Fréttir

Hjólreiðaþing 2024 - 2. mars

28.02 2024 13:22 | ummæli

Hjólreiðasamband Íslands boðar til Hjólreiðaþings laugardaginn 2.mars klukkan 14.00.

Fræðslukvöld HRÍ - fimmtudaginn 7. mars kl. 18.30

Fræðslukvöld HRÍ - fimmtudaginn 7. mars kl. 18.30

27.02 2024 23:04 | ummæli

Hjólreiðasamband Íslands boðar til áhugaverðs fræðslufundar þann 7. mars n.k. í fundarsal Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, Engjavegi 6, 3. hæð. Birgir Sverrisson hjá Lyfjaeftirliti Íslands mun fara stuttlega yfir helstu forvarnir og starfsemi stofnunarinnar – að gæta þurfi varkárni við notkun fæðubótarefna og lyfja ásamt ábyrgð íþróttafólks í keppnisíþróttum til að afla sér upplýsinga um efni á bannlista Alþjóðalyfjaeftirlitsstofnunarinnar (WADA).

Nýir Íslandsmeistarar í e-hjólreiðum

Nýir Íslandsmeistarar í e-hjólreiðum

25.02 2024 23:45 | ummæli

Laugardaginn 24. febrúar s.l. fór fram fyrsta formlega Íslandsmótið í e-hjólreiðum í Zwift heimum. Líkt og í bikarmótum vetursins voru A og B hóparnir ræstir samtímis og hjóluðu sömu vegalengd. Í þetta sinn voru hjólaðir tveir hringir á leiðinni “Richmond UCI Worlds” í Zwift, samtals 32,4 km. og 260 metra hækkun bæði í kvenna og karlaflokki.

Íslandsmeistaramótið í e-hjólreiðum 2024

Íslandsmeistaramótið í e-hjólreiðum 2024

21.02 2024 12:36 | ummæli

Næstkomandi laugardag fer fram fyrsta formlega Íslandsmeistaramótið í e-hjólreiðum.

Mótaskrá 2024 - uppfært

Mótaskrá 2024 - uppfært

24.01 2024 17:22 | ummæli

Hér eru svo önnur drög að mótaskrá sumarsins 2024 frá Mótanefnd HRÍ komin. Aftur með fyrirvara um hugsanlegar breytingar á þeim mótum sem enn eru ekki staðfest.

Þolprófsmælingar Úrvalshóps HRÍ

Þolprófsmælingar Úrvalshóps HRÍ

13.01 2024 20:37 | ummæli

Í dag fóru fram þolprófsmælingar á úrvalshópi Hjólreiðasambands Íslands í rannsóknarsetri íþrótta- og heilsuvísindasviðs Háskóla Íslands. Var súrefnisupptakan í blóði mæld sem og gerðar blóðsýrumælingar og skoðaðar álagstölur.

Styrktar- og liðleiksmælingar á úrvalshópi Hjólreiðasambands Íslands

Styrktar- og liðleiksmælingar á úrvalshópi Hjólreiðasambands Íslands

12.01 2024 14:42 | ummæli

Í dag fóru fram yfirgripsmiklar styrktar- og liðleiksmælingar í rannsóknarsetri íþrótta- og heilsuvísindasviðs Háskóla Íslands á úrvalshópi Hjólreiðasambands Íslands.

Kynningar- og upplýsingafundur úrvalshóps Hjólreiðasambands Íslands

Kynningar- og upplýsingafundur úrvalshóps Hjólreiðasambands Íslands

3.01 2024 14:42 | ummæli

Kynningar- og upplýsingafundur úrvalshóps Hjólreiðasambands Íslands fór fram í fundarsal Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands í dag. Mikael Schou, afreksstjóri Hjólreiðasambands Íslands opnaði fundinn með formlegri kynningu áður en Dr. Milos Petrovic, forstöðumaður rannsóknaseturs í íþrótta- og heilsuvísindum við Háskóla Íslands, sagði frá styrktar- og þolprófsmælingunum sem fara munu fram þann 12. og 13. janúar næstkomandi.

Afreksbúðir úrvalshóps HRÍ í janúar 2024

Afreksbúðir úrvalshóps HRÍ í janúar 2024

25.12 2023 22:30 | ummæli

Í byrjun janúar mun Hjólreiðasambandi Íslands (HRÍ) í samvinnu við rannsóknarstofu Menntavísindasviðs HÍ standa fyrir afreksbúðum úrvalshóps, en úrvalshópur eru þeir iðkendur sem eru í undirbúning fyrir landsliðsverkefni. Hjólreiðasambandið hefur fengið til liðs við sig Dr. Milos Petrovic en hann er yfirmaður rannsóknarstofu Háskóla Íslands á sviði íþrótta- og heilsufræði. Hér er um að ræða byltingu á sviði íþróttamælinga. Er það okkur mikið tilhlökkunarefni að geta boðið okkar fremsta hjólreiðafólki að undirgangast slíkar mælingar. Þetta verða einar veigamestu styrktar- og þolprófsmælingar sem í boði hafa verið fyrir íslenskt afreksíþróttafólk.

Dagur sjálfboðaliðans 5. desember

Dagur sjálfboðaliðans 5. desember

30.11 2023 08:35 | ummæli

Í tilefni af degi sjálfboðaliðans þann 5. desember n.k. munu ÍSÍ og UMFÍ bjóða sjálfboðaliðum íþróttahreyfingarinnar að koma í Íþróttamiðstöðina í Laugardal og halda upp á daginn með okkur.Klukkan 15:00 verður stutt málþing þar sem þau þrjú sem tilnefnd voru til Íþróttaeldhuga ársins 2022, Haraldur Ingólfsson (KA/Þór), Þóra Guðrún Gunnarsdóttir (ÍSS, Björninn, SR) og Friðrik Þór Óskarsson (FRÍ, ÍR) munu segja sína sögu úr sjálfboðastarfi fyrir íþróttahreyfinguna. Að dagskrá lokinni eða um kl.16 er öllum viðstöddum boðið í vöfflukaffi í boði Vilko og Mjólkursamsölunnar.