Fréttir

EM í götuhjólreiðum U23 Anadía Portúgal í dag

EM í götuhjólreiðum U23 Anadía Portúgal í dag

10.07 2022 17:15 | ummæli

Evrópumótinu í U23 flokki karla í götuhjólreiðum var að ljúka í Anadia, Portúgal. Eyþór Eiríksson (HFR) náði að halda vel í hópinn á fyrsta hring en datt aftur úr á öðrum hring. Samtals náði hann að hjóla þrjá hringi áður en hann þurfti að hætta keppni vegna tímamarka. Matthías Schou Matthíasson (Tindur) missti af hópnum upp klifrið á fyrsta hring og fékk að hjóla einn hring áður en hann var flaggaður úr keppninni.

Tímatökukeppni Evrópumótsins U23 í Anadia, Portúgal

Tímatökukeppni Evrópumótsins U23 í Anadia, Portúgal

7.07 2022 17:42 | ummæli

Nú rétt í þessu var Eyþór Eiríksson að koma í mark í tímatökukeppni Evrópumótsins í götuhjólreiðum (U23) sem fer þessa dagana fram í Anadia, Portúgal. Í samtali við fréttaritara Hjólreiðasambandsins sagðist Eyþór vera nokkuð sáttur með frammistöðu sína í dag.  Brautin hafi verið skemmtileg og hröð með mjög tæknilegum köflum inn á milli, sérstaklega hafi verið nokkrir varhugaverðir kaflar í beygjum við hringtorg þar sem sandur hafi verið á brautinni.  Mikill hiti er í Portúgal núna og var 37°C hiti þegar Eyþór atti kappi við tímann í Anadía nú rétt áðan. Til gamans má geta þess að í seinasta móti sem Eyþór tók þátt í, Íslandsmótinu á Mývatni 25. júní s.l. var hitastigið um 2°C. Næst á dagskrá er svo götuhjólamótið sjálft næsta sunnudag (10. júlí), þar sem Eyþór og Matthías Schou Matthíasson munu taka þátt fyrir Íslands hönd. Íslenski hópurinn er búinn að fara í og skoða keppnisbrautina. Um er að ræða 23 km. hring sem farinn verður samtals 7 sinnum. Á hringnum eru tvö klifur, eitt stutt og bratt klifur og annað aðeins minna en lengra ca. 4 km. þar sem vænta megi mikillar keyrslu. Vonar Eyþór að hitinn úti verði eitthvað minni á sunnudaginn en hann var í dag.

Evrópumótið í fjalla- og götuhjólreiðum í Anadia Portúgal

Evrópumótið í fjalla- og götuhjólreiðum í Anadia Portúgal

27.06 2022 16:45 | ummæli

Evrópumótið í fjalla- og götuhjólreiðum fer fram í Anadia í Portúgal 1.–3. júlí (XCO) og 7.–10. júlí (RR).  Þau sem hafa verið valin og samþykkt að taka þátt eru eftirfarandi:  UEC MTB JUN/U23 EUROPEAN CHAMPIONSHIPS 1.–3. júlí  Tómas Kári Björgvinsson Rist (XCC & XCO)

Íslandsmótið í götuhjólreiðum 2022

Íslandsmótið í götuhjólreiðum 2022

25.06 2022 20:47 | ummæli

Í dag fór fram Íslandsmótið í götuhjólreiðum en ræst var við Reykjahlíð og hjólaður stór, samfelldur, hringur í áttina að Laxárvirkjun í norður. Hvammsbrekkan var tekin fyrir í tvígang á leiðinni en svo var hjólað í suður sem leið liggur inn að endamarkinu við Jarðböðin (Mývatni). Sigurvegarar voru þau Hafdís Sigurðardóttir og Ingvar Ómarsson en þau hafa verið með þónokkra yfirburði á þeim götuhjólamótum sem farið hafa fram á þessu sumri. Þess ber að geta að þau unnu einnig Íslandsmótið í tímatöku í Eyjafirði fyrr í vikunni.

Íslandsmótið í tímatöku 2022

Íslandsmótið í tímatöku 2022

23.06 2022 21:45 | ummæli

Í kvöld fór fram Íslandsmótið í tímatöku í Eyjafirði. Sigurvegarar voru þau Hafdís Sigurðardóttir og Ingvar Ómarsson en þau hafa verið með þónokkra yfirburði á þeim tímatökumótum sem farið hafa fram á þessu sumri. Úrslit kvöldins í A-flokkunum voru þessi:

Evrópumótið í Downhill Maribor 2022

Evrópumótið í Downhill Maribor 2022

20.06 2022 20:47 | ummæli

Í kvöld lögðu 5 krakkar út til Maribor í Slóveníu til að taka þátt í Evrópumótinu í Downhill sem fer þar fram dagana 23. til 25 júní. 

Evrópumeistaramótið í maraþon fjallahjólreiðum

Evrópumeistaramótið í maraþon fjallahjólreiðum

19.06 2022 21:24 | ummæli

Evrópumeistaramótið í maraþon fjallahjólreiðum fór fram í dag í Tékklandi og tók Ingvar Ómarsson þátt fyrir Íslands hönd. Um 100km braut var hjóluð á 4,5 tímum í ekki svo íslenskum aðstæðum, 37°c stiga hita og glampandi sól.

Ingvar Ómarsson á EM í XCM

15.06 2022 17:36 | ummæli

Næstkomandi sunnudag, 19. júní tekur Ingvar Ómarsson þátt í evrópumótinu í maraþon fjallahjólreiðum í Jablonné v PodještEdí í norður Tékklandi. Brautin sem farin verður er samtals 100 km. með 2250 metra hækkun. Ingvar mun renna af stað klukkan 9,30 að staðartíma og hægt verður að fylgjast með úrslitum á sportsoft.cz

Íslandsmót í Götuhjólreiðum - Breytt vegalengd hjá A-flokk karla.

11.06 2022 12:00 | ummæli

Eftir fjölda ábendinga hefur stjórn HFA ákveðið að stytta keppnisvegalengd hjá A-Flokk karla í Íslandsmeistaramótinu i götuhjólreiðum sem fram fer á Mývatni þann 25. júní.

Staðan í Bikarmótaröð Götuhjólreiða

6.06 2022 21:04 | ummæli

Eftir þriðja bikarmót sumarsins í götuhjólreiðum lítur stigagjöf í flokkunum svona út