Fréttir

Dagur sjálfboðaliðans 5. desember

Dagur sjálfboðaliðans 5. desember

30.11 2023 08:35 | ummæli

Í tilefni af degi sjálfboðaliðans þann 5. desember n.k. munu ÍSÍ og UMFÍ bjóða sjálfboðaliðum íþróttahreyfingarinnar að koma í Íþróttamiðstöðina í Laugardal og halda upp á daginn með okkur.Klukkan 15:00 verður stutt málþing þar sem þau þrjú sem tilnefnd voru til Íþróttaeldhuga ársins 2022, Haraldur Ingólfsson (KA/Þór), Þóra Guðrún Gunnarsdóttir (ÍSS, Björninn, SR) og Friðrik Þór Óskarsson (FRÍ, ÍR) munu segja sína sögu úr sjálfboðastarfi fyrir íþróttahreyfinguna. Að dagskrá lokinni eða um kl.16 er öllum viðstöddum boðið í vöfflukaffi í boði Vilko og Mjólkursamsölunnar.

Gullmerki Hjólreiðasambands Íslands 2023

Gullmerki Hjólreiðasambands Íslands 2023

5.11 2023 15:24 | ummæli

Í gær var Pálmari Kristmundssyni veitt Gullmerki Hjólreiðasambands Íslands. Pálmar er menntaður arkitekt frá Danska arkitektaskólanum í Árósum og háskólanum í Tókýó í Japan og á og rekur arkitektastofuna PK Arkitekta. Á námsárunum sínum í Árósum æfði hann og keppti meðal annars með dönsku hjólreiðagoðsögnunum Bjarne Riis og Brian Holm. Eftir hann kom heim úr námi byrjaði hann strax að gera lítið úr öðrum Íslenskum keppendum. Í götuhjólakeppnum þar sem hjólað var frá Hellu til Reykjavíkur skildi hann aðra keppendur iðulega eftir neðst í Kömbunum á leið til borgarinnar. Pálmar hefur verið viðloðinn hjólreiðar alla tíð, þó mis mikið samt hefur hann aldrei verið langt undan. Hann hefur tekið mikinn þátt í barna og unglingastarfi og aðstoðað krakka mikið hjá HFR, bæði með leiðsögn og öðrum hætti. Þegar ákveðið var að taka þátt í Smáþjóðaleikunum 1995 í Lúxemburg var Pálmar beðinn að hafa yfirsjón með þjálfun Íslenska liðsins. Mætti segja að þar hafi hann verið fyrsti landsliðsþjálfari okkar. En hann fór einnig með á smáþjóðaleikana sem liðsstjóri. Pálmar er búinn að skila ótrúlegu starfi fyrir hjólreiðar á Íslandi síðan löngu fyrir aldamót. Sem dæmi þá er Pálmar höfundur Vesturgötunnar sem hjóluð er á Hlaupahátíð Vestfjarða og var um tíma Íslandsmót í Maraþon fjallahjólreiðum.

Hjólreiðafólk ársins 2023 og Lokahóf

Hjólreiðafólk ársins 2023 og Lokahóf

5.11 2023 00:01 | ummæli

Lokahóf Hjólreiðasambands Íslands var haldið í Vonarsal SÁÁ í dag. Allir bikarmeistarar ársins voru heiðraðir, einnig voru viðurkenningar í B- flokkum veittar og tilkynnt um val á hjólreiðafólki ársins. Hjólreiðafólk ársins 2023 eru þau Hafdís Sigurðardóttir - HFA og Kristinn Jónsson - HFR. Efnilegasta hjólreiðafólk ársins eru þau Margrét Blöndahl Magnúsdóttir- HFR og Anton Sigurðarson - BFH. Þess má geta að Ingvar var búinn að vera kjörinn hjólreiðamaður ársins seinustu 9 ár, eða frá því hann var fyrst kjörinn 2013.

