Fréttir

Íslandsmeistarar í Maraþon fjallahjólreiðum 2022

Íslandsmeistarar í Maraþon fjallahjólreiðum 2022

3.09 2022 00:00 | ummæli

Í dag fór fram Íslandsmótið í Maraþon fjallahjólreiðum (XCM) á Hólmsheiðinni. Um var að ræða sömu braut og var notið í fyrsta skiptið í fyrra. Mótið var haldið af Tindi. Sigurvegarar í Elíte flokkum voru Ágústa Edda Björnsdóttir og Ingvar Ómarsson. Í öðru sæti í flokki karla var Hafsteinn Ægir Geirsson og í þriðja sæti varð svo Dennis van Eijk.

Stigagjöf í Bikarmótum sumarsins uppfærð

2.09 2022 20:53 | ummæli

Stigamálin í bikarmótaröðum sumarsins hafa því miður verið í miklum ólestri hjá okkur og við í stjórn HRÍ gerum okkur grein fyrir því að þetta getur hafa komið sér illa fyrir marga keppendur. Við höfum unnið hörðum höndum við að kippa þessu í lag og nú ætti þetta að vera komið.  Við biðjumst hér formlega afsökunar á því hvenig þetta hefur verið og lofum betrumbót fyrir næsta sumar.

Íslandsmeistarar í Criteríum 2022

Íslandsmeistarar í Criteríum 2022

28.08 2022 22:46 | ummæli

Í dag fór fram Íslandsmótið í Criterium á braut Kvartmíluklúbbsins í Hafnarfirði við Álfhellu. Mótið var haldið af Bjarti. Sigurvegarar í Elíte flokkum voru Silja Jóhannesdóttir og Ingvar Ómarsson. Í kvenna flokki varð Hafdís Sigurðardóttir í öðru sæti og í þriðja sæti var Júlía Oddsdóttir. Í öðru sæti í flokki karla var Kristinn Jónsson og í þriðja sæti varð svo Óskar Ómarsson.

Hafdís og Silja J. luku keppni á EM í götuhjólreiðum í dag

Hafdís og Silja J. luku keppni á EM í götuhjólreiðum í dag

21.08 2022 13:34 | ummæli

Þær Silja Jóhannesdóttir og Hafdís Sigurðardóttir luku sinni keppni á Evrópumótinu í götuhjólreiðum í dag. Ekki tókst þeim að klára keppni þar sem þær voru flaggaðar út eftir að hafa hjólað u.þ.b. 70 af 128,3 km.

Akureyrardætur á götuhjólamóti Evrópumótsins í München

Akureyrardætur á götuhjólamóti Evrópumótsins í München

20.08 2022 09:00 | ummæli

Á morgun sunnudag leggja þær Akureyrardætur Silja Jóhannesdóttir og Hafdís Sigurðardóttir af stað í götuhjólakeppni Evrópumótsins í Þýskalandi. Silja Rúnarsdóttir tekur ekki þátt vegna veikinda.

Evópumótið í tímatöku München

Evópumótið í tímatöku München

17.08 2022 23:19 | ummæli

Í dag tóku íslensku keppendurnir þrír þátt í Evrópumótinu í tímatöku á götum Fürstenfeldbruck sem er í jaðri München borgar, Þýskalandi. Hjólaðir voru 24 km braut. Íslensku keppendurnir gáfi allt sitt í dag og stóðu sig með prýði. Silja Rúnardóttir endaði í 28. sæti á meðan Hafdís Sigurðardóttir var í 26. sæti. 1. Marlen Reusser (SUI) - 30:59.90 2. Ellen van Dijk (NED) - 31:05.67 3. Riejanne Markus (NED) - 31:27.78 _ 26. Hafdís Sigurðardóttir - 34:58.81 28. Silja Rúnarsdóttir - 35:44.78 Ingvar Ómarsson endaði svo í 30. sæti í karlakeppninni sem einnig fór fram í sömu braut í dag. 1. Stefan Bissegger (SUI) - 27:05.96 2. Stefan Küng (SUI) - 27:06.49 3. Filippo Ganna (ITA) - 27:14.00 _ 30. Ingvar Ómarsson - 31:12.19  

