Fréttir

Jón Arnar á UCI Gran Fondo World Championships í Skotlandi

Jón Arnar á UCI Gran Fondo World Championships í Skotlandi

28.07 2023 14:44 | ummæli

Jón Arnar Sigurjónsson mun taka þátt í UCI Gran Fondo World Championships í Skotlandi í næsta mánuði. Þar tekur hann bæði þátt í götuhjólakeppninni sem hefst í Perth þann 4. ágúst sem og Tímatökukeppninni sem fer fram í Dundee þann 7. ágúst n.k. í aldurshópi M60-64. Að þessu tilefni kom hann til okkar á skrifstofu HRÍ til að taka á móti landsliðsbúning og svo sjálfsögðu í myndatöku.

Íslandsmót í Fjallabruni Vífilstaðahlíð 2023

Íslandsmót í Fjallabruni Vífilstaðahlíð 2023

23.07 2023 23:57 | ummæli

Í dag fór fram Íslandsmótið í Fjallabruni í Vífilstaðahlíð Hafnarfirði. Mótið var haldið af Brettafélagi Hafnarfjarðar (BFH). Íslandsmeistarar 2023 og með besta tíma dagsins voru þau Margrét Blöndahl Magnúsdóttir (HFR) og Gestur Jónsson (Tindur). En þess má geta að Margrét er aðeins á 15 aldursári. Úrslit dagsins voru þessi: A-Flokkur KK (Elite) 1. Gestur Jónsson - Tindur 2. Jóhann Arnór Elíasson - Afturelding 3. Jökull Þór Kristjánsson - Afturelding A-Flokkur KVK (Elite) 1. Margrét Blöndahl Magnúsdóttir - HFR 2. Heiðrún Erla Guðbjörnsdóttir - Tindur 3. Aðalheiður Birgisdóttir - Tindur Junior KK 1. Magni Már Arnarsson - BFH 2. Hilmar Páll Andrason - BFH 3. Tómas Kári Björgvinsson Rist - BFH U17 KK 1. Anton Sigurðarson - BFH 2. Hlynur Snær Elmarsson - HFA 3. Adam Berg Birgisson - BFH U17 KVK 1. Margrét Blöndahl Magnúsdóttir - HFR 2. Hekla Henningsdóttir - HFR 3. Tinna Sigfinnsdóttir - HFR U15 KK 1. Veigar Bjarni Sigurðarson - BFH 2. Sigurður Ægir Filippusson - HFA 3. Sverrir Logi Hilmarsson - BFH U15 KVK 1. Linda Mjöll Guðmundsdóttir - HFR 2. Sylvia Mork Kristinsdottir - HFA 3. Amalía Gunnarsdóttir - Hjólreiðafélag Vesturlands U13 KK 1. Oli Bjarni Olason - HFA 2. Sigursteinn Gísli Kristófersson - HFA U13 KVK 1. Harpa Kristín Guðnadóttir - HFA Master 35+ KK 1. Sigurður Ólason - BFH 2. Arnar Helgi Guðbjörnsson - BFH 3. Arnar Tryggvason - HFA Master 35+ KVK 1. Magnea Magnúsdóttir - HFR 2. Þórdís Einarsdóttir - HFR 3. Svala ýr Björnsdóttir - HFA

Landslið Íslands á Heimsmeistaramótinu í Glasgow

Landslið Íslands á Heimsmeistaramótinu í Glasgow

13.07 2023 11:21 | ummæli

Landslið Íslands í hjólreiðum á Heimsmeistaramótinu í Glasgow 2023. Landsliðs- og afreksnefnd Hjólreiðasambands Íslands hefur ákveðið að senda eftirfarandi keppendur til Glasgow á heimsmeistaramótið í hjólreiðum sem fer þar fram dagana 3. til 13. ágúst n.k. Keppendur í Elite Kristín Edda Sveinsdóttir - HFR Hafdís Sigurðardóttir - HFA Silja Jóhannesdóttir - HFA Ingvar Ómarsson - Breiðablik Kristinn Jónsson - HFR  Arna Sigríður Albertsdóttir - HFR Keppendur í U23-flokki Davíð Jónsson - HFR Keppendur í Junior - flokki Tómas Kári Björgvinsson Rist - BFH