Lokahóf HRÍ 2023

Lokahóf HRÍ 2023

3.11 2023 11:44 | ummæli

Á morgun í Vonarsal SÁÁ sem staðsett er í Efstaleiti 7, verður lokahóf Hjólreiðasambands Íslands. Þar verða bikarmeistarar ársins verðlaunaðir og einnig verður tilkynnt um val á hjólreiðafólki ársins 2023. Hefst það klukkan 14:00 Þau sem tilnefnd voru af félögunum í ár í flokkunum fjórum : Efnilegasta hjólreiðakona ársins Margrét Blöndahl Magnúsdóttir (HFR) Sylvía Mörk Kristinsdóttir (HFA) Natalía Erla Cassata (Breiðablik)   Efnilegasti hjólreiðamaður ársins Anton Sigurðarson (BFH) Davíð Jónsson (HFR) Hlynur Snær Elmarsson (HFA)   Hjólreiðakona ársins Þórdís Björk Georgsdóttir (BFH) Bríet Kristý Gunnarsdóttur (Tindur) Kristín Edda Sveinsdóttir (HFR) Hafdís Sigurðardóttir (HFA) Björg Hákonardóttir (Breiðablik)   Hjólreiðamaður ársins Tómas Kári Björgvinsson Rist (BFH) Þorsteinn Bárðarson (Tindur) Kristinn Jónsson (HFR) Stefán Helgi Garðarsson (HFA) Ingvar Ómarsson (Breiðablik)    

Cyclo-cross æfingabúðir UCI

Cyclo-cross æfingabúðir UCI

11.10 2023 12:19 | ummæli

Þessa dagana eru 4 ungir hjólarar í Cyclo-cross æfingabúðum í  höfuðstöðvum Alþjóða hjólreiðasambandsins - UCI í Aigle, Sviss. Æfingabúðirnar standa yfir dagana 10. til 15. október. Seinustu ár hefur UCI boðið nokkrum löndum að senda efnilega hjólara á aldrinum 16 til 22 ára til æfinga í Aigle, Sviss. Í æfingabúðunum er einblínt á líkamlegan og andlegan styrk ásamt færni og þjálfun á sviði cyclo-cross greinarinnar. Í lok æfingabúðanna munu svo þátttakendur taka þátt í keppninni "Omnium Romand de Cyclo-cross", sem fer fram á sama stað. Þau sem fóru til Sviss í ár eru;  Tómas Kári Björgvinsson Rist - BFH Ísak Steinn Davíðsson - BFH Fanney Rún Ólafsdóttir - HFR Sigríður Dóra Guðmundsdóttir - HFR

Heimsmeistaramótið í Malarhjólreiðum 2023

Heimsmeistaramótið í Malarhjólreiðum 2023

10.10 2023 13:08 | ummæli

Um seinustu helgi fór fram annað heimsmeistaramótið í Malarhjólreiðum í Veneto héraði norður Ítalíu. Frá Íslandi fóru fjórir hjólarar til þátttöku í sínum aldursflokkum á mótinu. Þetta voru þau ; Björg Hákonardóttir - Breiðablik Þorsteinn Bárðarson - Tindur Stefán Helgi Garðarsson - HFA Róbert Lee Tómasson - Tindur

Íslandsmótið í Cyclocross (CX) 2023/2024

Íslandsmótið í Cyclocross (CX) 2023/2024

7.10 2023 20:47 | ummæli

Í dag fór fram Íslandsmótið í Cyclocross í Elliðaárdalnum í Reykjavík. Mótið var haldið af Hjólreiðafélagi Reykjavíkur (HFR) líkt og öll CX mót seinustu ára. Íslandsmeistarar í ár urðu þau Kristín Edda Sveinsdóttir (HFR) og Ingvar Ómarsson (Breiðablik). Er hér Íslandsmeistaratitill númer sjö hjá Ingvari en númer tvö hjá Kristínu í þessari grein. En Kristín sigraði seinast árið 2017 þá aðeins 18 ára að aldri. Í kvenna flokki varð svo yngri systir Kristínar hún Bergdís í öðru sæti og í þriðja varð Katrín Marey Magnúsdóttir - allar úr HFR. Í öðru og þriðja sæti í karlaflokki voru svo bræðurnir Davíð og Kristinn Jónssynir (HFR).

