Fréttir

Íslandsmótið í götuhjólreiðum 2022

Íslandsmótið í götuhjólreiðum 2022

25.06 2022 20:47 | ummæli

Í dag fór fram Íslandsmótið í götuhjólreiðum en ræst var við Reykjahlíð og hjólaður stór, samfelldur, hringur í áttina að Laxárvirkjun í norður. Hvammsbrekkan var tekin fyrir í tvígang á leiðinni en svo var hjólað í suður sem leið liggur inn að endamarkinu við Jarðböðin (Mývatni). Sigurvegarar voru þau Hafdís Sigurðardóttir og Ingvar Ómarsson en þau hafa verið með þónokkra yfirburði á þeim götuhjólamótum sem farið hafa fram á þessu sumri. Þess ber að geta að þau unnu einnig Íslandsmótið í tímatöku í Eyjafirði fyrr í vikunni.

Íslandsmótið í tímatöku 2022

Íslandsmótið í tímatöku 2022

23.06 2022 21:45 | ummæli

Í kvöld fór fram Íslandsmótið í tímatöku í Eyjafirði. Sigurvegarar voru þau Hafdís Sigurðardóttir og Ingvar Ómarsson en þau hafa verið með þónokkra yfirburði á þeim tímatökumótum sem farið hafa fram á þessu sumri. Úrslit kvöldins í A-flokkunum voru þessi:

Evrópumótið í Downhill Maribor 2022

Evrópumótið í Downhill Maribor 2022

20.06 2022 20:47 | ummæli

Í kvöld lögðu 5 krakkar út til Maribor í Slóveníu til að taka þátt í Evrópumótinu í Downhill sem fer þar fram dagana 23. til 25 júní. 

Evrópumeistaramótið í maraþon fjallahjólreiðum

Evrópumeistaramótið í maraþon fjallahjólreiðum

19.06 2022 21:24 | ummæli

Evrópumeistaramótið í maraþon fjallahjólreiðum fór fram í dag í Tékklandi og tók Ingvar Ómarsson þátt fyrir Íslands hönd. Um 100km braut var hjóluð á 4,5 tímum í ekki svo íslenskum aðstæðum, 37°c stiga hita og glampandi sól.

Ingvar Ómarsson á EM í XCM

15.06 2022 17:36 | ummæli

Næstkomandi sunnudag, 19. júní tekur Ingvar Ómarsson þátt í evrópumótinu í maraþon fjallahjólreiðum í Jablonné v PodještEdí í norður Tékklandi. Brautin sem farin verður er samtals 100 km. með 2250 metra hækkun. Ingvar mun renna af stað klukkan 9,30 að staðartíma og hægt verður að fylgjast með úrslitum á sportsoft.cz

Íslandsmót í Götuhjólreiðum - Breytt vegalengd hjá A-flokk karla.

11.06 2022 12:00 | ummæli

Eftir fjölda ábendinga hefur stjórn HFA ákveðið að stytta keppnisvegalengd hjá A-Flokk karla í Íslandsmeistaramótinu i götuhjólreiðum sem fram fer á Mývatni þann 25. júní.

Staðan í Bikarmótaröð Götuhjólreiða

6.06 2022 21:04 | ummæli

Eftir þriðja bikarmót sumarsins í götuhjólreiðum lítur stigagjöf í flokkunum svona út

Ný tímasetning Íslandsmóts í XCO

26.05 2022 11:32 | ummæli

Íslandsmót í XCO verður haldið í Öskjuhlíð 21.júlí n.k. Við biðjumst afsökunar á þessum óviðráðanlegu breytingum á tímasetningu þess.

Mótaskrá sumarsins 2022

10.05 2022 12:20 | ummæli

Mótaskrá HRÍ fyrir sumarið 2022 er aðgengileg hér á vefnum.

Samstarfssamningur við Ingvar

Samstarfssamningur við Ingvar

5.05 2022 16:31 | ummæli

Í gær var undirritaður samstarfssamningur milli Hjólreiðasambands Íslands, Ingvars Ómarssonar og Breiðabliks. Markmið samningsins er að styðja og efla íþróttalegt umhverfi Ingvars. Styrkir á grundvelli samnings þessa eiga uppruna hjá ÍSÍ og eru veittir til sérsambands sem styrkir áfram einstakling, fyrst og fremst vegna kostnaðar æfinga, undirbúnings og þátttöku í keppnum á alþjóðlegum vettvangi. Þessa stundina situr Ingvar í 54. sæti á heimslista í Maraþonfjallahjólreiðum (XCM), en til að halda þeirri stöðu þarf hann að taka þátt í sem flestum mótum sem í boði eru í greininni. Ingvar vill leggja sig fram um að koma sér enn hærra á þeim lista. Til þess að hann eigi kost á að ná þeim markmiðum sínum þarf hann á öflugum bakhjörlum að halda. Þess vegna gerir Hjólreiðasamband Íslands þennan samstarfssamning við Ingvar. Ingvar hefur verið í atvinnumennsku síðan árið 2015 og hefur m.a. orðið Íslandsmeistari 27 sinnum og verið kosinn hjólreiðamaður ársins núna 8 ár í röð.