Norðurlandamótið í XCO í Ósló, Noregi lauk í gær

Norðurlandamótið í XCO í Ósló, Noregi lauk í gær

15.08 2022 13:06 | ummæli

Í gær lauk íslenski landsliðshópurinn keppni í Norðurlandamótinu í ólýmpískum fjallahjólreiðum (XCO) sem haldin var á Skullerud (Ósló) í Noregi. Strákarnir voru undir styrkri leiðsögn Bjarka Bjarnasonar fararstjóra og þjálfara. Anton Sigurðarson keppti í aldurshópnum U17 (15–16 ára), þeir Tómas Kári Björgvinsson Rist, Davíð Jónsson og Breki Gunnarsson kepptu í Junior flokki en Kristinn Jónsson í Elite flokki. Á laugardag fór fram Norðurlandamótið í XCO í flokkunum Junior, Elite og Master. Keppnin í U17 flokki gilti ekki til Norðurlandamóts. Úrslit má sjá hér: https://live.eqtiming.com/61759#result Í gær, sunnudag, var svo keppt í styttri "short track" keppni (XCC) í öllum flokkum en þar gekk íslenska hópnum mun betur en deginum áður. Úrslit má sjá hér: https://live.eqtiming.com/61760#result Hitinn var mikill, brautin afar tæknileg og samkeppnin mun meiri en menn eru vanir. Keppendur okkar lögðu allt í þetta og stóðu sig allir vel. Þeir koma heim reynslunni ríkari er þeir stefna að næstu keppnum á fjallahjólinu.

Ingvar Ómarsson lauk keppni í götuhjólreiðakeppni Evrópumótsins í München í dag

Ingvar Ómarsson lauk keppni í götuhjólreiðakeppni Evrópumótsins í München í dag

14.08 2022 16:21 | ummæli

Nú rétt í þessu var Ingvar Ómarson að ljúka keppni í götuhjólreiðakeppni Evrópumótsins í München, Þýskalandi. Hjólaðir voru 209,4 km. og var hún í beinni útsendingu á Rúv2. Ingvar stóð sig með mikilli prýði og náði að klára keppnina og endaði í 111. sæti, 3,31 mín á eftir sigurvegara dagsins og nýkrýndum Evrópumeistara Fabio Jakobsen frá Hollandi. Með þessu varð Ingvar fyrstur Íslendinga að klára elite keppni á meistaramóti í götuhjólreiðum. Hjólaðir voru rúmir 140 km. áður en komið var inni í München borgina sjálfa. Þar voru svo farnir fimm 13 km. langir hringir um þröngar götur og torg borgarinnar. Í samtali kvaðst Ingvar vera mjög sáttur með daginn þar sem hann hafi náð sínum markmiðum sem voru einfaldlega að klára keppnina, það hafi þó verið erfitt. Tilfynningin að svo hjóla yfir endalínuna í lok fimmta hrings hafi verið góð. Ingvar sprengdi dekk á öðrum hring og þurfti að hinkra eftir aðstoð að fá vara gjörð. Við það tapaði Ingvar rúmri hálfri mínútu á hópinn, það hafi svo tekið hann um hálfan hring að vinna sig upp og ná hópnum aftur sem hafi tekið mikla orku frá honum, en þó tekist þegar um þrír hringir voru eftir. Brautin sem farin var í dag hafi hentað vel til að klára keppnina þar sem hún væri meira í líkindum við flestar brautir sem farnar eru í götuhjólakeppnum á þann hátt að hópurinn héldist meira saman allan daginn í stað þess að liðin væru að reyna að sprengja upp keppnina snemma, eins og hafi verið t.d. tilfellið í fyrra á Evrópumótinnu á Ítalíu. Því hafi brautin hentað vel fyrir Ingvar sem var auðvitað án liðsfélaga í brautinni í dag.

Silja Jóhannesdóttir bætist við kvennalandsliðið á EM í München

Silja Jóhannesdóttir bætist við kvennalandsliðið á EM í München

12.08 2022 23:46 | ummæli

Á næstu dögum mun Silja Jóhannesdóttir bætast við kvennalandslið Hjólreiðasambands Íslands og mun hún keppa ásamt Hafdísi og Silju R. fyrir Íslands hönd í götuhjólakeppni EM í München þann 21. ágúst n.k. RÚV 2 mun sýna beint frá öllum keppnum Evrópumótsins, en dagskráin er eins og hér segir: Hópstart Elite KK - 209,4 km Sunnudag, 14. ágúst kl. 08:05 Tímataka Elite KVK - 24 km Miðvikudag, 17. ágúst kl. 11:50 Tímataka Elite KK - 24 km Miðvikudag, 17. ágúst kl. 15:20 Hópstart Elite KVK - 129,8 k Sunnudag, 21. ágúst kl. 09:20

Norðurlandamótið í XCO í Ósló, dagana 13.–14. ágúst.

Norðurlandamótið í XCO í Ósló, dagana 13.–14. ágúst.

4.08 2022 12:40 | ummæli

Þann 10. ágúst n.k. heldur hópur ungra og efnilegra fjallahjólara áleiðis á Norðurlandamótið í XCO í Ósló, dagana 13.–14. ágúst. Nánari upplýsingar um keppnina má finna á heimasíðu hennar hér.