Örninn Íslandsmót í fjallahjólreiðum 2023

Örninn Íslandsmót í fjallahjólreiðum 2023

30.06 2023 01:43 | ummæli

Örninn Íslandsmót í fjallahjólreiðum 2023. Í Öskjuhlíðinni í gær fór fram í Íslandsmótið í Ólympískum fjallahjólreiðum, XCO. Mótið var haldið af Hjólreiðafélagi Reykjavíkur. Hér var um sömu braut að ræða og í fyrra þó með örlitlum breytingum. Sigurvegarar í Elíte flokkum og Íslandsmeistarar ársins 2023 voru þau Þórdís Björk Georgsdóttir og Kristinn Jónsson. Í öðru sæti í flokki kvenna var Gunnhildur Ingibjörg Georgsdóttir og í þriðja sæti Fanney Rún Ólafsdóttir. Í öðru sæti í flokki karla var Ingvar Ómarsson og í þriðja sæti var Davíð Jónsson. En Ingvar var búinn að vinna þennan titil seinustu 9 ár og 10 sinnum á seinustu 11 árum (lenti í 2. sæti árið 2013). Kristinn var búinn að lenda í öðru sæti seinustu 2 árin. Þórdís Björk var einnig að verða íslandsmeistari í fjallahjólreiðum í sitt fyrsta skipti.  Við þökkum HFR kærlega fyrir frábært mót.

Íslandsmótið í Götuhjólreiðum 2023

Íslandsmótið í Götuhjólreiðum 2023

25.06 2023 12:36 | ummæli

Í gærkvöld fór fram Íslandsmótið í götuhjólreiðum á Þingvöllum - Castelli Classic sem haldið var af Tindi. Í Elite flokkum voru hjólaðir samtals 135 km. vegalengd í karlaflokki og 118 km. í kvennaflokki. Ræst var í námunda við þjónustumiðstöðina á Þingvöllum, vegur 36 niður að vegi 35m. til baka að Þingvöllum um vegi 350 og 360. Þegar komið var inn á Þingvelli aftur voru hjólaðir 2 hringir (3 hringir í Karlaflokki), réttsælis, sem vegir 36 og 361 mynda. Lokamarkið var svo á vegi 361, stuttu eftir Efrivallarvegs afleggjarann. Sigurvegarar voru þau Hafdís Sigurðardóttir og Ingvar Ómarsson. Í fyrsta skiptið var einnig keppt um sama titil í flokki Handhjólara. Sigurvegari í þeim flokki var Arna Sigríður Albertsdóttir. Við þökkum Tindi fyrir utanumhald og mótsstjórn á þessum tveim Íslandsmeistaramótum í götuhjólreiðum - Castelli Classic. Úrslit kvöldins voru þessi: Castelli Classic Íslandsmeistaramót   A-flokkur Konur 1. Hafdís Sigurðardóttir - 1989 Félag: HFA  2. Silja Jóhannesdóttir - 1988 Félag: HFA 3. Ágústa Edda Björnsdóttir - 1977 Félag: Tindur A-flokkur Karlar 1. Ingvar Ómarsson - 1989 Félag: Breiðablik  2. Kristinn Jónsson - 2000 Félag: HFR  3. Hafsteinn Ægir Geirsson - 1980 Félag: Tindur Handhjól Elite flokkur Konur 1. sæti Arnar Sigríður Albertsdóttir - 1990 Félag: HFR  U23 KVK 1. Bergdís Eva Sveinsdóttir - 2003 Félag: HFR  U23 KK 1. Davíð Jónsson- 2004 Félag: HFR  2. Breki Gunnarsson - 2004 Félag: HFR  3. Þorbjörn Bragi Jónsson - 2001 Félag: Tindur

Íslandsmót í Tímatöku 2023

Íslandsmót í Tímatöku 2023

23.06 2023 19:55 | ummæli

Í gærkvöld fór fram Íslandsmótið í tímatöku í Þorlákshöfn. Hjólaður var samtals 22 km. vegalengd í Elite flokkum karla og kvenna á Suðurstrandaveginum. Sigurvegarar voru þau Hafdís Sigurðardóttir og Davíð Jónsson. Í fyrsta skiptið var keppt um sama titil í flokki Handhjólara. Sigurvegarar í þeim flokki voru þau Arna Sigríður Albertsdóttir og Arnar Helgi Lárusson. En þau hjóluðu samtals 14 km. vegalengd.  

