Fréttir

Mótaskrá - uppfært 7.júlí

Mótaskrá - uppfært 7.júlí

7.07 2025 15:28 | ummæli

Hér er uppfærð mótaskrá fyrir það sem eftir er sumars frá Mótanefnd HRÍ. Með von og fyrirvara um að engar frekari breytingar verða á mótunum. - ath. hér vantar inn CX keppnir haustsins.

Íslandsmót í Ólympískum Fjallahjólreiðum (XCO) 2025

Íslandsmót í Ólympískum Fjallahjólreiðum (XCO) 2025

5.07 2025 20:19 | ummæli

Íslandsmót í Ólympískum Fjallahjólreiðum (XCO) fór fram í dag í Kjarnaskógi, Akureyri. Mótið var haldið af Hjólreiðafélagi Reykjavíkur í samvinnu við Hjólreiðafélag Akureyrar   Sigurvegarar í Elíte flokkum voru þau Kristín Edda Sveinsdóttir og Davíð Jónsson bæði úr HFR. Var þetta fimmti Íslandsmeistaratitill Kristínar í hjólreiðum og annað árið í röð í XCO. Davíð var að vinna þessa keppni í fyrsta sinn, eftir að hafa verið í 3. sæti seinustu tvö árin.

Íslandsmót í Götuhjólreiðum 2025

Íslandsmót í Götuhjólreiðum 2025

29.06 2025 19:51 | ummæli

Íslandsmót í Götuhjólreiðum (RR) fór fram í dag í Hvalfirðinum og Kjós. Keppnin hófst í við Félagsgarð við Hvalfjarðarveg og hjólaðir voru um 23. km. langir hringir um Kjós og var endað á sama stað. Mótið í ár var haldið af Hjólreiðafélagi Reykjavíkur (HFR) og þökkum við þeim fyrir mótahaldið. Sigurvegarar í Elíte flokkum, eftir æsi spennandi keppnir voru þau Þorsteinn Bárðarson og Sara Árnadóttir. Var þetta fyrsti Íslandsmeistara titill hjá þeim báðum!

Íslandsmót í Tímatöku 2025

Íslandsmót í Tímatöku 2025

27.06 2025 23:50 | ummæli

Íslandsmót í Tímatöku (TT) fór fram í kvöld í Hvalfirðinum. Mótið var haldið af Hjólreiðafélagi Reykjavíkur. Sigurvegarar í Elíte flokkum voru þau Hafdís Sigurðardóttir og Ingvar Ómarsson. Var þetta fjórði titill Hafdísar í röð en sá fimmti hjá Ingvari þar sem sá fyrsti kom árið 2019.

Norðurlandamótið í Malarhjólreiðum

Norðurlandamótið í Malarhjólreiðum

13.06 2025 15:19 | ummæli

Þann 16. ágúst verður Norðurlandamótið í malarhjólreiðum haldið í Halmstad í Svíþjóð.

Mótaskrá fyrir 2025 - uppfært 23.júní

Mótaskrá fyrir 2025 - uppfært 23.júní

10.06 2025 00:00 | ummæli

Hér má líta uppfærð drög mótaskrár fyrir sumarið 2025 frá Mótanefnd HRÍ. Með fyrirvara um hugsanlegar breytingar á mótum og tímasetningum. Hér er einnig að finna almenningsmót sem tilkynnt hefur verið að munu fara fram í sumar. Ath. hér vantar enn inn CX-mót haustsins. - uppfært 10.júní

Smáþjóðaleikarnir - Keppni í Götuhjólreiðum

31.05 2025 19:59 | ummæli

Þá er seinasti keppnisdagur Smáþjóðaleikanna í ár á enda kominn. Í dag fór fram keppni í götuhjólreiðum.  

Götuhjólakeppnin á Smáþjóðaleikunum

Götuhjólakeppnin á Smáþjóðaleikunum

30.05 2025 15:43 | ummæli

Morgundagurinn er seinasti keppnisdagur Smáþjóðaleikanna í ár. Þá fer keppni í götuhjólreiðum fram.

Dagur tvö á Smáþjóðaleikunum - XCO Keppnirnar

Dagur tvö á Smáþjóðaleikunum - XCO Keppnirnar

29.05 2025 15:41 | ummæli

Í dag fór fram keppni í Ólympískum fjallahjólreiðum á Smáþjóðaleikunum í Andorra. 

Fyrsti keppnisdagur Smáþjóðaleikanna

Fyrsti keppnisdagur Smáþjóðaleikanna

27.05 2025 11:33 | ummæli

Fyrsti keppnisdagur Smáþjóðaleikanna er lokið hjá okkar fólki í Andorra. Í dag fór fram Tímatökukeppnin þar sem við áttum 6 þátttakendur.