Fréttir

Íslandsmeistarar í Maraþon fjallahjólreiðum 2023

Íslandsmeistarar í Maraþon fjallahjólreiðum 2023

27.08 2023 18:08 | ummæli

Í dag fór fram Íslandsmótið í Maraþon fjallahjólreiðum (XCM) á Hólmsheiðinni. Um var að ræða sömu braut og notuð hefur verið seinustu tvö árin. Mótið var haldið af Tindi. Sigurvegarar í Elíte flokkum voru þau Bríet Kristý Gunnarsdóttir og Kristinn Jónsson. Í öðru sæti í flokki kvenna var Ágústa Edda Björnsdóttir og í þriðja Björg Hákonardóttir. Í karla flokki var Ingvar Ómarsson í öðru sæti og í því þriðja var Eyjólfur Guðgeirsson. Úrslit dagins voru þessi: A-flokkur Karla 1. Kristinn Jónsson - HFR 2. Ingvar Ómarsson - Breiðablik 3. Eyjólfur Guðgeirsson- Tindur A-flokkur Konur 1. Bríet Kristý Gunnarsdóttir - Tindur 2. Ágústa Edda Björnsdóttir - Tindur  3. Björg Hákonardóttir - Breiðablik

Íslandsmót í Criterium 2023

Íslandsmót í Criterium 2023

21.08 2023 22:39 | ummæli

Í gær fór fram Íslandsmótið í Criterium á braut Kvartmíluklúbbsins í Hafnarfirði við Álfhellu. Mótið var haldið af Bjarti í rjómablíðu. Íslandsmeistarar 2023 voru þau Silja Jóhannesdóttir (HFA) og Kristinn Jónsson (HFR).  Úrslit dagsins voru þessi: A-flokkur Konur 1. Silja Jóhannesdóttir - 1988 Félag: HFA 2. Kristín Edda Sveinsdóttir - 1999 Félag: HFR 3. Hafdís Sigurðardóttir - 1989 Félag: HFA  A-flokkur Karlar 1. Kristinn Jónsson - 2000 Félag: HFR  2. Davíð Jónsson - 2004 Félag: HFR  3. Þorsteinn Bárðarsson - 1975 Félag: Tindur U23 KVK 1. Bergdís Eva Sveinsdóttir - 2003 Félag: HFR  U23 KK 1. Davíð Jónsson- 2004 Félag: HFR 

Evrópumeistaramótið í Fjallabruni í Frakklandi afstaðið

Evrópumeistaramótið í Fjallabruni í Frakklandi afstaðið

21.08 2023 13:55 | ummæli

Þá er Evrópumeistaramótinu í fjallabruni lokið en mótið fór fram í Les Menuires í frönsku ölpunum, dagana 18. - 20. ágúst, við mjög krefjandi aðstæður þar sem m.a. hitinn fór upp í 34 gráður yfir miðjan dag. Heildarfjöldi keppenda var í hærra lagi en alls voru 520 keppendur skráðir til leiks og var því brautin, sem er virkilega hröð og krefjandi, fljót að grafast illa. Það var mikið öngþveiti í æfingaferðum og mjög þétt á milli keppenda sem sáu oft lítið vegna ryks sem þyrlaðist upp og lá yfir brautinni í logninu.  Brautin sem er um 2,5 km. að lengd, liggur ofan trjálínu í grýttu landslagi í um 2000 metra hæð. Hún tók sinn toll en rétt rúmlega 470 keppendur náðu að klára og var þyrlan óþægilega oft á lofti að sækja slasaða keppendur í brautinni.

Evrópumeistaramótið í Fjallabruni í Frakklandi

Evrópumeistaramótið í Fjallabruni í Frakklandi

17.08 2023 17:16 | ummæli

Dagana 18. til 20. ágúst fer fram í Les Menuires í Frakklandi Evrópumeistaramótið í fjallabruni. Við Íslendingar eigum þar 3 keppendur, en það eru þau : Anton Sigurðarson (BFH) - U17 Björn Andri Sigfússon (HFA) - Junior Sól Snorradóttir (HFR) - Junior Keppendurnir eru komnir á staðinn og fór dagurinn í dag í að setja hjólin saman og skoða brautina. En brautin er opin og hröð með krefjandi kafla sem skiptast á að halda keppendum við efnið. Stökkpallar af stærri gerðinni og tvær stórar grjótskriður. Þeir tala hér um úti að þessi braut sé ekta frönsk. Rásmarkið er í 2.300m hæð og endamarkið í 1.800m hæð og lengd brautarinnarinnar er 2,5km.

