Fréttir

Hæfileikabúðir í UCI WCC

Hæfileikabúðir í UCI WCC

5.12 2021 14:05 | ummæli

Þrjú ungmenni á leið í Road Talent Identification Camp í Sviss.

Æfing með ungmennum BFH

Æfing með ungmennum BFH

20.11 2021 21:30 | ummæli

Æfingardagur með ungliðahóp Brettafélags Hafnarfjarðar.

Lokahóf HRÍ

1.11 2021 00:47 | ummæli

Lokahóf Hjólreiðasambandsins var haldið á Engjavegi laugardagskvöldið 30.október s.l. Allir bikarmeistarar ársins voru heiðraðir, hjólareiðafólk ársins tilkynnt sem og heiðursviðurkenning veitt. Hjólreiðafólk ársins 2021 voru þau Arna Sigríður Albertsdóttir og Ingvar Ómarsson. Heiðursviðurkenningu HRÍ fékk hún Helga María Arnarsdóttir fyrir hennar ómetanlega starf í þágu hjólreiðasportsins hér á landi.   Nöfn allra bikarmeistara má sjá í töflu hér að neðan.

Íslandsmót í Cyclocross 2021

Íslandsmót í Cyclocross 2021

1.11 2021 00:23 | ummæli

Um helgina fór fram Íslandsmótið í Cyclocross í Gufunesi. Mótið var haldið af Hjólreiðafélagi Reykjavíkur (HFR). Sigurvegarar í Elíte flokkum voru Björg Hákonar og Ingvar Ómarsson. Í kvenna flokki varð Bríet Kristý Gunnarsdóttir í öðru sæti og í þriðja sæti var Elín Kolfinna Árnadóttir. Í öðru sæti í flokki karla var Dennis van Eijk og í þriðja sæti varð svo Óskar Ómarsson.

Uppfærðar sóttvarnarreglur gilda frá 20. október

27.10 2021 12:26 | ummæli

Uppfærðar sóttvarnarreglur.

Lokahóf Hjólreiðasambands Íslands 30. október

25.10 2021 21:49 | ummæli

Lokahóf Hjólreiðasambands Íslands verður laugardaginn 30.október n.k. í sal ÍSÍ og hefst um klukkan 17.30. Skráning fer fram á vef HRÍ

Ingvar Ómarsson tók þátt í tveimur maraþonfjallahjólamótum (XCM) seinustu helgi

Ingvar Ómarsson tók þátt í tveimur maraþonfjallahjólamótum (XCM) seinustu helgi

13.10 2021 15:52 | ummæli

Ingvar Ómarsson gerði góða ferð til Evrópu um síðustu helgi; 8.–10. október. Hann tók þátt í tveimur maraþonfjallahjólamótum (XCM) sem eru hluti af maraþonmótaröðinni hjá Alþjóðahjólreiðasambandinu (UCI). Fyrri keppnin, Roc d’Azur fór fram á föstudaginn í Fréjus í Frakklandi. Keppnin var 84km löng og heildarhækkun var 2170m. Ingvar var mjög framarlega meirihlutann af leiðinni en gaf aðeins eftir í lokin og endaði í 33. sæti af 142 hjólurum í meistaraflokki sem kláruðu. Tími Ingvars var 4:18:41 en sigurvegari varð Þjóðverjinn Andreas Seewald á tímanum 3:48:28 en hann er efstur á heimslistanum í maraþon fjallahjólreiðum. Ingvar fékk 40 stig á heimslistanum fyrir þetta afrek.

Bikarmót í CX

Bikarmót í CX

10.10 2021 22:48 | ummæli

Fyrsta keppni í bikarmóti Cyclocross var haldinn í Gufunesi á sunnudag við frábærar aðstæður. Fjöldi áhorfenda mætti til að fylgjast með keppninni og frábær stemning var innan sem utan brautar. Hér var um að ræða fyrstu keppni af þremur sem haldnar verða nú í haust. Næsta keppni mótaraðarinnar verður 16. október, en Íslandsmót í greininni verður svo 30. október n.k. 

Frábær árangur á Heimsmeistaramótinu í götuhjólreiðum

Frábær árangur á Heimsmeistaramótinu í götuhjólreiðum

25.09 2021 18:16 | ummæli

Íslensku konurnar í KVK Elite flokki hafa nú lokið götuhjólakeppni dagsins en þær stóðu sig allar frábærlega í gríðarlega skemmtilegri en erfiðri keppni. Það munaði bara örfáum mínútum að þær fengu að hjóla síðustu hringina og klára keppnina með bestu hjólreiðakonum heims. Elín Björg Björnsdóttir var afar vel stemmd í þessa keppni en var lengi vel staðsett í miðjum hópi og var að sjá í fremstu víglínu. Þessi átök kostuðu mikið en kramparnir fóru að gera vart við sér eftir u.þ.b. 65 km. Hún var klippt úr keppni eftir ca. 100, en keppendum er flaggað úr keppni af öryggisástæðum og miðast við fjarlægð frá fremstu keppendum. Ágústa Edda Björnsdóttir komst heilar 128 km áður en henni var klippt út úr keppni en Bríet Kristý Gunnarsdóttir ca. 135 km. Afrek Bríetar er því besta afrek Íslendings í Elite flokki á heimsmeistaramóti í götuhjólreiðum, ef horft er til fjölda kláraðra kílómetra. Kristinn Jónsson keppti svo í sömu braut í gær, föstudag, en hann hjólaði rúmlega 100 km áður en honum var flaggað út. Tímamunurinn á honum og fremstu mönnum var einungis 4.30 mín. á þeim tímapunkti. Kristinn var afar klár í slaginn og sýndi hann það margoft er hann vann sér upp stöðu í fremstu línu. Mikill hraði og ein kröpp beygja var þó nóg til að hann missti af hópnum. Við getum verið stolt af þátttöku Kristinns í U23 flokki keppninnar enda fyrsta skipti sem við höfum verið með keppanda í þessum flokki á heimsmeistaramóti.

Ágústa og Bríet kepptu í dag í tímatöku á HM

Ágústa og Bríet kepptu í dag í tímatöku á HM

20.09 2021 21:25 | ummæli

Ágústa Edda Björnsdóttir og Bríet Kristý Gunnarsdóttir kepptu í dag í tímatökuhjólreiðum á HM. Ágústa lauk keppni á tímanum 40:59 mínútum í 37. sæti. Meðalhraðinn var 44,36 km/klst. og er þetta bæting frá HM á Imola fyrir ári. Þannig er þetta besti árangur íslendings á heimsmestaramóti í tímatökuhjólreiðum. Bríet Kristý Gunnarsdóttir tók þátt í sinni fyrstu heimsmeistarakeppni og lauk keppni á tímanum 43:12 mínútum og endaði með því í 44. sæti.