Fréttir

Hæfileikabúðir Hjólreiðasambands Íslands 2022

Hæfileikabúðir Hjólreiðasambands Íslands 2022

13.11 2022 14:33 | ummæli

Nú um helgina var hópur efnilegustu hjólurum landsins mættir á Laugarvatn í hæfileikabúðir Hjólreiðasambands Íslands. Dagskráin var þétt skipuð af fyrirlestrum, teygjum, æfingum, fræðslu, góðum mat, samveru og almennu spjalli um hjólreiðar. Samtals voru 23 hjólarar á aldrinum 14 til 20 ára saman komnir að þessu sinni. Farið var yfir helstu afreksmál liðins tímabils sem og kynning á helstu landsliðsverkefnum komandi hjólreiðatímabils. Meðal annars komu Margrét Arna Arnardóttir og fór yfir helstu liðleika-, styrktar- og teygjuæfingar sem eru öllu hjólreiðafólki mikilvægir. Ingvar Ómarson kíkti í heimsókn sagði m.a. frá sínum bakgrunni í hjólreiðum, ferilinn, markmiðssetningu og helstu afrekum og upplifunum hans sem atvinnuhjólari til mikillar hvatningar unga hjólreiðafólksins. Á sunnudag kom til okkar Conor Jordan Murphy, doktor í íþróttafræði og fór hann yfir fræðslu á sviði æfinga, æfingarprógrams og þolprófs. Helgin heppnaðist gríðarlega vel í góðu veðri og fallegu umhverfi á Laugarvatni. Mikael Schou afrekstjóri hélt utan um búðirnar og lagði línurnar að næsta keppnistímabili og miðlaði af sinni reynslu til þessa efnilega hóps hjólreiðafólks.

Lokahóf HRÍ 2022 - Hjólreiðafólk ársins

Lokahóf HRÍ 2022 - Hjólreiðafólk ársins

29.10 2022 20:41 | ummæli

Lokahóf Hjólreiðasambandsins var haldið í Víkinni í dag. Allir bikarmeistarar ársins voru heiðraðir, viðurkenningar í aldursflokkum veittar og tilkynnt um val á hjólreiðafólki ársins. Hjólreiðafólk ársins 2022 eru þau Hafdís Sigurðardóttir - HFA og Ingvar Ómarsson - Breiðablik. Efnilegasta hjólreiðafólk ársins eru þau Bergdís Eva Sveinsdóttir - HFR og Tómas Kári Björgvinsson Rist - BFH. Tómas Kári Björgvinsson Rist og Bergdís Eva Sveinsdóttir      

Íslandsmótið í Cyclocross (CX) 2022

Íslandsmótið í Cyclocross (CX) 2022

8.10 2022 19:29 | ummæli

Nú í dag fór fram Íslandsmótið í Cyclocross í Gufunesi. Mótið var haldið líkt og seinustu ár af Hjólreiðafélagi Reykjavíkur (HFR). Annað árið í röð voru það Björg Hákonardóttir og Ingvar Ómarsson sem sigruðu í Elíte flokkunum. Í kvenna flokki varð Elín Björg Björnsdóttir í öðru sæti og í þriðja sæti var Hafdís Sigurðardóttir. Í öðru sæti í flokki karla var Dennis van Eijk og í þriðja sæti varð svo Hafsteinn Ægir Geirsson.

Enduro landslið Íslands á Trophy of Nations

Enduro landslið Íslands á Trophy of Nations

7.10 2022 00:00 | ummæli

Fyrsta landslið Íslands í Enduro fjallahjólreiðum tók þátt í Trophy of Nations keppninni á vegum Enduro World Series í Finale Ligure á Ítalíu 2. október sl. Liðið var skipað þeim Jónasi Stefánssyni, Berki Smára Kristinssyni og Þóri Bjarna Traustasyni ásamt fararstjóranum Franz Friðrikssyni. Mótið er heimsmeistaramót landsliða og fá sigurvegarar í Junior, Elite og Masters flokkum regnbogatreyjur UCI að launum, og eru krýndir heimsmeistar. 

