Fréttir

EM í götuhjólreiðum -  U23 flokkur

EM í götuhjólreiðum - U23 flokkur

13.09 2024 07:47 | ummæli

Í dag föstudag er komið að götuhjólakeppninni í U23 flokknum, en þar eru við með 4. manna karla lið. Það skipa þeir Daníel Freyr Steinarsson, Björgvin Haukur Bjarnason, Breki Gunnarsson og Davíð Jónsson. En þeir hafa einmitt verið að keppa saman í liði HFR-Alvogen í sumar bæði heima á Íslandi sem og m.a. í Danmörku og Svíþjóð.

EM í götuhjólreiðum - Keppni í Tímatöku

EM í götuhjólreiðum - Keppni í Tímatöku

11.09 2024 17:41 | ummæli

Í dag fóru fram allar tímatökukeppnir Evrópumótsins hér í Limburg Belgíu. En tímatökukeppni fer þannig fram að keppendur eru ræstir út einn og einn í einu þar sem hver keppandi reynir að skila sér í endamark á sem styðstum tíma.

EM í götuhjólreiðum - dagur tvö

EM í götuhjólreiðum - dagur tvö

10.09 2024 12:49 | ummæli

Í dag fóru keppendur aftur af stað að kíkja á keppnisbrautirnar hér í Belgíu. En á morgun er komið að fyrsta keppnisdeginum á Evrópumótinu í götuhjólreiðum 2024. Þá munu þau Davíð Jónsson, Hafdís Sigurðsdóttir, Silja Jóhannesdóttir og Kristinn Jónsson taka þátt í Tímatökukeppni Evrópumótsins Hjólað verður frá Heusden-Zolder sem leið liggur til Hasselt, eða samtals 31,2 km. vegalengd.

EM í götuhjólreiðum 2024 - fyrsti dagur

EM í götuhjólreiðum 2024 - fyrsti dagur

9.09 2024 19:27 | ummæli

Íslenski landsliðshópurinn kom til Belgíu í gær. Eftir akstur til Maastricht þar sem liðið ásamt fararstjórum munu dvelja næstu 8 dagana voru hjólin sett saman og stuttur túr tekin um bæjinn.

Íslandsmót í Maraþon fjallahjólreiðum 2024

Íslandsmót í Maraþon fjallahjólreiðum 2024

31.08 2024 20:05 | ummæli

Í dag fór fram Íslandsmótið í Maraþon fjallahjólreiðum (XCM) á Hólmsheiðinni. Um var að ræða sömu braut og notuð hefur verið seinustu þrjú árin. Mótið var líkt og seinustu ár haldið af Tindi. Sigurvegarar í Elíte flokkum voru þau Bríet Kristý Gunnarsdóttir sem náði að verja titilinn frá seinasta ári og Ingvar Ómarsson. Með þessu náði Ingvar aftur titlinum af Kristni og er hann þá kominn með 8 Íslandsmeistaratitla í greininni á seinustu 9 árum. Í öðru sæti í flokki kvenna var Björg Hákonardóttir og í þriðja Júlía Oddsdóttir. Í karla flokki var Kristinn Jónsson í öðru sæti og í því þriðja var Hafsteinn Ægir Geirsson.  

Íslandsmót í Fjallabruni Úlfarsfellshlíð 2024

Íslandsmót í Fjallabruni Úlfarsfellshlíð 2024

25.08 2024 23:02 | ummæli

Í dag fór fram Íslandsmótið í Fjallabruni í Úlfarsfellshlíð í Reykjavík. Mótið var haldið af Hjólreiðafélagi Reykjavíkur (HFR). Íslandsmeistarar 2024 og með besta tíma dagsins voru þau Sól Snorradóttir (HFR) og Jóhann Arnór Elíasson (Afturelding). Er þetta þeirra fyrsti Íslandsmeistaratitill. Hjólreiðasambandið óskum þeim innilega til hamingju með árangurinn.  

Úrtak á EM í götuhjólreiðum 2024

Úrtak á EM í götuhjólreiðum 2024

21.08 2024 08:48 | ummæli

Hjólreiðasambands Íslands hefur ákveðið að senda eftirfarandi keppendur til Flæmingjalands í Belgíu til þátttöku á Evrópumeistaramóti í götuhjólreiðum sem fer þar fram dagana 11. til 15. september n.k.   Keppendur í Elite Hafdís Sigurðardóttir - HFA Bríet Kristý Gunnarsdóttir - Tindur Silja Jóhannesdóttir - HFA Kristinn Jónsson - HFR Keppendur í U23-flokki Davíð Jónsson - HFR Björgvin Haukur Bjarnason - HFR Breki Gunnarsson - HFR Daníel Freyr Steinarsson - HFR

Íslandsmót í Criterium 2024

Íslandsmót í Criterium 2024

18.08 2024 23:32 | ummæli

Í dag fór fram Íslandsmótið í Criterium 2024 á braut Kvartmíluklúbbsins í Hafnarfirði við Álfhellu. Mótið var haldið af Bjarti. Íslandsmeistarar 2024 voru þau Bríet Kristý Gunnarsdóttir (Tindur) og Kristinn Jónsson (HFR).  Úrslit dagsins voru þessi: A-flokkur Konur 1. Bríet Kristý Gunnarsdóttir - Tindur 2. Silja Jóhannesdóttir - HFA 3. Sara Árnadóttir - Ægir 3 A- flokkur Karla 1. Kristinn Jónsson - HFR 2. Davíð Jónsson - HFR 3. Þorsteinn Bárðason - Tindur  

Íslandsmótið í Enduro 2024

Íslandsmótið í Enduro 2024

14.08 2024 16:39 | ummæli

Laugardaginn seinasta fór fram Íslandsmótið í Enduro 2024 á Ísafirði. Um var að ræða samtals 6 sérleiði, sjá má leiðirnar á mtbisafjordur.is. Mótið var haldið af Hjólreiðafélagi Vestra, Ísafirði. Sigurvegarar í A-flokkum og þannig Íslandsmeistarar í Enduro árið 2024 voru þau Dagbjört Ásta Jónsdóttir og Jónas Stefánsson. Í öðru sæti í flokki kvenna var Rakel Logadóttir og í þriðja sæti varð Þórdís Björk Georgsdóttir. Í öðru sæti í flokki karla var Íslandsmeistari seinustu tveggja ára, Helgi Berg Friðþjófsson og í þriðja sæti varð Börkur Smári Kristinsson.

Norðurlandamótið í Fjallabruni - Ruka Finnlandi

Norðurlandamótið í Fjallabruni - Ruka Finnlandi

28.07 2024 22:14 | ummæli

Norðurlandamótið í Fjallabruni var haldið í Ruka í Finnlandi um helgina. Fyrir hönd Íslands kepptu þau Margrét Blöndahl Magnúsdóttir í U17, Brynjar Logi Friðriksson og Björn Andri Sigfússon í U19 flokki.