Fréttir

Evrópumótið í Downhill Maribor 2022

Evrópumótið í Downhill Maribor 2022

20.06 2022 20:47 | ummæli

Í kvöld lögðu 5 krakkar út til Maribor í Slóveníu til að taka þátt í Evrópumótinu í Downhill sem fer þar fram dagana 23. til 25 júní. 

Evrópumeistaramótið í maraþon fjallahjólreiðum

Evrópumeistaramótið í maraþon fjallahjólreiðum

19.06 2022 21:24 | ummæli

Evrópumeistaramótið í maraþon fjallahjólreiðum fór fram í dag í Tékklandi og tók Ingvar Ómarsson þátt fyrir Íslands hönd. Um 100km braut var hjóluð á 4,5 tímum í ekki svo íslenskum aðstæðum, 37°c stiga hita og glampandi sól.

Ingvar Ómarsson á EM í XCM

15.06 2022 17:36 | ummæli

Næstkomandi sunnudag, 19. júní tekur Ingvar Ómarsson þátt í evrópumótinu í maraþon fjallahjólreiðum í Jablonné v PodještEdí í norður Tékklandi. Brautin sem farin verður er samtals 100 km. með 2250 metra hækkun. Ingvar mun renna af stað klukkan 9,30 að staðartíma og hægt verður að fylgjast með úrslitum á sportsoft.cz

Íslandsmót í Götuhjólreiðum - Breytt vegalengd hjá A-flokk karla.

11.06 2022 12:00 | ummæli

Eftir fjölda ábendinga hefur stjórn HFA ákveðið að stytta keppnisvegalengd hjá A-Flokk karla í Íslandsmeistaramótinu i götuhjólreiðum sem fram fer á Mývatni þann 25. júní.

Staðan í Bikarmótaröð Götuhjólreiða

6.06 2022 21:04 | ummæli

Eftir þriðja bikarmót sumarsins í götuhjólreiðum lítur stigagjöf í flokkunum svona út

Ný tímasetning Íslandsmóts í XCO

26.05 2022 11:32 | ummæli

Íslandsmót í XCO verður haldið í Öskjuhlíð 21.júlí n.k. Við biðjumst afsökunar á þessum óviðráðanlegu breytingum á tímasetningu þess.

Mótaskrá sumarsins 2022

10.05 2022 12:20 | ummæli

Mótaskrá HRÍ fyrir sumarið 2022 er aðgengileg hér á vefnum.

Samstarfssamningur við Ingvar

Samstarfssamningur við Ingvar

5.05 2022 16:31 | ummæli

Í gær var undirritaður samstarfssamningur milli Hjólreiðasambands Íslands, Ingvars Ómarssonar og Breiðabliks. Markmið samningsins er að styðja og efla íþróttalegt umhverfi Ingvars. Styrkir á grundvelli samnings þessa eiga uppruna hjá ÍSÍ og eru veittir til sérsambands sem styrkir áfram einstakling, fyrst og fremst vegna kostnaðar æfinga, undirbúnings og þátttöku í keppnum á alþjóðlegum vettvangi. Þessa stundina situr Ingvar í 54. sæti á heimslista í Maraþonfjallahjólreiðum (XCM), en til að halda þeirri stöðu þarf hann að taka þátt í sem flestum mótum sem í boði eru í greininni. Ingvar vill leggja sig fram um að koma sér enn hærra á þeim lista. Til þess að hann eigi kost á að ná þeim markmiðum sínum þarf hann á öflugum bakhjörlum að halda. Þess vegna gerir Hjólreiðasamband Íslands þennan samstarfssamning við Ingvar. Ingvar hefur verið í atvinnumennsku síðan árið 2015 og hefur m.a. orðið Íslandsmeistari 27 sinnum og verið kosinn hjólreiðamaður ársins núna 8 ár í röð.

Keppnisreglur HRÍ 2022

4.05 2022 22:28 | ummæli

Uppfærðar keppnisreglur hafa verið gefnar út. Skjalið má finna á undirsíðunni "Keppnisreglur HRÍ og önnur skjöl"

Æfingabúðir í Anadia

Æfingabúðir í Anadia

29.04 2022 12:26 | ummæli

Þessa dagana (26. apríl til 3. maí) er hópur efnilegra hjólara og þjálfarar þeirra staddir í æfingabúðum í boði Evrópska hjólreiðasambandsins (UEC)  í Anadia, Portúgal. Um er að ræða prógram sem UEC er að bjóða smærri þjóðum í aðdraganda Evrópumótsins í Junior/U23 flokkum sem haldin verður á sama stað dagana 1. til 10. júlí n.k. Samtals er hér um að ræða 6 þjálfara og 7 hjólarar sem boðin var þátttaka í æfingabúðunum. Þjálfararnir sem fóru út höfðu allir staðist UCI Coaching Level 1 þjálfunar námskeið á vegum alþjóðahjólreiðasambandsins fyrr á árinu, en úti í Portúgal munu þau taka næsta stig þeirrar menntunnar og klára UCI Coaching Level 2 á meðan dvöl þeirra stendur. Hópinn skipa þau; Natalía Erla Cassata, Breiðablik Jóhann Dagur Bjarnason, HFR Arndís Viðarsdóttir, HFR Davíð Jónsson, HFR Inga Birna Benediktsdóttir, Tindur Matthías Schou Matthíasson, Tindur Tómas Kári Björgvinsson Rist, BFH og þjálfarar þeirra. Hákon Hrafn Sigurðsson, Breiðablik Margrét Arna Arnardóttir, Tindur Ása Guðný Ásgeirsdóttir, HFR Þóra Katrín Gunnarsdóttir, Tindur Erla Sigurðardóttir, Tindur Helgi Berg Friðþjófsson, BFH