HM í hjólreiðum í Skotlandi - 13. ágúst

HM í hjólreiðum í Skotlandi - 13. ágúst

13.08 2023 18:00 | ummæli

Seinasti dagurinn á heimsmeistaramótinu í hjólreiðum var í dag. Þær Silja Jóhannesdóttir (HFA), Hafdís Sigurðardóttir (HFA) og Kristín Edda Sveinsdóttir (HFR) kepptu í götuhjólakeppni Elite kvenna. Samtals voru 207 konur sem hófu keppni Loch Lomond og hjóluðu sem leið lá til Glasgow borgar, þar sem áætlað var að hjóla samtals 6 hringi á götum Glasgow borgar, alls 154 km. leið.  

HM í hjólreiðum í Skotlandi - 12. ágúst

HM í hjólreiðum í Skotlandi - 12. ágúst

12.08 2023 17:31 | ummæli

Kristinn Jónsson (HFR) tók í dag þátt í Ólympískum fjallahjólreiðum (XCO) í Elite flokki. Endaði hann í 91. sæti af 95 sem kláruðu keppni í dag. Sjá úrslit hér.

HM í hjólreiðum í Skotlandi - 11. ágúst

HM í hjólreiðum í Skotlandi - 11. ágúst

11.08 2023 20:45 | ummæli

Í dag fór fram götuhjólakeppnin Para-cycling þar sem Arna Sigríður Albertsdóttir (HFR) hjólaði 15,5 km. hring í Dumfries. Endaði hún í 14 sæti í sínum flokki (H3). Sjá úrslit hér. Ingvar Ómarsson (Breiðablik) tók þátt í tímatökukeppni karla Elite. Hjólaði hann 47,8 km. hring um og í kringum Stirling. Kom hann í mark á tímanum 1:04:28 klst. 9:09 mín. á eftir sigurvegaranum Remco Evenepoel (BEL). Dugði það honum í 52. sætið af 77 keppendum sem kláruði keppni. Sjá úrslit hér.

HM í hjólreiðum í Skotlandi - 10. ágúst

HM í hjólreiðum í Skotlandi - 10. ágúst

10.08 2023 18:26 | ummæli

Á HM í hjólreiðum í Skotlandi í dag tóku þrír íslendingar þátt.  Tómas Kári Björgvinsson Rist (BFH) keppti í Ólympískum fjallahjólreiðum (XCO) í Glentress skógi og endaði hann í 84. sæti í Junior flokki. Sjá úrslitin hér. Þær Kristín Edda Sveinsdóttir (HFR) og Íslandsmeistarinn, Hafdís Sigurðardóttir (HFA) tóku þátt í 36,2 km tímatöku keppni Elite kvenna í Stirling. Endaði Kristín Edda í 68. sæti á tímanum 56:41.74 en Hafdís í sæti 52 (53:22.71) af samtals 85 sem luku keppni. Hin Bandaríska Chloe Dygert sigraði á tímanum 46:59.80. Þetta var vægast sagt frábær árangur hjá konunum okkar á þessu stærsta sviði hjólreiða og mikil bæting frá fyrri árum. Sjá úrslitin hér.

HM í hjólreiðum í Skotlandi - 9. ágúst

HM í hjólreiðum í Skotlandi - 9. ágúst

9.08 2023 19:41 | ummæli

Á Heimsmeistaramótinu í hjólreiðum í Skotlandi í dag tóku tveir Íslendingar þátt í tímatöku keppni í sínum flokkum. Arna Sigríður Albertsdóttir hjólaði 17 km. leið í Para-Cycling í Dumfries og endaði hún í 13 sæti af 15 þátttakendum í hennar flokki. Sjá úrslitin hér. Einnig tók Íslandsmeistarinn í tímatöku, Davíð Jónsson þátt í U-23 flokki. Hann hjólaði 36,2 km. leið í og um kringum Stirling. Endaði hann í 59. sæti af 78 keppendum í hans flokki. Sjá úrslitin hér.

Jón Arnar lauk keppni í Glasgow í dag

Jón Arnar lauk keppni í Glasgow í dag

7.08 2023 22:16 | ummæli

Jón Arnar Sigurjónsson úr Tindi lauk keppni sinni á Heimsmeistaramótinu í Gran Fondo í Skotlandi í dag. Endaði hann í 20. sæti í sínum flokki, M60-64 í einstaklings tímatöku keppninni í Dundee. Hjólaðir voru 22,8 km.