Fréttir

Heimsbikarmótið í Para-Cycling

Heimsbikarmótið í Para-Cycling

24.04 2023 11:59 | ummæli

Fyrsta heimsbikarmót ársins í Para-Cycling fór fram í Maniago á norður Ítalíu um helgina. Við Íslendingar áttum þar einn þátttakenda en hún Arna Sigríður Albertsdóttir (HFR) hjólreiðakona ársins 2021 mætti til keppni. Mótið var mjög fjölmennt þar sem um 450 keppendur tóku þátt. Keppnisbrautin var 13,5 kílómetra hringur og í brautinni voru nokkrar brekkur þ.a. ein mjög krefjandi. Einnig var nokkur hluti hringsins á mjög grófum steinalögðum götum. Ragheiður Eyjólfsdóttir var stödd í Maniago og tók létt spjall við Örnu um keppni helgarinnar.

Takk Við!

20.04 2023 15:54 | ummæli

Hjólreiðasamband Íslands langar til að koma á framfæri þökkum til hjólreiðasamfélagsins í heild sinni fyrir sinn þátt í hve vel tókst seinustu helgi í söfnun Brettafélags Hafnarfjarðar fyrir Elís Huga Dagsson. Virkilega gaman var að sjá hve margir mættu á staðinn, hjóluðu í sínu bæjarfélagi, sýndu sinn stuðning með fjárhagslegu framlagi eða lögðu söfnuninni lið á annan hátt.

Keppnisdagatal 2023 - Uppfært

10.04 2023 00:00 | ummæli

Hjálagt er uppfærð mótaskrá / keppnisdagatal fyrir árið 2023. Síðasta uppfært 20/04/2023.

Formannafundur um Afreksmál

30.03 2023 13:50 | ummæli

Formannafundur um Afreksmál fór fram í fundarsal ÍSÍ í Laugardalnum í gær 29/03/2023. Farið var yfir afreksstefnu Hjólreiðasambandsins og hugmyndafræðina sem unnið er eftir. Einnig var farið yfir hvernig valið er í landsliðsverkefni og skipað í úrvals- og afrekshóp  sambandins og hvaða aðferðafræði það sé sem þar liggi að baki. Meðfylgjandi eru glærur sem farið var yfir á fundinum.

Norðurlandamót ársins 2023

22.03 2023 15:13 | ummæli

Á ársþingi Nordic Cycling í Prag núna 4. mars s.l. voru Norðurlandamót ársins ákveðin. Eru þau eftirfarandi: - Götuhjólreiðar Masters (ITT og RR). Ullensaker, Noregi. 29. og 30. júlí. - Malarhjólreiðar/Gravel. Jyväskylä, Finlandi. 29. júlí. - BMX í Valmiera, Lettlandi. 9. september. - XCO – Gautaborg, Svíþjóð. 21. maí. - Track – Litáen. 21. til 24. nóvember.  

Hjólreiðaþing 2023

28.02 2023 00:00 | ummæli

Hjólreiðasamband Íslands boðaði til Hjólreiðaþings laugardaginn 25. febrúar 2023 s.l. í Félagsheimili Víkings í Safamýri (gamla Framheimilinu). Fundurinn fór vel fram og var mæting góð. Ákveðið var að streyma fundinum fyrir þá sem ekki komust, og nýttu nokkrir þingfulltrúar sér það. Farið var yfir skýrslu stjórnar og ársreikning auk þess sem fjárhagsáætlun fyrir árið 2023 var lögð fram. Tvær tillögur að lagabreytingum voru lagðar fram. Samþykkt var með meirihluta lagabreyting á 10. grein laga þess efnis að frá og með Hjólreiðaþingi 2024 mun formaður verða kosinn til tveggja ára í senn, en áður var það aðeins til eins árs. Kosið var í þrjú sæti til aðalstjórnar til tveggja ára og eitt til eins árs. Voru þau Ása Guðný Ásgeirsdóttir frá HFR, Sigurður Ólafsson frá BFH og Ólafur Aron Haraldsson frá Bjarti kosinn til stjórnarsetu til næstu tveggja ára. Margrét Arna Arnardóttir frá Tindi var kosinn til eins árs. Kosið var til formanns til eins árs, en aðeins einn var í framboði. Var því Bjarni Svavarsson sjálfkjörinn til að halda áfram. Gögn frá fundinum má sjá í hlekkjum hér að neðan.  Stjórn HRÍ þakkar öllum fyrir komuna á þingið og fyrir farsælt starf á liðnu ári.

Miðasala á Heimsmeistaramótið í Skotlandi

22.02 2023 10:06 | ummæli

Á morgun klukkan 10:00 hefst miðasala á Heimsmeistaramótið í Skotlandi sem fer fram dagana 3. - 13. ágúst.

Ósóttar viðurkenningar

17.02 2023 15:21 | ummæli

Enn eru nokkrar viðurkenningar ósóttar vegna móta seinasta sumars.  Þessar viðurkenningar liggja bara hér í glugganum á skrifstofu HRÍ

Uppfærður listi Alþjóða lyfjaeftirlitsstofnunarinnar (WADA)

24.01 2023 23:11 | ummæli

Þann 1. janúar s.l. tók í gildi uppfærður listi yfir efni og aðgerðir sem bönnuð eru hjá Alþjóðalyfjaeftirlitsstofnuninni (WADA). Listann í heild sinni má sjá hér. Athugið að það er alltaf á ábyrgð keppandans að vera upplýstur um hvaða efni og aðferðir eru á listanum. Hér er einnig að finna lista yfir þær breytingar sem er að finna á nýjum lista WADA.

Keppnisdagatal 2023 - Drög

6.01 2023 15:07 | ummæli

Hjálagt er mótaskrá / keppnisdagatal fyrir árið 2023 Athugið að hér eru um drög að keppnisdagatali ársins að ræða og er því með fyrirvara um nauðsynlegar breytingar.