Fréttir

Bikar og Íslandsmót í tímatöku 2023 - Castelli Classic

6.06 2023 09:01 | ummæli

Mótanefnd og Tindur hafa ákveðið að bikarmótið í tímatöku, Castelli Classic TT, sem Tindur heldur 22. júní n.k. mun nú einnig verða Íslandsmót í Tímatöku í ár.  

Íslandsmótið í Enduro 2023

Íslandsmótið í Enduro 2023

5.06 2023 00:25 | ummæli

Í gær fór fram Íslandsmótið í Enduro 2023 í upplandi Hafnarfjarðar og Garðabæjar. Um var að ræða samtals 7 sérleiðir þar sem byrjað var Hafnarfjarðar megin og svo endað í upplandi Garðabæjar. Mótið var haldið af Brettafélagi Hafnarfjarðar. Sigurvegarar í A-flokkum og þannig Íslandsmeistarar í Enduro á árinu 2023 voru þau Þórdís Björk Georgsdóttir og Helgi Berg Friðþjófsson. Í öðru sæti í flokki kvenna var Dagbjört Ásta Jónsdóttir og í þriðja sæti varð svo Gunnhildur Ingibjörg Georgsdóttir. Í öðru sæti í flokki karla var Þórir Bjarni Traustason og í þriðja sæti varð svo Börkur Smári Kristinson. Helstu úrslit voru þessi: A-flokkur Karla 1. Helgi Berg Friðþjófsson - BFH 2. Þórir Bjarni Traustason- Tindur 3. Börkur Smári Kristinsson - Tindur A-flokkur Konur 1. Þórdís Björk Georgsdóttir - BFH 2. Dagbjört Ásta Jónsdóttir - Tindur  3. Gunnhildur Ingibjörg Georgsdóttir - BFH Junior flokkur Drengir 1. Tómas Kári Björgvinsson Rist - BFH 2. Ísak Steinn Davíðsson - BFH 3. Hilmar Páll Andrason - BFH  Masters flokkur Karla  1. Jökull Guðmundsson - HFR 2. Orri Pétursson - Utan félags 3. Arnaldur Gylfason - Höfrungur Masters flokkur Konur 1. Rakel Logadóttir - Tindur 2. Erla Sigurlaug Sigurðardóttir - Tindur 3. Sólveig Hauksdóttir - HFR U17 flokkur Karla 1. Anton Sigurðarson - BFH 2. Sólon Kári Sölvason - BFH 3. Einar Valur Bjarnason - BFH U17 flokkur Konur 1. Margrét Blöndahl Magnúsdóttir - HFR

Keppnisdagatal 2023 - Uppfært 15. maí

15.05 2023 00:00 | ummæli

Hjálagt er uppfærð mótaskrá / keppnisdagatal fyrir árið 2023. Síðasta uppfært 15/05/2023. Helstu breytingar : 1) Íslandsmót XCO fært aftur til 29. júní. 2) XCM móti Tinds, dagsetning staðfest 27. ágúst. 3) Krakkaþraut HFR færð fram um einn dag - til 21.júní.  

Leiga tímatökuflaga. Nýtt fyrirkomulag.

5.05 2023 23:23 | ummæli

Í sumar verður gerð sú breyting að leigugjald fyrir tímatökuflögu er ekki lengur inni í keppnisgjöldum og sjá keppendur sjálfir um að útvega sér flögur fyrir allar keppnir. Þrjár leiðir verða í boði. Eignaflaga, sumarleiga og leiga fyrir stakt mót. Hver velur hvað hentar út frá því hversu mörgum keppnum ætlunin er að taka þátt í. Hægt verður að leigja eða kaupa flögur inni á netskraning.is/flogur og verður mótunum bætt þar inn þegar skráningar opna.

