Fréttir

Íslandsmeistaramót í götuhjólreiðum

Íslandsmeistaramót í götuhjólreiðum

18.07 2014 17:37 | ummæli

Þann 10. ágúst næstkomandi mun fara fram á Suðurstrandarvegi, Íslandsmeistaramót í götuhjólreiðum. Við munum örugglega færa ykkur nánari fréttir af herlegheitunum þegar nær dregur, en hér að neðan má lesa fréttatilkynningu frá Hjólareiðasambandi Íslands um mótið.  

Loksins erum við HRÍ!

Loksins erum við HRÍ!

20.06 2014 19:00 | ummæli

It seems like this has been a long time coming, through the collective efforts of many individuals and clubs we have achieved Federation status for the sport of cycling in Iceland......

Stofnþing Hjólreiðasambands Íslands

20.06 2014 00:00 | ummæli

Stofnþing Hjólreiðasambands Íslands verður haldið föstudaginn 20. júní kl. 16:00 í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Á þinginu verður kosið til fyrstu stjórnar sambandsins.

Kexreið aflýst

18.06 2014 16:06 | ummæli

Kexreiðinni er aflýst í ár vegna framkvæmda á Hverfisgötu. Tindur og Reykjavíkurborg voru bæði vongóð um að framkvæmdir myndu klárast en svo er ekki raunin og því neyðumst við til að aflýsa keppninni í ár.

Ráslisti fyrir Cube Prologue II

Ráslisti fyrir Cube Prologue II

17.06 2014 22:30 | ummæli

Hérna er ráslisti fyrir Cube Prologue II sem fer fram á morgun 18. júní kl. 19:00. Afhending keppnisnúmera fer fram við endamark keppninnar frá kl. 18:15

Gullhringurinn þriðja árið í röð

Gullhringurinn þriðja árið í röð

16.06 2014 01:32 | ummæli

Aðra helgina í júlí, eða laugardaginn 12. júlí næstkomandi, verður Gullhringurinn, haldinn þriðja árið í röð. Í fyrra tóku rúmlega 200 keppendur þátt í mótinu, allt frá hjólreiðamönnum ársins 2013 að byrjendum sem margir voru að keppa í hjólreiðakeppni í fyrsta sinn. Keppnin hefur vakið athygli fyrir veglega vinninga og er lögð áhersla á að allir vinni á einn eða annan hátt. Til dæmis er mikið lagt uppúr glæsilegum brautarvinningum, keppendum boðið frítt í sund og kjötsúpa elduð fyrir alla eftir keppni.  

100 skráðir til leiks í Alvogen Midnight Timetrial

12.06 2014 00:00 | ummæli

Einvala lið hjólreiðamanna og kvenna er nú skráð til leiks í Alvogen Midnight Timetrial. Skráning stóð aðeins yfir í fjóra tíma en þá höfðu öll sæti keppninnar verið skipuð. Alls munu 40 keppa í þríþrautarflokki en 60 keppendur eru skráðir í götuhjólaflokk.  

Ráslisti fyrir Krýsuvík TTT, 4. júní 2014

4.06 2014 00:00 | ummæli

Afhending keppnisgagna við Bláfjallaafleggjara á Krýsuvíkurvegi frá 18:00 - 18:50

Alvogen Midnight Time Trial

Alvogen Midnight Time Trial

1.06 2014 14:41 | ummæli

Sæbrautinni lokað fyrir hjólreiðakeppni  Keppt um titilinn hraðskreiðasti hjólreiðamaður Íslands - Mótið tileinkað réttindum barna  Öflugasta hjólreiðafólk landsins mun etja kappi á Alvogen Midnight Time Trial hjólreiðakeppninni sem haldin verður að kvöldi 3. júlí nk. Keppt verður um titilinn hraðskreiðasti hjólreiðamaður Íslands 2014. Öflugir erlendir keppendur hafa boðað komu sína á mótið og munu keppa í þríþrautarflokki karla og kvenna. Sæbrautinni, einni helstu umferðaræð borgarinnar, verður lokað fyrir annarri umferð á meðan keppnin fer fram.  

Þingvallakeppnin

Þingvallakeppnin

30.05 2014 00:00 | ummæli

Þingvallakeppnin í ár verður með svipuðu móti og í fyrra, en samt verða nokkrar breytingar sem eru til bóta fyrir öryggi keppenda.