Fréttir

Keppnisdagatal 2023 - Uppfært

10.04 2023 00:00 | ummæli

Hjálagt er uppfærð mótaskrá / keppnisdagatal fyrir árið 2023. Síðasta uppfært 20/04/2023.

Formannafundur um Afreksmál

30.03 2023 13:50 | ummæli

Formannafundur um Afreksmál fór fram í fundarsal ÍSÍ í Laugardalnum í gær 29/03/2023. Farið var yfir afreksstefnu Hjólreiðasambandsins og hugmyndafræðina sem unnið er eftir. Einnig var farið yfir hvernig valið er í landsliðsverkefni og skipað í úrvals- og afrekshóp  sambandins og hvaða aðferðafræði það sé sem þar liggi að baki. Meðfylgjandi eru glærur sem farið var yfir á fundinum.

Norðurlandamót ársins 2023

22.03 2023 15:13 | ummæli

Á ársþingi Nordic Cycling í Prag núna 4. mars s.l. voru Norðurlandamót ársins ákveðin. Eru þau eftirfarandi: - Götuhjólreiðar Masters (ITT og RR). Ullensaker, Noregi. 29. og 30. júlí. - Malarhjólreiðar/Gravel. Jyväskylä, Finlandi. 29. júlí. - BMX í Valmiera, Lettlandi. 9. september. - XCO – Gautaborg, Svíþjóð. 21. maí. - Track – Litáen. 21. til 24. nóvember.  

Hjólreiðaþing 2023

28.02 2023 00:00 | ummæli

Hjólreiðasamband Íslands boðaði til Hjólreiðaþings laugardaginn 25. febrúar 2023 s.l. í Félagsheimili Víkings í Safamýri (gamla Framheimilinu). Fundurinn fór vel fram og var mæting góð. Ákveðið var að streyma fundinum fyrir þá sem ekki komust, og nýttu nokkrir þingfulltrúar sér það. Farið var yfir skýrslu stjórnar og ársreikning auk þess sem fjárhagsáætlun fyrir árið 2023 var lögð fram. Tvær tillögur að lagabreytingum voru lagðar fram. Samþykkt var með meirihluta lagabreyting á 10. grein laga þess efnis að frá og með Hjólreiðaþingi 2024 mun formaður verða kosinn til tveggja ára í senn, en áður var það aðeins til eins árs. Kosið var í þrjú sæti til aðalstjórnar til tveggja ára og eitt til eins árs. Voru þau Ása Guðný Ásgeirsdóttir frá HFR, Sigurður Ólafsson frá BFH og Ólafur Aron Haraldsson frá Bjarti kosinn til stjórnarsetu til næstu tveggja ára. Margrét Arna Arnardóttir frá Tindi var kosinn til eins árs. Kosið var til formanns til eins árs, en aðeins einn var í framboði. Var því Bjarni Svavarsson sjálfkjörinn til að halda áfram. Gögn frá fundinum má sjá í hlekkjum hér að neðan.  Stjórn HRÍ þakkar öllum fyrir komuna á þingið og fyrir farsælt starf á liðnu ári.

Miðasala á Heimsmeistaramótið í Skotlandi

22.02 2023 10:06 | ummæli

Á morgun klukkan 10:00 hefst miðasala á Heimsmeistaramótið í Skotlandi sem fer fram dagana 3. - 13. ágúst.

Ósóttar viðurkenningar

17.02 2023 15:21 | ummæli

Enn eru nokkrar viðurkenningar ósóttar vegna móta seinasta sumars.  Þessar viðurkenningar liggja bara hér í glugganum á skrifstofu HRÍ

Uppfærður listi Alþjóða lyfjaeftirlitsstofnunarinnar (WADA)

24.01 2023 23:11 | ummæli

Þann 1. janúar s.l. tók í gildi uppfærður listi yfir efni og aðgerðir sem bönnuð eru hjá Alþjóðalyfjaeftirlitsstofnuninni (WADA). Listann í heild sinni má sjá hér. Athugið að það er alltaf á ábyrgð keppandans að vera upplýstur um hvaða efni og aðferðir eru á listanum. Hér er einnig að finna lista yfir þær breytingar sem er að finna á nýjum lista WADA.

Keppnisdagatal 2023 - Drög

6.01 2023 15:07 | ummæli

Hjálagt er mótaskrá / keppnisdagatal fyrir árið 2023 Athugið að hér eru um drög að keppnisdagatali ársins að ræða og er því með fyrirvara um nauðsynlegar breytingar.  

Hæfileikabúðir Hjólreiðasambands Íslands 2022

Hæfileikabúðir Hjólreiðasambands Íslands 2022

13.11 2022 14:33 | ummæli

Nú um helgina var hópur efnilegustu hjólurum landsins mættir á Laugarvatn í hæfileikabúðir Hjólreiðasambands Íslands. Dagskráin var þétt skipuð af fyrirlestrum, teygjum, æfingum, fræðslu, góðum mat, samveru og almennu spjalli um hjólreiðar. Samtals voru 23 hjólarar á aldrinum 14 til 20 ára saman komnir að þessu sinni. Farið var yfir helstu afreksmál liðins tímabils sem og kynning á helstu landsliðsverkefnum komandi hjólreiðatímabils. Meðal annars komu Margrét Arna Arnardóttir og fór yfir helstu liðleika-, styrktar- og teygjuæfingar sem eru öllu hjólreiðafólki mikilvægir. Ingvar Ómarson kíkti í heimsókn sagði m.a. frá sínum bakgrunni í hjólreiðum, ferilinn, markmiðssetningu og helstu afrekum og upplifunum hans sem atvinnuhjólari til mikillar hvatningar unga hjólreiðafólksins. Á sunnudag kom til okkar Conor Jordan Murphy, doktor í íþróttafræði og fór hann yfir fræðslu á sviði æfinga, æfingarprógrams og þolprófs. Helgin heppnaðist gríðarlega vel í góðu veðri og fallegu umhverfi á Laugarvatni. Mikael Schou afrekstjóri hélt utan um búðirnar og lagði línurnar að næsta keppnistímabili og miðlaði af sinni reynslu til þessa efnilega hóps hjólreiðafólks.

Lokahóf HRÍ 2022 - Hjólreiðafólk ársins

Lokahóf HRÍ 2022 - Hjólreiðafólk ársins

29.10 2022 20:41 | ummæli

Lokahóf Hjólreiðasambandsins var haldið í Víkinni í dag. Allir bikarmeistarar ársins voru heiðraðir, viðurkenningar í aldursflokkum veittar og tilkynnt um val á hjólreiðafólki ársins. Hjólreiðafólk ársins 2022 eru þau Hafdís Sigurðardóttir - HFA og Ingvar Ómarsson - Breiðablik. Efnilegasta hjólreiðafólk ársins eru þau Bergdís Eva Sveinsdóttir - HFR og Tómas Kári Björgvinsson Rist - BFH. Tómas Kári Björgvinsson Rist og Bergdís Eva Sveinsdóttir