Fréttir

Styrktar- og liðleiksmælingar á úrvalshópi Hjólreiðasambands Íslands

Styrktar- og liðleiksmælingar á úrvalshópi Hjólreiðasambands Íslands

12.01 2024 14:42 | ummæli

Í dag fóru fram yfirgripsmiklar styrktar- og liðleiksmælingar í rannsóknarsetri íþrótta- og heilsuvísindasviðs Háskóla Íslands á úrvalshópi Hjólreiðasambands Íslands.

Kynningar- og upplýsingafundur úrvalshóps Hjólreiðasambands Íslands

Kynningar- og upplýsingafundur úrvalshóps Hjólreiðasambands Íslands

3.01 2024 14:42 | ummæli

Kynningar- og upplýsingafundur úrvalshóps Hjólreiðasambands Íslands fór fram í fundarsal Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands í dag. Mikael Schou, afreksstjóri Hjólreiðasambands Íslands opnaði fundinn með formlegri kynningu áður en Dr. Milos Petrovic, forstöðumaður rannsóknaseturs í íþrótta- og heilsuvísindum við Háskóla Íslands, sagði frá styrktar- og þolprófsmælingunum sem fara munu fram þann 12. og 13. janúar næstkomandi.

Afreksbúðir úrvalshóps HRÍ í janúar 2024

Afreksbúðir úrvalshóps HRÍ í janúar 2024

25.12 2023 22:30 | ummæli

Í byrjun janúar mun Hjólreiðasambandi Íslands (HRÍ) í samvinnu við rannsóknarstofu Menntavísindasviðs HÍ standa fyrir afreksbúðum úrvalshóps, en úrvalshópur eru þeir iðkendur sem eru í undirbúning fyrir landsliðsverkefni. Hjólreiðasambandið hefur fengið til liðs við sig Dr. Milos Petrovic en hann er yfirmaður rannsóknarstofu Háskóla Íslands á sviði íþrótta- og heilsufræði. Hér er um að ræða byltingu á sviði íþróttamælinga. Er það okkur mikið tilhlökkunarefni að geta boðið okkar fremsta hjólreiðafólki að undirgangast slíkar mælingar. Þetta verða einar veigamestu styrktar- og þolprófsmælingar sem í boði hafa verið fyrir íslenskt afreksíþróttafólk.

Dagur sjálfboðaliðans 5. desember

Dagur sjálfboðaliðans 5. desember

30.11 2023 08:35 | ummæli

Í tilefni af degi sjálfboðaliðans þann 5. desember n.k. munu ÍSÍ og UMFÍ bjóða sjálfboðaliðum íþróttahreyfingarinnar að koma í Íþróttamiðstöðina í Laugardal og halda upp á daginn með okkur.Klukkan 15:00 verður stutt málþing þar sem þau þrjú sem tilnefnd voru til Íþróttaeldhuga ársins 2022, Haraldur Ingólfsson (KA/Þór), Þóra Guðrún Gunnarsdóttir (ÍSS, Björninn, SR) og Friðrik Þór Óskarsson (FRÍ, ÍR) munu segja sína sögu úr sjálfboðastarfi fyrir íþróttahreyfinguna. Að dagskrá lokinni eða um kl.16 er öllum viðstöddum boðið í vöfflukaffi í boði Vilko og Mjólkursamsölunnar.

Gullmerki Hjólreiðasambands Íslands 2023

Gullmerki Hjólreiðasambands Íslands 2023

5.11 2023 15:24 | ummæli

Í gær var Pálmari Kristmundssyni veitt Gullmerki Hjólreiðasambands Íslands. Pálmar er menntaður arkitekt frá Danska arkitektaskólanum í Árósum og háskólanum í Tókýó í Japan og á og rekur arkitektastofuna PK Arkitekta. Á námsárunum sínum í Árósum æfði hann og keppti meðal annars með dönsku hjólreiðagoðsögnunum Bjarne Riis og Brian Holm. Eftir hann kom heim úr námi byrjaði hann strax að gera lítið úr öðrum Íslenskum keppendum. Í götuhjólakeppnum þar sem hjólað var frá Hellu til Reykjavíkur skildi hann aðra keppendur iðulega eftir neðst í Kömbunum á leið til borgarinnar. Pálmar hefur verið viðloðinn hjólreiðar alla tíð, þó mis mikið samt hefur hann aldrei verið langt undan. Hann hefur tekið mikinn þátt í barna og unglingastarfi og aðstoðað krakka mikið hjá HFR, bæði með leiðsögn og öðrum hætti. Þegar ákveðið var að taka þátt í Smáþjóðaleikunum 1995 í Lúxemburg var Pálmar beðinn að hafa yfirsjón með þjálfun Íslenska liðsins. Mætti segja að þar hafi hann verið fyrsti landsliðsþjálfari okkar. En hann fór einnig með á smáþjóðaleikana sem liðsstjóri. Pálmar er búinn að skila ótrúlegu starfi fyrir hjólreiðar á Íslandi síðan löngu fyrir aldamót. Sem dæmi þá er Pálmar höfundur Vesturgötunnar sem hjóluð er á Hlaupahátíð Vestfjarða og var um tíma Íslandsmót í Maraþon fjallahjólreiðum.