Lokadagur EM í götuhjólreiðum 2023 - Elite karla

Lokadagur EM í götuhjólreiðum 2023 - Elite karla

24.09 2023 23:24 | ummæli

Á lokadegi EM í Drenthe í dag fór fram götuhjólakeppnin í Elite flokki karla. Hjólað var frá Assen sem leið lá enn aftur til Col du VAM. Hjólaðir voru samtals 199,8 km. (115 km. + 6 hringir). Ingvar Ómarsson (Breiðablik) var mættur á ráslínuna staðráðinn í að gera betur en á EM í München í fyrra þar sem hann átti frábæran dag og náði að klára rúmum 3 mínutum á eftir fremstu mönnum.Hinsvegar varð það ljóst að það yrði honum erfitt í dag þar sem hann lenti í því eftir um 30 km. leið að hjólarinn fyrir fram hann fellur í jörðina. Þrátt fyrir heiðarlega tilraun til að ná að stökkva yfir hann fékk Ingvar hjólið hans í sitt og flaug fram fyrir sig, fékk eigið hjól yfir sig og skall nokkuð illa í jörðinni. 

EM í götuhjólreiðum 2023 - Elite kvenna keppnin

EM í götuhjólreiðum 2023 - Elite kvenna keppnin

23.09 2023 17:44 | ummæli

Í dag á EM í Drenthe fór fram götuhjólakeppnin í Elite flokki kvenna. Þær Kristín Edda Sveinsdóttir (HFR) og Hafdís Sigurðardóttir (HFA) voru mættar til Meppel þaðan sem þær lögðu af stað sem leið lá til Col du Vam, samtals 129,6 km. leið (59,3 km. + 5x 13,7 km. hringir í Col du Vam). Eftir u.þ.b. 20 km. misstu þær af stóra hópnum. En sameiginlega og með samvinnu 5 annarra keppenda ásamt því að nýta sér skjól af bílalestinni tókst þeim að ná aftur inn í hópinn. Eftir um 55 km. lenti Hafdís í lítilsháttar árekstri en hún náði aftur að koma sér í hópinn. Þar héldu þær sér alla leiðinna til Col du Vam. Báðar kláruðu þær um 2 hringi áður en þeim var flaggað úr braut. Hjóluðu þær því um samtals 85 til 90 km. í dag. 

EM í götuhjólreiðum 2023 - U23 keppnin

EM í götuhjólreiðum 2023 - U23 keppnin

22.09 2023 16:59 | ummæli

Í dag á EM í Drenthe fóru fram götuhjólakeppnir í U23 flokkum karla og kvenna. Þar áttum við Íslendingar 3 keppendur. Í morgun voru þeir Davíð Jónsson og Eyþór Eiríksson (báðir úr HFR) mættir til Hoogenveen þar sem lagt var af stað sem leið lá til Col du Vam, samtals 134,9 km. leið (64,6 km. + 5 hringir í Col du Vam). Davíð náði 3 hringjum inni í Col du Vam en var tekin úr braut í 4. hring af öryggisástæðum þegar aðeins um 2 hringir voru eftir. Eyþór var hinsvegar tekinn út þegar um 55 km. voru eftir af keppni dagsins. Keppnisbrautin var nokkuð dæmigerð Hollensk keppnisbraut, krefjandi með mikið af kröppum beygjum og hringtorgum sem þurfti að spretta úr. Hliðarvindur, þröngir sveitavegir, mikill hraði og nokkrir árekstrar áttu sér stað í keppninni. Má segja það hafi verið mjög vel gert hjá Davíð að ná inn í hringina  í Col du Vam. Í samtali við HRÍ sagðist Davíð hafa átt góðan dag og liðið vel, hann hafi lengstum staðsett sig aftarlegar í hópnum, sem var mjög stór. Aftur á móti var Eyþór ekki fyllilega sáttur með sína frammisöðu þar sem hann hefði viljað komast lengra, og ná inn í hringina í Col du Vam.