjavíkurborg leitar að þátttakendum í rannsókn sem greina mun umferðaröryggi- og upplifun

15.04 2024 17:51 | ummæli

Rannsóknin er hluti af samstarfsverkefni 28 aðila víðs vegar um Evrópu. Markið verkefnisins er að finna öruggar og sjálfbærar lausnir í samgöngumálum sem skilja engin útundan (t.d. aldrað fólk, fatlað fólk og ungmenni).

Norðurlandamótið 2024 í Gravel - Eistlandi og Litháen.

Norðurlandamótið 2024 í Gravel - Eistlandi og Litháen.

8.04 2024 13:36 | ummæli

Norðurlandamótið 2024 í Gravel fer fram í Eistlandi og Litháen þann 8. júní n.k.