Fréttir

Hæfileikabúðir HRÍ - fyrsti dagur

Hæfileikabúðir HRÍ - fyrsti dagur

25.04 2024 11:08 | ummæli

Í dag komu saman um 30 ungir hjólarar til að taka þátt í hinum árlegu Hæfileikabúðum afreksdeildar Hjólreiðasambands Íslands. Búðirnar eru hugsaðar fyrir fremsta hjólreiðafólk landsins í flokkum U15, U17, U19 og U23. Markmið þeirra er að efla samstöðu ungra og hæfileikaríkra iðkenda úr öllum greinum hjólreiða og þar með hvetja þau áfram til virkrar þátttöku í keppnum hér heima sem og að bæta árangur og getu. Einnig að gefa þeim aukna hvatningu, gera þau sterkari og betur undirbúin til að takast á við þau verkefni sem í boði eru á vegum landsliðs Hjólreiðasambands Íslands.

Hæfileikabúðir Hjólreiðasambands Íslands 25.–27. apríl 2024

Hæfileikabúðir Hjólreiðasambands Íslands 25.–27. apríl 2024

22.04 2024 14:07 | ummæli

Landsliðs- og afreksdeild Hjólreiðasambands Íslands boðar árlega til hæfileikabúða fyrir fremsta hjólreiðafólk landsins. Í ár verða búðir haldnar í Reykjadal, Mosfellsdal dagana 25. - 27. apríl.

Reykjavíkurborg leitar að þátttakendum í rannsókn sem greina mun umferðaröryggi- og upplifun

Reykjavíkurborg leitar að þátttakendum í rannsókn sem greina mun umferðaröryggi- og upplifun

15.04 2024 17:51 | ummæli

Rannsóknin er hluti af samstarfsverkefni 28 aðila víðs vegar um Evrópu. Markið verkefnisins er að finna öruggar og sjálfbærar lausnir í samgöngumálum sem skilja engin útundan (t.d. aldrað fólk, fatlað fólk og ungmenni).

Norðurlandamótið 2024 í Gravel - Eistlandi og Litháen.

Norðurlandamótið 2024 í Gravel - Eistlandi og Litháen.

8.04 2024 13:36 | ummæli

Norðurlandamótið 2024 í Gravel fer fram í Eistlandi og Litháen þann 8. júní n.k.

Evrópusambandið horfir til hjólreiða sem framtíðar ferðamáta

Evrópusambandið horfir til hjólreiða sem framtíðar ferðamáta

4.04 2024 12:18 | ummæli

Í gær skrifaði Evrópusambandið undir yfirlýsingu sem nefnd hefur verið "European Declaration on Cycling". Með þessu er Evrópusambandið að stíga skref í þá átt að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og stefnir að því að nýta hjólreiðar og alla þá möguleika sem hjólið býður uppá á evrópusvæðinu.

Hjólreiðaþing 2024

Hjólreiðaþing 2024

6.03 2024 13:32 | ummæli

Hjólreiðasamband Íslands boðaði til Hjólreiðaþings laugardaginn 2. mars 2024 s.l. í fundarsal ÍSÍ Engjavegi 6. Fundurinn fór vel fram og var mæting góð. Ákveðið var að streyma fundinum fyrir þá sem ekki komust, og nýttu nokkrir þingfulltrúar sér það. Farið var yfir skýrslu stjórnar og ársreikning auk þess sem fjárhagsáætlun fyrir árið 2024 var lögð fram. Til framboðs í stjórn til tveggja ára eru Dario Nunez frá Tindi, Hjalti G. Hjartarson frá Breiðablik og Arnfríður Sigurdórsdóttir frá Tindi. Björgvin Tómasson frá BFH gaf kost á sér til eins árs. Voru þau öll kosin.     Bjarni gefur kost á sér til áframhaldandi setu til formans til tveggja ára. Aðeins einn er í framboði til og er því Bjarni Már Svavarsson sjálfkjörinn. Gögn frá fundinum má sjá í hlekkjum hér að neðan.  Stjórn HRÍ þakkar öllum fyrir komuna á þingið og fyrir farsælt starf á liðnu ári.

Hjólreiðaþing 2024 - 2. mars

28.02 2024 13:22 | ummæli

Hjólreiðasamband Íslands boðar til Hjólreiðaþings laugardaginn 2.mars klukkan 14.00.

Fræðslukvöld HRÍ - fimmtudaginn 7. mars kl. 18.30

Fræðslukvöld HRÍ - fimmtudaginn 7. mars kl. 18.30

27.02 2024 23:04 | ummæli

Hjólreiðasamband Íslands boðar til áhugaverðs fræðslufundar þann 7. mars n.k. í fundarsal Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, Engjavegi 6, 3. hæð. Birgir Sverrisson hjá Lyfjaeftirliti Íslands mun fara stuttlega yfir helstu forvarnir og starfsemi stofnunarinnar – að gæta þurfi varkárni við notkun fæðubótarefna og lyfja ásamt ábyrgð íþróttafólks í keppnisíþróttum til að afla sér upplýsinga um efni á bannlista Alþjóðalyfjaeftirlitsstofnunarinnar (WADA).

Nýir Íslandsmeistarar í e-hjólreiðum

Nýir Íslandsmeistarar í e-hjólreiðum

25.02 2024 23:45 | ummæli

Laugardaginn 24. febrúar s.l. fór fram fyrsta formlega Íslandsmótið í e-hjólreiðum í Zwift heimum. Líkt og í bikarmótum vetursins voru A og B hóparnir ræstir samtímis og hjóluðu sömu vegalengd. Í þetta sinn voru hjólaðir tveir hringir á leiðinni “Richmond UCI Worlds” í Zwift, samtals 32,4 km. og 260 metra hækkun bæði í kvenna og karlaflokki.

Íslandsmeistaramótið í e-hjólreiðum 2024

Íslandsmeistaramótið í e-hjólreiðum 2024

21.02 2024 12:36 | ummæli

Næstkomandi laugardag fer fram fyrsta formlega Íslandsmeistaramótið í e-hjólreiðum.