Fréttir

Landslið Íslands á Heimsmeistaramótinu í Glasgow

Landslið Íslands á Heimsmeistaramótinu í Glasgow

13.07 2023 11:21 | ummæli

Landslið Íslands í hjólreiðum á Heimsmeistaramótinu í Glasgow 2023. Landsliðs- og afreksnefnd Hjólreiðasambands Íslands hefur ákveðið að senda eftirfarandi keppendur til Glasgow á heimsmeistaramótið í hjólreiðum sem fer þar fram dagana 3. til 13. ágúst n.k. Keppendur í Elite Kristín Edda Sveinsdóttir - HFR Hafdís Sigurðardóttir - HFA Silja Jóhannesdóttir - HFA Ingvar Ómarsson - Breiðablik Kristinn Jónsson - HFR  Arna Sigríður Albertsdóttir - HFR Keppendur í U23-flokki Davíð Jónsson - HFR Keppendur í Junior - flokki Tómas Kári Björgvinsson Rist - BFH

Örninn Íslandsmót í fjallahjólreiðum 2023

Örninn Íslandsmót í fjallahjólreiðum 2023

30.06 2023 01:43 | ummæli

Örninn Íslandsmót í fjallahjólreiðum 2023. Í Öskjuhlíðinni í gær fór fram í Íslandsmótið í Ólympískum fjallahjólreiðum, XCO. Mótið var haldið af Hjólreiðafélagi Reykjavíkur. Hér var um sömu braut að ræða og í fyrra þó með örlitlum breytingum. Sigurvegarar í Elíte flokkum og Íslandsmeistarar ársins 2023 voru þau Þórdís Björk Georgsdóttir og Kristinn Jónsson. Í öðru sæti í flokki kvenna var Gunnhildur Ingibjörg Georgsdóttir og í þriðja sæti Fanney Rún Ólafsdóttir. Í öðru sæti í flokki karla var Ingvar Ómarsson og í þriðja sæti var Davíð Jónsson. En Ingvar var búinn að vinna þennan titil seinustu 9 ár og 10 sinnum á seinustu 11 árum (lenti í 2. sæti árið 2013). Kristinn var búinn að lenda í öðru sæti seinustu 2 árin. Þórdís Björk var einnig að verða íslandsmeistari í fjallahjólreiðum í sitt fyrsta skipti.  Við þökkum HFR kærlega fyrir frábært mót.

Íslandsmótið í Götuhjólreiðum 2023

Íslandsmótið í Götuhjólreiðum 2023

25.06 2023 12:36 | ummæli

Í gærkvöld fór fram Íslandsmótið í götuhjólreiðum á Þingvöllum - Castelli Classic sem haldið var af Tindi. Í Elite flokkum voru hjólaðir samtals 135 km. vegalengd í karlaflokki og 118 km. í kvennaflokki. Ræst var í námunda við þjónustumiðstöðina á Þingvöllum, vegur 36 niður að vegi 35m. til baka að Þingvöllum um vegi 350 og 360. Þegar komið var inn á Þingvelli aftur voru hjólaðir 2 hringir (3 hringir í Karlaflokki), réttsælis, sem vegir 36 og 361 mynda. Lokamarkið var svo á vegi 361, stuttu eftir Efrivallarvegs afleggjarann. Sigurvegarar voru þau Hafdís Sigurðardóttir og Ingvar Ómarsson. Í fyrsta skiptið var einnig keppt um sama titil í flokki Handhjólara. Sigurvegari í þeim flokki var Arna Sigríður Albertsdóttir. Við þökkum Tindi fyrir utanumhald og mótsstjórn á þessum tveim Íslandsmeistaramótum í götuhjólreiðum - Castelli Classic. Úrslit kvöldins voru þessi: Castelli Classic Íslandsmeistaramót   A-flokkur Konur 1. Hafdís Sigurðardóttir - 1989 Félag: HFA  2. Silja Jóhannesdóttir - 1988 Félag: HFA 3. Ágústa Edda Björnsdóttir - 1977 Félag: Tindur A-flokkur Karlar 1. Ingvar Ómarsson - 1989 Félag: Breiðablik  2. Kristinn Jónsson - 2000 Félag: HFR  3. Hafsteinn Ægir Geirsson - 1980 Félag: Tindur Handhjól Elite flokkur Konur 1. sæti Arnar Sigríður Albertsdóttir - 1990 Félag: HFR  U23 KVK 1. Bergdís Eva Sveinsdóttir - 2003 Félag: HFR  U23 KK 1. Davíð Jónsson- 2004 Félag: HFR  2. Breki Gunnarsson - 2004 Félag: HFR  3. Þorbjörn Bragi Jónsson - 2001 Félag: Tindur

Íslandsmót í Tímatöku 2023

Íslandsmót í Tímatöku 2023

23.06 2023 19:55 | ummæli

Í gærkvöld fór fram Íslandsmótið í tímatöku í Þorlákshöfn. Hjólaður var samtals 22 km. vegalengd í Elite flokkum karla og kvenna á Suðurstrandaveginum. Sigurvegarar voru þau Hafdís Sigurðardóttir og Davíð Jónsson. Í fyrsta skiptið var keppt um sama titil í flokki Handhjólara. Sigurvegarar í þeim flokki voru þau Arna Sigríður Albertsdóttir og Arnar Helgi Lárusson. En þau hjóluðu samtals 14 km. vegalengd.  

