Fréttir

Reiðhjól í umferð

13.04 2021 13:15 | ummæli

Í ljósi umræðunnar að undanförnu varðandi umferð hjólandi á götum úti langar Hjólreiðasambandi Íslands að árétta eftirfarandi sem fram kemur í umferðalögum: Reiðhjól eru ökutæki og skulu að jafnaði vera eins langt til hægri og unnt er þegar hjólað er á vegi Reiðhjól skal ekki tefja umferð að óþörfu Lágmarksbil milli bíls og reiðhjóls skal vega 1,5 metri þegar tekið er fram úr. Ökutæki skal aka nægilega hægt miðað við aðstæður þegar það nálgast reiðhjól Hjólreiðamanni er heimilt að hjóla á miðri akrein enda gæti hann fyllsta öryggis þar sem hámarkshraði er ekki meiri en 30km/klst. Hjólreiðamaður skal að öllu jöfnu taka víkjandi stöðu þegar hjólað er á akrein en ef hjólreiðamaður telur hins vegar að hætta geti skapast við framúrakstur t.d. bifreiða getur borgað sig að taka svonefnda ríkjandi stöðu.

Uppfærð mótaskrá

7.04 2021 00:00 | ummæli

Uppfærð mótaskrá (4. útgáfa) er hér birt. Síðustu breytingar eru gerðar 7. apríl.

Uppfærðar sóttvarnarreglur - gilda frá 25. mars

31.03 2021 11:12 | ummæli

Hérna er linkur í uppfærðar sóttvarnareglur Hjólreiðasmbands Íslands.

Hjólreiðaþing 2021

16.03 2021 11:16 | ummæli

Hjólreiðaþing 2021 fór fram sunnudaginn 14. mars síðastliðinn í fundarsal ÍSÍ við Engjaveg. Fundurinn fór vel fram og mættir voru 26 þingfulltrúar frá 12 aðildarfélögum, þar af voru 2 þingfulltrúar á fjarfundi en ákveðið var að streyma fundinum fyrir þá sem ekki komust og einnig var streymt fyrir áhorf. 

Hjólreiðaþing gögn og streymi

13.03 2021 13:00 | ummæli

Hér fyrir neðan eru gögn fyrir hjólreiðaþing.  

Nýjar sóttvarnareglur - frá 24. febrúar

2.03 2021 18:14 | ummæli

Í viðhengi má finna nýar reglur sem gilda frá 24. febrúar.

Ársþing HRÍ 14. mars nk.

15.02 2021 09:50 | ummæli

UPPFRÆT! Stjórn HRÍ hefur boðað til ársþings HRÍ þann 14. mars næstkomandi.

Mini Lokahóf HRÍ

8.02 2021 10:33 | ummæli

Hjólreiðasamband Íslands stóð fyrir "mini" lokahófi um helgina þar sem veitt voru verðlaun til stigamótsmeistara í hverri grein og hverjum flokki auk þess sem efnilegasta hjólreiðafólk landsins var verðlaunað sem og hjólreiðafólk landsins! Vegna samkomutakmarkana þurfti að skipta hópnum í tvennt og var engum öðrum boðið nema verðlaunahöfum (og foreldrum nokkurra ungmenna).

Leiðbeiningar HRÍ - gilda frá 13. janúar

12.01 2021 14:19 | ummæli

Í viðhengi hér að neðan má sjá leiðbeiningar HRÍ sem taka gildi á morgun, 13 janúar.

hJólakveðja

hJólakveðja

24.12 2020 10:06 | ummæli

Stjórn Hjólreiðasambands Íslands óskar ykkur öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.