Bikar og Íslandsmót í tímatöku 2023 - Castelli Classic

6.06 2023 09:01 | ummæli

Mótanefnd og Tindur hafa ákveðið að bikarmótið í tímatöku, Castelli Classic TT, sem Tindur heldur 22. júní n.k. mun nú einnig verða Íslandsmót í Tímatöku í ár.  

Íslandsmótið í Enduro 2023

Íslandsmótið í Enduro 2023

5.06 2023 00:25 | ummæli

Í gær fór fram Íslandsmótið í Enduro 2023 í upplandi Hafnarfjarðar og Garðabæjar. Um var að ræða samtals 7 sérleiðir þar sem byrjað var Hafnarfjarðar megin og svo endað í upplandi Garðabæjar. Mótið var haldið af Brettafélagi Hafnarfjarðar. Sigurvegarar í A-flokkum og þannig Íslandsmeistarar í Enduro á árinu 2023 voru þau Þórdís Björk Georgsdóttir og Helgi Berg Friðþjófsson. Í öðru sæti í flokki kvenna var Dagbjört Ásta Jónsdóttir og í þriðja sæti varð svo Gunnhildur Ingibjörg Georgsdóttir. Í öðru sæti í flokki karla var Þórir Bjarni Traustason og í þriðja sæti varð svo Börkur Smári Kristinson. Helstu úrslit voru þessi: A-flokkur Karla 1. Helgi Berg Friðþjófsson - BFH 2. Þórir Bjarni Traustason- Tindur 3. Börkur Smári Kristinsson - Tindur A-flokkur Konur 1. Þórdís Björk Georgsdóttir - BFH 2. Dagbjört Ásta Jónsdóttir - Tindur  3. Gunnhildur Ingibjörg Georgsdóttir - BFH Junior flokkur Drengir 1. Tómas Kári Björgvinsson Rist - BFH 2. Ísak Steinn Davíðsson - BFH 3. Hilmar Páll Andrason - BFH  Masters flokkur Karla  1. Jökull Guðmundsson - HFR 2. Orri Pétursson - Utan félags 3. Arnaldur Gylfason - Höfrungur Masters flokkur Konur 1. Rakel Logadóttir - Tindur 2. Erla Sigurlaug Sigurðardóttir - Tindur 3. Sólveig Hauksdóttir - HFR U17 flokkur Karla 1. Anton Sigurðarson - BFH 2. Sólon Kári Sölvason - BFH 3. Einar Valur Bjarnason - BFH U17 flokkur Konur 1. Margrét Blöndahl Magnúsdóttir - HFR

Keppnisdagatal 2023 - Uppfært 15. maí

15.05 2023 00:00 | ummæli

Hjálagt er uppfærð mótaskrá / keppnisdagatal fyrir árið 2023. Síðasta uppfært 15/05/2023. Helstu breytingar : 1) Íslandsmót XCO fært aftur til 29. júní. 2) XCM móti Tinds, dagsetning staðfest 27. ágúst. 3) Krakkaþraut HFR færð fram um einn dag - til 21.júní.  

Leiga tímatökuflaga. Nýtt fyrirkomulag.

5.05 2023 23:23 | ummæli

Í sumar verður gerð sú breyting að leigugjald fyrir tímatökuflögu er ekki lengur inni í keppnisgjöldum og sjá keppendur sjálfir um að útvega sér flögur fyrir allar keppnir. Þrjár leiðir verða í boði. Eignaflaga, sumarleiga og leiga fyrir stakt mót. Hver velur hvað hentar út frá því hversu mörgum keppnum ætlunin er að taka þátt í. Hægt verður að leigja eða kaupa flögur inni á netskraning.is/flogur og verður mótunum bætt þar inn þegar skráningar opna.