Bikar og Íslandsmót í tímatöku 2023 - Castelli Classic

6.06 2023 09:01 | ummæli

Mótanefnd og Tindur hafa ákveðið að bikarmótið í tímatöku, Castelli Classic TT, sem Tindur heldur 22. júní n.k. mun nú einnig verða Íslandsmót í Tímatöku í ár.  

Íslandsmótið í Enduro 2023

Íslandsmótið í Enduro 2023

5.06 2023 00:25 | ummæli

Í gær fór fram Íslandsmótið í Enduro 2023 í upplandi Hafnarfjarðar og Garðabæjar. Um var að ræða samtals 7 sérleiðir þar sem byrjað var Hafnarfjarðar megin og svo endað í upplandi Garðabæjar. Mótið var haldið af Brettafélagi Hafnarfjarðar. Sigurvegarar í A-flokkum og þannig Íslandsmeistarar í Enduro á árinu 2023 voru þau Þórdís Björk Georgsdóttir og Helgi Berg Friðþjófsson. Í öðru sæti í flokki kvenna var Dagbjört Ásta Jónsdóttir og í þriðja sæti varð svo Gunnhildur Ingibjörg Georgsdóttir. Í öðru sæti í flokki karla var Þórir Bjarni Traustason og í þriðja sæti varð svo Börkur Smári Kristinson. Helstu úrslit voru þessi: A-flokkur Karla 1. Helgi Berg Friðþjófsson - BFH 2. Þórir Bjarni Traustason- Tindur 3. Börkur Smári Kristinsson - Tindur A-flokkur Konur 1. Þórdís Björk Georgsdóttir - BFH 2. Dagbjört Ásta Jónsdóttir - Tindur  3. Gunnhildur Ingibjörg Georgsdóttir - BFH Junior flokkur Drengir 1. Tómas Kári Björgvinsson Rist - BFH 2. Ísak Steinn Davíðsson - BFH 3. Hilmar Páll Andrason - BFH  Masters flokkur Karla  1. Jökull Guðmundsson - HFR 2. Orri Pétursson - Utan félags 3. Arnaldur Gylfason - Höfrungur Masters flokkur Konur 1. Rakel Logadóttir - Tindur 2. Erla Sigurlaug Sigurðardóttir - Tindur 3. Sólveig Hauksdóttir - HFR U17 flokkur Karla 1. Anton Sigurðarson - BFH 2. Sólon Kári Sölvason - BFH 3. Einar Valur Bjarnason - BFH U17 flokkur Konur 1. Margrét Blöndahl Magnúsdóttir - HFR

Keppnisdagatal 2023 - Uppfært 15. maí

15.05 2023 00:00 | ummæli

Hjálagt er uppfærð mótaskrá / keppnisdagatal fyrir árið 2023. Síðasta uppfært 15/05/2023. Helstu breytingar : 1) Íslandsmót XCO fært aftur til 29. júní. 2) XCM móti Tinds, dagsetning staðfest 27. ágúst. 3) Krakkaþraut HFR færð fram um einn dag - til 21.júní.  

Leiga tímatökuflaga. Nýtt fyrirkomulag.

5.05 2023 23:23 | ummæli

Í sumar verður gerð sú breyting að leigugjald fyrir tímatökuflögu er ekki lengur inni í keppnisgjöldum og sjá keppendur sjálfir um að útvega sér flögur fyrir allar keppnir. Þrjár leiðir verða í boði. Eignaflaga, sumarleiga og leiga fyrir stakt mót. Hver velur hvað hentar út frá því hversu mörgum keppnum ætlunin er að taka þátt í. Hægt verður að leigja eða kaupa flögur inni á netskraning.is/flogur og verður mótunum bætt þar inn þegar skráningar opna.

Hæfileikabúðir afreksdeildar Hjólreiðasambands Íslands 28.–30. apríl 2023

Hæfileikabúðir afreksdeildar Hjólreiðasambands Íslands 28.–30. apríl 2023

30.04 2023 18:07 | ummæli

Landsliðs- og afreksdeild Hjólreiðasambands Íslands boðar árlega til hæfileikabúða fyrir fremsta hjólreiðafólk landsins. Í ár voru þessar búðir haldnar með aðeins öðru sniði eða einungis fyrir efnilegustu iðkendur í flokkunum U17, U19 og U23, þ.e. iðkendur fæddir á árunum milli 2001 og 2008. Markmið búðanna er að efla samstöðu ungra, hæfileikaríkra iðkenda úr öllum greinum hjólreiða og hvetja til virkrar þátttöku á keppnissviði íslensku hjólreiðasenunnar. Með það að leiðarljósi að bæta árangur og getu til að undirbúa þau fyrir þátttöku í verkefnum á vegum landsliðs Hjólreiðasambands Íslands.

Hæfileikabúðir HRÍ helgina 28.–30. apríl

Hæfileikabúðir HRÍ helgina 28.–30. apríl

28.04 2023 22:11 | ummæli

Í dag komu saman um 30 ungir hjólarar í Reykjadal í Mosfellsdal til að taka þátt í Hæfileikabúðum afreksdeildar Hjólreiðasambands Íslands. Búðirnar eru hugsaðar fyrir fremsta hjólreiðafólk landsins í flokkum U17, U19 og U23. Markmið þeirra er að efla samstöðu ungra og hæfileikaríkra iðkenda úr öllum greinum hjólreiða og þar með hvetja þau áfram til virkrar þátttöku í keppnum hér heima sem og að bæta árangur og getu. Einnig að gefa þeim aukna hvatningu, gera þau sterkari og betur undirbúin til að takast á við þau verkefni sem í boði eru á vegum landsliðs Hjólreiðasambands Íslands.