Fréttir

Hjólreiðaþing 2025

Hjólreiðaþing 2025

2.03 2025 23:25 | ummæli

Hjólreiðasamband Íslands boðaði til Hjólreiðaþings laugardaginn 1. mars 2025 s.l. í fundarsal ÍSÍ Engjavegi 6. Fundurinn fór vel fram og var mæting góð. Ákveðið var að streyma fundinum fyrir þá sem ekki komust. Farið var yfir skýrslu stjórnar og ársreikning auk þess sem fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var lögð fram. Til setu í stjórn voru þeir Jóhann Arnór Elíasson og Viðar Kristinsson, formaður stjórnar Vestra kjörnir til tveggja ára. Fundurinn fól svo stjórn það verkefni að finna einn aðila til viðbótar til að setjast í stjórn sambandsins til eins árs. Gögn frá fundinum má sjá í hlekkjum hér að neðan.  Stjórn HRÍ þakkar öllum fyrir komuna á þingið og fyrir farsælt starf á liðnu ári.

Boðað er til Hjólreiðaþings 2025

28.02 2025 10:29 | ummæli

Hjólreiðasamband Íslands boðar til Hjólreiðaþings laugardaginn 1.mars klukkan 14.00

Íslandsmót í e-hjólreiðum 2025

Íslandsmót í e-hjólreiðum 2025

27.02 2025 16:06 | ummæli

Í gær, miðvikudaginn 26. febrúar fór fram annað formlega Íslandsmótið í e-hjólreiðum í Zwift heimum. Líkt og í bikarmótum vetrarins voru A og B hóparnir ræstir samtímis og hjóluðu sömu vegalengd. Í þetta sinn voru hjólaðir þrír hringir á leiðinni “Yorkshire Tour of Tewit Well” í Zwift, samtals 32,4 km. og 612 metra hækkun bæði í kvenna og karlaflokki.

UCI Level 2 þjálfunarnámskeið

UCI Level 2 þjálfunarnámskeið

24.02 2025 21:32 | ummæli

Eins og áður hefur komið fram í frétt hér frá 13. janúar s.l. þá er ráðgert að fá hingað til lands þjálfara til að halda tvö UCI Level 2 þjálfaranámskeið. Nú er búið að ganga frá samkomulagi við UCI og munu þeir senda hingað þjálfara á þeirra vegum sem heldur utan um þetta námskeiðin sem haldin verða í Reykjavík nú í maí.

Bikar- og Íslandsmeistaramót á Zwift 2025

Bikar- og Íslandsmeistaramót á Zwift 2025

10.02 2025 11:17 | ummæli

Fyrstu keppnir ársins eru nú að hefjast, en bikarkeppnir í e-hjólreiðum fara fram dagana 12. 19. og 26. febrúar 2025 n.k.

Ráðning Landsliðsþjálfara

Ráðning Landsliðsþjálfara

6.02 2025 17:36 | ummæli

Í desember s.l. gekk Hjólreiðasambandið frá samning við Conor Campbell til að gegna starfi landsliðsþjálfara sambandsins.  Er hér um nýtt starf að ræða þar sem áður var sambandið með starfsmann í starfi afreksstjóra.

Fjölgun þjálfara - UCI þjálfaranámskeiðin

Fjölgun þjálfara - UCI þjálfaranámskeiðin

13.01 2025 14:20 | ummæli

Nú hafa samtals 61 einstaklingar lokið fyrsta þrepi þjálfunar námskeiðs Alþjóða hjólreiðasambandsins (UCI) síðan við hófum fyrst milligöngu um að halda slíkt námskeið frá haustinu 2021.

Mótaskrá fyrir 2025 - önnur drög

Mótaskrá fyrir 2025 - önnur drög

9.01 2025 14:29 | ummæli

Hér eru svo uppfærð drög mótaskrár fyrir sumarið 2025 frá Mótanefnd HRÍ. Með fyrirvara um hugsanlegar breytingar á mótum og tímasetningum. Ath. að hér vantar enn inn haustdagskránna og CX mótin. - uppfært 18.mars

Íþróttafólk ársins 2024 verðlaunað

Íþróttafólk ársins 2024 verðlaunað

7.01 2025 10:22 | ummæli

Seinasta laugardagskvöld var mikið um dýrðir í Hörpunni þar sem í sameiginlegu hófi ÍSÍ og Samtaka íþróttafréttamanna var lýst yfir kjöri íþróttamanns ársins ásamt því að veittar voru viðurkenningar til íþróttafólks innan allra íþróttasambanda ÍSÍ.

Sjálfboðaliði ársins 2024

Sjálfboðaliði ársins 2024

4.01 2025 15:57 | ummæli

Hjólreiðasamband Íslands ákvað að veita verðlaun fyrir Sjálfboðaliða ársins 2024. Er þetta í fyrsta skiptið sem Hjólreiðasambandið útnefnir Sjálfboðaliða ársins. En í ár var fyrir valinu Þórdís Einarsdóttir. Þórdis er svo sannarlega vel að nafnbótinni komin, en hún hefur lengi verið dugleg og ósérhlífin þegar kemur að starfi fyrir félagið sitt, Hjólreiðafélag Reykjavíkur (HFR). Bæði hefur hún verið ötul við þjálfun fjallahjólakrakka sem og skipulag æfinga og æfingaferða og margsinnis hefur hún verið fararstjóri slíkra ferða. Hún hefur einnig setið í stjórn HFR til margra ára og er núna á sínu öðru ári sem starfandi formaður félagsins. Hefur hún komið að mótastjórnun fjölda móta með tilheyrandi vinnu. Hún brennur fyrir félagið sitt og íþróttina í heild sinni og er ávallt tilbúinn að fórna sínum tíma fyrir það.