Fréttir

María Ögn á fyrsta heimsmeistaramótið í malarhjólreiðum

María Ögn á fyrsta heimsmeistaramótið í malarhjólreiðum

29.09 2022 12:50 | ummæli

Fyrsta heimsmeistaramótið í malarhjólreiðum, "UCI Gravel World Championships", mun fara fram í Veneto á Ítalíu dagana 8. og 9. október n.k. María Ögn Guðmundsdóttir öðlaðist þátttökurétt á mótið nú í upphafi september og mun hún mæta til leiks og verða þannig fulltrúi Íslands þar. Sannarlega ánægjuleg staðreynd að það verði Íslendingur á svæðinu. Að þessu tilefni skrifaði María undir landsliðssamning í dag.  

Íslenska landsliðið í Enduro tekur í fyrsta skipti þátt í Trophy of Nations

Íslenska landsliðið í Enduro tekur í fyrsta skipti þátt í Trophy of Nations

23.09 2022 11:35 | ummæli

Skrifað var í dag undir landsliðssamning við þá keppendur sem keppa munu fyrir hönd Íslands á "Trophy of Nations" Enduro mótinu sem fram fer á Ítalíu dagana 1. til 2. október nk. Þeir þrír Enduro hjólarar sem fara út í ár eru þeir, Jónas Stefánsson, Börkur Smári Kristinsson og Þórir Bjarni Traustason. Fararstjóri með þeim í ferðinni er svo Franz Friðriksson. Hópurinn ásamt Mikael Schou afreksstjóri HRÍ - á myndina vantar Jónas Stefánsson

Heimsmeistaramótið í Maraþon fjallahjólreiðum

Heimsmeistaramótið í Maraþon fjallahjólreiðum

17.09 2022 17:27 | ummæli

Heimsmeistaramótið í Maraþon fjallahjólreiðum fór fram í Haderslev í Danmörku í dag. Íslandsmeistarinn Ingvar Ómarsson var á meðal þeirra 142 keppanda frá 33 löndum sem hófu keppni og startaði í 62. sæti. Ingvar endaði keppnina í 82. sæti á tímanum 4:39:56 sem var 23 mínútum á eftir sigurvegara dagsins og heimsmeistara Samuel Gaze frá Nýja Sjálandi.

CX er á leiðinni

CX er á leiðinni

12.09 2022 14:04 | ummæli

Nú þegar sumarið er svo gott sem búið þá gengur í garð hið svokallaða Cyclo-Cross tímabil. Á dagskrá eru nú nokkur bikarmót og endar svo tímabilið á Íslandsmótinu í Gufunesi. Dagská haustsins er sem hér segir. 17. september - 1. bikar Gufunesi 1. október - 2. bikar Elliðaárdal 8. október - Íslandsmótið í CX - Gufunesi Allir viðburðirnir eru haldnir af Hjólreiðafélagi Reykjavíkur.

Íslandsmótið í Enduro Hveragerði 2022

Íslandsmótið í Enduro Hveragerði 2022

11.09 2022 15:32 | ummæli

Í gær fór fram Íslandsmótið í Enduro Í Reykjadal og Grensdal (Grændal) í Hveragerði. Mótið var haldið af Tindi. Sigurvegarar í Elíte flokkum voru þau Dagbjört Ásta Jónsdóttir og Helgi Berg Friðþjófsson. Í öðru sæti í flokki kvenna var Þórdís Björk Georgsdóttir og í þriðja sæti varð svo Gunnhildur Ingibjörg Georgsdóttir. Í öðru sæti í flokki karla var Jónas Stefánsson og í þriðja sæti varð svo Jakob Daniel Magnusson.

Ingvar á HM í Maraþon Fjallahjólreiðum Hederslev 17. september

Ingvar á HM í Maraþon Fjallahjólreiðum Hederslev 17. september

8.09 2022 14:04 | ummæli

Heimsmeistaramótið í maraþon fjallahjólreiðum fer fram í dönsku borginni Hederslev 17. september n.k. Nýkrýndur íslandsmeistari í greininni og seinustu ára, Ingvar Ómarsson mun mæta til leiks. Honum innan handar verður Hafsteinn Ægir Geirsson.

Íslandsmeistarar í Maraþon fjallahjólreiðum 2022

Íslandsmeistarar í Maraþon fjallahjólreiðum 2022

3.09 2022 00:00 | ummæli

Í dag fór fram Íslandsmótið í Maraþon fjallahjólreiðum (XCM) á Hólmsheiðinni. Um var að ræða sömu braut og var notið í fyrsta skiptið í fyrra. Mótið var haldið af Tindi. Sigurvegarar í Elíte flokkum voru Ágústa Edda Björnsdóttir og Ingvar Ómarsson. Í öðru sæti í flokki karla var Hafsteinn Ægir Geirsson og í þriðja sæti varð svo Dennis van Eijk.

Stigagjöf í Bikarmótum sumarsins uppfærð

2.09 2022 20:53 | ummæli

Stigamálin í bikarmótaröðum sumarsins hafa því miður verið í miklum ólestri hjá okkur og við í stjórn HRÍ gerum okkur grein fyrir því að þetta getur hafa komið sér illa fyrir marga keppendur. Við höfum unnið hörðum höndum við að kippa þessu í lag og nú ætti þetta að vera komið.  Við biðjumst hér formlega afsökunar á því hvenig þetta hefur verið og lofum betrumbót fyrir næsta sumar.

Íslandsmeistarar í Criteríum 2022

Íslandsmeistarar í Criteríum 2022

28.08 2022 22:46 | ummæli

Í dag fór fram Íslandsmótið í Criterium á braut Kvartmíluklúbbsins í Hafnarfirði við Álfhellu. Mótið var haldið af Bjarti. Sigurvegarar í Elíte flokkum voru Silja Jóhannesdóttir og Ingvar Ómarsson. Í kvenna flokki varð Hafdís Sigurðardóttir í öðru sæti og í þriðja sæti var Júlía Oddsdóttir. Í öðru sæti í flokki karla var Kristinn Jónsson og í þriðja sæti varð svo Óskar Ómarsson.

Hafdís og Silja J. luku keppni á EM í götuhjólreiðum í dag

Hafdís og Silja J. luku keppni á EM í götuhjólreiðum í dag

21.08 2022 13:34 | ummæli

Þær Silja Jóhannesdóttir og Hafdís Sigurðardóttir luku sinni keppni á Evrópumótinu í götuhjólreiðum í dag. Ekki tókst þeim að klára keppni þar sem þær voru flaggaðar út eftir að hafa hjólað u.þ.b. 70 af 128,3 km.