Hjólreiðafólk ársins 2023 og Lokahóf

Hjólreiðafólk ársins 2023 og Lokahóf

5.11 2023 00:01 | ummæli

Lokahóf Hjólreiðasambands Íslands var haldið í Vonarsal SÁÁ í dag. Allir bikarmeistarar ársins voru heiðraðir, einnig voru viðurkenningar í B- flokkum veittar og tilkynnt um val á hjólreiðafólki ársins. Hjólreiðafólk ársins 2023 eru þau Hafdís Sigurðardóttir - HFA og Kristinn Jónsson - HFR. Efnilegasta hjólreiðafólk ársins eru þau Margrét Blöndahl Magnúsdóttir- HFR og Anton Sigurðarson - BFH. Þess má geta að Ingvar var búinn að vera kjörinn hjólreiðamaður ársins seinustu 9 ár, eða frá því hann var fyrst kjörinn 2013.

Lokahóf HRÍ 2023

Lokahóf HRÍ 2023

3.11 2023 11:44 | ummæli

Á morgun í Vonarsal SÁÁ sem staðsett er í Efstaleiti 7, verður lokahóf Hjólreiðasambands Íslands. Þar verða bikarmeistarar ársins verðlaunaðir og einnig verður tilkynnt um val á hjólreiðafólki ársins 2023. Hefst það klukkan 14:00 Þau sem tilnefnd voru af félögunum í ár í flokkunum fjórum : Efnilegasta hjólreiðakona ársins Margrét Blöndahl Magnúsdóttir (HFR) Sylvía Mörk Kristinsdóttir (HFA) Natalía Erla Cassata (Breiðablik)   Efnilegasti hjólreiðamaður ársins Anton Sigurðarson (BFH) Davíð Jónsson (HFR) Hlynur Snær Elmarsson (HFA)   Hjólreiðakona ársins Þórdís Björk Georgsdóttir (BFH) Bríet Kristý Gunnarsdóttur (Tindur) Kristín Edda Sveinsdóttir (HFR) Hafdís Sigurðardóttir (HFA) Björg Hákonardóttir (Breiðablik)   Hjólreiðamaður ársins Tómas Kári Björgvinsson Rist (BFH) Þorsteinn Bárðarson (Tindur) Kristinn Jónsson (HFR) Stefán Helgi Garðarsson (HFA) Ingvar Ómarsson (Breiðablik)    

Cyclo-cross æfingabúðir UCI

Cyclo-cross æfingabúðir UCI

11.10 2023 12:19 | ummæli

Þessa dagana eru 4 ungir hjólarar í Cyclo-cross æfingabúðum í  höfuðstöðvum Alþjóða hjólreiðasambandsins - UCI í Aigle, Sviss. Æfingabúðirnar standa yfir dagana 10. til 15. október. Seinustu ár hefur UCI boðið nokkrum löndum að senda efnilega hjólara á aldrinum 16 til 22 ára til æfinga í Aigle, Sviss. Í æfingabúðunum er einblínt á líkamlegan og andlegan styrk ásamt færni og þjálfun á sviði cyclo-cross greinarinnar. Í lok æfingabúðanna munu svo þátttakendur taka þátt í keppninni "Omnium Romand de Cyclo-cross", sem fer fram á sama stað. Þau sem fóru til Sviss í ár eru;  Tómas Kári Björgvinsson Rist - BFH Ísak Steinn Davíðsson - BFH Fanney Rún Ólafsdóttir - HFR Sigríður Dóra Guðmundsdóttir - HFR

Heimsmeistaramótið í Malarhjólreiðum 2023

Heimsmeistaramótið í Malarhjólreiðum 2023

10.10 2023 13:08 | ummæli

Um seinustu helgi fór fram annað heimsmeistaramótið í Malarhjólreiðum í Veneto héraði norður Ítalíu. Frá Íslandi fóru fjórir hjólarar til þátttöku í sínum aldursflokkum á mótinu. Þetta voru þau ; Björg Hákonardóttir - Breiðablik Þorsteinn Bárðarson - Tindur Stefán Helgi Garðarsson - HFA Róbert Lee Tómasson - Tindur

Íslandsmótið í Cyclocross (CX) 2023/2024

Íslandsmótið í Cyclocross (CX) 2023/2024

7.10 2023 20:47 | ummæli

Í dag fór fram Íslandsmótið í Cyclocross í Elliðaárdalnum í Reykjavík. Mótið var haldið af Hjólreiðafélagi Reykjavíkur (HFR) líkt og öll CX mót seinustu ára. Íslandsmeistarar í ár urðu þau Kristín Edda Sveinsdóttir (HFR) og Ingvar Ómarsson (Breiðablik). Er hér Íslandsmeistaratitill númer sjö hjá Ingvari en númer tvö hjá Kristínu í þessari grein. En Kristín sigraði seinast árið 2017 þá aðeins 18 ára að aldri. Í kvenna flokki varð svo yngri systir Kristínar hún Bergdís í öðru sæti og í þriðja varð Katrín Marey Magnúsdóttir - allar úr HFR. Í öðru og þriðja sæti í karlaflokki voru svo bræðurnir Davíð og Kristinn Jónssynir (HFR).