María Ögn á fyrsta heimsmeistaramótið í malarhjólreiðum

María Ögn á fyrsta heimsmeistaramótið í malarhjólreiðum

29.09 2022 12:50 | ummæli

Fyrsta heimsmeistaramótið í malarhjólreiðum, "UCI Gravel World Championships", mun fara fram í Veneto á Ítalíu dagana 8. og 9. október n.k. María Ögn Guðmundsdóttir öðlaðist þátttökurétt á mótið nú í upphafi september og mun hún mæta til leiks og verða þannig fulltrúi Íslands þar. Sannarlega ánægjuleg staðreynd að það verði Íslendingur á svæðinu. Að þessu tilefni skrifaði María undir landsliðssamning í dag.  

Íslenska landsliðið í Enduro tekur í fyrsta skipti þátt í Trophy of Nations

Íslenska landsliðið í Enduro tekur í fyrsta skipti þátt í Trophy of Nations

23.09 2022 11:35 | ummæli

Skrifað var í dag undir landsliðssamning við þá keppendur sem keppa munu fyrir hönd Íslands á "Trophy of Nations" Enduro mótinu sem fram fer á Ítalíu dagana 1. til 2. október nk. Þeir þrír Enduro hjólarar sem fara út í ár eru þeir, Jónas Stefánsson, Börkur Smári Kristinsson og Þórir Bjarni Traustason. Fararstjóri með þeim í ferðinni er svo Franz Friðriksson. Hópurinn ásamt Mikael Schou afreksstjóri HRÍ - á myndina vantar Jónas Stefánsson

Heimsmeistaramótið í Maraþon fjallahjólreiðum

Heimsmeistaramótið í Maraþon fjallahjólreiðum

17.09 2022 17:27 | ummæli

Heimsmeistaramótið í Maraþon fjallahjólreiðum fór fram í Haderslev í Danmörku í dag. Íslandsmeistarinn Ingvar Ómarsson var á meðal þeirra 142 keppanda frá 33 löndum sem hófu keppni og startaði í 62. sæti. Ingvar endaði keppnina í 82. sæti á tímanum 4:39:56 sem var 23 mínútum á eftir sigurvegara dagsins og heimsmeistara Samuel Gaze frá Nýja Sjálandi.

CX er á leiðinni

CX er á leiðinni

12.09 2022 14:04 | ummæli

Nú þegar sumarið er svo gott sem búið þá gengur í garð hið svokallaða Cyclo-Cross tímabil. Á dagskrá eru nú nokkur bikarmót og endar svo tímabilið á Íslandsmótinu í Gufunesi. Dagská haustsins er sem hér segir. 17. september - 1. bikar Gufunesi 1. október - 2. bikar Elliðaárdal 8. október - Íslandsmótið í CX - Gufunesi Allir viðburðirnir eru haldnir af Hjólreiðafélagi Reykjavíkur.

Íslandsmótið í Enduro Hveragerði 2022

Íslandsmótið í Enduro Hveragerði 2022

11.09 2022 15:32 | ummæli

Í gær fór fram Íslandsmótið í Enduro Í Reykjadal og Grensdal (Grændal) í Hveragerði. Mótið var haldið af Tindi. Sigurvegarar í Elíte flokkum voru þau Dagbjört Ásta Jónsdóttir og Helgi Berg Friðþjófsson. Í öðru sæti í flokki kvenna var Þórdís Björk Georgsdóttir og í þriðja sæti varð svo Gunnhildur Ingibjörg Georgsdóttir. Í öðru sæti í flokki karla var Jónas Stefánsson og í þriðja sæti varð svo Jakob Daniel Magnusson.

Ingvar á HM í Maraþon Fjallahjólreiðum Hederslev 17. september

Ingvar á HM í Maraþon Fjallahjólreiðum Hederslev 17. september

8.09 2022 14:04 | ummæli

Heimsmeistaramótið í maraþon fjallahjólreiðum fer fram í dönsku borginni Hederslev 17. september n.k. Nýkrýndur íslandsmeistari í greininni og seinustu ára, Ingvar Ómarsson mun mæta til leiks. Honum innan handar verður Hafsteinn Ægir Geirsson.