Hæfileikabúðir afreksdeildar Hjólreiðasambands Íslands 28.–30. apríl 2023

Hæfileikabúðir afreksdeildar Hjólreiðasambands Íslands 28.–30. apríl 2023

30.04 2023 18:07 | ummæli

Landsliðs- og afreksdeild Hjólreiðasambands Íslands boðar árlega til hæfileikabúða fyrir fremsta hjólreiðafólk landsins. Í ár voru þessar búðir haldnar með aðeins öðru sniði eða einungis fyrir efnilegustu iðkendur í flokkunum U17, U19 og U23, þ.e. iðkendur fæddir á árunum milli 2001 og 2008. Markmið búðanna er að efla samstöðu ungra, hæfileikaríkra iðkenda úr öllum greinum hjólreiða og hvetja til virkrar þátttöku á keppnissviði íslensku hjólreiðasenunnar. Með það að leiðarljósi að bæta árangur og getu til að undirbúa þau fyrir þátttöku í verkefnum á vegum landsliðs Hjólreiðasambands Íslands.

Hæfileikabúðir HRÍ helgina 28.–30. apríl

Hæfileikabúðir HRÍ helgina 28.–30. apríl

28.04 2023 22:11 | ummæli

Í dag komu saman um 30 ungir hjólarar í Reykjadal í Mosfellsdal til að taka þátt í Hæfileikabúðum afreksdeildar Hjólreiðasambands Íslands. Búðirnar eru hugsaðar fyrir fremsta hjólreiðafólk landsins í flokkum U17, U19 og U23. Markmið þeirra er að efla samstöðu ungra og hæfileikaríkra iðkenda úr öllum greinum hjólreiða og þar með hvetja þau áfram til virkrar þátttöku í keppnum hér heima sem og að bæta árangur og getu. Einnig að gefa þeim aukna hvatningu, gera þau sterkari og betur undirbúin til að takast á við þau verkefni sem í boði eru á vegum landsliðs Hjólreiðasambands Íslands.

Heimsbikarmótið í Para-Cycling

Heimsbikarmótið í Para-Cycling

24.04 2023 11:59 | ummæli

Fyrsta heimsbikarmót ársins í Para-Cycling fór fram í Maniago á norður Ítalíu um helgina. Við Íslendingar áttum þar einn þátttakenda en hún Arna Sigríður Albertsdóttir (HFR) hjólreiðakona ársins 2021 mætti til keppni. Mótið var mjög fjölmennt þar sem um 450 keppendur tóku þátt. Keppnisbrautin var 13,5 kílómetra hringur og í brautinni voru nokkrar brekkur þ.a. ein mjög krefjandi. Einnig var nokkur hluti hringsins á mjög grófum steinalögðum götum. Ragheiður Eyjólfsdóttir var stödd í Maniago og tók létt spjall við Örnu um keppni helgarinnar.

Takk Við!

20.04 2023 15:54 | ummæli

Hjólreiðasamband Íslands langar til að koma á framfæri þökkum til hjólreiðasamfélagsins í heild sinni fyrir sinn þátt í hve vel tókst seinustu helgi í söfnun Brettafélags Hafnarfjarðar fyrir Elís Huga Dagsson. Virkilega gaman var að sjá hve margir mættu á staðinn, hjóluðu í sínu bæjarfélagi, sýndu sinn stuðning með fjárhagslegu framlagi eða lögðu söfnuninni lið á annan hátt.

Keppnisdagatal 2023 - Uppfært

10.04 2023 00:00 | ummæli

Hjálagt er uppfærð mótaskrá / keppnisdagatal fyrir árið 2023. Síðasta uppfært 20/04/2023.

Formannafundur um Afreksmál

30.03 2023 13:50 | ummæli

Formannafundur um Afreksmál fór fram í fundarsal ÍSÍ í Laugardalnum í gær 29/03/2023. Farið var yfir afreksstefnu Hjólreiðasambandsins og hugmyndafræðina sem unnið er eftir. Einnig var farið yfir hvernig valið er í landsliðsverkefni og skipað í úrvals- og afrekshóp  sambandins og hvaða aðferðafræði það sé sem þar liggi að baki. Meðfylgjandi eru glærur sem farið var yfir á fundinum.