Fréttir

Íslandsmótið í Maraþon fjallahjólreiðum (XCM) 2025

Íslandsmótið í Maraþon fjallahjólreiðum (XCM) 2025

16.08 2025 23:12 | ummæli

Í dag fór fram Íslandsmótið í Maraþon fjallahjólreiðum (XCM) sem fór fram á og í kringum Reykjafell og Æsustaðafjall.

Íslandsmót í Fjallabruni 2025

Íslandsmót í Fjallabruni 2025

21.07 2025 13:24 | ummæli

Íslandsmótið í Fjallabruni fór fram í gær við Strýtuskála í Hlíðarfjalli, Akureyri. Mótið var haldið af Hjólreiðafélagi Akureyrar.  Íslandsmeistarar 2025 og með besta tíma dagsins voru þau Sól Snorradóttir (HFR) og Björn Andri Sigfússon (HFA). Er þetta annar Íslandsmeistaratitill Sólar í röð en sá fyrsti hjá Birni. En þau eru bæði aðeins á 19. aldursári. Hjólreiðasambandið óskum þeim innilega til hamingju með árangurinn.

Íslandsmót í Enduro 2025

Íslandsmót í Enduro 2025

20.07 2025 22:39 | ummæli

Íslandsmót í Enduro fór fram í gær við Strýtuskála í Hlíðarfjalli, Akureyri. Mótið var haldið af Hjólreiðafélagi Akureyrar.  Sigurvegarar í Elíte flokki var Jónas Stefánsson í karlaflokki, annað árið í röð. En þar sem aðeins einn keppandi keppti í elite flokki kvenna var ekki krýndur Íslandsmeistari í þeim flokki. Er þetta í samræmi við reglu 2.1.3 í Keppnisreglum HRÍ. Margrét Blöndahl Magnúsdóttir var eini þátttakandinn í Elite flokki kvenna.

Íslandsmeistaramótið í Malarhjólreiðum

Íslandsmeistaramótið í Malarhjólreiðum

20.07 2025 20:56 | ummæli

Í gær fór fram í fyrsta skipti Íslandsmeistaramót í Malarhjólreiðum í samstarfi við The Rift. Fyrirkomulagið er þannig að fyrstur Íslendinga í mark í karla og kvennaflokki í Elite flokki er krýndur Íslandsmeistari í greininni.  

Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar 2025

Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar 2025

18.07 2025 14:31 | ummæli

Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar (European Youth Olympic Festival, EYOF) verður haldin í Skopje í Norður-Makedóníu dagana 20.-26. júlí 2025 en hátíðin er fyrir evrópsk ungmenni á aldrinum 14-18 ára.

UCI Level 2 Þjálfaranámskeið

UCI Level 2 Þjálfaranámskeið

16.07 2025 00:00 | ummæli

Dagana 7. til 18. maí s.l. hélt Hjólreiðasambandið í samstarfi við  Alþjóða hjólreiðasambandið (UCI) tvenn framhalds þjálfaranámskeið.

Netfræðsla í lyfjamálum

Netfræðsla í lyfjamálum

9.07 2025 20:33 | ummæli

Lyfjaeftirlits Íslands kynna  nýjung í fræðslumálum varðandi lyfjamál í íþróttum, sem má finna á heimasíðu ADEL (Anti-Doping E-Learning).

Mótaskrá - uppfært 7.júlí

Mótaskrá - uppfært 7.júlí

7.07 2025 15:28 | ummæli

Hér er uppfærð mótaskrá fyrir það sem eftir er sumars frá Mótanefnd HRÍ. Með von og fyrirvara um að engar frekari breytingar verða á mótunum. - ath. hér vantar inn CX keppnir haustsins.

Íslandsmót í Ólympískum Fjallahjólreiðum (XCO) 2025

Íslandsmót í Ólympískum Fjallahjólreiðum (XCO) 2025

5.07 2025 20:19 | ummæli

Íslandsmót í Ólympískum Fjallahjólreiðum (XCO) fór fram í dag í Kjarnaskógi, Akureyri. Mótið var haldið af Hjólreiðafélagi Reykjavíkur í samvinnu við Hjólreiðafélag Akureyrar   Sigurvegarar í Elíte flokkum voru þau Kristín Edda Sveinsdóttir og Davíð Jónsson bæði úr HFR. Var þetta fimmti Íslandsmeistaratitill Kristínar í hjólreiðum og annað árið í röð í XCO. Davíð var að vinna þessa keppni í fyrsta sinn, eftir að hafa verið í 3. sæti seinustu tvö árin.

Íslandsmót í Götuhjólreiðum 2025

Íslandsmót í Götuhjólreiðum 2025

29.06 2025 19:51 | ummæli

Íslandsmót í Götuhjólreiðum (RR) fór fram í dag í Hvalfirðinum og Kjós. Keppnin hófst í við Félagsgarð við Hvalfjarðarveg og hjólaðir voru um 23. km. langir hringir um Kjós og var endað á sama stað. Mótið í ár var haldið af Hjólreiðafélagi Reykjavíkur (HFR) og þökkum við þeim fyrir mótahaldið. Sigurvegarar í Elíte flokkum, eftir æsi spennandi keppnir voru þau Þorsteinn Bárðarson og Sara Árnadóttir. Var þetta fyrsti Íslandsmeistara titill hjá þeim báðum!