Fréttir

Keppnisreglur HRÍ 2022

4.05 2022 22:28 | ummæli

Uppfærðar keppnisreglur hafa verið gefnar út. Skjalið má finna á undirsíðunni "Keppnisreglur HRÍ og önnur skjöl"

Æfingabúðir í Anadia

Æfingabúðir í Anadia

29.04 2022 12:26 | ummæli

Þessa dagana (26. apríl til 3. maí) er hópur efnilegra hjólara og þjálfarar þeirra staddir í æfingabúðum í boði Evrópska hjólreiðasambandsins (UEC)  í Anadia, Portúgal. Um er að ræða prógram sem UEC er að bjóða smærri þjóðum í aðdraganda Evrópumótsins í Junior/U23 flokkum sem haldin verður á sama stað dagana 1. til 10. júlí n.k. Samtals er hér um að ræða 6 þjálfara og 7 hjólarar sem boðin var þátttaka í æfingabúðunum. Þjálfararnir sem fóru út höfðu allir staðist UCI Coaching Level 1 þjálfunar námskeið á vegum alþjóðahjólreiðasambandsins fyrr á árinu, en úti í Portúgal munu þau taka næsta stig þeirrar menntunnar og klára UCI Coaching Level 2 á meðan dvöl þeirra stendur. Hópinn skipa þau; Natalía Erla Cassata, Breiðablik Jóhann Dagur Bjarnason, HFR Arndís Viðarsdóttir, HFR Davíð Jónsson, HFR Inga Birna Benediktsdóttir, Tindur Matthías Schou Matthíasson, Tindur Tómas Kári Björgvinsson Rist, BFH og þjálfarar þeirra. Hákon Hrafn Sigurðsson, Breiðablik Margrét Arna Arnardóttir, Tindur Ása Guðný Ásgeirsdóttir, HFR Þóra Katrín Gunnarsdóttir, Tindur Erla Sigurðardóttir, Tindur Helgi Berg Friðþjófsson, BFH

3 Dage i Nord

3 Dage i Nord

18.04 2022 13:26 | ummæli

Afrekshópur HRÍ keppti dagana 16.–18. apríl í 3 Dage i Nord í Danmörku.

Flokkakerfi 2022

28.03 2022 23:58 | ummæli

Samkvæmt ályktun á Hjólreiðaþingi var tillaga stjórnar um 3. kafla keppnisreglna (flokkakerfi) sem kynnt var með frétt á vefsvæði HRÍ þann 11. febrúúar (Sjá hér) nánar útfærð og lagfæringar gerðar. Þetta var gert á fundi þann 23. mars þar sem fulltrúar allra aðildarfélaga höfðu tækifæri til að koma sínu á framfæri. Sú vinna gekk vel og voru þeir sem mættir voru sammála um að í vændum sé spennandi keppnistímabil.  

Hjólreiðaþing 2022

6.03 2022 21:59 | ummæli

Hjólreiðaþing 2022 fór fram laugardaginn 26. febrúar síðastliðinn í sal Ármanna Grafarvogi. Fundurinn fór vel fram og var mæting mjög góð. Ákveðið var að streyma fundinum fyrir þá sem ekki komust, og nýttu nokkrir þingfulltrúar sér það. Farið var yfir skýrslu stjórnar og árskreikning auk þess sem fjárhagsáætlun fyrir árið 2022 var lögð fram.  Fáar tillögur að lagabreytingum voru lagðar fram. Kosið var í tvö sæti til aðalstjórnar í tvö ár og voru þeir Hjalti G. Hjartarson frá Breiðablik og Björgvin Tómasson frá BFH kosnir. Til varastjórnar voru þrír í framboði og eru þau öll sjálfkjörin. Það eru þau Gunnlaugur Sigurðsson, Bjarti,  Margrét Arna Arnardóttir, Tindi og Svanur Daníelsson frá Tindi. Kosið var til formanns til eins árs, en aðeins einn var í framboði. Var því Bjarni Svavarsson sjálfkjörinn til að halda áfram.

Tillaga Nordic Cycling vegna stöðunnar í Úkraínu

6.03 2022 21:14 | ummæli

Á þingi Nordic Cycling í gær var samþykkt tillaga þess efnis að hvetja Evrópska hjólreiðasambandið að vísa umsvifalaust öllum fulltrúum Hvíta Rússlands og Rússlands úr þeim fulltrúaráðum og nefndum sem þeir koma að. Einnig er hvatt til þess að Evrópska hjólreiðasambandið (UEC) leggi sitt að mörkum til þess að Alþjóða hjólreiðasambandið (UCI) muni gera slíkt hið sama. Tillagan er studd af Hjólreiðasamböndum Austurríkis, Póllands, Hollendinga og Belga.

Nýtt flokkakerfi fyrir tímabilið 2022

11.02 2022 00:00 | ummæli

Stjórn HRÍ kynnir hér með tillögur að nýjum 3. kafla í keppnisreglum HRÍ. 3. Kafli er sá kafli sem fjallar um flokkakerfi í öllum greinum hjólreiða.

Uppfærðar sóttvarnarreglur. Gilda frá 29. janúar 2022

29.01 2022 23:55 | ummæli

Hér eru uppfærðar sóttvarnarreglur

Uppfærðar sóttvarnarreglur. Gilda frá 15. janúar 2022

15.01 2022 00:00 | ummæli

Hér eru uppfærðar sóttvarnarreglur.

Mótaskrá 2022

23.12 2021 00:00 | ummæli

Hjálögð er mótaskrá fyrir árið 2022. Þetta eru fyrstu drög og einhverjar tilfæringar gætu orðið. Mótaskrá 2022